Lögberg - 13.06.1918, Blaðsíða 7

Lögberg - 13.06.1918, Blaðsíða 7
OGBERG, FIMTUDAGINN 13. JÚNÍ 1918 7 Sambandsmálið tekið upp að nýju. Útlit er fyrir að upptaka fána- málsins á þinginu 1917 ætli nú að draga á eftir sér upptöku sam- bandsmálsins í heild sinni á yfir- standandi þingi. Eins og menn muna, voru þau ummæli látin fylgja synjun kon- ungsúrskurðar um siglingafána í ríkisráðinu 22. nóv. f. á. af hálfu forsætisráðherra Dana, að Danir væru “fúsir til nú sem fyr að semja um þau deiluatriði, sem fram koma um sambandið milli Danmerkur og íslands”, og af hálfu konungs, “að þegar íslenzk ar og danskar skoðanir ekki sam- rýmast munu almennar samn- ingaumleitanir í einhverju formi — heldur en að taka eitt ein- stakt mál út úr — leiða til þess góða samkomulags, sem ætíð verður að vera grundvöllur sam- bandsins milli beggja landanna”. Og aðalblað dönsku stjómarinn- ar, “Politiken”, komst svo að orði í sambandi við þessar ríkis- ráðsumræður: “Eins og sjá má á því, sem hér á undan er sagt, er afstaðan gagnvart kröfu ís- lendinga um sérstakt verzlunar- flagg sú, að ef breytingar eiga að gerast á sambandi íslands og Danmerkur, er eigi talið hentugt að verið sé að gera ívilnanir um einstök atriði; heldur ætti að verða ljóst við samningaumræð- ur, eins og gerist, hvað það er yfirhöfuð, sem íslendihgar óska eftir, til þess að friðsamleg og vinsamleg samvinna, sem víst ætti að geta skapast, mætti kom- ast á. J7ess er þá að vænta, að íslendingar vilji nú taka á móti því samningatilboði, sem þannig er framborið. Hver aðferð er valin til að koma þeim samninga- umræðum á, skiftir ekki máli; það er hægt að ræða um málið í nefnd, líka hægt að fela ráðherr- unum málið eða sérstaklega völd- um fulltrúum”. Eftir þessar undirtektir dönsku stjómarinnar gat ekki verið nema um tvent að velja, að því er framhald fánamálsins snertir, annaðhvort að fresta málinu með öllu og þá að sjálfsögðu velja frestuninni þannig lagað form, að ekki væri unt að finna í henni neitt undanhald eða fráfall frá kröfunni um siglingafána — eða þá að taka upp samningaumleit- anir þær um sambandsmálið í heild sinni, sem fram voru boðn- ar, en fresta fánamálinu út af fyrir sig á meðan. Af ræðu, sem Bjami frá Vogi hélt nýlega í þinginu, má nú ráða að tilætlun alþingis sé nú, að fara fram á að sendimaður eða sendimenn komi frá Dan- mörku hið fyrsta til þess að taka upp samninga við alþingi um sambandsmálið. Hætt er víð að mörgum, sem muna eftir þeim óskapa dunum og dynkjum, er fylgdu sambands málinu seinast þegar það var á döfinni, árið 1908 og 1909, þyki það dálítið undarlegt, að þetta mál skuli nú vera að komast á dagskrá aftur, svo að segja öll- um að óvörum, án þess að neinar umræður hafi átt sér stað um það í blöðum eða á mannfundum hvort heppilegt væri að taka máiið upp nú, og án þess að nokk- ur ósk hafi verið fram borin frá neinum utanþingsmanni um upp- töku málsins. Hér við bætist og að það mun vera