Lögberg


Lögberg - 07.11.1918, Qupperneq 6

Lögberg - 07.11.1918, Qupperneq 6
LöGBERG, FIMTUDAGINN 7. NÓVEMBER 1918 6 f Sæmdarmenn. Sæindarraaður er hin fegursta rnynd mann- lífsins. Sæmd er betri en auður, og aflar eigi öfundsýki. Sæmdarmenn eru eigi einungis með- vitund mannfélagsins, heldur og afl þess; því það eru kraftar siðferðisins, sem stjórna heiminum. Einnig í hernaði, sagði Napoleon mikli, er meira komið undir siðferðislegum kostum en líkamlegum Afl og mentun þjóðanna inyndast af því hvemig ■hinir einstöku eru að sér gjörðir. Á hinum réttvísu metaskálum náttúrunnar vega mennirnir og þjóð- irnar eins og þær eru þungar til, og eigi meira, og framfarir þjóðanna fara eftir ásigkomulagi þeirra eins og verkunin eftir örsökinni. Þó hæfileikar séu eigi miklir, né mentun, né eigur, þá geta menn orð- ið til mikils góðs, ef skaplyndið er heiðarlegt. Hinn enski maður Grariville Sharp sýndi ljóslega, hve miklu stöðuglyndur sæmdarmaður getur orkað. Hann var fátækur piltur í biíð léreftasölurnanns þegar hann tókst á hendur að frelsa þræla í Eng- iandi og afnema þrælásölu. Hann frelsaði marga þræla, sem iíla var farið með. Einhverju sinni stefndi eigandi þrælsins honum og varð það tilefni þess, að hann las öll ensk lög þrælahaldi viðvíkj- andi, og gat sannfært lagamenn um, að þrælasala væri eigi leyfð í enskum lögum. Mannást og göf- uglyndi knúði hann áfram í þessu mikla veriri Franklín eignar það eigi gáfum sínum eða mælsku, hve heppinn hann var, heldur ráðvendni sinni. “Það var ráðvændni mín”, segir hann, “sem gjörði mig svo milkils megnugan. Eg var engin málsnildarmaður, mig vantaði oft orð, og þó bar eg oftast sigur úr býtum.” Sannleiksóst, ráð- vendni og góðsemi eru einkenni sæmdai mannsins. Sá sem hefir kosti þessa og óbifanlegan vilja, hefir þann kraft, sem ekki verður móti staðið. Hann hefir kraft til að gjöra hið góða, kraft til að veita raótstöðu hinu illa og kraft til að yfirbuga erfið- leika og þrautir. Þegar Stefán Kolonno féll í hendur féndum sínum, og þeir spurðu hann í skopi hvar vígi hans væri nú, þá benti hann á hjarta sitt og sagði: “Það er hérna.” 1 mótlætinu er ráð- vendni og trú hið eina athvarf og hinn eini styrkur Saga krisniboðanna er auðug af slíkum dæmum. Vér skulum minnast á einn hinn helzta þeirra. Franz Xaver var af góðum ættum á Frakk- landi; ihonum stóðu opin öjl þau gæði, sem heimur þessi hefir að bjóða, en hann sýndi, að það er ann- að æðra takmark til í heiminum en upphefð og auð- ur. Hann var sannur heiðurmaður, hraustur, göf- uglyndur, fús til að hlöýða sjálfur og fær um að skipa öðrum, þolinmóður og einbeittur. Þegar hann vrar tvítugur að aldri vann hann fyrir sér ineð því að kenna heimspeki við háskól- ann í París. Þar gjörðist hann vinur og félagi Ijoyola. En er Jóhann 3. Portúgals konungur vildi innleiða kristna trú í löndum þeim, er hann eignaði sér á Indlandi, var Xaver til þess kjörinn, að boða trúna. Hann lét gjöra við hina fornu hempu sína og lagði af stað á skipi til Indlands, og hafði ekkert með sér annað en bænabók sína. Á leiðinni kaus hann að sofa á þiljum uppi og hafði kaðla undir höfði sér, hjálpaði hann skipverjum í