Lögberg - 30.03.1916, Blaðsíða 1

Lögberg - 30.03.1916, Blaðsíða 1
Peerless Bakeries Heildsöluverzlun Búa til beztu tegundir af saetabrauði. Ekkert sparað til að hafa það sem ljúffengast. Giftingar kökur búnar og prýddar sérstaklega vel af manni «m er meistari fþeirri ið 1. Kringlur og tvibökur einnig til sölu. Pantanir fiá verzlunarmönnum út um landið fljótt afgreiddar. C. HJALMARSON, Eigandi, 11 56-8 Ingersoll 3t. - Tals. G. 4140 ÞETTA PLÁSS ER TIL SÖLU 29. ARGANGUR WINNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGINN 30. MARZ 1916 NÚMER I3 Hærri Kviðdómur ákveður kærurnargegn Roblin, Howden, Coldwell og Kelly á rökum bygðar STÓR BÆR BRENNUR OG 3000 MANNS VERÐA HÚSVILTIR $200,000 af verzlunarhúsum brennur; bómull $2,000,000 virði og $1,000,000 virði af íbúðarhúsum. Eftir langa yfirvegun var sá dómur kveðinn upp á þriðjudag- inn kl. 2.30 e.h. að kærumar gegn Roblin, Howden, Coldwell og Kelly væru á rökum bygðar, eða að sannanir væru svo mikl- ar að mál þeirra yrði að koma fyrir. Roblin og ráðherrarnir eru kærðir um það að múta vitnum og samsæri til fjárdráttar. Rob- lin er auk þess kærður um að eyðileggja opinber skjöl. Kelly er kærður um þjófnað, þágu stolinna peninga, fjárdrátt undir fölsku yfirskyni og mein- særi. Kviðdómurinn lagði til að málið yrði tekið fyrir í júní. Stríðsfréttir Almennar fréttir. R. M. Noble, lögmaSur í Winni- peg, var á laugardaginn skipaður fy’.kisdómari í staö Bonnicastle, sem hefir gengi'S í herinn, og verS- ur því að láta af stöðu sinni. Séra R. S. Laidlaw frá Brandon hefir veriS kallaður t'.l Knox kirkj- unnar í Winnipeg. Var hann sett- ur inn í embætti á sunnudaginn með mikilli viðhöfn. Landvarnar fr^imvarpið í Banda- ríkujnum kom fyrir þingið 6. marz. Samkvæmt því verða 140,000 i lan^lhernum á friðartímum en 170,- á ófriðartímum. Er áætlað að það munf kosta $141,704,846, og er það 846,000,000 hærra á ári en með því fyLrkomulagi sem nú er. í bænum Augusta í Ga. brunnu eignir upp á $5,000,000 á föstudag- inn. Brunnu t:l kaldra kola tiu fer- hymingar (Blocks) með verzlunar- húsum og 20 ferhyrningar með íveruhúsum. Eldurinn eyðilagði alt sem fyrir varð á 1% fermílu svæði og brunnu allra stærstu verzlunarhús bæjar- ins, vöruhús og opinberar bygging- ar. Enn fremur allra skrautlegustu bústaðir borgarinnar. Þar brann fræg og inerkileg kirkja 135 ára gömul. I bænum Paris í Texas, sem get- ið var um síðast að brunnið heföi, eru 3000 manns húsviltir og eru samskot hafin víðsvegar til hiálpar nauðstöddu fólki þar. Á laugardaginn komu þær fréttir að bærinn Verdun á Frakklandi, þar sem orustan mikla hefir staðið, stæði í björtu bili. t Fulgvélaskipið Sussex sökk í Ermarsundi á föstudaginn. Á skip- inu voru 438 manns, og er álitið að 75 muni hafa farist.; hinir björguð- ust. iTveim skipum lenti saman i Norðursjónum 29. febr.; var ann- að þýzkt og hét “Grief” en hitt enskt og hét “Alcantara”. Fórust bæði skipin. Þjóðverjar mistu 120 manns og Englendingar 75. Lítils háttar