nokkuði alment álit meðal landsmanna, að vanda máí þau, sem styrjöldin hefir í för með sér, séu svo umfangs- mikil,/að ekki veiti af kröftum þings og stjómar nokkum veg- inn óskiftum til að ráða fram úr þeim málum svo að vel sé. Meira að segja er það álit flestra, er hafa tækifæri til að fylgjast með ófriðarmálunum, að *talsvert vanti upp á að kraftar stjórnar- innar, eins og hún er nú skipuð, nægi til þess að ráða fram úr hin- um daglegu vandamálum. Er því von' að menn séu kvíðandi um það, hvemig fara muni þegar þessi sama stjóm bætir á sig sambandsmálinu, sem að sjálf-' sögðu hlýtur að heimta til sín alla athygli þjóðarinnar, mestalt starfsþrek alþingis og megnið af kröftum stjórnarinnar, meðan það er á döfinni. Út í efni sambandsmálsins skal ekki farið að sinni. Að eins skal mint á það, að síðan það mál var á ferðinni seinast, hafa mikl- ir viðburðir gerst í heiminum, sem‘ hljóta að breyta nokkuð skoðun manna á því, hver séu WeAre Readyt -ARE . YOU ? Rauða kross vikan kom- andi fer. fram á það að karlmenn. konur og börn í Manitoba gtípi fúslega til pyngjunnar og gefi svo hægt sé að halda áfram starfinu. Rauði krossinn annast um alla særða hermenn. Rauði krossinn heldur við fjórum canadiskum sjúkrahúsum í Englandi. Rauði krossinn heldur við átta can- adiskum sjúkrahúsum í Frakklandi. Rauðikrossinn hefir bygt og viðhald ið stóru sjúkrahúsi í París, sem er gjöf frá Canada til franskra her- manna. Rauði krossinn starfrækir 80 sjúkra vagna, Motor Abulances, milli skot- grafanna og sjúkrahúsanna. Rauði krossinn annast um 23 Casu- alty Clearing Stations,, að baki can- adisku vamarlínanna. Rauði krossinn heimsækir persónu- lega 945 sjúkrahús-á— Englandi og Frakklandi. Rauði krossinn leggur fram $1,000 á mann, til hjúkrunar við St. Dun- stan’s sjúkrahúsið fyrir blinda menn, og er sú stofnun ein hin allra full- komnasta slíkrar tegundar í veröld- inni, og sömuleiðis annast hann einnig Queen Mary’s sjúkrahúsið. Rauðikrossinn er sú eina stofnun á jörðunni, sem hefir tækifæri til þess að hitta fanga vora í óvinalöndunum —sem eru yfir 2,800. Business and Professional Cards The Seymour House John Baird, Eigandi Heitt og kalt vaín i öllum herbergjum Feði $2 og S2.50 á dag. Amerit- an Plan. Tals. G. 2242. - • Winnipeg Meiri þörf fyrir Hraðritara og Bókhaldara J7að er alt of lítið af vol færu skrifstofufólki hér f Winnipeg. — peir sem hafa útskrifast frá The Succons Business College eru ætið látnir setja fyrir. — Suc- cess er sá stærsti og áreið- anlegasti; hann æfir fleira námsfólk en allir aðrir skól- ar af því tagi til samans, hefir tíu útibú og kennir yfir 5,000 stúdentum ár- lega, hefir aðeins vel færa og kurteisa kennara. Kom- ið hvenær sem er. Skrifið eftir upplýsirtgum- SUCCESS BUSINESS COLLEGE UMITED WINNIPEG, MAN. Brown & McNab Selj* í heildsölu og smásölu myndir, myndaramma. Skrifið eftir verði á stœkkuðum myndum 14x20 Dr. 1. L HURST, Member of Royel CoII. of Surgeons, Eng., útakrtfaCur af Royal College of Phyalclana, London. Sérfrœðlngur I brjóat- tauga- og kven-sjúkdómurn. —Skrlfst. 