Lögberg - 13.06.1918, Blaðsíða 3

Lögberg - 13.06.1918, Blaðsíða 3
LOGBERG, FIMTUDAGINN 13. JÚNf 1918 3 Dœtur Oakburns lávarðar. Eftir MRS. HENRY WOOD. pRIÐJI KAFLI. South Wennock var nú orðinn gleðiríkur bær, sem hélt árlega veðhlaup, og við þau skemti sér enginn jafnvel og lafði Laura Carlton. pessi veð- hlaup drógu að sér nokkra af hinum heldri fjöl- skyldum frá London, og Laura var sannarlega á- nægð yfir því, að geta haldið húsi sínu opnu fyrir þær. Hún stóð upp, kastaði kuldalegri kveðju til Jönu, gekk svo út að vagni sínum nöldrandi af óá- nægju. Af ofanskráðri athugasemd lafði Lauru, get- ur lesarinn dregið þá ályktun að heimilissólskinið, sem áður fyr kastaði birtu sinni og gladdi hr. og frú Carlton, var nú alloft orðið skýjum hulið. Laura hefði ef til vill verið gæfuríkari, ef hún befði átt böm; en síðan fyrsta, litla bamið sem hún ól, var dáið, eignaðist hún ekki fleiri. Gæfu- ríkari hefði 'hún getað orðið að því leyti, að þá hefði hún haft nokkuð að hugsa um og gera; en það hefði engan mismun gert á samkomulagi þeirra hjónanna. Upprunalega var ósamkomulagið honum að kenna. Hversu drambsöm, önug, ástríðurík og á- köf Laura var orðin, og svo æst sem hún gat verið gegn honum nú, skal því haldið fast fram að það var honum að kenna. pað var endurtekning þeirr- ar sögu, sem oft á sér stað í daglega lífinu, þó hún verði ekki oft kunn opinberlega. Laura hafði elskað hr. Carlton innilega; hún hafði haldið áfram að elska hann þannig í þrjú eða fjögur ár, en þá vaknað við hans ósvinmí og ruddaskap. Hún vaknaði ekki við hina smátt og smátt þverrandi ást, en skyndilega, hroðalega, við óvæntan atburð. pað er einkenni karlmannsins, að vera ósjálf- •s';æður, það er einkunnarmerki sumra manna að « breyta ranglega. pað hafa máske verið fáir menn jafn mikið hneigðir fyrir að taka lítið tillit til hinna félagslegu siða og laga, eins og hr. Carlton. Hann hafði aldrei verið mjög samvizkusamur með skoðanir sínar um siðferði, og hann var það ekki enn. Ást hans á konu sinni hafði verið eins trylt og áköf og hvirfilvindur; en þessir hvirfilvindar eru aldrei langvinnir. pað voru ýmsar sögur um hr. Carlton, sem gengu manna á milli. Frásagnir um að hann hefði all oft vilst af réttri leið; það var eins mikið af sannleika eins og lýgi í þessum sög- um, það má maður til með að viðurkenna, og til allrar ógæfu fékk kona hans að heyra þessar sög- ur. Bæjarbúar gáfu þeim auðvitað lítinn gaum, en það gerði kona hans ekki. Hún fékk allgóðar sannanir fyrir því, að þessi orðrómur var sannur, og þær breyttu ást hennar til manns síns næstum því í hatur. Slíkt hefir oft haft sömu áhrif í líf- inu. Eftir þetta var hún alt öðruvísi í framkomu sinni við hann. Hið fyrsta æsta reiðikast var af- slaðið, þetta grimdarlega mótlæti að vissu leyti sigrað; eftir það hafði hún sýnt honum einskonar kæruleysi, uppgerðar kurteisi, en þessi rósemi breyttist alloft við ýms tækifæri í áköf reiðiköst, sem alls ekki voru þægileg fyrir Carlton. Per- sónulega var hann enn þá ástríkur og um'burðar- l.vndur við Lauru. pað hafði ekkert opinbert brot átt sér stað á milli þeirra, sem gat vakið hálfs- undran í búanna í umhverfinu ; gagnvart