Heimskringla


Heimskringla - 12.06.1957, Qupperneq 2

Heimskringla - 12.06.1957, Qupperneq 2
2. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 12. JÚNf, 1957 ILjBimskringk , ratotnuo itu> lemur út á hverjum mlðvllcudegl, Elgendur: THE VIKING PRESS LTD. 856-855 Sareent Ave., Winnipce 3. Man. Canada Phone SPruce 4-6251 VerO blaöslna er $3.00 árgangurlnn, borglst íyrlrfram. Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. öll viOskiftabréf bl&Oinu aOlútandi senálst: The Viking Press Llmited, 853 Sargent Ave., Winnlpeg Rltstjóri STEFAN EINARSSON UtanAslcrlft ti) rltstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA, 853 Sargent Ave., Wlnnlpeg HEIMSKRJNGLA is published by THE VIKING PRESS LIMITEÐ and printed by VIKING PRINTERS 856-855 Sargent Ave., Winnipeg 3. Man. Canada Phone SPruce 4-6251 Authorlxod gg Second Class Mctll—Post Office Dept.. Ottawa WINNIPEG, 12. JÚNÍ, 1957 Útkoma kosninganna hér til laugardags. Hún ræddi í gær stundarkorn viö blaðamenn sem fylltust undrun og hrifn- ingu yfir þeim ótrúlega sigri, sem þessi kona hefur unnið yfir illum örlögum. Helen Keller er hingað komin í boði Málleys- ingjaskólans og Blindravinafé- i lagsins. í dag heimsækir hún Málleysingjaskólann, en á föstu dagskvöld kl 8:30 mun hún j flytja erindi fyrir almenning í Hátíðasal háskólans. Helen Keller missti bæði sjón og heyrn, er hún var eins árs, þ. e.a.s. áður en hún lærði að tala. Kennari hennar, Anne Sullivan, sem ungfrú Keller kallaði ævin . . . , , , lega Teacher, kenndi henni að Þarna er þingmanna tala hvers, , ... r. „ , ,r. ... , , * . , I skilja fmgramal t lofa og siðan flokks, sem litið getur breyzt', i. , , » , , , r r • ~ * A £ - i lærði hun að mæla, en það verk ur þessu þratt fyrir 3 eða 4 oviss1, r , , \ hofst er hun var um tiu ara ao aldri ,Er öll sú saga ævintýri líkust. í viðtali sínu við blaðamenn Að kvöldi hins 10. júní, var þessi útkoma birt af kosningun- m. Var fylgi hvers flokks af þing mönnum kosnum, sem hér segir: Prog. Conservatives 110 Liberala 1031 CCF. flokks 24! Social Credit 18 Óháðir 2| Óháðir liberalar 2’ Óháðir Prog. Conservative 1 Öháðir Labor 1 Óvissir 3 Kosn. frestað l‘ ALLS 265' ur atkvæði. Enginn einn flokkur hefir svo mikið fylgi að geti tekist einn stjórn á hendur. Það líklegasta sem nú er talið, 1 &ær kvað Helen Keller Það er að Diefendbaker verði beðinn að mynda stjóm. En hvort að hann geri það, er enn ekki vitað um. Það er haldið fram, atS hann muni með fylgi, eða samvinnu við Social Credit og óháðra hafa einn í meiri hluta á þingi. En þessu hefir ekki verið til vegar snúið, þegar þetta er ritað. Og verði ekki af því er ekki annað sjáanlegt, en kosning verði bráð lega eða innan eins árs að fara íram, þó fyrirhafnar mikið sé. Það má heita svo, að liberalar hafi aðal fylgi sitt frá Quebec, eða 62 þingmenn. í Ontario hafa þeir 20, frá Manitoba 1, í stað 7 fyrir kosningarnar og örlítið vera erfiðasta verkið, er hún hafi unnið, er hún var að læra að tala, en það erfiði hefði gert henni kleift að ganga í háskóla, skrifa bækur og starfa í þágu þeirra, sem svipað væri