Lögberg - 17.09.1914, Blaðsíða 7

Lögberg - 17.09.1914, Blaðsíða 7
LÖGrBERG, FIMTUDAGINN 17. SEPTEMBER 1914. 7 Seattle, Wash- i. september 1914. Þaö sem fólk hefir alment hér veitt stööuga eftirtekt, á þessu útrennandi sumri, er hin ómuna þurra veðrátta. Eftir veðurskýrsl- um Seattle borgar aö dæma, er þetta annaö þaö þurrasta sumar, sem komið hefir í sögu borgarinn- ar; og tveir hinir síöustu mánuöir, júlí og ágúst, hinir allra þurrustu á siðustu 24 árum, n. 1. síðan borgin fyrst byrjaöi aö halda skrifstofu fyrir veöurskýrslur (Weather Bureauj. Á þeim tveim mánuðum komu aö eins tvær skúr- ir, 25. júlí og 16. ágúst; en regn- fallið varð ekki nema 10 þuml. í hvort skiftið. Má því nærri geta aö svo litill vökvi kom ekki aö miklu haldi fyrir eins þurra jörö og hér var þá orðin, enda hefir garörækt víöa brugöist hér í kring, þar sem ekki varð vatni viö komið. Aftur þar sem vatnið var nóg, óx alt vel. Og aldrei hafa víst borg- arbúar hér, tekið eins vel eftir og nú. hvaö hin ótæmanlega Sedrus á (Cedar River), meö sinu hreina og tæra fjallavatni, er fyrir þenn- an bæ. Enda er hún ómetanlegur kostur fyrir Seattle horg. Heilsufar meöal landa er hér al- ment heldur gott og afkoma þeirra í efnalegu tilliti mun vera i meðal- lagi; og þó fáir af þeim séu hér í miklum efnum, þá liður þeim flestum vel, og virðast aö vera sæmilega ánægöir með kjör sín. Mjög fáir leita á burt héöan. sem orðnir eru hér landvanir, en marg- ir flvtja hingaö úr öllum áttum landsins, því allir vilja vera þar sem veðursældin er ótakmörkuð og loftiö hreint. Tímar eru hér þeir sömu og ver- iö hafa í mörg undanfarin ár. Aldrei nein snögg umskifti ('Boom) en alt gengur sinn vana gang, og ekki getur maöur sagt að hér í Seattle séu nokkuð daufari tímar nú en verið hefir að undanförnu. , Og alment er viðkvæðið nú, að Seattle sé bezti og framfaramesti bærinn á allri Kyrrahafsströndinni í ár. Til dæmis voru 797 bgging- arleyfi gefin hér út í ágústmánuði, sem komu upp á 1,505.525 dollara; en það var líka bezti mánuðurinn á sumrinu. Hátt á níundu miljón dollara hafa byggingarleyfi hér i borg komið upp á nú á þessu ári, og mikið af stórbyggingum er ráð- gert að byggja eigi fyrir þessa árs lok. . Nú er stjórnarvinnan á kanáln- um hér í Ballard fjarðar mynninu vel á veg komin. Verið nú að ganga frá lokunum, einnig er verið að vinna við skurðinn fyrir innan lokuna og mikil vegsummerki eru hér allareiðu orðin i suðurenda Ballard meðfram kanálnum, hvað upphækkun snertir. Innan fárra ára verður Ballard óþekkjanlegur á pörtum. Af fiskimönnunum íslenzku, sem fóru út á sínum eigin förum til fiskiveiða, um miðjan júlímán. síðastl., er það* að segja, að þeir höfðu mikinn ávinning af sinni fyrstu ferð, sem sjálfseignar menn. Bátur Mr. Arnbjörnssonar og hans félaga, fékk 8500 af dýrasta fiski, “sockeye”, 40 45 cent hver fiskur. En bátur þeirra Jósefson’s feðga fékk um 2,700 af samskonar fiski. Þeir hefðu gert mikið betur Jósefson’s feðgar, ef net þeirra liefðu ekki rifnað í tvigang, og þannig niistu þeir mikið af fiski. Hlutur þeirra allra teðga til sam- ans, kom upp á um $800. Allir þessir fiskarar voru úti um sex eykur gróða H ■ , , , ... fc ^ pusunda smjor j^j gerðarmanna. ^ ■ Það er alt af eins ^ gott og laust í sér, ^ gerir smjörið bragð- vikna tíma, og ætla út aftur i