Lögberg - 30.10.1919, Blaðsíða 4

Lögberg - 30.10.1919, Blaðsíða 4
Bls. 4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 30. OKTÓBER 1919 Jöcibevg ( i I f§ Gefið út Kvern Fimtudag af The Col- § | umbia Press, Ltd.,iCor. William Ave. & j Sherbrook Str., Winnipeg, Man. TAIiSIMI: ÍJATIRY 41« <>« 417 Jón J. Bíldfell, Editor 4 J. J. V,opni, Business Manager Otanáskrift ti! blaðsins: THE SOIUMBIA PRESS, Itd., Box 317Í, Winnipeg, M»n- Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LOCBERC, Box 3172 Winnipeg, Man- VERÐ BLAÐSINS: S2.00 um árið. ^iiiwaiiiaiimigiiiaiiiiiiiigiiiniiiffiiimiiimimiitii!i![!i'iNiiiiiiiiiiiiiimniniwiiiii',i;iiíiiiimniimiHii[iiuiiiimii;iiiiiH!iinm'nniii^ I forinni miðri. i. Erfitt er líklega að komast lengra í ósóman- um eða flýpra í for svívirðinganna, heldur en ritstjóri Voraldar fer í grein sinni í síðustu Vor- öld, sem hann nefnir “Sá óíldótti”. Ekki er gott að sjá af fyrirsögn þessari, við hvað mað- urinn á, en það verður ljóst, þegar fram í grein- ina kemur, að hann á þar við ritstjóra Lög- bergs. Vér hefðum leitt þetta brjálæðishjal rit- stjórans hjá oss, ef að innan um dónaskapinn, svívirðinguna og vitleysuna væri almennum málum ekki blandað á þann hátt, að þau hljóta að verða misskilin af fólki, ef að annars nokk- ur tekur orðið mark á því sem að maðurinn segir. Öll þessi vonzka stafar af því, að vér bent- um á hina ómögulegu afstöðu Voraldar í stjóm- rnálunum. eins og lnin er nú orðin samkvæmt yfirlýsingu blaðsins sjálfs. .Þá, að styrkja - þrjá mismunandi stjórnmálaflokka til valda, og spurðum eins og að beinast lá við, hvernig að ritstjórinn og blaðið og fylgjendur þess ætl- uðu að fara að, cf að menn af öllum þessum flokkum byðu sig fram í sama kjördæminu, hvort að blaðið, ritstjórinn og liðið ætlaði þá að styrkja þá alla. Náttúrlega er þessi afstaða ritstjórans, blaðsins og liðsins með öllu ómöguleg, sem sýn- ir sig bezt í því, að tveimur vikum eftir að blað- ið birtir þessa stefnuskrá sína, fer ritstjórinn sjálfur vestur til Assiniboia til þess að berjast á móti bændaflokknum, en með merkisbera frjálslynda flokksins. En í staðinn fyrir að kannast við það, að þessi afstaða sé ómöguleg, þá fer hann að reyna að krafsa sig fram úr ógöngunum með því að segja, að Lögberg hafi fyr á tímum í ritstjórn- artíð Einars Hjörleifssonar, Sigtryggs Jónas- sonar og Stefáns Björassonar styrkt verka- manna stefnuna. Þetta er satt, Lögberg hefir ávalt styrkt verkamanna hreyfinguna að því leyti sem að hún hefir miðað til þess að bæta hag þeirra og kjör, sem óaðskiljanlegs hlutn þióðfélagsins. En stefna verkamanna þá og stefna verka- manna nú eb alt önnur. Stefna þeirra þá var, að fá saunileg laun fyrir sæmilega unnið dags- verk. Stefna þeirra nú er að fá sem mest laun fvrir sem minsta vinnu og til þess að koma fram þeirri hugsjón, eru þeir til þess albúnir að nota afl sitt til þess að þvinga þjóðfélagið til þess að veita þeim jiað, án tillits til þess, hvort það er í færum um það eða ekki, og án nokkurs til- Jits til flokka þeirra, sem aðra atvinnu stunda ionan þess. Og til þess að ná þessu takmarki, eru þeir og til þess búnir að sameinast í sérstakan póli- tiskan flokk, til þess að ná í sínar hendur lög- gjafarvaldi bæjanna, fylkjanna og landsins, svo að þeir geti enn betur séð sínum hag borgið. Eins og borgarstjóra efni þess flokks, Farmer, sagði nýlega á fundi hér í bænum: “Vér getum bætt