ástatt fyrir. — “Það var Teacher, sem gerði mér kleift að gera það, sem eg hef gert”, sagði hún. í háskóla kvaðst bún hafa haft mest gaman af heimspeki og tungumálum, enda talar hún eða skilur um sex tungumál. Um heimspek- ina sagði hún: “Hún veitir anda mínum vængi og hjálpar mér til að byggja upp fagran heim.” Ungfrú Keller hefur skrifað / til 8 bækur, hún mundi ekki hér og þar eystra og vestra aukjhvort- °g má segia’ að hún hafi þess. Hér virðist ekki vera um!verið á stöguðu ferðaxagi um heiminn til að aðstoða blinda, þann þjóðlega flokk að ræða, tem liberalar hafa venjulega tal- ið flokk sinn. Að hafa nú 103 þingmenn í stað 173 eftir kosn- ingarnar 1953, segir sögu flokksins og fylgistap mjög átak anlega, þó fleira svipað minni á arsiðan það frá þessum 10. júní kosning um, eins og t.d. hrun 9 ráðgjafa hans, sem vissulega ber vott um annað en ljúf ítök þeirra í hugum kjóeenda. Fylgi Diefenbakers er víðtæk- ara en það, þó jafnvel hafi 60 úr Ontraio. Hann hefir 8 í Que- bec, 8 í Manitoba, 7 í B. C., 3 í Alberta, 3 í Sask., 10 í Nova Scotia, 4 á Prince Ed. Isl. (alla), 5 í N. Brunswick og 2 í New- foundland. Diefenbaker hefir því náð 60 ný þingsæti eða meira en helmingi fleiri en flokkur hans hafði áður á þingi. Sigur sá er einstakur hér í pólitískri sögu nokkurs einstakl ings CCF flokkurinn náði í þrjá þingmenn í Ontraio, 5 í Mani- toba, 9 í Sask., og 7 í B. C. Social Credit flokkurinn náði í 13 í Alberta og 5 í B. C. heyrnarlausa og mállausa, síðan 1937 og hefur Polly Thompson, er gerðist aðstoðarkona hennar við dauða Ann Sullivan 1913, verið með henni á ferðum henn- FRÉTTIR FRÁ ÍSLANDl HELEN KELLER KEMUR TIL ISLANDS Hellen Keller einhver fræg- asta kona heims, kona sem stað- izt hefur með prýöi þá hræði- legu reynslu að missa bæði sjón og heyrn, áður en hún var búin að læra að tala, kom til Reykja- víkur í gær (7. maí) og dvelst f viðtalinu í gær kvað Helen Keller svo virðast sem meira hafi verið gert fyrir blinda en fyrir heyrnar- og mállausa, þó að skiln ingur manna á kjörum þeirra færi nú mjög vaxandi. Hún kvað það aðalatriðið að sannfæra vinnuveitendur um, að blindir geti unnð verðmæt störf. Er Helen Keller kemur í heim sókn í Málleysingjaskólann í dag verða þa.r viðstaddir nemendur skólans, 21 að tölu, aðstandend jur þeirra, auk nokkurra blindra og útskrifaðra nemenda. Héðan fara þær Keller og Thompson til hinna Norðurland anna og svo til Sviss, þar sem Helen Keller mun flytja aðal- ræðuna á alþjóðaþingi rotary-fé laga . Ávarpið í háskólanum sem hér fer á eftir, var flutt á ensku, en þýtt jafnharðan af Helga Tryggvasyni á íslenzku. Áheyr- endur troðfyltu húsið- Ávarpið var á þessa leið: Kæru vinir. Engin orð fá lýst þeirri á- nægju, sem eg hef að því að vera með ykkur hér í kvöld. Mér fell- ur bezt að halda, að þið séuð hing að komin vegna þess að þið vilj- ið tendra vonarneisfa ’í auðn hinna daufdumbu. Mér er það ánægjuefni, að rík ísstjórn ykkar hefir stofnað skóla fyrir daufdumba, og að unnið er af alúð að því að sjá hin um fáu blindu börnum á íslandi fyrir kennslu. Eg ber hlýhug til Blindravinafélagsins, vegna