Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 29.06.1895, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 29.06.1895, Blaðsíða 1
Verð árga,ngsins (minnst 40 arka) 8 kr.; i Ameríku 1 doll. Borgist fyrir júní- mánaðarlok. ÞJOÐVILJIN N DN61. '|~ Fjóbði ábganoub. =|- RITSTJÓRI: SKÚLI THORODDSEN. Uppsögn skrifleg ógild nema komin sé til útgef- anda fyrir 30. dag júní- mánaðar. E|=í«sg-—i- ÍSAFIBÐI, 29. JUNÍ. 1895 M 31. Fréttir útlendar. —C4/:— Síðustu blöðin, er borizt liafa frá iib- löndum, eru fremur ófróð um fréttir; þetta er hið helzta: X>.ýzl laluHd. Þau urðu að lok- um afdrif hinna svo nefndu „byltinga- laga“, að ríkisþingið hratt þeim eptir all-harðar og hávaðasamar umræður, og urðu allir frjálslyndir menn tíðinduin þeim fegnir. — 21. júni ætlaði Vilhjáilm- nr keisari að opna, eða vígja, hinn nýja skipa-skurð, som Þjóðverjar hafa graíið milli Brunnsbúttel og Kiel, til þess að gjöra skipaleið milli Vesturliafs og Eystra- salts: skurður þessi er um 13 mílur á lengd, og hefir kostað of-fjár, enda hafa Þjóðverjar unnið að stór-virki þessu i 8 ár, eða síðan árið 1887; hafa Þjóðverjar boðið öðrum þjóðum að taka þátt í há- tiðahaldinu, er skurðurinn verður opnað- ur, og sækja þvi þangað herskip ýmsra þjóða, og má nærri geta, að þar verður mikið um dýrðir. Enirland. Englendingar liafa enn aukið lönd sín i Afríku, og lýst þar eign sma landflæmi mikið, er þeir nefna Ama- tongalandið. — Ýmsir spá þvi nú, að Rorelery-ráðaneytið muni skamma stund sitja að völdum, IIleg þTí að fiokksmönn- um Sosebery's fer ileldur fækkandi^ 0g Tory-menn hafa unnið nokkur þingsæti við auka-þingkosningar. IBi-alililancl- Iíerliði þvi, er Frakkar sendu til Madagaskar, gengur jiar vel framsóknin, Og er talið víst, að Erakkar muni á skömmum tíma leggja allt þetta mikla! eyland undir sig. í»i*il£lilancl. Þar eru ný skeð orðin ráðherra-skipti, Og er Dehjannis tekinn við stjórninni, með því að þing- kosningarnar gengu lians flokki 1 vil. Á. ítaliix eru einnig þingkosning- ar nýlega um garð gengnar, og ræður nú Crispi einn öllu, sem fyr, því að fylg- ismönnum lians fjiilgaði drjúgum á þingi. AustuiTÍki. Nú hefir Kalnoky kanzlari sagt af sér völdum, út af ágrein- ingi við ráðherra-forstjórann á Ungverja- landi; þá greindi á um kirkjumál, og afskipti páfans af þeim. IVoi*eíri:ix*. Ekki eru enn lyktir orðnar á mis-sætti Norðmanna og Svía, en nú hafa helztu menn Norðmanna, af öllum þingflokkum, orðið ásáttir um, að leita skuli samkomulags við Svia, ogvar borin frarn tillaga þess efnis á stór-þingi Norðmanna urn mánaða-mótin síðustu. Austræni óíriðurinn. Þess hefir áður verið getið í blaði voru, að Rússar, Frakkar og Þjóðverjar slettu sér fram í friðarsamninga Japansmanna og Kínverja, og kváðust eigi myndu una því, að Japansmenn tækju nokkurn land- skika af meginlandi þvi, er undir Kina- veldi liefði legið, og var mörgum því forvitni á að vita, livernig Japansmenn myndu fá greitt úr þessurn vanda, sem átti að