óviðkom- andi fólki voru þau eins alúðieg hvort við annað, eins og flest hjón eru; en Laura Carlton var ógæfu manneskja, þar eð hún áleit sig skammarlega sví- virta. Menn mega því ekki undra sig yfir orðum hennar við systur sína: “Heldur þú, að eg hagi mér í öllu eftir löngunum hans og velþóknan”. Lafði Jana ók, ásamt tryggu þernunni sinni, til Great Wennock, til að fara með einni af lestun- um síðdegis. Vegurinn þangað var líka eitt af því sem breyzt hafði og lagast undanfarinn tíma. Gömlu hnausarnir, holurnar og steinarnir voru þar ekki lengur, og hann var nærri því eins sléttur og gólfin í samkomusölunum. pegar þær gengu inn í biðsalinn, ók hinn áðurnefndi almenningsvagn, sem svo oft hefir verið minst á, og enn þá flutti fólk milli bæjanna, og hafði nú miklu kurteisari ökumann, inn á sínar gömlu stöðvar, til að bíða ferðamannanna með lestinni, sem var i vændum. Hefði lafði Jana og Judith litið þangað, um leið og þær gengu fram hjá, en sem þær gerðu ekki, þá hefðu þær séð sérlega feita konu sitja í honum. pað var ein af okkar gömlu kunningjum, fní Pepperfly. Hún hafði átt eitthvað erindi til Great Wennock, og notaði nú almenningsvagninn til heimferðar sinnar aftur. Lestin kom, og ferðamennirnir, sem hingað ætluðu stigu^af henni; þeir sem ætluðu burtu með henni, stigu inn í vagnana, og meðal þeirra var Iafði Jana og Judith. Frú Pepperfly hafði neytt góðs dagverðar, ásamt tiltölulega miklu af öli. Afleiðingin var að hún varð mjög drungaleg. Hún sat ein í almenn- ingsvagninum og rotaði rjúpur, sem .svo er kallað um syfjað fólk, þegar dálítil hreyfing við dymar vakti hana. Kona, sem komið hafði með lestinni, sté inn í almenningsvagninn og settist. Hún leit sómasam- iega út, andlitsdrættir hennar voru að sönnu hörku legir, en hún var klædd snotrum ekkjubúningi. Hún hafði lítinn dreng með sér og dálítinn far- angur. Hún settist beit á móti frú Peppepfly og Iét drenginn við hlið sína. Litli drengurinn var að útiiti veiklulegur, með ljóst hár og smágert hör- und; hann sýndist vera á að gizka 6 ára gamall. Frú Pepperfly, sem kunni að meta útlit manna, sá undir eins að hann var ekki heilsuhraustur. En hann var eirðarlausari en flest veikluleg böm em vön að vera, og sneri höfðinu viðstþðulaust annað hvort að dyrunum eða hliðarglugganum, eftir því sem ýmsir hlutir vöktu eftirtekt hans. “ó, mamma, mamma, sjáðu þarna!” Orð þessi voru töluð með miklum ákafa. Tveir hermenn í rauðum fötum komu frá stöðinni, og það voru þeir sem ollu þessum orðum. Móðirin ávítaði drenginn. “pama kemur það aftur, eg hefi aldrei þekt slíkt bam. Maður má ætla að hermenn séu eitt af furðuverkum heimsins; þú verður næstum trylt- ur við að sjá þá”. “Eg hefi þekt nokkur böm, sem mistu næst- um vitið af því að sjá Rauðkjól!” sagði frú Pepperfly. “Hann er þá einn af þeim”, svaraði ekkjan. ‘ Hann vildi heldur horfa á hermann, en dvelja í leikfangabúð”. * Almenningsvagninn fór af stað, þegar hann var búinn að bíða árangurlaust eftir fleiri farþegj- um. Litli drengurinn, sem að líkindum sá ekkert á leiðinni er vakti athygli hans, hallaði sér að móð- ur sinni og sofnaði brátt. Frú Pepperfly var líka farin að rota rjúpur aftur, þegar