Heimskringla - 16.04.1947, Blaðsíða 6

Heimskringla - 16.04.1947, Blaðsíða 6
6. SlÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 16. APRIL 1947 ■u “Æ, Lady Sophiía var þetta ástæðan fyrir vináttu yðar? Þarna í trjágarðinum — Og mér, sem þótti srvo afsbaplega vænt um yður! Eg hefði getað fórnað yður lífi mínu af þakklæti!” “Talið ekki svona, barn. Þér merjið hjarta mitt í sundur! Mér þótti strax vænt um yður þegar eg sá yður og mér þykir vænt um yður nú. Eg hafði ekki séð yður þegar eg gekst inn á að taka þátt í þessu spaugi.” “Spaugi!” endurtók eg grátandi. “Það verð- ur grimmilegt spaug fyrir mig.” “1 hamnigju bænum verið nú skynsamleg og róleg, Consuelo. Hlustið nú á mig. Munið þér fyrsta kvöldið á dansleik Lady Dunbar, þegar George var að tala við mig áður en eg kynti ykkur? Eg veit ekki hvort þér heyrðuð neitt af því, sem við sögðum. Eg var hálf hrædd um að þér hefðuð gert það. “Hann hafði hitt yður tvisvar eftir að við töluðustum við í trjágarðinum, án þe9s að gruna, að þér væruð unga stúlkan, sem eg hefði valið handa honum. Hann var þegar hrifnari af yður en nokkurri, sem hann hafði nokkuru sinni séð, og hann hað mig um, að væri það ekki of seint, skyldi eg ekki velja neinn skjólstæðing sinna vegna. Ef hægt væri að fá yður til að hjálpa okkur væri það ágætt frá hans sjónar- miði. Hann var þegar farinn að elska yður án þess að vera sér þess meðvitandi, og samvizka hans var farin að rumskast. “Honum skildist að ung stúlka, sem hann notaði þannig til að koma fyrirætlunum sínum í framgang, kynni að þykkjast við það, fengi hún að vita, að um sig hefði verið veðjað, jafn- vel þótt við hefðum veitt henni tækifæri til að gleðjast og skemta sér meira en hún hefði nokk- urn tíma átt kost á annars. Honum fanst að hann væri kanske að breyta rangt gagnvart henni; en í þessum svifum komuð þér til okkar ásamt Weyland og trufluðuð þannig samræður okkar. Eftir lýsingu hans hafði eg getið mér til, að þessi dásamlegi fengur, sem hann hafði fundið gat engin önnur verið en Consuelo Brand.” “Daginn áður hafði eg varnað honpm að sjá yður heima hjá mér, því að eg vildi að hann kyntist yður vel og skrautlega klæddri í hæfi- legu umhverfi. En forlögin urðu mér skjótari, og mig grunaði að þarna væri ástasaga að byrja. Þér getið aðeins ímyndað yður hversu mín leynda gleði var mikil, er eg kynti ykkur og þetta var unga stúlkan, sem hann hafði fundið og týnt. “Eg hafði næstum gefist upp að finna hæfa stúlku þegar eg sá yður í trjágarðinum, og heyrði ósk yðar að sjá aðra hlið á manniífinu, en þér þektuð. Og þér verðið að muna, Consu ■ elo, að eg spurði yður að hvort þér væruð þess albúin að sleppa tökum á yðar gömlu tilveru, sem yður þótti svo leiðinlég, fyrir hálfsmánaðar gleði og glaum og aðdáun?” “Eg man það alt — alt,” svaraði eg. “Eg hugsaði þá, að þetta væri yður fyrir beztu. Eg er sjálf fátæk, og eg gat ekki sjálf tekið yður að mér, en eg sá að þér voruð falleg, og gátuð orðið ennþá fallegri. Eg bjóst varla við að þér veidduð jafn fágætan fugl og Sir George er, en alt útlit var