306 Kennedy Bldg, Portage Ave. (& mótl Eaton’e). Tala. M. 814. Helmlll M. 2696. Tlmi tU ylCtale: kl. 2—6 og 7—8 e.h. Dr. B. J. BRANDSON 701 Lindsay Building TKurwmc um 320 Omc»-The**: a—3 Helmill: T7« Vlctor 8t. TiunoNi aiur SSl Winnipeg, Man. Vér leggjum aérataka áherxlu á að aelja meðöl eftlr forakriftum Isekna. Hin bextu lyf, aem haegt er að f&, eru notuð eingöngu. Tegar þér komlð meC forakrlftlna til vor. meglð þér vera vlaa um aC fá rétt þaC aem laeknlrinn tekur tll. COLiCBECGH & OO. Notre Dame Ave. og Slierbrooke St. Phonea Garry 2690 og 2691 Glftlngaleyfiabréf aeld. Dr. O. BJORN&ON 701 Lindsay Building ikLipMMa.un 33« Office-timar: a—3 HKtMILI: 764 Vfctor at.cct t THLKPMONRi ðAKRV T68 Winnipeg, Man. Dagtals. SLJ. 474. Nsturt. 6LJ.: 1*4. Kalli sint 4 nótt »g degL DR. B. GERZABKK. M.R.C.S. frá Eaglandi, L.R.C.P. fra London, M.R.C.P. og M.R.C.S. frá Manitoba. Fyrverandi aCsteCarteknlr viC hoapltal f Yfnarborg. Prag. og Berlfn og fleirl beapftöl. Skrifatofa f eigin hoapftall. 416—417 Pritchard Ave., Winnipeg, Man. Skrifstofutimi fr& *—12 f. h.; 3—6 og 7—9 e. h. Dr. B. Gerzabeke eigið hoapítal 416—417 Pritchard Ave. Stundun og lœkning valdra ajúk- linga, sem þj&at af brjóstveiki, hjart- veikl, magasjúkdómum, Innýflaveikl, kvensjúkdómum, karlmannasjúkdóm- um, taugaveiklun. - ^ ............. THOS. H. JOHNSON og HJÁLMAR A. BERGMAN, fslenxkir ldgfreBiagar, Skmvstova:— Koom 811 McArttonc Building, Pertage Avenne ákitum: P. o. Box 1056, Telefónar: 4303 og 4504. Winnipeg Gísli Goodman TINSMIÐUR VKRKSTŒÐI: Horoi Toronto og Notre Dama Phoiie : Uetmllie Oarry 2088 Qarry 808 J. J. Swanson & Co. Verxla með (este*gnir. Sjá um leigu á húsum. Annaat Un og eldaábyrgðir o. fL 5*4 Ttle KenMtugrt<>n.Port.ASn>fth Phone Main 38S7 Rauði krossinn veitir óslítandi straum af nauðsynlegum líknarmeðulum frá Canada yfir á orustusvæðin í Evrópu. \ Alt þetta kostar peninga. Enginn veit enn þá, hve mikið Rauði krossinn verður beðinn að leggja til þetta ár. Alt sem Canada getur gert verður áreiðanlega ekki of mikið. VÉR ERUM TILBÚNIR! ERUÐ ÞÉR? Forréttindi yðar að gefa í Rauða krosssjóðinn, eru fæðingarréttur borgarastöðu yðar. Aðeins ein vika, Júní 17 -18—19—20—21—22. eða þurfi að vera aðalatriðin í I samningum milli landa. í sam- bandslagafrumvörpum þeim, sem lágu fyrir á árunum 1908—09 var öll áherzlan af fslendinga hálfu lögð á það, að tryggja fræðilega réttarstöðu landsins í sambandinu, en hinu lítill gaum- ur gefinn, að tryggja íslending- um í nútíð og framtíð þau hags- munalegu réttindi, sem nú eru sameign allra þegna Danakon- ungs, og ekki virðist rétt að eft- irláta Dönum einum, þótt breyt- ing verði gerð á hinu lagalega sambandi landanna. En úr því að sambandsmálið stendur fyrir dyrum að nýju, er ómögulegt annað en að minnast á eftirköst fyrri