Heimskringla - 13.03.1946, Blaðsíða 6

Heimskringla - 13.03.1946, Blaðsíða 6
6. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 13. MARZ 1946 HVlTAGULL Beverley Gilmour fór og Aníta sá hann hoppa út í bátinn og stefna til Northumbríu. Henni fanst hún vera svo lítilmótleg í viðskift- unum við hann að henni sveið það sárt. Hann tilheyrði öðrum heimi, var fallegur, siðfágaður og stórauðúgur. Og gæddur takmarkalausu sjálfstrausti. 1 kringum klukkan hálf tvö, var Jim inni í þúðinni og var að kaupa sér eitthvað, sem hann þurfti til ferðarinnar. Þar hitti hann fyrir Cæsar Boileau og félaga hans,- Boileau sat rétt fyrir innan dyrnar, en þrír félagar hans sátu innar í búðinni á skinnahlaða, fjórði þeirra fé- laga, þreklegur kynblendingur, afkomandi Frakka eins og Indíána herra af Gullhnífs- flokknum, stóð við búðarborðið. Inst í einu horninu sat hinn fimti í hnipri. Það var hreinn Indíáni og augu hans glóðu eins og í villudýri. Þegar Jim sá þá þarna sex saman, mintist hann þess, að hann hafði skilið skambyssuna sína eftir heima í tjaldinu ásamt treyjunni sinni. En þar sem útlit var til að þorpararnir hefðu engin önnur vopn en hnífa, gekk hann inn í búðina og bað verzlunarmanninn um það, sem hann ættlaði að kaupa. “Og láttu mig svo hafa súkkulaði öskjuna þarna,” bætti hann við. Kynblendingarnir flissuðu er þeir heyrðu hann biðja um sælgætið, og einn þeirra, sem sat á skinnihlaðanum hnipti í þann, sem hjá honum sat og sagði svo hátt að vel mátti heyra: “Þetta er handa stlepunni hans. Hann verður að fá eitthvað til að gera hana sæta.” Jim dró djúpt andann, en lét sem hann hefði ekki heyrt hvað hann sagði. Westlake hafði beðið hann um að leiða þá hjá sér, ef honum væri það auðið og það ætlaði hann að gera. “Ættum við ekki að fara til bæjarins og ná okkur í stelpu?” spurði einn kynblendingurinn hinn mikla franska kynblending. “Snöggklipta stelpu, piltar! Það er auðvelt að fá þær — já, þær bíða eftir manni þar inni í bænum. Eddi Kimritz lenti strax í klónum á Mamie þegar hann kom til bæjarins, skal eg segja ykkur.” Þegar Mamie Kimritz var nefnd ráku þeir upp skelli hlátur. Jim varð sótsvartur af reiði. Það var móðgun gegn Anítu að líkja henni við Mamie Kimritz. Hann gat ekki gleymt nóttinni þegar þau stóðu undir eikinni í garðinum, þegar hún hafði skilað honum ellefu þúsund dölum, er hún var sjálf vinnulaus og átti tæplega málungi matar. Hann gat efast um margt, en hann vissi að Aníta var trú eins og hreint gull. En hann sat samt á sér. Hann vissi að kyn- blendingarnir voru að fitja upp á þessu til að koma honum út í illindi við sig, svo að þeir gætu gengiö milli bols og höfuðs á honum. Þeir höföu í tvo mánuði verið að reyna að koma hon- um í þetta öngþveiti, sem hann var nú kominn í. Alt af síðan Beverley Glimour hafði leigt þá til að ráða hann af dögum. Þegar Jim sagði ekki neitt héldu þeir að hann væri hræddur og espuðust enn meir í háðglósum og níði um Anítu. Orðbragðið varð ætíð klúrara sem lengur leið. Jim var maður skapbráður og þetta varð honum ofraun að þola. Loks flaut út úr bikarnum. Jim sneri sér hvatlega að franska kynblendingnum. “Þú étur þetta ofan í þig, annars---” , Hinn urraði grimmúðlega og rétti úr sér. En áður en hann gat reitt hnefann til höggs hafði Jim slegið hann svo ærlega að hann féll upp að búðarborðinu. Hinir þrír kynblending- ar, sem sátu á skinnahlaðanum risu nú á fætur — tveir þeirra höfðu hnífa í höndunum. Kaup- maðurinn reyndi að komast fram fyrir búðar- borðið til að ganga á milli þeirra, en Cæsar Boileau brá fyrir hann fæti, svo að hann steypt- ist á höfuðið á gólfið og rotaðist. Jim réðist á þremenningana með svo mik- illi grimd að þeir hörfuðu undan, en nú var franski kynblendingurinn búinn að ná sér eftir höggið og sótti nú að Jim, en Indíáninn hafði náð sér í axarskaft, og Boileau stökk yfir kaup- * manninn með járnbryddan skíðastaf í hendinni. Þeir sóttu nú allir sex að Jim, sem hörfaði aftur að búðarborðinu til þess að verða ekki umkringdur. Hann óttaðist mest hnífana. 