þess að það hefir séð níu blindum ein staklingum fyrir vinnustað, þrátt fyrir erfiðar aðstæður. En mér skilst að ekki hafi enn náðst sá árangur, að allir daufdumbir' njóti kennslu, né allir blindir geti séð fyrir sér sjálfir. Daufdumbir og blindir eru álíka illa á vegi staddir. Hin ii heyrnarlausu eru umluktir þögn, sem ekkert umhyggju- eða uppörvunarorð fær komizt í gegnum. Engin ljósgeisii þekk- íngar eða tilgangs lífsins nær að skína inn í myrkur hugar þeirra. Þeir eiga enga vini, sem geta hjálpað þeim að sigrast á erfiðleikunum viá að samlagast öðru fólki eða fá vinnu, sem er virðingu þeirra samboðin. Hinir blindu berast áfram gegnum nótt ónýttra starfs- krafta og óuppfylltra "vona, ef þeir njóta ekki réttrar aðstoðar. En þó vitum við, að þeir búa yfir hæfileikum og kunnáttu, sem hægt er að þroska. Ef skjótt er brugðizt við, þegar þeir veikjast, geta þeir náð fullkomnum jafn- vægi í lífinu, aukið þekkingu sína og getu og gengt virðingar- verðri stöðu í þjónustu þjóðfé- lagsins. Eg beini orðum minum til ykkar og bið ykkur að uppfylla þá skyldu ykkar að hafa trú á getu þeirra, sem standa höllum læti í lífsbaráttunni. Kæru vinir, eg bið ykkur að veita aðstoð öllum daufdumbum og öllum blindum, sem hægt er að kenna, þannig að þeir geti verið að minsta kosti að nokkru leyti sjálfstæðir. Þakkaði Brandur Jónsson Hel en Keller komuna og þá aðstoð sem hún hefði frá fyrstu veitt málstað blindra og heyrn'ar- lausra. Heimili Helen Keller er í Westport, Connecticut í Banda ríkjunum. Hefir æfisaga hennar verið skrifuð mjög ýtarlega af Hólmfríði Árnadóttur á is lenzku. Minningarorð JÓHANNES GRÍMÓLFS- SON F. 17. ág. 1874—d. 16. marz 1956 Jóhannes Grímólfsson var fæddur í Mávahlíð við Breiða- fjörð á íslandi. Foreldrar hans voru Grímólfur Ólafsson bóndi, hreppstjóri og sýslunefndar- maður, alrómað göfugmenni um Breiðafjörð og á vesturlandi, og kona hans Steinunn Jónsdóttir, myndar og gæða kona. Sumarið 1892 flutti Jóhannes ásamt Ólafi bróður sínum, sem ’-ar eldri að árum, vestur um haf^, og staðnæmdist hér á þessari fögru eyju sem Mikley heitir í Winnipegvatni, sem er nærsta bygð í fyrsta landnámi íslend- ínga í Vestur Canada, sem bygð- ist 1876. Hinn fyrsta vetur átti Jóhannes heima hjá Helga og Margréti Tómasson á Reynistað í Mikley sem er miðstöð og sem þorpið Hekla hefur bygst útfrá. Næsta sumar kom Grímólfur hreppstjóri, faðir hans, vestur og valdi sér bústað sunnarlega á eyjunni og kallaði bustaðinn nýja í “Fagra skógi’, en þar eð íjölskyldan bygði og fiutti sig langt norður á eyjunna og bygði þar á hálendi hefur vafalaust stafað af vatnshækkun og flóð- um úr Winnipeg vatni, sem eyði- lagði víða bygðir íslendinga um s.l. aldamót við Winnipegvatn. Hin nýja bústað kallaði land- námsmaðurinn “Hlíðarenda . - Skógurinn hefur auðvitað mynd að hlíðina. Þarna var bygt stór- húsi á þeirra tíðarvísu, hátt tii lofts og vítt til veggja, og var hægt að ganga út á svalir af loft- inu og horfa yfir hið veiðisæla Winnipegvatn,- sem fullt var af góðfiski í þá góðu gömlu daga.