haustfiskinn. Fleiri Islendingar réðu sig upp á hlut, en gerðu ekki eins góða lukku og hinir áður- nefndu. Félagslíf okkar Islendinga hefir verið heldur dofið á sumrinu, enda naumast við öðru að búast, því margir hafa verið burtu úr bænum fyrir tima. Félagið “Vestri” Iegið í dái yfir miðsumartímann, og enginn heyrt talað um allsherj- ar félagsmál íslendinga siðan snemma í vor. Safnaðarfélagið dautt og dofið, því að enginn er leiðtoginn. Goodtemplarafél. og kvenfél. eru þau einu félög sem lífsmark er með nú, en vonandi er að færist líf og fjör í hin með haustinu, þegar allir verða komnir heim og geta tekið meiri þátt í samkomum og félagsmálum. — Þann 2. ágúst hafði Goodtemplara félagið “picnic” úti í einuin skemti- garði bæjarins. Voru þar um 100 Islendingar saman komnir og skemtu sér vel í skógarlundum garðsins. Bekkir og norð voru þar um alt til reiðu, eldstó og vatnstaka, svo ekki var nema að breiða á borð og snæða. Vagn var leigður (special carj alla leið frá Ballard og að garðshliðinu, fyrir átta dollara, og tróðust um 90' manns í vagninn. Allir sem hafa vildu, báru á sér bláan silki- borða með nafninu “Island’’ á í hvítu letri, sem kostaði 25 cent fyrir fullorðna en 15 cent fyrir böm, og átti það að vera um leið fargjaldið. Kapphlaup og stökk vom við höfð í garðinum til skemt- ana, og verðlaun gefin þeim sem bezt gerðu. Veður var hið indæl- asta og allir fóru heim að áliðn- um degi, eftir að hafa matast i annað sinn. Nú er í undirbúningi samkoma fyrir börn sunnudagaskólans ís- lenzka, og öll íslenzk börn sem vilja taka þátt í henni. Mrs. Karl Friðriksson býr undir og stýrir þeirri samkomu, sem fer fram þann 11. þessa mán. að kveldi, í ísl. fundarhúsinu. Þessar barnasam- komur Mrs. Friðriksson hafa verið hafðar fyr og ávalt fengið mikið lof. Má þvi ganga útfrá því sem vísu að - þessi samkoma, sem nú fer í hönd, verði einnig vel metin og vel sótt, því Mrs. Friðriksson er prýðilega vel lagin á, og sérstökum hæfileikum til þess búin, að kenna börnum og æfa þau í ýmis konar íþróttum. Enda er hún barnakennari frá fyrri tíð, hér í Seattle og víðar. allir sýnast að hlakka til bama- samkomunnar og sjá bömin leika. — Inngangur á að kosta þar 25 cent fyrir fullorðna, en börn öll frítt. ' Þann 17. og 18. ágúst síðastl., voru staddir hér í borg þrír Is- lenzkir víðförlar, þeir herrar Jóhannes Jósefsson og Jón Páls- son frá Akureyri á Islandi og Magnús Ólafsson frá Isafirði, allir í för með sýningarflokknum mikla og alþekta "Bamum &■ Bailey". Og eg sem þetta rita naut þeirrar skemtunar, að sjá Mr. Jósefsson leika íþrótt sína hér fyrra daginn sýningarinnar. Eg hafði heyrt og lesið svo margt af íþróttum Mr. Jósefssonar, að eg stóðst það ekki að sjá hann ekki leika, þegar tækifærið bauðst svona gott, svo eg fór, þrátt fyrir það, þó mér sé “circus” leiðir orðnir, og valdi mér gott pláss, til að sjá liina vösku íslenzku glímumenn sem bezt. Og þegar kom að þeirra stykki prógrammsins, aug- lýsti sá sem stýrði athöfninni, að hér væru þrír íslendingar komnir á leiksviðið (og benti á þá), sem ætluðu að sýna fólki íþrótt þá, sem nú væri orðin fræg víða um heirn, fyrir framkomu Mr. Jósefssonar, og væri altaf að geta sér meiri orðstýrs. Þessi iþrótt væri kölluð: “The icelandic Glimas”. En á leikpallinum stóðu til reiðu þrír