á því, að þér gætuð fengið gott gjafroð. Síðan hefir það komið í Ijós, að þér hafið vakið meiri hrifningu en nokk- ur önnur hefðarmær hefir gert í mörg ár. Nú megið þér ekki vegna særðrar hégómadýrðar farga allri iífshamingju yðar.” Eg gat engu svarað. Eg hafði hnigið niður á stól og byrgði andlitið í höndum mér. “Lofið mér því að láta skynsemina ráða,” mælti hún með áfjáðum bænarrómi. Hverju gat eg svarað? Eg hafði tekið á- kvörðun miína. Eg gat aðeins valið eina leið og hana ætlaði eg að fara og enga aðra, þótt það riði mér að fullu. En eg ætlaði mér ekki að gera neina hóreisti. Eg var svo þreytt og mátt- farin að eg óttaðist, að mig mundi bresta mót- stöðuafl til að standast fortölur hennar og bænir. “Leyfið mér að hugsa — leyfið mér að hugsa um þetta,” sagði eg. Eg leit ekki upp og fingur rnínur huldu tárvot augu mín, en eg heyrði Lady Sophíu varpa öndinni eins og steini væri létt af henni. “Auðvitað skuluð þér hugsa um þetta, kæra barn,” sagði hún eins og til og sefa mig. “Eg er alt af hrædd við þessar skjótu ákvarð- anir. Hugsið eftir hversu góður maður Georg er í raun og veru og hversu mjög hann elskar yður, og hversu sárt honum mun falla það, ef þér viljið ekki fyrirgefa honum. Jæja góða mín. Nú ætla eg að baða augu yðar úr kölnarvatni og bráðurn hafið þér íhugað þetta alt saman og verðið sjálfri yður Mkar eftir svolitla stund. “Þakka yður fyrir, Lady Sophiía,” hvíslaði eg. “En mig langar svo mikið til að vera ein svolitla stund. Þér eruð svo góð við mig, en mig langar til að vera ein. Góða bezta. Eg veit ekki hvað eg geri, ef eg fæ ekki að vera ein.” Lady Sophía reis á fætur. “Já, auðvitað,” sagði hún góðlátlega. “Þér vitið sjálfar bezt hvers þér þarfnist. Eg vil gjarna vera hjá yður, en ef þér viljið heldur að eg komi hingað seinna þá geri eg það auðvitað.” “Góða Lady Sophlía, komið eigi aftur fyr en eftir langa stund. Spyrij einhver eftir mér, segið að eg hafi höfuðverk.” “Treystið mér, auminginn litli. Auðvitað munu þeir spyrja eftir yður, einkum sérstakur maður, sem sendi mig hingað upp til að vita hvernig yður liði. Eg sagðist ætla að fara að leita að bók, sem við til allrar lukku voruín að ræða um, og sem eg hefði meðferðis. Því finst víst, að eg hafi verið lengi að leita að henni, en það gerir ekki neitt.” “Nei, það gerir ekki neitt,” sagði eg þreytu- lega. “Nú fer eg ofan, ef þér í raun og veru óskið eftir að eg fari. En ætlið þér ekki að senda einhver boð til aumingja Georgs?” “Aumingja Georgs! En hver hafði hugsað um aumingja Consuelo?” hugsaði eg gremju- full. “Eghefi engin skilboð,” svaraði eg þurlega. “Jæja, þá verð eg að finna eitthvað upp sjálf.” * Mér datt í hug að biðja hana að láta það vera, en hætti við það. Það gerði engan mun, hvað hún segði; hann mundi hvort sem væri fá að vita sannleikann áður en langt um liði. “Eftir einn klukkutíma mun eg líta inn til yðar,” sagði Lady Sophía. “Þá vona eg að þér brosið við mér á ný. Verið sælar á meðan, góða mín. Viljið þér ekki kyssa mig?” Eg hikaði augnablik; en leit svo upp tár- votu andlitinu og