öllum grein- um, skemti þeim og stundaði þá, er sjúkir voru. Þegar hann kom til Góa, hræddist hann spillingu mannanna, eigi síður nýlendumanna en sjálfra landsmanna; því nýlendumenn höfðu innleitt lesti mentunarmnar, en eigi hennar kosti, og landsmenn voru fúsir að breyta eftir hinum verri dæmum. þegar hann gekk um stræti borgarinnar, hringdi hann bjöllu sinni og bað menn senda sér börn til fræðslu. Á stuttum tíma hafði hann safnað f jölda lærisveina, kendi liann þeim daglega, en vitjaði einnig daglega sjúkra, líkþrárra og allra þeirra, er í nauðum voru staddir, til að veita þeim lið og huggun. Ekkert mannlegt kvein náði eyra hans án þess hann reyndi að líkna. Þegar hann heyrði að perlufiskarar í Manor væru mjög bágstaddir, fór hann þangað til að líkna. Hann skírði þá og fræddi, en til fræðslunnar varð hann að hafa túlk. Hin áhrifamesta kenning hans var hjálp sú, sem hann veitti öllum nauðstöddum. Hann fór þorp úr þorpi og borg úr borg, og kendi. Hann lét snúa boðorðunum, trúarjátningunni og hinni drottinlegu bæn á tungu þarlendra manna, lærði þetta utan að kendi það börnunum, en lét þau aftur kenna for- eldrum þeirra. Á Komorín setti hann 30 kennend- ur ;þeir kendu í litlum kofum, er voru auðkendir með krossi. Þaðan fór hann til Travancore, kendi þar unz hann var orðinn hás, og skírði unz hann var orðinn aflvana. Hið hreina líferni hans og ó- umræðilegi áhugi hafði mestu áhrif á alla. Hrifinn af þeirri hugsun, að uppskeran væri mikil, en verk- mennirnir fáir, sigldi Xaver síðan til Malakka og Japan. Þar voru þjóðir, sem mæltu á enn aðrar tungur. Þar gat hann ekki gjört annað en að gráta með grátendum og biðja fyrir þeim, sem liðu, vætti hann hempuermar sínar og vatt úr þeim nokkra dropa, er hann skírði þá deyjandi. Hann óttaðist ekkert, en vónaði alt; hin sterka trú hélt þessum mikla sannleiksvotti við. Hannsagði: “Hvernig sem dauðinn bíður mín, er eg fús að líða og deyja þúsund sinnum, til þess að frelsa eina sálu.” Hann leið hungur og þorsta; hann var í hættum og nauð- um, en hann hélt áfram kærleiksverki sínu, hann hvíldist ekki hann þreyttist ekki. Eftir hvíldar- lausa áreynslu í 11 ár várð þessi mikli og góði mað- nr sjúkur á leið tii Kínalands, og dó á eyjunni Sanchían (1552). Ágætari og hreinni hetja hefir aldrei gengið á þessari jörð. Það er gott að setja sér hátt mark í lífinu, þó menn ekki geti náð því að öllu leyti. ‘ ‘ Sá æskumað- ur”, segir Disraeli, “sem ekki lítur upp, lítur nið- ur, og sá andi, sem ekki reynir að fljúga, lendir við það að skríða. ’ ’ Sá sem setur sér hátt mark, nær ætíð hærra en hann var, en til að ná takmarkinu er ekkert áreiðanlegra en vaninn. Gjörðu hóf á nautn áfengra drykkja að vana, og ofdrjrkkjan mun verða hötuð;gjörðu sparsemi að vana, og eyðslusemi mun verða þér viðbjóðsleg. Þessvegna er það nauðsynlegt, að breyta aldrei af góðum vana, vér erum ætíð veikastir í þeim greinum, þar sem vér höfum gefið oss taum, og það varir lengi áður en meginreglur þær verði eins fastar hjá oss, er vér höfum vikið frá einhverntíma, eins og hinar er vér aldrei víkjum frá. Yér vitum eigi hve sterkur van- inn er, fyrr en vér þurfum að líta af honum. Það sem vér gjörum oft verður oss létt. Hinir minni viðburðir lífsins virðast eigi meiri en snjókorn, sem fellur á jörðina án þess að neitt heyrist; en snjókornin mynda hengjuna, og hengjan getur orð- ið að snjóflóði. Sá sem fann upp vél til þess að kemba viðar- ull hét He ilmann og var fæddur í Mulhaus á Frakk landi. 