ungir, snarlegir, beinvaxnir og mannvænlegir menn, sem ruku all- ir saman, þegar formaður leiksins slepti seinasta orðinu, og var fljótt gott að sjá að þar voru æfðir menn í þessari list, því glímt var um stund af hinu mesta fjöri og fim- leik. Einnig gat maður séð að Jóhannes var kappinn sjálfur, því hann henti Jóni og Magnúsi altaf á mis. sem réðu báðir á móti þeim fyrst nefnda. Athöfn þessi stóð yfir um 2 mínútur ogf endaði með talsverðu lofi, þó gott væri að sjá,! að fjóldi af áhorfendum skyldu ekki hvað “Icelandic Glimas” var. Næst á leiksviði Jóhannesar var hann Iátinn verja sig fyrir báðum hinum löndunum og elunm svert- ingja, sem allir þrír, réðu að' Jóhannesi með vopnum, skambyss- um og hnífum og áttu að koma honum ntndir. En J. varðist með miklum hraustleik og fimni og að leikslokum búnkaði hann öllum þremur, hvorum ofan á annan með svo mikilli snild og snarræði að hó og lófaklapp heyrðist um alt sýningartjaldið, þar sem 11,000 manns var samankomið í. Þessa íþrótt virtist vera að fólkið skildi. — Mr. Jósefsson gerði ráð fyrir að vera með Pantages leikhússfé- Iaginu í vetur og mundi koma þá aftur hér vestur á ströndina með þeirra umferðaleikflokktun. Húsbrunar. Slys og mannskaSar. Þann 16. ágúst síðastl. vildi til það stórslys að tvö gufuskip rák- ust saman í níðaþoku, skamt hér úti í sundinu, “Princess Victoria”, fólksflutningaskip Canada Kyrra- hafs eimskipafélagsins rann á “Admiral Sampson”, fólks- og vöruflutningaskip Alaska Kyrra- hafs gufuskipafélagsins hér, og braut stórt gat á hlið þess að framan og sökti þvi á fjórum mín- útum. 11 manns druknuðu með Admiral Sampson, þegar hann sökk, þar á meðal kafteinninn og loftskeyta yfirmaðurinn. Skipið sem sökk, var nýfarið út af Seattle höfninni og ætlaði til Alaska með fólk og vörur. 175,000 dollara virði af vörum sökk með því, engu varð bjargað nema fólkinu, að undanteknum þeim 11 sem druknuðu. Á annað hundrað manns voru a skipinu áður en slysið varð, og allir sem lífs af komust voru teknir um borð í Princess Victoria og fluttir til Seattle, því hún var líka á leið þangað frá Canada. Farmur skipsins sem sökk var í fullri ábyrgð, en sakamál stenudr yfir milli félaganna. Alaska félagið stefndi Canada félaginu fyrir $470.000 skaðabætur, ásamt vöru eigendum. Málið er óútkljáð. Þann 30. júli siðastl. brann Grand Trunk Pacific bryggjan hér til kaldra kola. Eitt eða tvö manns- líf töpuðust þar. 400,000 dollara skaði varð á eigindómi, en alt í fullri ábyrgð. Þriðja desember 1910 var sú veglega skipabryggja bygð fyrir 300,000 dollara. Yfir- byggingin var 600 fet á lengd og 104 fet á breidd, með háum veg- legum tumi á ytri enda. Alt sóp- aðist gersamlega burt fyrir þeim rauða, og enginn veit með vissu orsök brunans. Ekki er enn byrj- að á endurreisn þessarar bryggju, en búast má við að hin nýja bryggja yerði enn meira þrekvirki og tröllslegri en s|ú gamla. — Mörg slys- koma hér fyrir á bif- reiðum, og ekki svo fá mannslíf tapast þar yfir árið, sem ekki verður hér upptalið. Síðasta slys- ið vp.rð hér í Ballard i morgun. Strætisvagn rann á vöruflutnings- vagn með fólki i, í svarta þoku á brautamótum, og slösuðust fjórir mikið, einn af þeim sagður nú dauður, en 12 meiadust minna. Ein íslenzk stúlka meiddist í þessum vagni, Miss Inga Johnson, en ekki hættulega. Þokan er oft skaðleg