sjóorusta átti sér stað í Norðursjónum á laugardag- inn. Tveimur skipum var sökt fyr- ir Þjóðverjum, en önnur flýðu, en þrjú loftskip frá Englendingum töpuðust. Enska herskipið “Medusa” rakst á annað skip á laugardaginn og sökk; öllu fólki bjargað. Svo segja ún blöðin að Þjóðverj- ar og Austurríkismenn séu ekki í neinni hættu af vistaskorti. Fréttin um það á föstudaginn er á þessa leið: “Rómabórg 24. marz 1916. Skýrsl ur sem afhentar hafa verið alþjóða akuryrkjustofunni bera það rneð sér að Þjóðverjar og Austurríkis- menn muni hafa 400,000 tunnur af hve'ti og rúgi í varaforðabúrinu næsta september. Er það svo að segja jafnmikið og á sama tíma i fyrra. Sérfræðingar þessarar al- þjóða akuryrkjustofnunar segja veðuráltu þess konar, að uppskera verði góð i þessum löndum, og telja þeir líklegt að enginn fæðu- skortur verði þar. Á undan stríðinu var meðal hveitiuppskera i Ungverjalandi 46,000,000 metramælar (qvintals), en nú er sagt að það verði um 40,- 000,000. Kartöflu uppskera í Ung- verjalandi er talin 7 prócentum hærri í ár, en hún var árið 1914, og maís uppskera heldur hærri en hún var það ár. Fundir hafa verið haldnir víðs- vegar í Englandi, þar sem þess hefir verið karfist að Derby jarl segi af sér sem aðal nefndarmaður í her söfnuninni. Ástæðan fyrir þeirri kröfu er sú að menn mót- mæla þeirri aðferð að heimta kvænta menn í herinn, áður en all- ir einhleypir séu komnir þagnað. Herdeild Englendinga í Suður Afríku, undir forustu Smuts hers- höfðingja hefir hertekið bæinn Arusha frá Þjóðverjum, og er það talið mikils virði. Auk þess heldur Smuts ‘öllum héruðum hjá ánni Ruwn. Mannfall Þjóðverja þegar borgin var tekin var allmikið. Herforingja skifti hafa orðið yfir brezka hernum í Egyptalandi; hefir J. G. Maxwell látið þar af herstjórn, en maður sem A. Murray hefir tekið við. Alt er í góðu lagi þar eystra nú sem stendur. Sk pinu “The Englishman” var sökt nýlega á Atlanzhafinu og fór- ust allmargir menn. Hershöfðingja hegnt. Soukhomhinoff hershöfðingi á Rússlandi var með vanvirðu svift- ur tign nýlega. Hann hafði verið hermálaráðherra Rússa. Þær sakir voru bornar á hann að hann hefði í stöðu sinni vanrækt að hafa til nægileg hergögn, og hefði þjóðin beðið við það stórtjón. Page ríkisf ulltrúi frá Norður Carolinu hefir lýst því yfir að hann leggi niður embætti sitt vegna þess að Bandaríkin lánuðu Englandi $500,000,000; kveður hann það sýna hlutdrægni. Tveir skólakennarar í Medecine Hat í Alberta voru úti á sunnudag- inn með hermanni úr 175 deild. Hafði hann með sér byssu til þess að skjóta með dýr, en skó’.akennari sem Ester Nicholson heitir hélt á byssunni og hljóp skot úr henni óvart og varð hinum skólakennar- anum að bana. Hún hét Gladys Paterson. Kornhlöðufélagið í Saskatchew- an ætlar að byggja 30 kornhlöður þar í fylkinu í sumar. Nýkomnar herskýrslur í Canada sýna það að 24,000' manns eru við heræfingar í 10. herhéraði. 