1 mörg ár hafði hann hugsað um vél þessa; en verðlaunum var heitið hverjum þeim, sem findi upp slíka vél. Heilmann gekst ekki fyrir launum þessum, því að sá sem æ lítur til launa, gjörir al- drei neitt sem mikið er í varið; honum gekk það eitt til að verða að notum. Hann átti all-mikið fé og varði því öllu til að gjöra tilraunir. Loks var hann orðinn félaus, án þess honum yrði nokkuð á- gengt með vélina. Um þessar mundir dó kona hans, og vissi hún eigi annað, en að hún skildi mann sinn eftir í eymd og volæði. Fór hann þá til Englands og hafðist þar við um hríð, og gjörði enn árangurlausar tilraunir, og lá honum þá við að ör- vænta. Fór hann þá aftur til Frakklands til að heimsækja börn sín. Eitthvert kveld sat hann við ofninn og var að hugsa um hin þungu kjör sín; varð honum þá litið á dætur sínar, sem voru að greiða hið langa hár sitt, og skiftu því niður úr með fingrunum. Datt honum þá alt í einu í hug að laga vél sína eftir þessu, kemba lengstu hárin út, en kasta hinum styttri aftur. Lagaði hann vél sína eftir þessu, og má svo að orði kveða, að hún hafi eigi að eins manna hendur, heldur og manna vit. Fyrir vél þessa varð viðar ullarlagður sá, sem keyptur var fyrir hálfan dal, 2 þúsund ríkisdala virði. Þegar vélin var fundin upp, voru honum gefnir 450,000 ríkisdalir fyrir hana. Þannig varð hann stórauðugur á stuttum tíma, en hann dó litlu síðar, og einnig sonur hans, er ásamt líonum hafði farið alls á mis. En heiður þeirra varir. Ljósast getum vér þekt menn af því, hvernig þeir haga sér við aðra. Mildi í umgengni hefir hin kyrlátu áhrif ljóssins, er gefur öllu lit; hún er miklu máttugri en háreysti og ofstopi. Vinsamlegt. orð má tala og vinsamlegt verk má gjöra, svo að það verði mikilsvirði, en einnig svo, að það verði lítilsvirði. Miklir menn hafa aldrei verið dramb- samir. Þegar lendur maður ungur í Edinborg á Skotlandi lagði skáldinu Robert Burns til lýta, að hann gaf sig á tal við bónda út á götu, svaraði Burns: “Þú ert óvitur, það var eigi treyjan og sauðskinnshúfan, eða röndóttu sokkarnir, sem eg talaði við, það var maðurinn, sem var í því, hann er eins mikils vorður og við báðir, hvern dag sem er.” Vilhjálmur og Karl Grant voru synir bónda nokkurs í Ameríku; bóndi þessi misti aleigu sína af vatnagangi. Héldu þá synir hans suður með ánni Irwell, og er þeir komu á hæð nokkra og vissu eigi hvert halda skyldi, settu þeir kníf í jörð niður og réðu það að halda í þá átt sem knífurinn dytti. Héldu þeir síðan áfram, og náðu þorpinu Rams- botham, þar skamt frá. Komu þeir sér í vinnu á verksmiðju, og með ráð\rendni og kostgæfni urðu þeir svo fjáðir að þeir keyptu sér sjálfir verk- smiðu, og urðu öðrum til mikils gagns. Þeir reistu kirkjur og skóla og studdu verkmenn í öllum grein- um. Kaupmaður nokkur, er öfundaði þá, samdi um þá níðrit. En er Vilhjálmur