ókunna konan laut áfram að henni, til að bera upp fyrir henni spurningu sína. “Má eg spyrja hvort þér af tilviljun þekkið konu, sem á heima einhverstaðar hér í grendinni, og heitir Crane?” Frú Pepperfly hrökk við og opnaði augun, naumast vöknuð enn þá. “Crane?” sagði hún. “Mér þætti vænt um að finna það heimili, þar sem þessi kona býr. pekkið þér nokkra frú Crane í South Wennock?” “Nei, frú”, svaraði frú Pepperfly, um leið og endurminningar hennar vöknuðu um víst tímabil, en ekki mjög þægilegar, við þessa spumingu. “Eg hefi aldrei þekt nema eina konu með þessu nafni, og það var að eins í tvo eða þrjá daga fyrir átta áruln síðan, áður en hún fór skyndilega úr þessum heimi”. Ekkjan sat nokkur augnablik án þess að geta dregið andann. “Við hvað eigið þér?” spurði hún. “Hún var veik, frú, og eg var einmitt hjúkr- unarkonan sem stundaði hana, og henni batnaði hröðum fetum, þegar voðaleg ógæfa átti sér stað, sem enn er ekki uppvíst um, og hún lagði hana í gröfina i St. Marcus kirkjugarðinum”. “Meiddist hún á nokkum hátt?” spurði ekkjan “Nei, ekki svo að skilja”, svaraði Pepperfly og hristi höfuðið. “Ranglega blandað lyf var gefið henni; það var eg sem rétti það að vörum hennar, þar eð mér datt ekki í hug að það orsakaði dauða hennar; eg vildi að fingur mínir hefðu allir verið horfnir áður”. ókunna konan horfði fast á frú Pepperfly, eins og hún gæti ekki skilið orð hennar, eða efaðist um sannleika sögunnar. “Hvar skeði þetta?” spurði hún loksins. “Hafði hún leigt sér hús í South Wennock?” “Hún hafði leigt sér herbergi í Palace Street”, svaraði hin. “Hún kom skyndilega hingað án þess að þekkja nokkum eða vera þekt af nokkmm, alveg eins og maður getur hugsað sér ókunnan fugl, sem eins og dettur niður úr skýjunum. Hún leigði herbergi hjá ekkjunni Gould í Palace Street, og sama kveldið og hún kom þangað veiktist hún, og það var eg sem var sótt til að hjúkra henni. “Og hún er dáin?” endurtók hin ókunna kona, án þess að skilja fregnina til hlítar. “Hún hefir síðan þessu fór fram, legið í einu horninu í St. Marcus kirkjugarðinum. Hún dó næsta mánudag. Hún var að minsta kosti myrt”, bætti frú Pepperfly við. Ókunna konan hagræddi litla, sofandi drengn- um, og laut nær hjúkmnarkonunni. “Segið þér mér alt eins og það var”, sagði hún. “pað tekur ekki langan tíma”, var svarið. “Læknirinn hafði sent sefandi drykk. Hann sendi einn á laugardagskveldið og annan á sunnudags- kvöldið; hún var óróleg, vesalings bamið, enda þótt hún væri að hressast, eins vel og nokkur manneskja í hennar sporum hefði getað; en hún var ung og vildi hlægja og skrafa, en það líkaði lækninum ekki, og eg verð að segja að í sumúm tilfellum getur það verið hættulegt. Nú jæja, á mánudagskveldið var sendur einn af þessum svefn- drykkjum, sem læknirinn áleit viðeigandi lyf eg gaf henni hann, og það kom í ljós, að það var eitur í honum, því hennar vesalings saklausa sál yfirgaf hana á sama augnarbliki og hún neyttí lyfsins; mín var líka að því komin að yfirgefa mig af eintómri hræðslu”. “Eitur!” “Lyfið var eitrað, og það deyddi hana”. “En hvernig stóð á því að læknirinn skyldi senda eitrað lyf ?” spurði ókunna konan með ákafa