kysti hana. Svo fór eg að gráta. Mér þótti svo vænt um bana, og eg hafði verið svo hamingjusöm fyrir einum klukkutíma síðan. “Verið þér sælar,” sagði eg lágt. “Þetta er svo raunalegt, segið heldur að við hittustum aftur bráðlega,” sagði hún. “En mér iíkar betur betur að segja verið þér sælar,” sagði eg. “Verið þér sælar, kæra Lady Sopbía.” Augnabliki síðar hafði hurðin lokast á eftir henni og eg var ein eftir í herberginu. Eg hafði nú ákveðið hvað eg skyldi gera, og það var að ljúka við síðasta kapítulann af þessu ltila æfintýri mínu En fyrirtæki mitt þoldi enga bið; því að eg gat ekki gert ráð fyrir að fá næði til þess lengur en eina stund. Eg hafði sagt Lady Sopbíu, að eg ætlaði að hugsa mig um, en eg forðaðist alla umhugsun — að minsta kosti í bili. Ef eg sæti þarna og færi að hugsa um liðnar stundir mundi mig bresta allan kjark. Hurðin hafði því eigi betur en lokast á eftir Lady Sophíu, er eg stökk á fætur og fór að koma mér úr kjólnum. “Hann er keyptur fyrir peninga hans!” hugsaði eg með hryllingu. “Eg er brúða, sem hann skemti sér við að skrýða eftir nýjustu tízku. Ó, guð minn góður. Og eg hélt að hann væri svo heiðarlegur og dreng- lyndur!” En mér kom til hugar að þetta mætti eg ekki gera. Eg varð að hafa hugann á verkefn- inu. Mikið hefði eg viljað gefa til, að hinn and- styggilegi kjóll minn frá Pectóham hefði verið kominn, en hann lá á skúffubotni heima — nei, eg mátti ekki lengur kalla það heima! — Það var heimili Lady Sophíu de Gretton. Eg sá að bezta ráðið var að klæða mig í óbrotnustu fötin, sem eg hafði við hendina og sem Sir George hafði goldið minst fyrir, hugsaði eg gremjufull. Eg gat kanske einhverntíma seinna borgað honum. Hjarta mitt sló örara er mér datt það í hug, að einhverntíma síðar gæti eg sent honum peninga, sem eg hefði sjálf unnið mér inn. Það átti að vera há ávísun og send frá einhverjum stað langt í burtu. Eg ætlaði að láta þesssi fáu orð fylgja með henni: “Þettá er að svo miklu leyti, sem eg get reiknað út, sú upphæð, sem eg skulda yður fyrir fæði, húsnæði, föt og annan kostnað yfir þann tíma, sem eg dvaldi í Park Lane”. Það mundi duga. Ef hann væri ekki alveg hjartalaus, mundi þetta snerta hann; en alt þangað til mundi eg kveljast af þeirri hugsun og auðmýking, sem hafa orðið að flýja úr húsi hans í fötum, sem hann hafði borgað fyrir. Eg hrökk við. Aftur lét eg hugsanimar tefja mig. Augnabliki síðar var eg ferðbúin, klædd léttum gráum fötum, sem eg hafði verið í, svo glöð og ánægð á járnbrautarlestinni þá um daginn. Svo datt mér í hug að eg yrði að hafa með mér peninga; alt til þessa hafði eg ekki hugsað eftir því. Pyngjan mín — en það var ekki nema háð að nefna hana mína — var ennþá í vasan- um í ferðakjólnum mínum. Eg mundi að í henni voru ein tíu pund. Eg gat farið langt fyrir þá upphæð, því ennþá hafði eg ekki gleymt að vera sparsöm. Eg gat ekki tekið peningana. Eg gat ekki snert þá! Því eg vissi frá hverjum þeir voru. Eg varð svo hrærð þegar Lady Sophía gaf mér þá, en það var engin furða að hún roðnaði yfir þakklætisorðum mlínum, og