hag verkamanna mikið með því að ná stjóm bæjarins í vorar hendur. En til þess að geta fullkomlega notið okkar, þurfum við líka að ná stjórn fylkisins á vort vald.” Þessa stefnu verkamanna, að mynda sér- síakan pólitiskan flokk til þess að vinna að hag fólks, sem stundar sérstaka atvinnugrein, einn- ar stéttar í mannfélaginu, hefir hvorki Einar Hjörleifsson, Sigtryggur Jónasson né Stefán Björnsson, nokkuru sinni stutt, því hún er gagn- stæð lieill þjóðfélagsins og getur ekki leitt til annars en samskonar samtaka á meðal annara flokka, og ef sú aðferð yrði tekin upp, þá hefð- um við í landinu eins marga flokka eins og iðn- aðargreinarnar eru margar, og hver þeirra væri að skara eld að sinni köku. Um slíka stefnu í pólitík mætti margt segja, en það eitt nægir hér, að hún er í beinni mót- setningu við framfara og framþróunarstefnu allra sann-frjálslyndra manna. Enn fremur vill Voröld reyna að réttlæta þessa furðulegu stefnu sína með því að benda á, að Lögberg hafi stvrkt þá Thomas H. John- son og F. .T. Dixon til kosninga í Mið-Winnipeg og spyr, hvort að Lögberg hafi verið “ótrútt stefnu sinni þá.” Nei, og ritstjórinn, sá sami, sem nú er kominn í gapastokkinn í Voröld, gjör- ir grein fyrir jjví í Lögbergi, hvers vegna að það hafi stutt Dixon án þess að vera stefnu sinni ótrútt, og greinaskilin eru þessi: “Mað- urinn, sem flest atkvæði fékk, sem kosinn var í Mið-Winnipeg með vfir 1400 atkvæðum fram yfir mótsækjanda sinn, Mr. Dixon, er óháður, e.n fylgir framsióknarflokknnm í öllum aðal- inálum.,> Þessi skilagrein á Mr. Dixon, eins og hann var, og líka fyrir því, að Lögberg styrkti hann j til kosninga, er sönn, jafnvel þótt hún kæmi frá núveranda ritstjóra Voraldar. En það er svo ciíku saman að jafna, að styrkja Dixon og jafn- vel Furley (ekki Fuley) sem einstaklinga og sem báðir stvrktu “framsóknarflokkinn í öllum aðal málum”, og því, að Voröld styrki þrjá mis- munandi stjórnmálaflokka. bænda-flokkinn, verkamannaflokkinn og liberal flokkinn, að iiver maður, sem ekki er andlega blindur, hlýt- ur að sjá það. Sama er að segja um bændaflokkinn, eins og sagt hefir verið um verkamannaflokkinn, að hann stundar sérstaka atvinnugrein og sækir fram til þess að bæta kjör þeirrar sérstöku at- vinnugreinar eða sérstaka flokks fyrst og fremst, en ekki allrar þjóðarinnar jafnt. En sá er munur samt, að bændaflokkurinn leggur á- herzlu á sem mesta og ódýrasta framleiðslu, en verkamanna flokkurinn á hið gagnstæða. Voröld segir, að vér hlökkum til að frjáls- lyndir menn, bændur og verkamenn sæki hver á móti öðrum við næstu kosningar. Nei, en vér óttumst það, og sá ótti vor hefir orðið enn meiri síðan að bændur í Ontario hafa lýst yfir því, að þeir væru ófáanlegir til þess að ganga í sam- band við eldri flokkana, væru ófáanlegir til þess að ganga í samband við frjálslynda flokkinn þar, en til mála gæti komið að þeir gerðu sam- band við einstaka menn úr honum til þess að fleyta sér upp í stjórnarsessinn. Ef að bændaflokkurinn þar væri einráðinn í því að styrkja hugsjónir frjálslynda flokks- ins, mundu þeir þá ekki fúsir til samvinnu með lionumf Ekki er annað sjáanlegt. En hví gera þeir það ekki? Hvað er að f Það er það, að bændurnir þarna í Ontorio er ílokkur, sem er málsvari sérstakrar atvinnu- greinar í landinu og á þing komríir til þess sér- staklega að berjast fyrir hag þess flokks. En þeir vita að frjálslyndi flokkurinn, eins lengi