sambandslaga- deilunnar, því að til þess eru vít- in að varast þau. pegar sam- bandsmálið var tekið upp í árs- lok 1907 var góð vinátta orðin milli þjóðanna, Dana og íslend- inga; hafði verið gert mjög mik- ið af beggja hálfu til ]>ess að út- rýma kala þeim, sem íslendingar frá fornum eymdartímum höfðu borið til Dana, og varð ekki bet- ur séð, en að góður ánangur hefði orðið af þeim tilraunum hér á landi. Og þeir íslendingar sem voru í Danmörku um og eftir aldamótin, alt fram að 1908, og annars kyntust nokkuð dönsku íólki, munu sjaldan eða aldrei hafa orðið varir við aðrar tilfinn- ingar en vingjarnlegar í íslands garð; sérstaklega hlutu þeir fs- lendingar að verða varir við J>etta sem kyntust lýðháskólafólki, frí- kirkjumönnum eða Grundtvígs- sinnum, því á meðal Jæss fólks var íslendingum á Jæim árum undantekningarlaust tekið sem fjarlægum frændum, er sjálfgef- ið væri að sýna innilegustu alúð og hina höfðinglegustu gestrisni þá sjaldan færi gæfist. En eft- irköst sambandlagadeilunnar urðu þau, að þetta hlýja hugar- þel kólnaði og óvild á báða bóga kom í stað vináttunnar. Áttu hinar vanstiltu blaðaumræður, sem mótstöðumenn “uppkasts- ins” hér á landi héldu uppi, mest- an þátt í þessu. Nú er svo komið, að tilraunir eru byrjaðar til að vekja til lífs að nýju vináttu þá milli þjóð- anna, sem hvarf í siambandslaga- moldviðrinu. Að Jæssu starfar m. a. hið dansk-íslenzka félag (“Dansk-Islandsk Samfund”), sem getið hefir verið um hér í blaðinu, og farið hefir prýðisvel af stað. Má gera sér fylstu von- ir um að því félagi og öðrum góð- um mönnum takist með tíman- um að endurvekja samúð milli þjóðanna, þeim báðum til sæmd- ar og ánægju — ef félagið fær að vera í friði fyrir ólguróti stjórn- málanna. pess verður að óska og vona í lengstu lög, að ef ekki verður hjá því komist, að sambandsmálið komi nú aftur á dagskrá, þá gæti þó þeir, sem ábyrgðina bera á upptöku málsins, og sömuleiðis aðrir íslendingar, þess, að láta ekki eftirköstin verða hin sömu og í fyrra sinnið. Láta ekki á- greining sem verða kann milli stjórnanna, koma af stað óvild milli þjóðanna. Og umfram alt, að þeir stjórnmálamenn, sem þykjast þurfa að ná fylgi kjós- enda, reyni nú að stilla sig um að nota þá ógeðslegu Rðferð, að sá útsæði óvildar og haturs gegn hinni dönsku þjóð í hugi manna, í vog um að uppskera einhverja stundarvegsemd eða stundar- hagnað handa sjálfum sér. —Lögrétta. Æfiminning. 26. maí síðastl. andaðist konan Ragnheiður Sigvaldadóttir And- erson, á gamalmennaheimilinu Betel, eftir að eins 10 daga tæru þar 72 ára gömul. Ragnheiður heitin var fædd í Höfn í Bargarf jarðarsýslu. Á ungdómsárum sínum var hún ýmist hjá foreldrum sínum eða frænku sinni, Ragnheiði Jóns- dóttur frá Hvammi í Norðurár- dal. par náði hún töluverðri al- gengri mentun, því bæði foreldr- ar hennar og frænka voru góð- um hæfileikum gædd. Haust- ið 1878 giftist hún porleifi And- réssyni í Villingadal i Haukadal í