sagði, að hún i vildi óska, að eg væri ekki að þakka sér svona mikið fyrir þá. Eg leit á skrautmuni miína, sem voru í öskjum á búningsborðinu, og litlu perlu háls- festina, sem eg hafði tekið af mér eftir mið- dagsverðinn. En alt þetta var frá Sir George, þótt eg hefði fengið það, sem gjafir frá Lady Sophíu. Eg fann nú að grunur minn hafði vaknað fyrir löngu síðan við slíkar gjafir frá konu, sem ætíð var að barma sér yfir fátækt sinni. Eg gat ekki notað neitt af þessu prjáli, en til allrar hamingju átti eg fáeina muni, sem voru lítils virði, en gátu samt orðið mér til bjargar í bili. Eiriu sinni hafði eg dáðst ati hring, sem Lady Sophía hafði borið. 1 hringnum var safir og fáeinir litlir demantar. Næst dag á eftir gaf hún mér hringinn og sagði að hann væri sér of þröngur. Eg átti einnig iítið gullúr og armlband með perlu og fiðrildi úr rúbínsteini. Þetta voru munir, sem Lady Sophía hafði sjálf átt og Sir George átti aldrei neitt í. Hefði eg getað, rnundi eg hafa geymt alt þetta til minningar um Lady Sophíu og ást míína til hennar. En eg átti ekkert annað, sem gat keypt mér fargjald í burtu, og ákvað eg því að selja skrautgripi þessa strax og tækifæri bauðst. Nú var hálfur tími liðinn, síðan Lady Sophía fór. Enriþá mundi líða stund þangað til mín yrði saknað. Nú varð eg að komast út úr húsinu, án þess, að nokkur sæi mig. Ekki vissi eg hvar útidymar voru og varð eg að vona, að enginn mætti mér í göngunum. 21. Kapítuli. Enginn hagnaður var í biðinni, og þegar eg var komin út úr herbergi mínu og hafði lokað hurðinni, gekk eg að því er virtist hugrökk eftir göngunum. Göngin beygðu bráðlega fyrir horn og er eg hafði gengið eftir þeim um hríð kom eg að stiga, sem eg hafði ekki áður séð. Eg hraðaði mér niður stigann og sá herbergi hálf- opið og var þar dimt inni. Þar heyrði eg fóta- tak og málróm Adéle. Eg gekk inn í opna herbergið og sá stórar glerhurðir sem lágu út að garðinum. Eg f-lýtti mér út og var nú hið versta um garð gengið. Tunglið var ennlþá ekki komið upp; en silf- urlituð móða í skýjabakka í austri tilkynti komu þess, og loftið var alsett stjörnum. Eg gat séð runna og blómabeð, og í hinni daufu ljósglætu gat eg greint stíg einn. Eg fylgdi stígnum, því að mér virtist að hann mundi liggja út úr trjá- garðinum. Eg hljóp, og leið því eigi á löngu unz eg kom að miklu járnhliið með dyravarðar bústað hjá, en ekki var það sama hliðið og eg hafði farið inn um er eg kom. Þetta stóra hlið var lokað, en hjá því var lítið hlið fyrir gang- andi fólk, og var það opið. Augnabliki síðar var eg komin út á þjóðveginn. Mér datt nú í hug að fólkið færi nú að sakna mín; mundi það finna slóð mlína og fara með mig til baka? Eg vildi ekki láta það finna mig, það mundi vafalaust leita mín á járnbrautarstöðinni, og ásetti eg mér því að forðast hana fyrst um sinn. Eg ætlaði að ganga alla nóttina, hugsaði eg með mér, og kanske snemrna í fyrramálið fyndi eg svo einhvern bónda, sem fyrir borgun mundi skjóta yfir mig skjólshúsi. Tunglið var nú bomið upp og gat eg greint stefpuna. Ekki gerði