miklum. “Já, það er nú einmitt gátan”, svaraði frú Pepperfly. “Hann segir að eitrið hafi ekki verið i því, þegar hann sendi það; að það hafi verið holt og gott þegar það fór frá honum. En eins og ekkj- an Gould og eg sögðum þá hvor við aðra, hafi það verið hreint þegar hann sendi það, hver gat þá hafa blandað eitri í það eftir á ?” “Hvað var gert við læknirinn?” “Ekkert. pað var haldin yfirheyrsla eftir að líkið var skoðað, sem eg hefi ástæðu til að muna þar eð eg var einnig yfirheyrð; en kviðdómendum- ir og líkskoðarinn álitu, að læknirinn hefði enga vangá gert og 'heldur ekki blandað eitri í lyfið — eins og hann frá byrjun neitaði að hafa gert”. “Hver blandaði því þá í?” “pað er mér ómögulegt að segja”, svaraði frú Peppeífly. “Eg veit að eg gerði það ekki”. “Og var ekkert gert til að uppgötva það?” spurði hin ókunna um leið og hún þurkaði svitann af enni sínu; því hún var orðin heit af geðshrær- ingu. “pað var gerður all-mikill hávaði og umstang út af þessu, en það varð árangurslaust. Lögreglan gat ekki fylgt málinu rétt, því hún vissi ekki hvað- an hún kom, vissi einu sinni ekki skímamafn hennar, og það hefir enginn komið til þessarar stundar til að spyrja eftir henni”. “Hver var læknirinn, sem annaðist hana?” spurði sú ókunna mjög skyndilega. “Hr. Stephen Grey. Maður getur raunar sagt að hún hafi haft tvo lækna, hahn og hr. Carlton; en hr. Carlton sá hana að eins einu sinni eða tvisv- ar, þar eð hann var ekki heima þegar hún veiktist. pað var aðallega Stephen Grey, sem stundaði hana, og það var hann sem sendi henni lyfin” “Fer gott orð af honum sem lækni ?” spurði sú ókunna hörkuíega. Frú Pepperfly setti upp stór augu. “Hvað þá? Hr. Stephen GreyJ Já, frú, enginn hefir nokkru sinni haft betra orð á sér í þessum heimi, hvorki sem læknir eða maður. Að undanskilinni þessari misgá — hafi það verið hann, sem gerði hana — hefir aldrei verið hvíslað eitt einast ilt orð um hann, hvorki áður né eftir þenna tíma, og hann hefir náð meira áliti og virðingu á stuttum tíma, en nokkur annar, er alment sagt. Eg er sannfærð um, að hann vildi fóma aleigu sinni til að ráða þessa gátu”. “Er hann ungur maður — ógiftur maður?” “Eruð þér og eg ungar og ógiftar?” svaraði frú Pepperfly; því skorturinn á skynsemi í þessari spurningu — eins og hún kom henni fyrir sjónir, jafn mikla þekkingu og hún hafði á honum gerði hana æsta. “Hann ? Hann hefir verið giftur síðustu tuttugu og fimm árin eða lengur, og hann er næstum því eins gamall og þér eða eg. Lítið þér þangað, þama er einmitt kirkjugarðurinn þar sem hún hvílir”. Frú Pepperfly benti á gagnstæðu hliðgötumar sem þær voru að nálgast. Og um leið og hin ó- kunna leit þangað, rak hún höfuðið óþyrmilega í hliðina á almenningsvagninum, af því honum var snúið snögglega við fyrir hornið, til að aka að dyr- um Rauða ljónsins. III. KAPÍTULI. Samkepnin, Var þetta töfrasýn? — eins og þær sem mað- ur les um í þúsund og einni nótt? pað leit helzt út fyrir það. Samkomusalimir geisluðu í ljósbirt- unni, skreyttir blómahringum og laufbogum, speglum og fallegum myndastyttum, þeir oru opn- ir, dyrnar og gluggarnir sneru að hjöllunum, þar sem blómailmurinn sameinaðist andrúmsloftinu