las ritið, sagði hann að eins: “Hann iðrast þess síðar.” Litlu síð- ar komst kaupmaður þessi í féþrot, og var sviftur atvinnu, nema hann fengið þá bræður Grant til að ganga í veð fyrir sig. Kaumanni þótti það vera þungir kostir, en neyðin gjörði, að hann varð þó að freista. Fer hann til þeirra bræðra, og sýnir þeim bréfið, sem þeir áttu að skrifa á. “ Þér skrif- uðuð níðrit um okkur bræður”, sagði Vilhjálmur. Skrifaði hann síðan nafn sitt tafarlaust og mælti síðan: “Eg sagði það, að þér mmynduð yðrast þess, að þér mynduð þekkja okkur betur og iðrast þess að hafa reynt að gjöra okkur skaða.” Gaf hann síðan kaupmanni peninga, er hann vissi, að hann var allslaus sem stóð. Sannur heiðursmaður hefir næma sómatilfinn- ingu, jáyrði ;hans er áreiðanlegt og hann hefir hug á að segja nei. Ráðherra nokkur bauð hertoganum af Wellington 900,000 ríkisdali til að segja sér leyndarmál. “Getið þér þá þagað yfir leyndar- máli?” mælti Wellington. “Já”, svaraði ráðherr- ann, “sannarlegag et eg það.” “Það get eg líka,” segir Wellington og hneigir sig um leið og hann fer. Sannir heiðunnenn meta auðuga jafnt og fá- tæka. Þegar kólera geysaði í Vínarborg, var Franz, Austurríkis keisari, oft á gangi til að líta eftir. Einhverju sinni sá liann lík fátæks manns borið til grafar, og fylgdi því enginn; mælti hann þá: “Enginn minna fátæku þegna skal til grafar borinn, án þessa síðasta viðingar merkis.” Fylgdi hann líkfylgdinni út í kirkjugarð, og stóð berhöfð- aður meðan líkið var ausið moldu. Sannarlegt hugrekki og mildi eru jafnan sam- fara. Hinn enski hersliöfðingi Karl Napier var hertekinn í Korunna, særður mjög, og vissu vinir hans á Englandi eigi, hvort hann væri lífs eða liðinn. Skip va rsent gagngjört til að vitja um hann. Clovet barón tók á móti sendimanni, og sagði hinum frakkneska herforingja Ney frá komu hans. “Láttu bandingjann sjá vini sína,” mælti Ney “og segðu þeim, að það sé vel farið með hann.” Clovet beið við og Ney spurði brosandi, hvað hann vildi meira. “Hann á gamla móður, sem er blind og ekkja.” “Er svo, láttu hann þá fara sjálfan og segja henni að hann lifi.” Napoleon hafði bannað að sleppa nokkrum bandingja, og gat Ney því búist við reiði hans, en hann lét sér nægja sem komið var. Fuller lýsir sönnum lieiðursmanni, er hann lýsir hinum mikla sjóliðsforingja Franz Drake: ‘ ‘ Hann er hreinn í líferni sínu, réttvís í verkum sín um, trúr í orðum sínum, vægur við undirmenn og liataði ekkert nema sljóleika; hann fól aldrei öðr- um það sem áríðandi var, hann fyrirleit hættu og var sjálfur hvervetna þar sem hugrekki, dugnað og ástundan þurfti við að hafa.” KappKlaup við úlfa. Það var kvökl eitt um miðjan vetur í Rúss- landi, veðrið var gott, en knédjúpur snjór lá yfir öllu, — að barón nokkur rússneskur lagði af stað frá smábæ einum, sem Robrin heitir, ásamt konu sinni, barni og þjóni sínum, sem Eiríkur hét. Það var engin járnbraut til þess að fara á, og ekki heldur spprvagn, varð hann að aka á sleða sem fjórir fallegir hestar gengu fyrir. Gestgjafinn í þorpinu er baróninn hafði verið hjá gjörði sitt ítrasta til að fá hann til að hætta við að fara um kveldið, benti honum á, að