hér, nvort heldur á sjó eða landi, en veldur þó sjaldnar slys- um en von er til. Tímabœrar bendingar til búmanna. PLÆGING í HAUST. Víða í Saskatchewan verður þreskingu snemma lokið í haust, og ef úrkoma hefði verið í meðallagi, mundi miklu lokið af haustplæg- ingu. Því ber að athuga: — er það ráðlegt, svo þur sem jörðin ^r, að plægja hana nú ? Því verður ekki neitað, að haustplæging á þungu landi gefur ekki góðan árangur að því er næsta árs uppskeru snertir; ef þurkar skyldu enn haldast næsta ár. Á hinn bóginn er mikill hagur að því að hafa sem mest land albúið til sáningar snemrna að vori, og grunn plæging í þurkári styður vissulega að því að uppræta grös og tvíært illgresi. Ef haustplægt land er einnig herfað (og þetta skyldi æfinlega gerast) þá er það miklu betur fært til að halda i sér raka af þeim rigningum, sem haustinu kunna að fylgja. Því er það, að oss er hagur að haustplægingu, þegar á a’.t er litið. En með því að landið er svo þurt, þá kakkar moldina og þvi verður að herfa bæði nú og að vorinu,, ef vel á að vera. Af þessu leiðir, að verkum ber að haga þannig í ár, að plægja ekki eins mikið og vant er í haust, heldur gera það eins vel og eins snemma og mögulegt er. PENINGUR. Verð á lifandi peningi fer hækkandi, og því er freisting fyrir bændur að selja, jafnvel þá gripi, sem nauðsynlegir eru til að halda . viðkomunni. Það er ekki ofsagt, að kalla slíkt ráðlag frámunalegt. Þeir sem slíkt gera, vinna sjálfum sér mestan skaða. Akuryrkju- deildin skorar á þá bændur, sem hafa nægilegt fóður, að auka en rninka ekki gripastofn sinn nú sem stendur, með því að hún hefir þá föstu sannfæting, að verðið á þeim ekki eingöngu haldist um næstu tvö misseri, heldur muni að öllum líkindum fara hækkandi. ENN ER TÍMI TIL AÐ HEYJA. I þeim héruðum fylkisins, þar sem strá, hey og fóður er nægta nóg, er enn þá mikið eftir óslegið á engjum. Bændur, sem lokið hafa þreskingu, eru að brenna stráhraukunum. Nú er tími til að fara sparlega með alla hluti. Óslegið hey hefir aldrei verið eins mikils virði og nú, og einhver verður því feginn, að breyta þvi í mjólk og ket, .jafnv^l þó sá sem heyið slær, geti ekki notað það sjálfur í svipinn. Sumir bændur í vesturhluta Saskatchewan rnunu ætlast til að austurhlutinn veiti þeim heyföng fyrir gripi þeirra, og mun þar af leiða gott verð á heyfóðri. Margir bændur, er við fóð- .urskort búa, munu hugsa til að farga gripum fyrir sanngjamlega lágt verð og mun það fýsilegt reynast bændum austan til. Því er það, að enginn vanhagur mun verða að því, að beita sláttuvélinni nokkra daga enn. Menn í þeim bygðum, þar sem heyfengur er sæmilegur, svo og þeir. sem heyþurfar eru, ættu að skrifa Department of Agiculture, Regina, Sask. Ekkert glatast. Dropinn sem fellur í hafið, orð- j ið sem þú talar, glatast ekki. Alt veldur áhrifum og als sem skeður verður vart til efstu stundar. Hefir þú nqkkurn tjma hugsað út í hverju eitt orð getur til vegar komið? Ef þú segir það glaðlega og brosandi í samkvæmi, getur vel viljað til að heill tugur áhorfenda gripi það og hafi sér til skemtunar, og þannig getur það borist mann fram af manni þángað til hundruð og þúsundir hafa notið þess. Eitt illyrði getur vakið hatur og úlfúð i heilli sveit, og breiðst eins og eldur í synú út urn heilt land. — Vertu varkár í orohm, því að