og þar sem þau stóðu svo róleg í tunglsljósinu. pess- ir tígulegu salir, fyrirmynd skemtana heimsins og tilbiðjenda hans, heitir, háværir, með æstum gleði- blæ; — þetta rólega, kalda kvöld, svo skírir og kyr- látir undir hinni stjömuþöktu himinhvelfingu! Huldulegar verur flögruðu fram og aftur um her- bergin, tónar hinna indælustu hljóðfærasöngva hrifu eyrun; hjörtun og lífæðamar slóu með ákafa miklum; áhyggjumar virtust hafa yfirgefið heim- inn, þegar maður ar stadddur á þessum stað. Pessir samkcftnusalir í Seaford, höfðu verið þannig undirbúnir til skemtana fyrir þetta kvöld. pað hafði verið stungið upp á að halda hátíð þessa í góðgerðarskyni, og helztu gestimir í Seaford höfðu skrifað nöfn sín undir uppástunguna sem verndarenglar. Hin hávelborna greifainna af Oak- burn átti nafn sitt efst á listanum, og meðal þeirra næstu voru yfirhershöfðingi og frú Vaughan. Fjölskyldumar Vaughan og Oakburn voru orðnar dálítið kunnugar. Elzti sonur yfirhershöfðingja Vaughans hafði komið til foreldra sinna í Seaford, og hann mundi eftir því kvöldi í mörg ár seinna, þegar hann var kyntur fjölskyldu lávarðar Oak- bums. Lafði Grey og frú Vaughan vom einnig góðar vinkonur; það var þess konar vinátta, sem menn stofna við laugar, en hættir, þegar þaðan er farið. Lucy Chesney og Helen Vaughan fundust því nokkrum sinnum, og vom — þegar satt skal segja — hamslausár af afbrýði hvor við aðra. Lucy heyrði orðróminn sem alkunnur var í Seaford, að hr. Friðrik Grey væri ástfanginn af Helen Vaug- han. Að Friðrik Grey væri sá eini maður þar, sem 'helmingur ungu stúlknanna í Seaford keptu um að ná í, er ekki hægt að mótmæla. Megnið af tímanum var hann hjá þeim, án þess að hann leit- aði þeirra. pær leituðu hans; þær fundu upp ýmis konar áform til að geta mætt honum, til að fá að tala við hann, til að fá hann að hlið sinni, til að fá hann með sér á morgungöngurnar meðfram sjón- um, til að fá hann til að ríða eða aka með sér síðari hluta dags, til að fá hann með sér á skemtisam- komurnar á kvöldin, þar var hann alt af með einni eða annari þeirra; en einkum var hann mikið hjá Helen Vaughan. pað má nú enginn ætla að honum hafi verið þetta ógeðfelt, þó að orsökin væri frem- ur að kenna ungu stúlkunum en honum; Friðrik Grey var ekki ómóttækilegri fyrir vináttu ungra stúlkna heldur en flestir menn eru. Og Lucy sá þetta, sá það með beiskum j;ilfinn- inguni og biturri gremju. pað getur vel verið að þetta hafi litið ver út í hennar augum en annara óhlutdrægra manna, því afbrýðin nærir sjálfa sig. Hann hafði ekki talað við hana, hann hafði ekki sagt henni að hann elskaði hana, að maður verður því að afsaka Lucy, að hún komst að þeirri niður- stöðu, að hann hefði aldrei elskað hana; að hin al- úðlega samvitund, sem búið hafði í huga hennar hina síðustu tíma um það, að hann gerði það, hefði verið algerður misskilningur, og hún roðnaði af sneypu yfir sjálfri sér við að hugsa um þetta. Friðrik hjálpaði sjálfur til þessarar fíflsku. Framkoma Lucy gagnvart honum var svo um- breytt; hún var orðin svo óskiljanlega köld og drambsöm, að hann af gremju sinni fór að forð- ast hana. pað getur verið að eftirsókn hans eftir hinum ungu