| Því er viðbrugðið hvað Jó- hannes reyndist foreldrum sín- um og ástvinum vel og liðtæk ur hefir hann verið, að hjálpa til að byggja tvö heimili fyrir for- eidra sína. Árið 1905 giftist Jó- hannes Guðrúnu Kristjánsdóttur Hafliðasonar og Kristjönu Sig urðardóttur mestu myndar og hæfileika konu, og voru þau hjón ættuð úr Mýrasýslu á ís landi, hinn látna sýrgir ekkja hans Guðrún, og tíu börn og ein systir, Hildur í California. Hér verða börnin talin eftir aldursröð: Steinunn, fædd 1906, gift Þorvaldi Guðjónsson, eiga sex börn; Kristjana, gift Jóni Kjartansyni, á Hecla, eiga sex börn á lifi; Solveig, fædd 1908, dáinn 1924; Lilja Sigríður, f., 1910, gift Ármann Jónasson, á Hecla, eiga sex börn; Guðrún Sigurbjörg, fædd 1912, gift Ein ari Sólmundson, á Hecla, eiga fimm böm; Grímólfur Sigurður, fæjldur 1915, kafteinn á “Hecla Ferju”> giftur Dolly Fobester, eiga fjögur börn; Skafti, smiður, fæddur 1915, giftur Rube Ben son, eiga fjögur börn, á heima í Point Rubert; Kristján Valdi- mar, fæddur 1918, ógiftur heima; Ólafur, ljóshúsvörður að Hecla, fæddur 1920, giftur Gerty Fobes- ter, eiga fimm börn; Jóhanna, fædd 1923, gift Rognvaldi Jo- hanneson, Wynyard, Sask., eiga fimm börn; Ásmundur, fæddur 1928, ógiftur, hefir verið heima fram að s.l. á ri, stundaði minka- rækt, en hefur starfað við bryggjusmíði og fleira undan far andi. öll börn Jóhannesar eru mynd arlegt fólk eins og þau eiga kyn til. Jóhannes var stór maður vexti, frekar holdskarpur, en með afbrygðum duglegur og mik ill verkmaður að hverju sem hann gekk. Mér hefir verið sagt að hann hafi byrjað búskap sinn mjög efnalítill, hafi verið mjög ör á peningum, en á þriðja bú- skapsári, kaupir hann skógar- land, með ágætum og verðmæt- um byggingum fyrir bysna hatt verð, miðað við þá daga. Jörð. in heitir jónsnes, er vel í sveit sett nema hvað skóla snerúr, er mjög stutt frá Stjórnarbryggju og einni bestu höfn við Win- nipeg vatn. Annað land kaupir Jóhannes, fimm mílur vestur þar á vatnsbakanum, sem var vel fallið til ræktunar, þar hreinsaði hann land og plægði og bjó sér til ágætis engi og stundaði jöfn um höndum búskap og fiskveiði. Hvítfisk veiði stundaði hann fast fram að áttræðu norður á Winnipegvatni, og þegar tekði er tillit til þess að Jóhannes var íatlaður maður, með veik hné og siliðast áfram vaggandi út á hliðar, og enn fremur kviðslitinn þá er það kraftaverki næst, hverju hann fékk orkað og gjört til daganna enda. Jóhannes var láns maður. Hann eignaðist góða konu, fram- úrskarandi duglega. Það var mik ið sem hvíldi á henni að sjá um búið og börnin, þegar hún var ein heima. í ágúst mánuði 1955 héldu börn Jónsnes hjónanna þeim 50 ára gullbrúðkaup afmæli. í sam- komuhúsi bygðarinnar að Hecla. Það var ein sú fjölmennasta og bezta veizla, sem hér hefir verið höfð, veitt af alúð og myndar- skap og því börnum þcirra til stór sóma. Með Jóhannesi er fallinn » val inn einn af mestu og beztu monn um, sem átt hafa heima á Mikley frá landnámstíð. Tel eg hann með allra beztu mönnum, sem eg hefi þekkt á minni löngu veg- ferð. Jóhannesar er sárt saknað af ekkju hans, Guðrúnu og börn um þeirra og öðrum nánum ást- vinum