1 bardaganum gátu þessar blaðlöngu sveðjur skorið hann í tætlur. Einn kynblendingurinn lagði fram hnífinn og skar hann djúpum skurði alt frá olnboga niður að úlnlið. Eftir að hafa fengið tvö ærleg högg, kiknaði kynblendinginn í hnjáliðunum og hneig síðan meðvitundarlaus niður á gólfið. Jim stökk yfir hann, réðist á Indíánann, reif af honum axarskaftið og sló hann í rot með því, svo að hann lá þar við hlið félaga síns. Hnífur flaug fram hjá Jim og særði hann í vanganum, en hann fann ekkert til þess. Hann var orðinn æðisgenginn af reiði og barðist fyrir lífi sínu. Hann handleggsbraut með axar- skaftinu þann, sem hnífinn hafði sent, og annað högg lagði hann flatan fyrir fætur hinna. Nú greip franski kynblendingurinn um ax- arskaftið og reyndi að sveifla því af Jim, sem varð að sleppa því vegna þess, að Boileau hafði slegið hann í höfuðið með skíðastafnum., þriðji kyenblendnigurinn hafði einhvernveginn kom- ist á bak við hann og reyndi að halda hand- leggjum hans. Jim reif sig af honum og sló hann svo að hann flaug hálfa leið yfir gólfið. En nú fékk hann nýtt högg á þunnvangann. Það var eins og handleggir hans yrðu máttlausir og hnén ætluðu að bila, en hann náði sér brátt og var nú albúinn að taka móti franska kyn- blendingnum og Boileau. Hér um bil um sama leyti og Jim gekk inn í búðina hafði Westlake mætt Anítu fyrir framan hús Michaels og fylgdi henni áleiðis til tjaldsins. Þegar hann heyrði að hún ætti að verða eftir í Northumbríu, vakti það undar- legar tilfinningar í brjósti hans. Hann bæði óskaði og vonaði að hún yrði þar. Hann hugs- aði til þess að hann fengi að sjá hana, vera í ná- lægð hennar vikum saman og að hann væri eini maðurinn, sem hún gæti ky-nst — en samt sem áður, væri það kanske betra fyrir hann að hún færi. “Eg mætti Beverley Gilmour í dag,” sagði Aníta er þau gengu framhjá tjöldum Indíán- anna. “Hvað er hann annars að gera hérna í Northumbrí u ? ” “Hann lítur á meðal annras eftir námum Gilmour félagsins hér norður frá,” svaraði Westlake. “Meðal annars, við hvað eigið þér með því?” Westlake hikaði að svara. Hann hefði gjarnan viljað segja henni frá, hvernig Jim hafði orðið að berjast við þetta volduga félag, sem hafði hóp flugvéla, sextíu manns auk hóps kynblendinga móti honum að etja, og hvernig hann, þótt hann væri tæplega af unglings aldri, hefði varist þeim. En þar sem hann vissi að Jim vildi ekki að hún frétti neitt um þetta, og hafði ekki sagt henni neitt um þetta sjálfur, vildi hann ekki blanda sér neitt í það. Þau heyrðu einhvern koma hlaupandi upp stíginn á eftir sér. Það var Cæsar Boileau, sem kom með eldingar hraða allur löðrandi í blóði og svo afskræmdur af barsmíði í framan, að hann var næstum óþekkjanlegur. “Foringi, foringi! Flýttu þér upp í búðina. Jim Lansing.” “Farðu inn í tjaldið og bíddu þar,” sagði Westlake við Anítu. “Eg skal fara og jafna um þá.” Hann sneri við og hljóp af stað. En Anítu datt ekki í hug að fara að ráðum hans. Hún hljóp eins hart á eftir Wsetlake og hún gat og var rétt á eftir honum, er hann beygði fyrir hornið og fór inn í búðina. Þar sáu þau einkennilega sjón. Þrír kyn- blendingar og einn