stúlkunum, ástleitni hans — ef daður hans við þær mætti kalla því nafni — hafi að eins verið gerð til að kvelja Lucy Chesney og binda hana fastara við sig. prátt fyrir allan þennan glund- roða hafði lafði Oakburn komist að því hvemig ástatt var. Við tilviljun urðu augu hennar, sem svo lengi höfðu verið lokuð, skyndilega opnast, og hún sá að Lucy elskaði Friðrik Grey. Hún efaðist lítið um það, að hann mundi endurgjalda ást henn- ar; hún efaðist jafn lítið um það, að þessar til- hneigingar væru alvarlegar og varandi. í hinum dapra hug hennar vöknuðu endurminningarnar um alúðina, sem átti sér stað á milli þeirra í höfuð- borginni, hina óteljandi samfundi þeirra, þegar honum var auðvelt að láta í ljósi ástleitni sína, ef honum hefði þóknast það. Areiðanlegustu Eldspítumar í heimi og um leið þær ódýrustu eru EDDY’S “SILENT 506” AREIIÐANLEGAR af því að þær eru svo Wúnar til að eldspitan alokknar strax og alökt er á henni. ÓDÝRASTAR af þrí þœr eru betri og fullkomnari en aðrar eldspítur á markaðinum. Striðstíma sparnaður og eigin samvizka þín mælir með því að þú kaupir EDDYS ELDSPlTUR IíOÐSKINN IiOBSKINN BæBdur, Velölmennn og Verslunarnienn A. & E. PIERCE & CO. (Mestn 8kinnakaupmenn i Canada) 213 n\cinc AVENIJE..............WINNIPEG, MAN. Hæsta verð borgað fyrir Gærur Húðir, Seneca rætur. SENDIÐ OSS SKINNAVÖRC YÐAR. Hog ? UU LDDSKINN Ef þú óakar eftir fljótrí afgreiðalu og haeata verði fyrir ull og loðskinn.skrifið Frank Massin, Brandon, Man. r Skrifið eftir verði og áritanaspjöldum. Hvað Bryce greifi segir um írsku málin. x í sambandi við ávarp það til irsku þjóðarinnar, er Mrs. Max Green, dóttir Nationalista íor- ingjans fræga John heit. Red- mond’s gaf út fyrir skömmu, fórust Bryce greifa, fyrrum sendiherra Breta í Washington, þannig orð: “Alt fram að árinu 1886, var stöðugt um heitan andróður að ræða, milli meiri hluta flokkanna þeirra ensku og írsku, sökum þess að hvorugur flokkurinn skildi til hlítar, grundvöllinn undir heimastjómar kröfum ír- lands. En frá þeim tíma hefir ávalt verið, að minsta kosti í liberalflokknum, sterkur og ein- lægur samhugur með írum og sjálfstjómarbaráttu þeirra; en nú hfefír samhygð þessi svo mjög fest rætur á Englandi, að hún á opinbera talsmenn í öllum hinum mismunandi stjómmálaflokkum. pað mun ekki ofsagt, að eins og málunum nú er skipað, er heimastjómarbaráttan, sérstakt, ákveðið politiskt mál, á milli Englands og allra hinnar írsku þjóðar, en ekki nokkurs hluta hennar. Og þessi skilningur, hinn eini sanni skilningur á mál- inu, eins og það stendur, ætti eigi að eins að verða gleggri í hugum fra, heldur og einnig annara þjóða. Hættan á misskilningi er minni nú heldur en hún var fyrir fimtíu árum, og þroskinn ætti að hafa náð svo greinilegum yfirtökum á báðum þessum þjóðum, að eng- inn misskilningur gæti framar komist að. Samt sem áður verður því ekki neitað, að svo virðist sem frlandi sé næsta óljúft að berjast gegn pjóðverjum, og hjálpa Englend- ingum í því efni, og um sama leyti sem stjómin brezka, kom fram með frumvarp til laga um herskyldu á frlandi, þá gerðust þau tíðindi, sem vöktu óhug og vantraust í huga margra Eng- lendinga, sem hlyntir voru