og einnig fjölda samferða rnanna, sem seint munu gleyma öldungnum og hetjunni Jóhan- nesi. Grímólfssyni. Afkomendur hins látna á lífi eru 10 börn 41 barnabam og eitt barna-barna- bam—52 afkomendur alls. Þú trúðir því: “Að sætt þú mundir sofa, í svefni dauðans hafa værann blund. Þú ríst upp aftur ljúfan Guð að lofa, ljúft verður að koma á vina fund. G. J. Austfjörð FRÁ ÍSLANDI VERÐUR SKÁLHOLT BISKUPSSETUR Á NÝ? Átta þingmenn úr öllum flokk um þings leggja til að biskup fslands skuli hafa aðsetur í Skál- holti. Birt var á Alþingi í gær “til- laga til þingsályktunar um að biskup fslands skuli hafa aðset- ur í Skálholti”. Flutningsmenn eru Sveinbjörn Högnason, Gísli Guðmundsson, Friðjón Skarphéð insson, Gunnar Jóhannsson, Al- freð Gíslason, Sigurður Ó. Ólafs son, Gunnar Gíslason og Ágúst Þorvaldsson. Ér tillagan þannig orðuð: Alþingi ályktar að biskup ís- lands skuli hafa aðsetur á Skál- holti. Jafnframt ályktar Alþingi að fela ríkisstjórninni að undirbúa þá löggjöf, sem nauðsynleg kann að reynast vegna flutnings bisk- upsstólsins”. —Þjóðv. .15. maí STÓLL SIGURÐAR NORDALS Talsvert fjaðrafok virðist hafa orðið innan lands og utan vegna sakleysislegrar hugmyndar sem fram kom í Tímanum varðandi1 islenzka sendiherraembættið í Kaupmannahöfn. Var þar ymp- rað á því, að íslenzka ríkissjtórn in skyldi ekki flýta sér að skipa sendiherra í Höfn í stað Sigurð- ar Nordals er hann lætur af em- bætti, og skyldi auður stóll ís- lenzks sendiherra minna stjórn- arvöld Danmerkur á handritamál ið. Hvað sem úr þeirri hugmynd kann að verða er ekki óeðlilegt að hún komi fram opinberlega. Langvarandi samningsþóf hefur lítinn árangur borið, nema helzt þann að fleiri og fleiri áhrifa- menn danskir hafa sannfærzt um að handritamálinu verður ekki lokið nema með einu móti, að íslendingum verði skilað þeim menningarverðmætum sem geymd hafa verið í Danmörku um hríð. —Þjóðv. 15. maí • HREINDÝRAHÓPUR heima Á TÚNI I Hreindýrin eru nú víðast hvar i horfin úr byggð. Þó má sjá einnj 0g einn dýrahóp hér niðri í döl- um enn. T.d. heldur um 10 dýra hópur sig enn að staðaldri heima við túnið á Gefirólfsstöðum í Skriðdal, kemur á kvöldin heim í túnið og er þar yfir nottina, en víkur sér út fyrir það á daginn. f hópi þessum er einn tarfur, en hin dýrin eru flest ung. —Vísir 12. apríl. GJAFARKORNIÐ FENGIÐ f gær var undirritaður í Wash ington samningur milli rí,kis stjórna íslands og BandarlkÍ' anna um, að Bandaríkjastjórn leggi fram fé tii kaoPa á vörum þar í íandi, að fjárhæð allt að 2^85 þúsund dollurum, sem ís- lendingar eigi kost á að fá gegn greiðslu í íslenzkum krónum. Koma þar til greina eftirtaldar vörur. Hveiti, Fóðurvörur, Hrísgrjón Baðmullarfræs soya olia, Lin- seed olía, Tóbak, Ávextir, Baðm ull. Þessi viðskipti munu fara eftir venjulegum verzlunarleiðum og er gert ráð fyrir, að þau geti haf ist mjög fljótlega. Fyrir íslands hönd undirritaði Vilhjálmur Þór, bankastjóri, samninginn, en Thorsten V. Kalijarvi, aðstoð arráðherra, fyrir hönd Banda- ríkjastjórnar. Samninc'iir beSSÍ ríkjunum, sem heimila slík við- skipti.