mikið til hvaða stefnu eg tók, ef eg bara gat leynst í burtu. Eg valdi því þá leið, sem mér virtist í gagnstæða átt járn- brautarsporinu. Er eg hafði gengið eina klukkustund sá eg á úrið mitt og var það ýfir tólf. En ekkert var eg hrædd við að vera ein úti, þótt svona væri áliðið. Eg gekk áfram en brátt fór eg að þreytast. Skómir mínir voru þunnir og mig verkjiaði í fætumar, en um það hirti eg ekkert. Tunglið var ennþá á lofti, en varð fölara og fölara eftir því sem morguninn nálgaðist. Hefði betur legið á mér mundi eg hafa glaðst yfir sólaruppkom- unni, en nú veitti eg henni litla athygli. Mér fanst hún ekki neitt sérlega fögur; eg sá bara tré og akra og enriþá meiri akra og tré, og hæðar- drög í fjarska. Eg óskaði að eg sæi reykinn stíga upp frá einhverjum bóndabæ; en hvergi sást neinn mannabúastaður. Að síðustu, þegar eg var ósjálfrátt farin að hægja gönguna kom eg auga á eitthvað, sem hélt áfram rétt framundan mér. Það voru fá- einir Zígúenavagnar, sem komu í ljós á veg- inum. Eg stansaði. Þetta var hæfilegur útvegur fyrir mig. Bóndakona yrði kanske tortryggin, ef vel búin, ung stúlka kæmi til hennar og bæði um mat og húsaskjól og föt fyrir skrautgripi, sem hún hefði meðferðis, og krafðist svo þar -ofan í k-aupið, að þessu væri haldið leyndu. En flökkufólkinu mundi finnast þetta alt saman eðlilegt. Auk þess mundu Zígúarnir ekki vera lengi í hverjum staðnum. Þeir mundu stöðugt fjar- Imgjast staðinn, sem eg kom frá, og ekki var það sennilegt, að lögreglan spyrði um athafnir þeirra, ef vinir rnínir leituðu til hennar um hjálp til að finna mig. Ófríður, þeldökkur, ungur maður og fríð, ung stúlka stóðu hjá fyrsta vaginum, sem eg bom að. Eg stöðvaði þau og sagði þeim sögu um, að eg hefði strokið að heiman af því að mig langaði til að verða leikkona. Eg vildi ekki að neinn fyndi mig. Gæti eg fengið leyfi til að fá far um stund inni í einum vagninum? Eg hefði enga peninga; en eg vildi gjarna gefa þeim þetta, og eg sýndi þeim gullbrjóst- nálina — og ef unga stúlkan vildi láta mig fá hattinn sinn og kjólinn, skylid eg láta hana fá fötin mín í staðinn, en hún yrði að lofa því að segja engum frá fundi okkar. Stúlkan samþykti þetta alt saman, og ungi maðurinn kom ekki heldur með neinar mótbár- ur. Eg gat treyst því að hún mundi ekkert segja — “loforð Zígúenans er honum heilagt,” sagði hún, enda gat eg ekkert annað en treyst þögn þeirra. Eg fékk matarbita inni í vagninum og þrátt fyrir það, þótt eg væri dauf í dálkinn, át eg hraustlega svarta brauðið með teinu, sem þau gáfu mér. Eg svaf iíka þótt eg mundi hafa neitað því fyrirfram, að eg gæti sofið jafn óhamingjusöm og eg var. Klukkan var næstum því tólf þegar eg vaknaði, en ekki höfðu-m við náð eins langt og eg vonaði að við hefðum náð, því að slíkur flutn- ingur mjakast hægt áfram. Við vorum fast hjá sveitaþorpi einu og unga Zígúenastúlkan keypti handa mér blóa andlitsslæðu í einni búðinni þar. Seinna um daginn skiftum við klæðum. Eg fór í rauðbrúna kjólinn, sem hafði verið bezta spjör flökkustúlk- unnar, og fékk auk þess gamlan