svipta þá megninu af ávöxtum sigursins; en nú liafa þeir ráðið úr þessu vel og hyggilega, tekið málaleitan stór- veldanna sein hógværlegast, og sagzt að eins myndu lialda þessutn landskikum i bráð, til tryggingar því, að Kínverjar greiddu sér lierkostnaðinn, og þetta svar liafa stór-veldin orðið að láta sér lynda; en öllum þykir vafalaust, að Japansrnenn ætli sér aldrei að sleppa einni þúfu af löndiun þeim, er fiiðar-samningurinn á- skildi þeim, enda þótt þeir hafi mælt um allt sem mjúklegast. Eyjarskeggjar á Formosa, sem afsöluð var Japansmönnum i friðar-samningnum, liafa gjört uppreist, og lýst eyjuna óháða, og hafa því Japansbúar orðið að senda lierlið á hendur þeim. .1 íu*c5s»lv j;ilí’t íi í* hafa enn orðið á Italíu og Grikklandi, og liafa af þeim hlotizt húsahrun og manntjón nokkurt. Stjornar-fruinyörp. --o---- Það eru alls 19 frumvörp, sem stjórn- in leggur fyfir alþingi i sumar, inörg einkar omerkileg að vanda, en hin helztu eru þessi: Frv. um stofnun holdsveikra spttála, sem stjórnin vill fá heimild til að stofna i nánd við Reykjavik; spítali þessi á að geta tekið á móti allt að 60 sjúklingum, og vill stjórnin mega verja i þvi skyni allt að 50 þús. krónum úr landssjóði, og að auki 12 þús. krónum til húsbúnaðar og áhaldakaupa. — Á spítala þenna skal flytja alla holdsveika menn, er þiggja af sveit, ef sveitarvöld þau, sem hlut eiga að máli, telja það nauðsynlegt. og kostar þá sveitin flutninginn á spitalann, og borgar að auki 50—100 kr. árs-meðlag með sjúklingi hverjúm. — Sjúklinga, sem ekki þiggja sveitarstyrk, má aptur á móti ekki flytja nauðuga á spítalann, nema þeir hafi óhlýðnazt einangrunar-fyrirskip- unum, eða sérstakur voði stafi af veiki þeirra. Hreppstjórálaunum vill stjórnin láta breyta á þá leið, að þau séu 40 a. fyrir hvern innanhrepps-ábúanda, er hefir 5 hundr. i jörð til ábúðar, eður meira, og enn fremur 40 a. fyrir hvern þann, er tiundar 1 /., hundr. i lausafé, eða meira. Söttvarnir. Um sóttvarnir innan lands leggur stjórnin fyrir þingið all-mikinn laga-bálk. Til þess aS bríia BVöndu í nánd við Blönduós vill stjórnin heimild til að verja allt að 20 þús. krónum. Gagnfrœðakennsta í Reykjavík og af- nám Möðruvallaskóla. Um þetta efni legg- ur stjórnin all-langt frv. fyrir þingið, vill bæta 2 bekkjum við lærða skólann, svo að bekkirnir verði alls 8, og er svo til ætlast, að í 4 neðri bekkjunum verði þá eingöngu gagnfræða-kennsla. —- Þrem kennara-embættum skal við bætt: yfir- kennara með 3200 kr. launum og 2 undir- kennurum, öðrum með 2400 kr. og hinum með 2000 kr. launurn; en jafn framt þvi er þessi breyting kemst á, á að leggja niður Möðruvallaskólann. — Vonandi er þó, að þingið lirapi ekki að máli þessu, allra-sízt að því er afnám Möðruvallaskól- ans snertir, og það einmitt nú, er hann stendur með niestum blóma, með því að afleiðingin af því, að gagnfræða-kennsla kemst á i Rvik virðist ekki ætti að verða

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.