og hann vill reynast hugsjónum sínum trúr, getur aldrei orðið málsvari eins flokks af fólk'i, neinnar sérstakrar iðnaðargreinar, og því geta þeir tveir flokkar ekki átt samleið. Það, að Voröld segist ætla að þjóna þrem- ur herrum — þremur flokkum, tveimur stétta- stjórunmála flokkum, og einum óháðum, er ein- hver sú hlægilegasta heimska, sem að vér höf- um lengi séð. En enn þá hlægilegra er það, ef til vill, að blaðið ætlast til að lesendur þess trúi henni — hlægilegt að blaðið skuli hugsa sér að geta dregið fólk á eyrunum með sjáanlegu falsi, til þess að geta mjólkað landann sem lengst. II. Þá lætur ritstjóri Voraldar reiði sína dynja yf- ir Norrisstjórnina. En í þeim reiðilestri er ekk- ert nýtt og svo nauða-lítið af sannleika, að stór furða er að maðurinn skuli bera annað eins á borð fyrir lesendur sína, því meiri hlutinn af fólki voru, bæði hér í fylkinu og annars staðar, þekkir svo til þessara mála, að það veit, að þetta, sem hann segir, er þvaður, sem að fram er kastað í þeim eina tilgangi, að sverta fyrst og fremst ráðherra fylkisins, framsóknar- flokkinn í fylkinu og svo að blekkja alla lesend- ur blaðsins. . Þó að vér séum margbúnir að svara kær- nm þeim, sem fram eru boraar í þessari óskap- legu grein á hendur Norris-stjórainni, þá er rétt að verða við áskorun ritstjórans og svara þeim einu sinni enn, og sleppum vér þá alveg hinum svívirðilegu árásum blaðsins á oss persónu- lega, en snúum oss að málefninu. Hér eru þá kærurnar: 1. Hún (Norrisstjórnin) lofaði að hætta ekki fyr, ef hún kæmist til valda, en að hún hefði fengið Roblin og glæpafélaga hans dæmda til verðugrar fangelsis hegningar. Náttúrlega er hér vitlaust farið með. Norr- ísstjórnin sagði aldrei, að hún skyldi fá þessa menn dæmda til verðugrar fangelsis hegn- ingar. En hún sagðist skyldi gjöra sitt ýtrasta til þess að koma fram ábyrgð á hendur þeim, og það hefir hún efnt, sótti þá að lögum, og það var ekki hennar skuld, þó að kviðdómurinn gæti ' ekki orðið samhljóða. Og þegar átti að taka málið upp aftur, komu lögmenn Roblins með læknis vottorð um, að hann væri sökum heilsu- brests ekki fær um að standast málsókn. Og þegar stjórnin krafðist þess, að menn- irnir svöruðu til saka sinna hver um sig, neit- uðu dómaramir að láta málið halda áfram á þann hátt. Hvað gat svo Norrisstjórnin gert meira? Og til hvers er ritstjóri Voraldar að segja, að hún hafi svikið það mál, sem hún hélt fram eins langt og hún gat? 2. “Hún lofaði að láta Thomas Kellv skila aftur á aðra miljón dala, er hann hafði náð í sinn vasa af fólksins fé. ” Já, og hefir efnt það, að svo miklu leyti sem að mannlegum kröftum var unt að efna það, hefir pant á öllum eignum Kelly, sem und- ir vanalegum kringumstæðum nema meiru held- -ur en upphæðin, sem um er að ræða. En það hefir ekki verið hægt að selja þær, hvorki frá lagalegu sjónarmiði né heldur sökum ástæðna, sem stafa frá stvrjöldinni, sem að ritstjóri Vor- aldar hefði mátt þekkja eins vel og aðrir. En menn geta reitt sig á, að sá tími kemur, að ef Kelly ekki bórgar sjálfur, þá seljast eignirnar fyrir skuldinni, það er að segja, ef að Bolshe- viki menn ná ekki í völdin til þess að gefa hon- nm skuldina upp. 3. “Hún lofaði að veita konum atkvæðis- rétt. Þegar þa>r áttu að neyta atkvæðisréttar síns í fyrsta skifti, gekk Norrisstjórnin í félag við afturhaldsflokkinn til þess að banna konum atkvæði. ” Þetta er sú mesta botnleysis