upplitaða-n hatt með gulu bandi um, sem auk bláu slæðunnar dulbjó mig til fullnustu. Zígúenarnir yfirgáfu mig mílufjórðung frá járribrautarstöð, og hét bærinn Ghansey, sem var næstur. Þetta gladdi mig, ef nokkuð hefði getað glatt mig; því síðasta klukkutímann hafði eg íhugað hvað eg gæti nú gert, og hafði eg ákveðið að veita hinu vingjam- lega tilboði, sem mér hafði verið gert fyrir nokkru sáðan, móttöku. Ohansey iá við sömu járribrautina og Hull. Hinar slíðustu vikur í öllum gleðiglaumn- um, hafði eg næstum gleymt Miss Smith og aiúð hennar í minn garð. En sdmkvæmt þeirri eigin- girni, sem einkennir mannlegt eðli, mundi eg eftir henni nú, þegar mér var hagnaður í þvá að muna eftir henni. Miss Smith hafði sagt að henni félli vel við mig; hún h-afði líka sagt, að þyrfti eg nokkuru sinni á vini að halda, þyrfti eg ekki annað en rita sér eða koma til siín. Eg hafði lengi geymt nafnspjaldið hennar, en þótti það væri nú ann- aðhvort glatað eða lægi í Park Lane húsinu, þá var heimilisfangið svo auðmunað, að mér urðu engin vandræði úr því. Utanáskriftin var þessi: “Miss Jane Smith, Granley, Hull, Dorsetshire.” Nú var sú stund komin, sem Miss Smith hefði fyrirséð; sápubólan mín var sprungin og eg var vinarþurfi. Eg var því í dag á leiðinni til Miss Smith. Eg hafði áður en eg skildi við Z-ígúenana selt þeim hringinn minn, og fengið fyrir hann fimm pund. Án éfa mundu þeir fá helmingi meira fyrir hann, ef þeir seldu hann. En eins og eg var búin gat eg vel lerit í vandræði, ef eg reyndi að selja hann í gimsteinabúð. Eg keypti mér far á þriðja farrými og fór til Hull. Nú mundi Lady Sophlía aldrei finna mig. Ef hama langaði til að finna mig og fá mig aftur, mundi hún senda til Pectóham, og þar mundi hún ekkert fá um mig að vita. Þegar eg ihugsaði um Saralh frænku, Jimmy og Peckham datt mér annað ií hug — skrifborðið! Eg hafði 'aldrei rannsakað það; því að frásögn Díönu hafði látið mig gleyma því öllu. Ef einhver, sem viSsi um leynihólfið, kæmi nú inn í herbergið, gæti hann eða hún rænt mig eign minni, sem gæti verið all verðmæt fyrir mig. Díana hafði kanske ekki farið úr húsinu, en falið sig þar einhverstaðar til að sjá hvað eg gerði. Jafnvel nú, þegar svona stóð illa á fyrir mér, hataði eg að hugsa til þess, að Díana Dun- bar skæri upp nokkra ávexti af auðmýkingu minni eða brottför, en svo mundi eg eftir því, sem eg hafði sjálf sagt henni. Að eg hefði fundið skúffuna og tekið skjölin úr henni. Eg hafði sagt ósatt, en hún hafði trúað mér og vonaði eg nú að áhugi hennar fyrir skrifborðinu væri búinn. Hvað skyldi nú verða um borðið þegar eg var farin? hugsaði eg. Mundi Sir George geyma það? Eða mundi hann gefa Lady Sophiíu það? En h-vað, sem við það yrði gert vonaði eg að það losnaði við eftirgrenslan Dunbars fjölskyld- unnar. Þær héldu að eg hefði skjölin; þá yrði egi sennilega fyrir ofsóknum þeirra í framtíð- inni. Þessi hugsun vakti mér skyndilegan ótta. eg hafði hingað til ekki haldið, að aðrir mundu Ieita mlín, en vinir mínir.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.