ekk- ert glatast. Segðu ekkert nema sem satt er og vertu vingjarnlegur. Enginn maður getur metið rétti- lega, hve miklu góðu þú getur til vegar komið með vingjamlegu tali. Þau áhrif fara ekki forgörðumj þegar þú legst 'í glröfina. Þáu geymast og berast frá ehini kyn- slóð til annarar, svo lengi sem ver- öld stendur. Gullgröftur eykst. Gullgröftur hefir aukist stór- kostlega á síðari árum. Það er talið, að árið 1850 hafi hér um bil 70 miljón dala virði verið grafið af gulli, árið 1900 nálægt 197 mil- jón, en síðast liðið ár um 570 mil- jónir. Alt það gull sem grafið hefir verið upp úr fylgsnum jarð- ar á þessum 64 árum, er hér um bil 14,800 miljón dala virði, og skiftist ]rað þannig niður ái l^irt ýmsu lönd: Ástralía síðan 1851, 3,800 miljónir, Bandarikin síðan 1849, 4.300 miljónir, Canada síð- an 1862. 300 miljónir, Indland síðan 1880, 200 miljónir, vestur- hluti Afríku siðan 1880, 70 mil- jónir, Transvaal siðan 1884, 2,700 miljónir, Rhodesia síðan 1898, 150 miljónir og önnur lönd hér um bil 3,200 miljónir. Nú sem stendur kemur mest gull frá Transvaal. Þaðan koma hér um bil 40% af öllu því gulli sem sér dagsins ljós. Næst í röð- inni verður Rhodesia og næst Afrika. Gullgröfturmn i Trans- vaal jókst mest þegar námurnar í Witwater héraðinu fundust árið 1887. Síðan hafa komið frá því héraði nálægt 80 miljón dala virði árlega. EFTIRMÆLI. Margir, sem komið hafa að Geysi, munu hafa tekið eftir bæ einum litl- um með gamla laginu á afviknum stað út frá almannaleið uppi í boga- dreginni birkihlíð undir Bjarnarfelli,, með fossandi lækjum til beggja hliða og greiðfærunt hallandi engjum nið- ur undir Laugá. Bærinn heitir Helludalur. Þar andaðist 15. Apríl i vor elzti maðurinn í Biskupstung- unt, merkur maður og einkennileguV um margt. Hann hét Guðmundur Magnússon. Skorti hann 4 vetur á tirætt, er hann lézt, og hafði hann allan aldúr sinn verið í Biskups- tungum. Móðurfaðir hans, er Hallgrímur hét Jakobsson, bjó í Böðvarsnesi í Fnjóskadal. Svo er sagt, að hann hafi verið í frændsemi við Þprstein Fnjóskadal. Svo er sagt að hann hafi verið í frændsemi við Þorstein sýslu- mann Magnússon á Móeiðarhvoli, og hafi sýslumaður boðið honum barn- fóstur, er mest kvað að Móðuharð- indum. Tókst Halgríniur þá ferð á hendur suður i land með Margréti dóttur sína 10 vetra og ætlaði að færa hana sýsluntanni. En er þangað kom, var sýslumaður látinn. Sneri Hall- grímur þá aftur norður með dóttur sína. Á Ieiðinní kom hann að Aust- urhlíð í Biskupstungum. Þar bjuggu hjón vel efnuð, Guðmundur Magn- ússon og Kristín Gísladóttir. Þau buðu að taka Margréti litlu til fóst- urs og þáði Hallgrímur það. Ólst hún þar upp siðan og giftist 15 ár- unt síöar Magnúsi, syni þeirra hjóna. Hann var manna vaskastur. Um hann er sú saga sögð, að hann sótti einhverju sinni yfirsetukonu út í 'Laugardal, bar hana yfir Brúará og stökk með hana í fanginu yfir gjána þar sem brúin var síðar. Þau Margrét bjuggu á Bóli og þar fædd- ist Guðmundur sonur þeirra 20. Maí 1818. Magnús var fæddur 1767. Og er það óvenjulegur feðga aldur, 1767 til 1914. Þó að dæmi séu til um lengra. Guðnlundur misti móður sína 14 vikna og var i uppvexti ýmist með föður sínum eða í Austurhlíð og Múla. Hálfþrítugur fór hann að búa á Bóli með systur sinni, en kvæntist 3 árum síðar Þuríði, dóttur Þorsteins