4936 herforingjar eru í Canada fyrir 120,392 hermenn. Kostnaður við Canadaherinn er um $12,000,000 (tóí\ miljónir) á hverjum mánuði. Dr. Simpson, sem Manitoba stjórnin hefir heimtað að verði fluttur hingað til Winnipeg frá Englandi til þess að standa fyrir máli sínu, hefir lofast til þess að koma af frjálsum vilja. C. H. Cowthorpe þingmaður fyr- ir Biggar kjördæmi í Saskatchew- an, hefir verið kærður fyrir að hafa þegið $500 mútur 1913 til þess að vera á móti vínbannslaga frumvarpinu. Heffermann heitir dómari sá er réttinum stjórnaði og áleit hann líkur svo miklar fram komnar gegn Cowthorpe, að hann skyldi kærður fyrir æðra dómi. Er hann laus gegn $1500 veðfé og bíð- ur dómsúrskurðar. 225 særðir og limlestir hermenn frá Canada komu á föstudaginn frá Englandi til Quebec á skipunum “Sicilian” og “Corinthian”. Af þeim voru 25 frá Winnipeg. Royal Templarar í Winnipeg eru byrjaðir á að byggja $26,000 sam- komuhús á Ýoung stræti, rétt hjá Portage Ave. Erost og hríðarbylur var í Saskatchewan og vetsurhluta Mani- tobafylkis 23. marz. Járnbrautar- lestir teptust; talþræðir byluðu og yfir höfuð var veðrið eins og verst getur verið um hávetur. Niðurjöfnunarnefnd. Fylkisstjómin hefir útnefnt þrjá menn í nefnd, til þess' að jafna nið- ur öllum þeim gjöldum sem heyra til fylkinu í heild sinni; var slíkt kölluð niðurjöfnunarnefnd heima á Fróni. Nefndin á að virða allar skattskyldar eða gjaldskyldar eign- ir í fylkinu, og eiga þeir að hafa lokið því starfi 1. júlí. í nefndinni eru þessir: Robert Young, alþektur f jármálamaður hér í Winnipeg, gamall starfsmaður Canada lífsábyrgðar félagsins; George Metcalfe, bróðir Metcalfes dómara, einnig frá Winnipeg og Robert Forke, viðurkepdur fjár- málamaður frá Pipestone; á hann aðallega að vera fulltrúi landsbygð- anna. Afar mikil óregla og ójöfnuður er sagt að hafi átt sér stað að und- anförnu í gjaldaálögum í fylkinu, og er talið v'íst að þessi nefnd kippi því í lag; þetta tiltæki stjórnarinn- ar er því stór réttarbót. Amundsen til norður- heimskautsins. Frétt frá Kristjaniu segir að Hróaldur Aumundson, suðurheim- skautsfarinn frægi, ætli að leggja af stað til norðurheimskautsins að vori (igij). Þingið hefir boðið til þeirrar farar 200,000 krónur og hefir hann þegið boðið, eftir því sem fréttin segir. 223. Skandinaviska herdeildin. 223 herdeildin hefir með leyfi Lt.-Colones Bradburys leyfi til þess að safna liði í Selkirk kjör- dæmi. Liðsafnaðar fundur verður haldinn að Gimli í dag, fimtud. .30. marz, að Árborg á morgun, 31. marz. Lt.Colonel Bradbury eða ein- hver fulltrúi 108 deildar og lieut. H. M. Hanneson frá 223. deild tala á fundunum. Samsöngur á báðum stöðum. Hús og húsbúnaður hr. Trausta Davíðssonar, nálægt Hnausa, Man., brann til kaldra kola núna i vik- unni. Engu bjargað; engin elds- ábyrgð. * Ur bygðum Islendinga. Norður Dakota. Mr. og Mrs. B. Tohrgrímsson frá Mountain fluttu nýlega norður til Canada og settust að í Riverton. Embættismenn frá Thingvalla héraði i Norður Dakota voru þess- ir kjörnir. Eftirlitsmaður til þriggja ára