Indíáni lágu hreyfingarlaus- ir á gólfinu, en stóri fransk kynblendingurinn stóð upp við vegginn og varði sig eins og bezt hann gat fyrir hinum miskunarlausu höggum Jims. 1 þeim svifum og Aníta gekk inn um dyrnar, féll þessi síðasta andstæðingur Jims. Hún hljóðaði upp af skelfingu yfir því hvernig Jim var til reika. Hann hafði skurð yfir auganu og á vanganum. Hnúarnir á báðum höndum blæddu. Skyrtan var næstum því öll flett af honum og innan á framhandleggnum blæddi skurður, sem náði alt frá olnboga til úlnliðs. Blóðið streymdi úr honum. En hann stóð ennþá á fótunum en fimm andstæðingar hans lágu í roti á gólfinu. “Taktu hann fastan!” vældi Boileau og hélt sig til frekari öryggis bak við lögreglumanninn. “Hann byrjaði þetta, og réðist á okkur án þess . að við hefðum gert honum neitt! Sjáðu hvað hann hefir gert!” “Já, það er áreiðanlegt að hann gerði það svo um munaði,” tautaði Westlake. Hálf yfirkominn eftir bardagann gekk Jim til Boileaus. “Láttu hann eiga sig, Jim og reyndu að stjórna þér! Jæja, hvernig stendur á þessu?” “Þeir svívirtu konuna mína í orðum og sögðu að hún væri — eg á við---” svaraði Jim og kinkaði kolli í áttina til Aníta, “nú, Bur- roughs hérna veit hvað þeir sögðu. Hann hlust- aði á þá.” “En þú ættir ekki að láta espa þig svona upp.” “Þeir gætu espað upp kaldan stein? Þeir sögðu þetta ekki bara einu sinni, en tugðu það upp hvað eftir annað, enginn maður gæti hlust- að rólega á annað eins.” Westlake sneri sér að Boileau og sagði reiðulega: “Svo þú og þorparnir þínir, sex saman, móðgið konuna hans til að koma honum til að slást við ykkur, og þegar • þið farið halloka, hleypur þú til lögreglunnar og biður skælandi um hjálp. Þetta er í öðru sinni á tveimur dög- um, sem þú vekur hér illindi — næsta sinni og það kemur fyrir lendir þú í svartholinu, og það formálalaust. Skilurðu það? Reyndu nú að koma þessum dándismönnum þínum á lappir.” Westlake benti á þá, sem á gólfinu lágu, “og hafið ykkur svo út héðan! Og segðu svo Bever- ley Gilmour, að ef hann hætti ekki þessum of- sóknum gegn Lansing, þá geti það vel verið að hann lendi líka í svartholið!” Þegar þau voru komin út bað Westlake Anítu að fara til tjaldsins á meðan hann færi með Lansing upp í herbúðirnar, til að binda um sár hans. “Hann er ekki neitt hættulega særð- ur og kemur aftur vonum bráðar,” sagði hann. Aníta vildi helst hafa bundið sár Jims sjálf, en í þetta skiftið hlýddi hún Westlake. Og orð- in: “Segðu Beverley Gilmuor”, endurtóku sig í huga hennar. Voru þeir hans menn? Nei, því gat hún ekki trúað. Beverley Gilmour var á- reiðanlega ekki þess háttar mðaur, að hann leigði slík afhrök til að ráða mann af dögum fyrir sig. En aftur á móti hafði hún heyrt West- lake segja þetta með berum roðum, og hann var ekki slíkur maður, að hann gerði slíka ásökun að ástæðulausu. En ef þetta var þannig, þá stóð bardaginn ekki á milli Cæsar Boileau og Jims, heldur milli Beverley Gilmour og Jims! Var það það, sem Jim átti við er hann sagði að þorparalýður Boi- leaus væri aðeins lítill hluti þess er hann hefði við að stríða. Beverly Gilmour var líka formað- ur Gilmours félagsins þarna um slóðir, og bar- áttan var því milli þessa volduga félags og Jims. Aníta fór nú að skilja samhengið og varð hræddari og hræddari. Jim þurfti að berjast við kynblendingana, flugvélarnar, skipin og menn- ina, allan hinn tröllaukna mátt miljónafélags- ins. 5. Kapítuli. Hinn langi skurður á handleggnum olli því að Jim varð að vera viku lengur í Northum- bríu en til var ætlast, en þegar hann loksins þaut af stað, hafði hann Anítu með