Dalasýslu. pau voru saman i hjónabandi í 16 ár, þar til hún misti mann sinn. pau eignuðust 5 börn. Einn dó ungt, en fjórar dætunarr eru enn á lífi: Mrs. póra Olson, Mrs. Ragiíheiður Magnússon og pórdís Anderson, allar til heimilis í Winnipeg og Andrea Anderson til heimilis að Baldur, Man. Ragnheiður heitin ar sérlega góðum hæfileikum gædd. Hún bjó við góð efni heima, enda lét hún marga njóta góðs af meðan efnin leyfðu. Hlýleiki hennar og blíða gjörðu bjart í kringum sig. Hún skoðaði alt í ljósi kærleik- ans. Hennar síðasta þrá var að komast til gamalmennaheimilis- ins Betel, henni fanst hún eiga þar helzt heima. Hún hafði fult ráð og rænu til síðustu stundar Hún var jarðsett af séra Carli Olson. Jarðarförin fór fram frá Betel. Vinur hinnar látnu. Blaðið “ísafold” er beðið að birta þessa dánarfregn. Endurminningar frá Miklagarði. Framhald frá 2. bls. saman. pegar Abdul Hamid veltist úr völdum, hafði Enver verið sendur til Berlínar, í her- málaerindum, og á því ferðalagi, komst keisari fljótlega að því, að þarna væri einmitt maðurinn, sem hann þyrfti á að halda, Austur í Asíu áður en langt um liði, og beinlínis mentaði hann á sína vísu, á einn og annan hátt. Enver var æði lengi í Berlín, en þegar hann kom heim aftur, þá hafði hann látið venja yfirskegg sitt alveg á sama hátt og keisar- inn gerði; hann hafði lært að tala þýzku sæmilega, og sýndist beinlínis að hafa selt sig með húð og hári í prússneskar her- valdsklær. Enver var ekki fyr kominn í hermálaráðgjafaem- bættið, en að Wangenheim tók að skjalla hann upp og leika á hégómlegustu tilfinningamar í fari hans, og sjálfsagt hefir hann beinlínis lofað honum stuðning frá pýzkalandi til þess að komast hærra og hærra í virð- ingarstiganum. Enver þótti lof- ið gott, og jafnvel í daglegu sam- tali, lét hann oft og iðulega í ljósi, aðdáun sína á pýzkálandi og öllu því, sem þýzkt var. Sá atburður að Enver var gerð- ur að hermálaráðgjafa, verður beinlínis að teljast sigur fyrir pjóðverja. Hann hafði ekki fyr við embættinu tekið, en að hann, fór að gera reglulega byltingar á því sviði. Enver sagði mér sjálfur, að hann hefði tekið við stöðunni, með því eina skilyrði, að hann mætti hafa gersamlega frjálsar hendur, og hann var heldur ekki lengi að nota sér réttinn. f hernum var enn mesti sægur af foringjum, sem voru laargsinnis hlyntari gömlu stjóm inni, heldur en Ung-Tyrkjum, og margir þeirra ákveðnir flokks- bræður og vinir Nazm, þess er myrtur hafði verið. Enver lét reka úr embættum 268 af mönn- um þessum, en skipaði í stað þeirra menn, úr þeim flokki, sem kallaður var “U og P”, ásamt all- mörgum pjóðerjum. Talaat, Enver og flokkur þeirra ráðum yfir heilli þjóð, og þeir i sögðust ekki með nokkru móti : var alt af dauðhræddur um upp- j reist, er gjósa kynni upp á hverri stundu, og reka þá frá völdum, eða myrða þá, eins og þeir höfðu gert við svo marga fyrirrennara sína, og sannaðist á þeim mál- tækið gamla og góða: “að illur