S. J. Sigfússon, skrifari C. Indriðason, gjaldk. H. H. Reykja- lín, virðingamaður Jóhannes Jónas- son, friðdómarar til tveggja ára C. Indriðason og Paul Johnson, lög- reglumenn til tveggja ára, E. A. Brandson og O. M. Olason, sátta- semjarar Jóhannes Jónasson, S. M. Melsted og M. Einarsson. Atkvæði fyrir forseta Bandaríkj- anna voru greidd þannig: Wilson 33, La Folette 20, og Estabrook 11. Nýlega voru gefin saman í hjónaband að Gardar Mabel Paul- son og Carl Bergmann, að heimili foreldra brúðarinnar. í Gardar héraði voru þessir kosn- ir embættismenn fyrra þriðjudag: Umsjónarmaður S. S. Láxdal, virðingamaður John Johnson, gjald keri G. Thorleifson, ritari H. J. Hallgrímsson, friðdómarar Jónas Ha1l og Stefán Eyjólfsson, lög- reglumaður G. B. Olgeirsson. (C>essar fréttir teknar eftir Edin- burg Tribune). Rógburðar tilraun Mrs. Joseph- son fsystur hins fræga heimskauta- fara) milli mín og séra Jakobs Kristinssonar tel eg óþarft að svara. Eg þekki séra Jakob lítið, en eð öllu góðu og hefi aldrei, mér vitandi, sagt neitt niðrandi í hans garð. Sig. Júl. Jóhannesson. I Niður’agið á “Hvert stefnir” í næsta blaði. Atvinnunefnd. Sambandsstjórnin i Ottawa hefir á prjónunum hugmynd þess efnis að skipa allsherjar nefnd í Canada, með undirnefnd í hverju fylki, til þess að útvega heimkomnum særðum hermönnum atvinnu, hverj- um eftir mentun og hæfileikum. Hugmyndin er sú að stofna skóla víðsvegar um landið, sem kenni her- mönunnum það sem þeir þurfa t'l þess að verða hæfir fyrir þá stöðu, sem þeir geta tekið hver um sig, eftir þvi hvernig þeir eru fatlaðir. Er þetta ágæt hugmynd í alla staði og nauðsynlegt. En undir því er mikið komið að vel sé og samvizkusamlega valið í nefndina. Um það er verið að ræða nú, eftir hvaða mælikvarða skuli farið þeg- ar ákveðinn skuli árlegur lífeyrir fatlaðra hermanna; kemur flestum sam.au um að hanr. ♦kuli fara eftir því hvaða tekjur sá hafi haft, sem um er að ræða. Aðrir vilja láta alla hafa jafnt, hvaða atvinnu sem þeir hafa stundað. Líklega verður það fyrtalda ofan á. Alvarlegar ákœrur. Þingmaður í Ottawa sem George Kyte lieitir, lýsti því yfir í þinginu í Ottawa í fyrradag að hergagna- nefndin hefði veitt $2,500,000 ("tvær miljónir og fimm hundnið þúsund dali) félagi sem í raun réttri hefði ekki verið til nema að nafninu, fyrir hervörur. Þessi ákæra er svo alvarleg að fátt hefir verra verið, og verður nánar frá því skýrt síðar. Fréttin kom h ngað jiegar blaðið var að fara í pressuna. Allir boðnir. Ókeypis samkoma verður haldm í neðri sal Goodtemplara hússins á morgun ('föstudaginn) kl. 8 e.h. Liberal klúbburinn býður þangað öllum, konum jafnt sem körlum, af hvaða fólki sem er, og alveg ó- keypis. Þar verða ágætir söngvar, fyr- irtaks hljóðfærasláttur og nokkrar ræður. Aðal ræðumaöurinn verður Thos. H. Johnson ráðherra, en auk þess talar Dr. Jón Stefánsson um borg- aralegt gildi klúbbsins og Dr. Sig. Júl. Jóhannesson um áhrif Hermi- þingsins. Vel ætti það við að einhver kona kæmi fram á