hin- um írsku kröfum. frsku Nationalistamir virðast hafa litið svo á gerðir stjórnar- innar í herskyldumálinu, að með því væri hún eiginlega að aug- lýsa vald sitt yfir írlandi; en sá skilningur er langt frá því að vera réttur. Aftur á móti hafa Englending- ar sjálfsagt nokkuð margir, eigi tekið nægilegt tillit til hvernig ástatt hefir verið fyrir írum, ekki ávalt gert sér það fullkom- lega ljóst, að margra alda bar- átta, hefir gert fra jafnvel bama lega upp með sér af þjóðemi sínu kominn og einlægur skilningur sé á báðar hliðar. Glöggur skiln- ingur á hugsjónum og lyndis- einkunnum einstaklinga og þjóða er hinn eini sanni grundvöllur undir traustu vináttu sambandi. frar þurfa ekki að óttast það, að Englendingar láti þá í nokkru gjalda uppivöðslu þeirrar og æs- ingar, sem Sinn Fein flokkurinn hefir haft í frammi, eða láti heimastjómarfr.varpið stranda sökum þess; það er langt í f rá að slíkt geti átt sér stað. Brezka þjóðin á tæpast aðra heitari ósk en þá, að sjá írland blómgast undir nýrri heimastjóm og frjálsu löggjafarþingi, en hún þráir líka á hinn bóginn jafn eín- dregið, að írar leggi fram frjáls- mannlega alla sína krafta til þess að hjálpa móðurríkinu í hinni geigvænlegu baráttu, gegn ofur- veldi þýzkrar harðstjómar og hnefaréttar, sem hefir ekkert annað markmið en alheims yfir- drotnun. England er ekki í ófriði þesaum af eigin hagsmunahvötum. Nei, England er að berjast fyrir rétt- lætis og mannúðarhugsjónum veraldarinnar — frlands líka, því má ekki gleyma. Enskir stjóramálamenn viður- kenna fyllilega allar réttmætar kröfur hinnar írsku þjóðar, og unna henni sannarlega hag- kvæmrar heimastjómar, og vona að hún komist á sem allra fyrst. En þeir krefjast þess jafnhliða, að írar sýni alþjóð manna skýrt og tvímælalaust, að þeir séu reiðubúnir að leggja alt í sölum- ar, ásamt Englendingum, Banda- ríkjunum og Frökkum, til þess að verja frelsi heimsins fyrir miskunarlausri, prússneskri harð stjóm og hervaldskúgun. Og ef írland á annað borð ann frelsi og réttlæti, sem vér eigi efumst um, hvemig ætti þá að vera hugs- andi, að þeir gætu verið í vafa um, hvoru megin þeir eigi að standa”. Frá íslandi. Rvík, 1. maí 1918. Tíðin hefir verið inndæl þá daga sem af er sumrinu, sunnan- átt, sólskin og hiti stöðugt 10—12 st. — Aflabrögð er í bezta lagi. Dagblaðið “Fréttir” er nú aft- ur farið að koma hér út, gefið út af félagi hér í bænum, en rítstj. er Guðm. Guðmundsson skáld. Á uppboðinu í Miðdal í Mos- . , , . , fellssveit, sem getið var um í og að hugur þeirra hefir venð síðagta tbL> var meðalverð ánna svo rigbundmn, við ba sjalfa og 42 kr., en að eins tvær ær (eitt kröfur þeirra, að þeir virðast nr } seldust 4 61 kr^ segir upp_ ekki einu smm hafa gefið ser b0ðshaldarinn í leiðrétting, sem tima til þess að hugsa um stefn- hann hefir sent lö^. umar, sem verið er að berjast um í heiminum á yfirstandandi Símfregn segir nýstofnað fé- tíma. Út af því em Englending- lag í Danmörku, sem ætli að reka ar sárir, sem eðlilegt er. flugferðir með póst og farþega En það sem mest ríður á eins að stríðinu loknu. og nú standa sakir, er að full- —Lögrétta.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.