á sér ílls von”. Oft og þrásinnis sögðu menn þessir mér, • hve ítarlega þeir hefðu lært í sinni eigin uppreist, hve tiltölulega auðvelt væri fyr- ir sameinaða menn, þótt fáir 176 Carlton St. Tals. tyain 1357 UOSEPH iTAYLOR LÖGTAKSMAÐUR Heiniilis-Tais.: St. Jolin 1844 Skrifstofn-Tals.: Maln 7978 Tekur lögtaki bæSi húsaleiguskuldir, veSskuldir, vlxlaskuldir. AfgreiSir alt sem aB lögum lýtur. Kooin 1 Corbett Blk. — 615 Maln St. /" N J. H. M CARS0N Byr til Allskonar Ilmi fyrlr fatlaCa menn, elnnig kviðslitsumbúðir o. fl. Talsími: Sh. 2048. 338 CODONY ST. — WINNIPEXJ. HVAÐ aem þér kynnuð að kaupa af húsbúnaði, þá er hægt að semja við okkur, hvort heldur fyrir PENINGA ÚT I HÖND eða að LÁNI. Vér hðfum ALT sem til húshúnaðar þarf. Komið og skoðið 0VER-LAND H0USE FURNISHING Co. Ltd. 580 Main St., hoini Alexander Ave. /- Verkstofu Tals.: Helm. Tals.: Garry 2154 Garry 2949 G. L. Stephenson PLUMBER Aliskonar rafmagnsáliöld, svo sem straujám víra, allar tegundlr af glösum og aflvaka (batteris). Dr- J. Stefánsson 401 Bcycl Buildine C0R. PORT/yCE ATE. «r EDMOfiTOfl ST. Stuadar eingöngu augna, eytna. nef og kverka ajúkdóma. — Er að hitta frákl. 10-12 f. h. eg 2-5 e.h,— Talsimi: Main 3088. Heimili 105 | Olivia 3t. Talsími: Garry 2315. Dr. M. B. Halldorson 401 Boyd Buildlng Cor. Portage Ave. og Edmonton Stundar sérstaklega berklasýkl og aCra lungnasjúkdóma. Er aC flnna & skrlfstofunni kl. 11— 12 f.m. og kl. 3—4 c.m. Skrlf- stofu tals. M. 3088. Heimili: 46 Alloway Ave. Talsimi: Sher- brook 3158 jy[ARKET JJOTEL VíB sölutorgið og City Hall Sl.00 til $1.50 á dag Eigandi: P. O’CONNELL. J. G. SNÆDAL, TANNLŒKMIR 614 Someraet Ðlock Cor. Portage Ave. eg Donald Street Tals. main 5302 A. S. Bardal 843 Sherbrooke St. Selur lfkkistur og annait um útfarir. Allur útbúnaður sá bezti. Enafrem- ur aelur hann alakonar minnisvarða og legsteina. Heimilia Tals - Qarry 2151 8krifataf‘u Tals. - Garry 300, 375 Giftinga og , , , Jarðarfara- Dlom með litlum fyrirvara Birch blómsali 616 Portage Ave. Tals. 720 ST. JOHN 2 RING 3 Canadian Art Gallary 585 MAIN 8T. WINNIPEG Sérstök kjörkaup á myndastækkun Hver sem lœtur taka af sér myná hjá oss, fær sérstaka mynd gefins. S& er lætur stækka mynd fær gefins myndir af sj&lfum sér. Margra ára Islenzk viðskifti. Vér ábyrgjumst verk'fð. KomiC fyrst til okkar. CANADA ABT GAIiDERY. N. Donner, per M. Mailtoskl. Williams & Lee VERKSTOFk: 676 HOME STREET væru, að ná fullkomnum yfir- geta látið slíkt viðgangast ao hafa lengur í her sínum menn, sem ekki mætti reiða sig á, og væru ef til vill á hverri stundu liklegir til þess að slá sér saman við óvinaflokkinn. Nei, slíkt kváðu þeir skyldi aldrei oftar koma fyrirí Tyrklandi; réttvísin skyldi ganga -jafnt yfir alla í framtíðinni. — Talaat leizt ekki meira en svo á blikuna, að því er snerti yfir- gang og ofbeldi Enver’s, en hinn síðarnefndi einungis minti hann á, að hann hefði tekið við her- málaráðaneytinu með ,þvi