þessari samkomu og mælti nokkur orð, þar sem þetta er fyrsta opinber samkoma af þessu tagi sem Thos. H. Johnson hefir verið á meðal íslendinga síðan því þingi var slitið sem fyrst allra þinga í Canada veitti konum at- kvæði og kjörgengi. Því er óhætt að lofa að þessi sam- koma verði þess virði að sækja hana og á það skal aftur minst að þar verður hvorki seldur aðgangur né samskot tekin. Munið eftir föstudagskveldinu! Dr. Arthur Warren Waite tekinn fastur. Læknir í New York, er A. W. Waite heitir, hefir verið tekinn fastur, grunaður um morð. Hann er kvæntur dóttur John E. Pecks, sem var miljóneri frá Grand Rapids í Michigan. Tengdaforeldrar lækn- isins voru í kynnisferð hjá honum og dóttur sinni nýlega, og dóu bæði skyndilega; var lík hans grafið upp og rannsakað og fanst eitur í inn- ýflunum, en konan hafði verið brend. Læknisfrúin átti að erfa helming eignanna eftir foreldra sína og er þess getið til að sú sé ástæðan fyrir þessu. Bæjarfréttir. Meðtekið frá J. B. Johnson, Dog Creek, $5.00 !• þjóðræknissjóðinn og frá konu hans $5.00 í Rauða kross sjóðinn.—Th. Thorsteinsson. Mrs. O. Magnússon • var jörðuð á miðvikudaginn kl. 2. e.h. frá Fyrstu lút. kirkjunni. Sú frétt hefir borist út með góð- um heimildum að séra F. J. Berg- mann sé ráðinn herprestur í deild Fonseca. Þau Fr. Thompson og kona hans urðu fyrir þeirri sorg að missa 4 ára gamlan dreng á sunnudaginn var úr skar’.atssótt. Hann hét Pét- ur Guðjón Hjaltalín, mjög efnileg- ur. Var hann jarðsettur á sunnu- daginn af séra B. B. Jónssyni frá heimili foreldranna undir umsjón A. S. Bardals. Erlendur Erlendsson, Húnvetn- ingur að ætt og faðir þeirra Björns Erlendssonar bónda í Víði hér í fylkinu og Sigurðar Erlendssonar hér i bæ, andaðist að heimili Björns sonar síns þann 7. janúar siðastl., 85 ára gamall. Lá rúmfastur rétt um mánuð. Jarðarförin fór fram frá heimili þeirra feðga í Víði þann 13. jan. Stra Jóhann Bjarnason jarðsöng. — Um dánarfregn þessa hefir láðst að geta þar til nú. Kvenfélag fyrsta lúterska safn- aðar hefir ákveðið að halda útsölu fBazar) í sunnudaga skóla sal kirkjunnar, einhverntíma í vor. Skeð getur að einhverjar kvenfé- lagskonur viti ekki um þessa á- kvörðun félagsins og því eru þær og allir aðrir vinir safnaðarins og kvenfélagsins á þetta mintir. Því eins og vant er, vonast félagið eftir að konurnar búi til margt fallegt og eigulegt til að selja á útsölunni. Auðvitað verður þar líka selt kaffi og aðrar góðgjörðir, eins og vant er. — Einnig hefir kvenfélagið á- kveðið að hafa hina árlegu sumar- mála samkomu, en af því að sum- ardaginn fyrsta ber upp á skir- dag þetta árið, verður samkomunni frestað um viku. Meira um þetta síðar. Páskasamsöngur (Easter Con- cert) verður haldinn í Central Con- gregational kirkjunni 24. apríl undir persónulegu eftirliti Francis Fisher Powers, til ágóða fyrir 223. herdeildina, sem herra Lt.