sér. Hún hélt næstum að hún ætti David Westlake það að þakka. Hann hlaut að hafa talað við hann. Þau klifruðu inn í flugbátinn kl. níu um morguninn, flugu tvisvar í kringum þorpið og stefndu síðan í norðvestur, út yfir hið mikla vatn. Stundarfjórðungi síðar sást landið aðeins sem mjó rák og tíu mínútum síðar var það með öllu horfið. Af og til þutu þau yfir eyjar, eða sáu móta fyrir fjarlægri strönd, en annars sáu þau ekkert nema vatn og meira vatn. Aníta var glöð eins og barn yfir því, að hún var farin frá þessu leiðinlega þorpi og var ásamt Jim. Hún var líka glöð vegna Davids Westlake að hún var farin. Hann hafði bara verið vin- gjarnlegur við hana þessa síðustu viku, en hún hafði óljósan grun um eldinn, sem bjó undir þessari alúð hans, og skildi, að það gat orðið hættulegt. Óhamingjusöm ást mundi ekki verða manni eins og Westlake auðveld, hann var of fullorðinn og tilfinningaríkur til þess. Nei, þess sjaldnar sem hann sá hana, þeim mun betra var það. Jim hafði ekki sagt mikið um hvaða er- indi þau áttu til Bjarnarárinnar. En hann hafði minst á, að þau ætluðu að þvo út gull þar. “Eg skal segja þér meira um þetta þegar þangað kemur,” sagði hann. En allar þær vistir, sem hann flutti með sýndu, að hann ætlaði sér að vera þar lengi. Af öllum áhöldunum sá hún að þetta mundi vera erindið. Loks sást landið á ný. Aníta sá vogskorna strönd með höfðum og víkum og árósum. Þar sáust einir sjö árósar, og allir virtust þeir eins. Jim virtist dálítið í vafa. “Þetta lítur alt öðruvísi út ofan úr loft- inu,” tautaði hann. “Látum okkur nú sjá. Fyrir framan mynni Bjarnarárinnar eru tvær eyjar. Já, já, þarna er hún!” Hann breytti stefnunni svolítið. “Já, hérna norðurfrá er flugbát- ur gullsvirði. Á tveimur tímum höfum við nú ferðast vegalengd, sem við Niels, Eddi Kimritz og eg, þurftum tvær vikur til mánuð að fara fram og aftur, þegar við fórum á bát. Við urð- um að fara með þessari vogskornu strönd, og ef hvesti, urðum við að liggja veðurteptir dögum saman. Við notuðum í raun og veru mest af sumrinu til að ferðast fram og til baka.” Nú fylgdu þau Bjarnaránni, og þeim mun norðar sem þau komu, þess breyttara varð land- ið. Það var síður mýrlent og hólarnir urðu stærri. Trén urðu myndarlegri og alt varð eins og grænna. Vatnið í ám og stöðuvötnum varð ekki dauðalegt og gulgrátt, eins og í kring um Northumbríu, heldur silfurhvítt og himinblátt, en lækirnir fossuðu niður hlíðarnar, í stríðum og fjörugum straumi. Aníta sá lengra til vest- urs, langar hlíðar og yfir þeim risavaxna tinda, sem gnæfðu við himin. Það voru Klettafjöllin. 1 fimtán hundruð metra hæð fylgdu þau Bjarnaránni Rann hún stundum í þeim hrika- legustu gljúfrum, sem Aníta hafði nokkurntíma séð. Hvað eftir annað varð áin að skínandi fögr- um stöðuvötnum með smáhólmum í, og þess á milli flugu þau yfir freyðandi fossa og dimm gljúfur. Þegar þau höfðu flogið um þrjú hundruð kílómetra upp eftir ánni, benti Jim Anítu á stöðuvatn eitt umkringt háum ósum. . “Hérna munum við lenda. Settu öryggis- beltið utan um þig, það er vissara, eg verð að fara mjög þverhnýpt niður,” sagði hann. Hann sneri flugvélinni svo krappan snún- ing að Aníta kastaðist út í hliðina og varð að halda sér með báðum höndum, og svo kom vatnið og skógurinn á móti þeim á flugferð, þangað til Jim sveigði vélina á réttan kjöl. Þau voru nú yfir lítilli eyju, þakinni birki og hárri furu, sem óx þráðbein eins og siglutré. í kring um eyjuna var sendin strönd og var þar alt fremur aðalaðandi. Er þau flugu fram hjá sá Aníta tjald, og sá reyk stíga upp. Hjá því stóð maður og veifaði