einu skilyrði að hafa ótakmarkað vald, og þess vegna yrði alt að hafa framgang þegjandi og hljóðalaust, er hann vildi. — Einn þeirra manna, sem rekinn var úr herforingja stöðu um þetta leyti, var Chukri Pasha. sem varið hafði Adríanople í Balkanstríðinu. Enver gaf út opinbera embættisyfirlýsingu til allra yfirmanna í hemum, þar sem haiin lagði )>eim fyrir, að þeir mættu ekki, hvað sem í boði væri, taka tillit til vflja nokkurs annars manns en sín, og ekki kama nærri nokkrum öðrum pólitískum félagsskap en þeim, er löglega væri viðurkendur af stjóminni og samvinnu og fram- faranefndinni; óhlýðni við skip- anir þessar varaði ertibættis- missi til að byrja með, en ef í- trekað væri, læjgi við fangelsi eðá líflát. (Framhald). /—' ■.■■"■■.■■i—... i i.R The Beléiuqi Tailors Gcra við loðföt kvenna og karlmanna. Föt búin til eftir máli. Hreinsa, pressa og gera viÖ. Föt sótt heim og afhent. Alt verli ábyrgst. VerC sanngjarnt. 32» Willinm Ave. Tala. «.244» WINNIPKG BIFREIÐAR “TIRES” Goodyear og Dominion Tires æt»8 á relCum höndum: Getura út- vegaC hvaCa tegund sem þér þarfnist. AðgerSum og “Vulcanizing'’ sér- stakur gaumur gefinn. Battery aCgerClr og bifreiCar til- búnar til reynslu, geymdar og þvegnar. Al'TO TIIU', VUIiCANIZING CO. 309 Cnmberland Ave. Tals. Garry 2767. OpiC dag og nótt. Kartöflu Ormar eyðileggjast með þvl að nota „Radium Bug Fumicide“ 50c pd. það er betra en Peris Green. Sérstök vilkjör ef keypt er mikið f einu Rat Paste 35c. baukurinn. Vaggjalúsa útrýmir $2.50 Bed Bug Liquid THE VERMIN DESTROYING Co. 636 Ingersoll St., Wiunipeg G0FINE & C0. Tals. M. 3208. — 322-332 ElUce Ave. Horninu á Hargrave. Verzla með og virCa brúkaCa hús- muni, eldstór og ofna. — Vér kaup- um, seljum og skiftum & öllu sem er nokkurs virBi. Vorið er komið og sumarið í nánd. lslendingar, sem þurfa aC f& sér reiChjól, eCa láta gera vii5 gömul, snúi sér til okkar fyrst. Vér höf- um einkas'lu & Brantford Bycycles og leysum af hendi allskonar mótor aðgerCir. Avalt nægar byrgC- ir af “Tires’’ og Ijómandi barna- kerrum. 764 Sherbrook St. Horni lotre Oami __________________________________ Dálítið umhugsunarefni Ef þú átt vanda fyrir maga veiki, meltingarleysi, höfuð- verk o. s. frv., þá ætti þér að skiljast að þú þarfnast meðals, sem hreinsar og’ læknar magann og um leið byggir þig upp og rekur á dyr alla kvilla sem af því stíafa. Triners American El- ixir of Bitter Wine er sam- sett af bitrum jurtum, sem hafa mikið meðalagildi og rauðu víni sem styrkir líf- færin. pað er mjög gott til inntöku og þú munt verða hrifin af lækningargildi þess í mánaðarlegu meðalablaði er meðal annars þetta sagt: “pað er gott eins og alt, sem kemur frá Triners lyfastofn unum” Verð $1.50 í lyf jabúð um. Triners Liniment er al- veg sérstakt við gigt bólgu stirðum liðamótum. Verð 70c. Jóseph Triners Com- pany, 1333—1343 S. Ash- land Ave., Chicago, 111. i

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.