Þorsteinssonar, bónda í Cthlíð, föður séra Árna að Kálfa- tjörn og þeirra systkina. Reistu þau bú í Stekkholti og bjuggu þar saman 20 ár. Þá andaðist Þuríður. Eftir Jiað bjó Guðmundur með bústýru, er Þuríður hét Guðmundsdóttir. Árið 1880 fluttist hann að Helludal og bjó þar þá um 18 ár og dvaldi þar síðan til dauðadags hjá sonardóttur sinni, Steinunni Magnúsdóttur, sem er gift Tómasi Guðmundssyni frá Gýgjarhólskoti. Af börnum Guðmundar komust 6 upp. Lifa tvö enn, Ingólfur hrepp- stjóri á Breiðabólsstað í Reykholts- dal og Margrét i Ameriku, kona Árna Jónssonar.fóstursonar frú Kristínar Vigfúsdóttur, ekkju séra Jóns Hall- dórssonar á Breiðabólstað. Hin voru Steinunn, kona Gisla Jónssonar frá Efra-Langholti, dáin 1872, Solveig, kona Gríms Jónssonar, bónda í Laug- ardalshólum, Magnús og Sesselja, er öll dóu mislingasumarið 882. Guðmundur var meðalmaður á hæð og vel á sig korninn, sterkur og verkmaður mikill á yngri árum, hag- ur á alt það, er hann tók höndum til. Meir virtist hann þó stunda smíðar sem list en atvinnu, og lék sér að þvi að gera ýmsa þá hluti, er gersemar þóttu, t.d. kvensöðul “drifinn” og eyrnalokka úr gulli, er hann gaf dætrum sinum. Flest var það ein- kennilegt að gerð, er honum fór úr hendi. Aldrei var hann til menta settur, hvork til smíða né bókar. Hann var gáfumaður en einrænn, og fór sinna ferða, hvað sem öðrum sýndist. Hann var íhugunarsamur og fastlyndur, vildi gera sér grein fyrir hverjum hlut og skilja, og linti eigi fyr en hann var kominn að ein- hverri niðurstöðu, en það mun aldrei hafa um hann spurst, að hann léti aftur af þeirri skoðun, er hann einu- sinni var kominn á. Það mundi hann ekki heldur hafa unnið fyrir nokkurn mun, að breyta móti sannfæringu við hvern, sem um var að eiga. Hann var stálminnugur á hvað, sem hann sá eða heyrði, og fylgdist fram á síð- ustu ár furðu vel með í því, er gerð- ist utanlands og innan, einkum i náttúruvísindum og verklegum upp- götvunum. Um þau efni þótti hon- um bezt að ræða. Hann var tryggur eins og tröll, þar sem hann tók því. en að sama skapi þykkjuþungur, þar sem út af bar. Hann var hljóðlynd- ur hversdagslega og fáskiftinn um nnarra hagi, en ef hann hlutaðist til, varð hann aö rgða. Um 20 árin sið- ustu var hann blindur og lá lengst- um í kör, en hafði þó fulla ræhu. Tveirn árum fyrir andlát sitt místi hann mjög bæði heyrn og mál. Þenn- an elliþunga bar hann allan með stakri þolinmæði og jafnaðargeði, enda er það sannast að segja, að fáir eiga í elli við slíka umönnun og ást- ríki að búa sem hann. Voru allir á bænum einkennilega samtaka í því. Löngu eftir að hann hafði slept bús- forráðutn og var lagstur í kör, var það venja, að bera undir hann öll mál og ráðstafanir um utanbæjar,- störf og innan. Við rúmstokkinn, þar sem hinn “hári þulur” hvíldi, var eins og véfrétt heimilisins. Þar voru blöð lesin og bækur, er á heimilið koniu, og þangað voru gestir leiddir að segja frá tíðindum. Með því háttalagi verður karlægur auminginn heimilisprýði. M. —Lögrétta. LEIÐRÉTTING. ALLAN LINE Konungleg Póstgufuskip Frá Montreal Frá Halifax til tii Liverpool og Glasgow Glasgow FARGJOLD A PYKSTA FARRÝMI.......$80.00 og upp A ÖF)RU FARRÝMI........$47.50 og upp A pRIF)JA FARRÝMI . ..$31.25 og upp Fargjald frá fslandi (Emigration rate) Fyrir 12 ára og eldri......... $56.1® “ 5 til 12 ára............ 28.05 “ 2 til 5 ára.........".... 