til þeirra. Jim lenti í lítilli vík og fleytti vélinni hægt að landi. “Maðurinn, sem veifaði okkur var Eddi Kimritz,’ sagði hann og lét stjórann renna til botns. “Eddi, Niels og eg erum í félagi á sumrin — reyndu að vera vingjarnleg við hann Aníta, hann er í útliti eins og skógarandi, en láttu ekkert á því bera, svo að þú særir ekki tlifinningar hans. Hamingjan veit, að Eddi þarf þess með, að einhver sé vingjarnlegur við hann.” Eddi Kimritz kom hlaupandi ofan í f jöruna. Hann bar barkarbát á bakinu. Hann setti fleyt- una á flot, reri af öllum mætti út til þeirra og kallaði í sífellu. “Hæ Jim, eg sé að þú hefir náð í hana! Hæ Jim, eg sé að þú hefir náð í hana.” Aníta velti því fyrir sér, hvort að hann ætti við að Jim hefði náð í sig eða í flugvélina. Barkarbáturinn lenti við annað flugvélarduflið og Aníta leit á mannin, sem í bátnum sat. Eddi Kimritz kórónaði alla þá dökkleitu og ófríðu gullleitarmenn, sem henni hafði auðnast að sjá. Hefði hann sýnt sig á götum bæjarins, mundi það hafa valdið uppþoti. Langar hárflyksur löfðu eða gægðust út um götin á hattaræflinum hans, kagbættar buxurnar voru girtar niður í hástígvélin, og í staðinn fyrir axlabönd hafði hann ræmur úr skinni. Skyrtan hans var svo svört að ekki varð séð úr hverju hún var, og hann var eins loðinn í framan og mannapi. Þeg- ar Jim var borinn saman við Edda varð hann eins og hirðmaður. Hann stóð upp í bátnum og kom nú fyrst auga á Anítu. “Þetta er Aníta Lansing,” sagði Jim til að kynna hana fyrir honum. “Hæ — Lansing — ?” “Þetta er konan mín, Eddi. Eg gifti mig þegar eg var inni í bænum.” “Ó, þú heilgaa Jerúsalem!” Eddi stóð og glápti á hana gapandi af rundrun. “Jim — nei þetta getur ekki verið alvara þín!” Eddi var svo steinilostinn að hann var að því kominn að falla aftur á bak út úr bátnum. “Jú, þetta er eins og eg segi, Eddi,” svaraði Jim og Eddi rétti Anítu harðan hramminn. “Aníta er fallegt nafn og þetta er líka falleg stúlka,” sagði hann röggsamlega. “Það veit trúa mín að þú ert fallegri en nokkur mynd sem eg hefi séð framan á mánaðardögunum- Já, þú ert hepnismaður Jim.” “Þakka þér fyrir hrósið, Eddi,” sagði Aníta brosandi. Hann var svo einlægur, að þrátt fyrir það hve dökkur hann var, féll Aníta hann velí geð. Nú fór Jim að rétta honum farangurinn, og reri Eddi margar ferðir í land með hlaðinn bátinn þangað til hann hafði flutt alt í land. “Hæ Mamie, komdu út! Jim er giftur og hefir konuna sína með sér!” grenjaði Eddi inn í tjaldið. “Ef þau geta ekki beðið, þangað til eg hefi borið framan í mig andltisduftið, þá geta þau farið til fjandans,” svaraði skræk rödd innan úr tjaldinu. Eddi varð blóðrjóður í framan. “Hirðið ekkert um hana,” sagði hann til að afsaka konuna. “Henni fellur illa einveran hér norður frá, sjáið þið til,” bætti hann við og setti kaffiketilinn yfir eldinn. “Kvenfólkið þarf kanske frekar margmennið en við karlmennirm ir,” sagði hann svo með spekingssvip. Loksins kom Mamie út og Aníta hörfaði til baka er hún sá þessa öldruðu, ófríðu, máluðu og útlifuðu norn. Það var fremur furðulegt a® hitta fyrir þvílíka kvensipt úti í óbygðum þeSS' um. “Góðan dag og velkomin hingað á herra- garðinn okkar! Þér munuð verða hrifin af hom um. Öllum þessum skógi, ánni og ósunum- sagði hún háðslega. “Hvernig í skollanum get' ið búist við að nokkur kvenmaður geti búið her norðurfrá í tjaldi, án þess að sjá nokkurn, an þess að geta farið nokkuð eða fengið dropa 1 staupinu — Jim, hefir þú nokkra hressing11 með þér?” spurði hún og fíknin stafaði úr svip hennar.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.