dagur væri að kveldi kominn, leiðin löng til Bolisov, sem var næsti áfangastaður, færðin væri slæm og í gegnum þykkan eyðiskóg að fara, og væri það mjög hættu- legt sökum villudýra, sérstaklega að næturlagi. En ekkert dugði, baróninn var ákveðinn í að fara, svo hestarnir voru spentir fyrir sleðann. Ferðafólkið hagræddi sér í sleðanum og breiddi vel' að sér með loðfeldum. Eiríkur settist í öku- mannssætið, sló í hestana og þeir þutu á stað út í myrkrið og snjóinn. Áfram héldu hestarnir, frísandi. Á'ymsar liliðar hallaðist sleðinn og snjórinn þyrflaðist framan í ferðafólkið af fartinni. Þau höfðu haldið þannig áfram í meira en klukkutíma, og ekkert hafði borið til tíðinda, þegar að barónsfrúin alt í einu kallar upp og segir: ‘ ‘ Hvað var þetta ? ’ ’ Ferðafólkið stansaði ofurlitla stund og hlust- aði. tJr fjarlægð kom ámátlegt hljóð, og barst til eyrna ferðafólksins, í gegn um þögula nóttina. Og i hljóðið eða ýlfur þetta varð ekki misskilið. Ferða- fólkið skildi það, og hestarnir þektu það, því þeir hlaupa af stað með ákafa miklum og tvöföldum hraða. Það Voru úlfar, sem varir höfðu orðið við ferðafólkið, og voru að kalla sig saman í skóginum. Við og við heyrðist þetta ýlfur, og nær og nær færðist það þar til að ferðafólkið sá þessum vörg- um bregða fyrir í myrkrinu. — Þeir voru búnir að ná þeim, og þeir voru margir, stór hópur, og fyrir- liðinn var gríðar stór og mikill sláni, hann var bæði sterkur og ákaflega fljótur að lilaupa, því þótt að hestarnir hlypu alt sem þeir gátu, þá var þessi úlfur samt fljótari, hann hljóp með fram sleðanum og þegar að liann kom á móts við hestana, }>á stökk hann og ætlaði að ná í höfuðið á einum hestinum. En rétt í því reið af skot og úlfurinn hentist í loft upp og skall svo niður í snjóinn. Eiríkur var til- búinn að taka á móti konum. Við fall fyrirliðans kom dálítið hik á hina úlf- ana, en það var ekki nema örlitla stund, því þeir voru ekki á því að láta bráð sína sleppa og heili hópurinn náði ferðafólkinu í annað sinn. Eiríkur og baróninn skutu báðir í hópinn og tveir úlfar duttu niður dauðir, og hinir stönsuðu aftur, rétt á meðan að þelr voru að rífa hina dauðu félaga sína í sig, en svo lögðu þeir á stað aftur á eftir ferða- fólkinu. “Herra barón, við verðum að sleppa einum hestinum, skerðu á aktaugarnar fljótt,” mælti Eiríkur. Baróninn skar á aktaugarnar tafarlaust og hesturinn beigði út af veginum og inn í skóginn og allir úl’farnir á eftir honum. “Okkur er borgið,” mælti baróninn. Eiríkur sagði ekki orð, sat steinþegjandi í sæti sínu og keyrði hestana alt sem þeir komust. Hann vissi að úlfarnir mundu koma bráðlega aftur, og það gjörðu þeir, og þú var öðrnm hesti slept til þess að friða þessa skógarvarga í nokkrar mínútur Ferðafólkið átti nú að eins tvær mílur eftir til Bolisov, og það sá ljósið í útjaðri bæjarins álengd- ar og vonin í brjóstum þess kviknaði um að loks væri öllihætta úti. En þá fann ferðafólkið, að hest- arnir, sem nú voru að eins tveir, voru orðnir dauð- þreyttir og voru farnir að hægja mjög á sér, og að úlfarnir voru rétt búnir að ná þeim einu sinni enn. Þá var það, sem að Eiríkur sýndi hvaða mann hann hafði að