—Vísir 12. apríl Er gert ráð fyrir, að 80% af andvirði varanna verði lanað til framkvæmda á íslandi. —Vísir 12. apríl. 49 PUNDA LAX VIÐ GRIMSEY f gærmorgun veiddist stærsti lax sem vitað er til að veiðst hafi hér á landi. óli Bjarnason i Grímsey fékk þennan lax í þorskanet sín nokkur hundruð metrum fyrir vestan Grimsey. Laxinn er 49 pund og 132 sentimetrar á lengd. Stærstu lax ar sem vitað er með vissu að hafi veiðzt hér áður eru rétt tæp 40 pund á þyngd. í Noregi hefur veiðzt 70 punda lax og í Skot- landi veiddist eitt sinn lax sem var 100 pund. —Þjóðv. 9. apríl • ISLAND FÆR SAMSKONAR HÓTANIR OG NORÐURLÖND Þótt ekki sé vitað til þess, að Bulganin, forsætisráðherra Sov- étríkjanna, hafi heiðrað íslend- inga með því að senda ríkisstjórn íslands bréf í líkum tón og for- sætisráðherrum Dana og Noregs, er ísland ekki með öllu gleymt þar eystra, því að í morgun send ir blað sovéthersins því tóninn, og er ekki myrkt í máli. Fékk Vísir í morgun skeyti frá United Press um það, að blað þetta, Kransnaya Zvezda, sem þýðir rauði herinn, hafi birt grein, sem beint sé að íslandi, og er þar sagt, að Island muni bljóta sömu örlög og önnur ríki, sem veitt hafa Bandaríkjunum aðstöðu í löndum sínum. Skeytið er á þessa leið: “Blað landvarnarráðuneytisins í Moskvu, Krasnaya Zvezda, seg ir í dag í grein, sem stefnt er að íslandi, að Sovétríkin, "neyðist til að greiða árásarríkjum og bækistöðvum tortímingarhögg hvar sem þau eru.’’ Útvarpið í Moskvu, sem birtir þessi ummæli Krasnaya Zvezda í morgun, lét svo um mælt í því sambandi: “Brottflutningur bandarísku hersveitanna frá íslandi er eina leiðin, sem fyrir hendi er til að tryggja öryggi þess. Þeir, sem geta ekki skilið þetta, og loka augunum fyrir þeim fynrætlun- um Bandaríkjanna að ætla að nota ísland sem stökkpall fyrir árás á Sovétríkin, munu komast að raun um, að þeim hafa orðið á háskaleg mistök.” Lengra er þetta skeyti ekki, og í rauninni kemur það engum á óvart, sem þar er haft eftir hinu rússneska blaði. Einar 01- geirsson var fyrir löngu b úinn að tilkynna fslendngum, að kjarn orkusprengjum kynni að verða varpað á Keflavík, og hefir hann nú fengið hina ákjósanlegústu staðfestingu á ummælum sínum. Mega hann og aðrir kommönistar vafalaust vel við una. í brezka útvarpinu árdegis 1- dag var sagt, að í hinni daglegu fréttatilkynningu landvarnaráðu neytis Ráðstjórnarríkjanna væri sagt frá orðsendingu ráðstjórnar innar til íslenzku ríkisstjómar innar, sem væri samhljóða aðvör unum þeim, er ríksistjórnir Nor- egs, Danverkur og Grikklands hefðu fengið, þ.e. að ef til styrj dldar kæmi hljóti Ráðstjórnar- ríkin að gera árásir á fjandmenn sína og herstöðvar þeirra, hvar sem þær séu, og vakin athygli á, að ísland sé aðili að hernaðar- samtökum, sem beint sé gegn Ráðstjórnarríkjunum. í upphafi fréttar brezka út’ varpsins var sagt, að ísland væn seinasta landið, sem fengi aðvör un (í ofannnefndu efni) frá Ráð stjórnarríkjunum. —Vísir 12, apríl. Eitt mesta vandamál veraldar- írinar er að menn treysta ekki hver öðrum — og hafa gildar á- stæður til þess.

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.