-Col. Albretchsen stjórnar. — Sumt af allra bezta hljómleika- og söng- fólki tekur þátt i því. Þessi sam- söngur verður einn sá stærsti sem haldinn verður á þessu tímabili. Nákvæm skemtiskrá auglýst síðar. Peter Magnus frá Glenboro, sem nýlega fór suður til Chicago, eins og getið var um í Lögbergi, kom þaðan aftur á mánudaginn og fór heimleiðis aftur í gærmorgun. Hann kvað Islendingum líða vel í Chicago, og sömuleiðis í Minne- apolis; þar var hann afceins í tvo daga. Framtíðar horfur mjög góð- ar, sérstaklega í Minneapolis; þar er nóg vinna og miklar byggingar i sumar. J. Ashdown stórkaupmaður, sem legið hefir á hospítalinu i Rochester um tíma, kom heim á sunnudaginn á góðum batavegi. Árni Árnason og Magnús W. Magnússon frá Leslie komu til bæjarins fyrir helgina og innrituð- ust í 223. deildina. Þeir fóru heim aftur á sunnudaginn og verða heima í 6 vikur. Magnús er bróð- ursonur W. Magnússonar prentara Lögbergs. Bonar Law lýsti því yfir í fyrra- dag, að canadiskt brennivín væri meðal þeirra hluta, sem bannaður væri innflutningur á til Englands. 21. þ. m. andaðist ekkjan María Jóhannsson, ekkja Sigurbjörns heit. Jóhannssonar skálds, er lengi átti heima i Argyle bygð. Hún var síð- ustu árin sjö hjá tengdasyni sínum, hr. J. A. Sveinssyni. Þegar blaðið er að fara í press- una berst því ágæt ritgerð eftir Jón á Sleðbrjót um tslenzkar konur og kvenréttindi. Hún birtist í næsta bláði. BITAR “Island” fór til útlanda í morg- un, segja blöðin heima 9. febr. Skrítilega til orða tekið, en þó rétt. Munið eftir því að hún Rósa— nei, nei, hún Sigurrós, er systir hins heimsfræga norðurheimskauts- fara. “Fólkið er ekki nógu þroskað til þess að greiða atkvæði um afnám vínsölu, og það er ekki nógu þrosk- að til þess að búa undir algerðu vínbanni” segir Kringla. Fyrra ámælið rak fólkið ofan í hana 13. marz; síðara ámælið fer það eins með seinna. Almennar fréttir Kona nokkur, Mrs. Joseph R. Tachur, skamt frá bænum Wood- ric’ge í Manitoba, fanst örend í rúmi sínu 13. marz; hafði hún ver- ið skotin til bana. Þegar nágfann- ar komu á heimilið og drápu á dyr, var ekki svarað; þeir fóru þvt inn og sáu hvemig komið var. Tvö ungbörn léku sér á gólfinu, móðlr þeirra lá andvana í rúntinu, en húsbóndinn var ekki heima — ný- lega farinn burtu. Hann hefir verið tekinn fastur og bíður yfir- heyrslu hér í Winnipeg. Ö’.dungadeildin í Washington' hefir samþykt heraukningar frum- varpið, sem kent er við Hay. Frum- varp þetta er fyrsta stigið til þess að vera við varnarstríði búinn, ef til kæmi. Ma,ur sem T. R. Preston heitir hefir skrifað sögu Strathcona lá- varðar og fer um hann mjög niðr- andi orðum. Ef trúa má staðhæf- ingum hans ? þessari bók, þá hefir Strathcona verið einhver versti og óhlutvandaðasti maður, sem hér þefir stigið fæti á jörð. Ættingj- ar hans hafa höfðað mál móti höf- undi bókarinnar og varð það út úr að bönnuð var sala bókarinanr samkvæmt dómi. En þar var að eins um eitt atriði að ræða; lét Preston því sleppa því eina atriði og prenta bókina aftur, án þess. Varð þetta bókinni svo góð auglýs- ing, að hann græddi á h^nni