geyma. “Eg ætla að fara ofan úr vagninum, barón, og halda lílfunum til baka á meðan þið komist inn í bæinn. Ef við fylgjumst að, þá förumst við öll, en eg fæ múske ráðrúm til þess að klifra upp í tré, eða að mér tekst á annan hátt að verjast úlfunum þangað til þú kemur til baka með hjálp. Ef eg dey bið eg þig fyrir konu mína og barn.” Baróninn vildi ekki taka í mál að Eiríkur legði líf sitt í sölurnar fyrir hann og fjölskyldu hans á þenna hátt. En Eiríkur var ákveðinn í þessu áformi sínu, og þegar að úlfarnir náðu þeim stóð Eiríkur upp í sæti sínu og mælti: ‘ ‘ Guð veri með ykkur! Skjóttu um leið og eg hleyp, og um leið og skotið úr byssu barónsins reið af, hljóp Eiríkur úr sætinu og kom standandi niður á brautina. Rétt í bili kom hik á úlfana, svo ráku þeir upp ægilegt ýlfur, rétt í því reið af annað skot úr byssu Eiríks, svo varð steinþögn og hestarir hlupu af stað til bæjarins. Eiríkur sást aldrei framar, en skammbyssan hans fanst í blóðlituðum snjónum daginn eftir. Nú stendur kross úr steini á þessum stað, öðru megin á hann er letrað nafn þjónsins göfuglynda en hinu megin stendur: ‘ ‘ Meiri elsku hefir enginn en að hann gefi líf sitt fyrir vini sína. ’ ’ KVÖLDSÖNGUR VORSINS. I léttfleygum silfurlækjum og ám er ljóðað um hvíld og fró. Og fjólan ei augum blikar blám; hún blundar í þýðri ró, því dagur, á blik\rængjum borinn hám, burtu fló! Og sjáið hve skuggarnir sveima nú rótt, svo svifléttir, — yfir grund. Og hljóðnuð er fuglanna hljómagnótt; nú er heilög friðarstund. þið, börnin mín kær, ó, hafið nú hljótt; eg hníg í blund! Nú draumlíf grúfir af leiti og laut; alt lífið er orðið hljótt. Hið fagurgljáandi fjallaskraut er fölnað — alt sefur rótt. Og ljósstjarna dagsins er gengin braut. Góða nótt!----------- —Heimilisblaðið. MÁLSHÆTTIR. “Efnt er lieit, þá orði verkið eftir fylgir.” Orðin eru upphaf dáða, orð og vilji mestu ráða. “Endirinn skyldi’ í upphafinu allir skoða.” Engu verki af má hroða og aldrei fara sér að voða. --------1 “Gull skal brúka’ og gagn af fá, en gróa’ ei við það hjartað má”, svo hjartað verði’ ei liart sem gler, og heilinn eins og krækiber. “Enginn skyldi öðrum lá” yfirsjónir srnáar, sjálfur fyrst að sínum gá, sem eru ekki fáar. —Heimilisblaðið. AUÐMYKT. Þegar próf. Samúel Morse liafði fundið upp talsímann, var hann spurður að því, hvort honum hefði aldrei orðið ráðfátt, meðan hann var að gera hinar erfiðu og vandasömu tilraunir. “ Jú, oftar en einu sinni”, mælti hann. 1 ‘ ‘ Hvað tókst þú þá til bragðs ? ’ ’ ‘ ‘ Það skal eg segðja yður. Þegar eg vissi ekki hvað gera skyldi, þá bað eg guð um meira ljós. ” “Og þér fenguð bænheyrslu?” “ Já, og það get eg sagt yður, að þegar heið- ursskeytunum rigndi yfir mig í tilefni af því, að uppgötvun mín var gerð heyrum kunn, og bundið við mitt nafn, þá fanst mér sem sá heiður væri ó- verðskuldaður. Eg hafði fundið upp þýðingar- mikla notikun rafmagnsins, ekki af því að eg væri öðrum mönnum fremri, heldur var það guð, sem vildi upplýsa mennina um þenna nýja sannleika og tók mig í þjónustu sína. Honum einum ber því heiðurinn og þakklætið.” —Heimilisblaðið. l t

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.