18,95 “ 1 til 2 ára............. 13.55 “ börn á 1. ári.............. 2.70 Allar frekari upplýsingar um gufuskipaferðimar, fw- bréf og fargjöld gefur umboðsmaður vor, H. S. BABDAL, horni Sherbrooke og Elgin, Winnipeg, sem ann&st fw gjalda sendingar til Islands fyrir þá sem til hans leita. W. R. ALLAN 3S4 Maln 8t„ Wlnnlpeg. ABalumbotsmallar yeatanliodo. ST0FNSETT 1882 LÖGGILT 1914 D. D. W00D & S0NS, ----- LIMITED - verzla með beztu tegund ,af =KOLUM= Antracite og Bituminous. Flutt heim til yðar hvar sem er í bænum. Vér æskjum verzlunar yðar, SKRIFST0FA: 904 Ross Avenue horni Arlington TALSlMI: Garry 2620 Private Exchange •H;: L.v.v':'v ,A.,l.Yr^l ^ 1 1 1 ' D.E , ADAPI5 .Vjk C0MPANY ömmu. Þetta er ekki rétt hermt. Það er að eins eitt af fjórum, sem hún Iét eftir sig, og var það eftir ósk hinnar Iátnu móður þeirra, að hún hefði eitt barnið hjá sér. Mér er þetta að minsta kosti eins kunnugt og skáldinu, sem eftirmælin orti, því | eg er faðir þessara barna og eigin- maður hinnar látnu konu; og þar sem börnin eru undir minni um- sjón, fanst mér ekki rétt að láta þessu ómótmælt; því eftir þeim anda, sem ljóð þessi eru ort í, gæti ókunnugt fólk hugsað að faðir þeirra móðurleysingja sýndi þeim litla rækt- arsemi. En þeir, sem kunnugir (eru, högum mínum og barna minna, vita vel hvernig eg reynist þeim. Og í augum þeirra stendeg eins eftir sem áður fyrir skáldýkjum þessum. , J. Jackson. O ÞAKKARAVARP. I Lögbergi 3. Sept. s.l. birtust erfiljóð eftir Oddrúnu Sigurðar- dóttur (Mrs. JacksonJ, 1 síðasta erindi þessa skáldverks , er með beinum orðum sagt, að börn Odd- rúnar sálugu séu hjá afa þeirra og Af því eg held að það sé réttlátt, og minar innri tilfinningar knýja mig | til þess, þá bið eg blaðið Lögberg að | gera svo vel og flytja þessar línur fyrir mína hönd. Eg hefi i full tvö ár barist áfram með sárveikri heilsu og æði oft meö þrjá unga drengi síð- an eg misti mann minn. Og síðast- liðinn vetur, þegar eg flutti til Sel- kirk og festi þar kaup í lóð með lé- legum kofa á, og ekki í búandi, þá uröu þau heiðviröu hjón, Sv. Tóm- asson aktýgjasmiður og kona hans fyrst allra manna að leggja mér líkn og aðstoð. Og nú í sumar hefir Mr. Tómasson mest og bezt gengist fyrir og lagt fram fé og vinnukraft til að koma upp fyrir mig húsi, sem eg get búið í. Fyrst og fremst þessum göf- ugu hjónum og öllum öðrum, frá fyrstu tíð báginda minna og einstæð- ingsskapar, þakka eg einlæglega af öllu hjarta. Drottinn þekkir mínar tilfinningar, sem þessum línum fylgja og óþarft að setja þær á blaðið. — Með ást og virðingu til alls sem er gott og göfugt og kærleiksríkt, bið eg guð að blessa alla rnína velgerða- menn. Selkirk, 9. Sept. 1914. Sigr. Sigurðardóttir. Dominion Hotel 52S Main St. - Winnipeg; Björn B. Halldórsson. eigandi. Bifreið fyrir gesti Sími Main 1131. - Dagsfaeði $1.25 125 hjúkrúnarkonur og 30 lækn-J ar hafa verið send undir umsjón Rauða krossins frá fBandaríkjum til ófriðarstöðvanna í Norðurálf-1 1 unni. Þessu liði verður skift jafnt J á milli Englands, Rússlands, I Þýzkalands og Austurríkis. Seinna verðUr fleira sent og fer sá hópur ! til Serbíu. CilDMI TIIDC runNI *» • K • 1 UHl í ’ • 1 ♦ ‘ OVERÍ 1 ^ * n LhhL

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.