stórfé. Að því búnu símaði blaðamaður á Englandi sem W. A. MacKenzie heitir til ýmsra blaða í Canada og lastaði bókina; blöðin birtu það og höfðaði Preston mál gegn Mac- Kenzie. Það var dæmt á fimtudag- inn og tapaði Preston því. Mary A. Hamilton í Hamiota í Manitoba, fanst myrt i kjallara íbúðarhúss síns nýlega. Hafði hún verið barin til dauðs. Hún var gömul kona, húsmóðirin á heimil- inu. Enginn var heima þegar þetta skeði nema hún og ung stúlka sem var þar vinnukona, og Teenie Mal- one heitir; hún er galizíu stúlka. Hefir hún verið tekin föst og kærð um að hafa myrt húsmóður sína. Margar glaðar stundir wni til í þetta skifti, en vcrða að bíða næsta blaðs sökum r.úmleysis. Guðsþjónustur í prestakalli séra H. Sigmars: Sunnudaginn 2. apríl að Leslie kl. 11. f.h. Sunnudaginn 2. apríl að Elfros kl. 2 e.h. Þriðjudaginn 4. april að Wynyard kí. 2. e.h. Miðvikudaginn 5. apríl að Kanda- har kl. 2 e.h. Allir velkomnir. Munið eftir að koma. Stefán Eiriksson frá Oak View leit inn á skriftsofu Lögbergs í gær. Sagði hann góða líðan þar ytra og engar sérstakar fréttir. Auglýsing frá Marteini Sveins- syni að Elfros kom of seint; birtist í næsta blaði. Tvö skip með hermönnum frá Canada eru komin heilu og höldnu til Englands; annað skipið heitir “Metagam” og fór 11. marz, hitt heitir “Lappland” og fór 13. marz. A þeim voru 4000 hermenn. Félagið ‘Jón Sigurðsson’ Deildin Jón Sigurösson fl.O.D. E.) heldur aukafund að heimili Mrs. K. Hanson, Suite 5, Alex- andria Apts á horni Edmonton og praham, miðvikudagskveldið 29. marz 1916 kl. 8. Fyrsti reglulegi mánaðarfundur deildarinnar verður haldinn í “Assemby Hall” í John M. Kings skólanum á homi Ellice og Agnes stræta mánudagskveldið 3. apríl 1916 kl. 8 stundvíslega. E. G. Baldwinson. E. G. Baldwinsson, í bréfi rituðu á Frakklandi dags. 8. marz s. 1., biður blað vort að geta þess að áritan hans sé: Pte. E. G. Baldwinson M. 2/ 153341 ist Base M. T. Depot Rouen France. Hann gekk i herinn 15. desem- ber 1915; fór frá Winnipeg 17. janúar 1916; kom til Englands 17. febr. 1916 og til Rouen á Frakk- landi 5. marz. Hermann Jónsson (sonur Jóns Hjálmarssonar frá Brekku í Mjóafirði á IslandiJ hef- ir gengið í 222. herdeildina. Hann er bróðursonur H. Hermann bók- haldara Lögbergs. Edward. — Stefán. Þetta eru bræður, synir Magnús- ar heit Thorlákssoanr og Moniku Suðfjörð konu hans, í Þingvalla nýlendu, Sask. Þeir fóru til Eng- lands i haust er leið, og eru nú á Frakklandi; báðir eru Signallers.— Utanáskrift þeirra er: Pte. E. J. Thorlakson 422744 Sign. 6 B.D.E. M. G. Company C.E.F. France. Og hins: Pte. S. S. Thorlakson 422745 Sign. 6. B.D.E. M. G. Company C.E.F. France. Zeebrugge eyðilögð. Þjóðverjar hafa haft bæinn Zee- brúgge í Belgíu, sem skipa- og loft- bátastöð; en nú hafa bandamenn skotið á hann sprengikúlum af loft- skipum hvað eftir annað, þangað til hann er ekki hæfur til skipa- stöðva, og er það Þjóðverjum mik- ill skaði.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.