vitleysa, sem nokkur maður fær látið út lir sér. Norrisstjórn- in lofaðist til þess að veita konum atkvæðisrétt innan iManitoba fylkis, og það efndi hún. En hin vanalegu kosningalög \roru sett til síðu við síðustu Dominion-kosningar, og í stað þeirra komu stríðs kosningarlögin, eins og kunnugt er, og átti Norrisstjórnin engan þátt í þeim lög- um, né heldur var það á hennar valdi að koma fram neinum breytingum við þau, né fá undan- þágu frá ákvæðum þeirra að því er þetta fylki snerti. Svo að þessi ákæra Voraldar ritstjór- ans hefir við ekkert að styðjast, er ósönn frá rótum. “Norris lofaði beinni löggjöf” — og gaf hana. En af því að tvísýnt var frá byrjun um rétt fylkisins til þess að innleiða þau lög, þá var enginn annar vegur til, en að fá lögin reynd til hlítar af dómstólunum og það var engra ann- ara hlutverk en stjórnarinnar. Hún lét því hæf- ustu menn, sem til eru, verja lögin, en þrátt fyr- ir það, þá reyndust þau að vera stjómarskránni ósamkvæm. Oss þætti gaman að vita hvað það . væri, sem stjórnin hefði svikið í sambandi við þetta loforð sitt. Hún lofaði beinni löggjöf og hún gaf hana, að svo miklu leyti sem hún gat. Hún var okki viss um, að lögin væru stjórn- arskránni samkvæm. Átti hún þá að láta þau standa og láta fvlkisbúa byggja þýðingarmikl- ar og dýrar framkvæmdir á þeim? Hefðu það ekki verið svik? eða átti hún að gjöra það sem hún gerði: að fylgja rétti fólksins til þess að fá þessi lög, eins langt og unt var? Að sjálfsögðu sér hver heilvita maður, að það var það eina rétta og eina heiðarlega. Sá er ^munurinn á afstöðu Norrisstjórnar- innar í þesu máli og Roblins í vínbannsmálinu, að Norris tók lögin um beina löggjöf til leyndar- ráðs Breta, til þess að fá sönnun fyrir rétt- mæti þeirra. En Roblin tók Macdonalds vín- bímnslögin (Roblin sjálfur hefir aldrei búið til nein vínbannslög) til ]>ess að fá þau ónýtt. Þegar verja ótti rétt fvlkisins fyrir leyndar- ráði Breta, og svaramaður þess var spurð- ur að hvort hanh hefði nokkra vörn fram að bera í málinu, þá gaf hann þetta alkunna og al- læmda svar: ‘ ‘ Enga> herrar mínir. ’ ’ 5. “Norris-flokkurinn sagði, að munurinn á frjálslynda flokknum.og afturhalds klíkunni væri sá, að frjálslyndir menn heimtuðu að fólk- ið réði, en hinir að hinir fáu og voldugu réðu. En þegar hann er kominn til valda, tók hann höndum saman við afturhaldið og þrællyndið til þess að varna fólkinu frá að fá að róða sínu eigin lífi og til þess að liinir fáu og voldugu réðu. ” Hér er auðsjáanlega átt við herskylduna, og minnumst vér ekki að hafa séð kæru, sem er ófyrirleitnari en þessi — ófyrirleitnari en það, að kalla menn svikara fyrir það að styðja að því að menn. og þá landar vorir sem aðrir, héldu eiða sína við þetta land og legðu fram alla krafta sína til þess að reka fjandmenn þess af höndum sér. Og svo til þess að “bíta höfuðið af skömminni” spyr ritstjórinn: “Hvernig á að svíkja greinilegar en þetta?” Nei, ritstjóri góður, tíminn og heilbrigð hugsun á eftir að skera úr því, hvort að þeir rnenn sem svo komu fram, eða hinir, sem reyndu fið spilla friði og einingu í landinu á meðan að stríðið stóð yfir og löttu menn að svo miklu leyti sem þeir Jiorðu frá að hlýða landslögunum og halda eiða sína, eru svikarar. Annars er þessi reiðilestur ritstjórans yfir Norrisstjórninni nokkuð einkennilegur, því fyr- ir tveimur árum síðan farast honum orð um þessa sömu stjórn á þessa leið: “Manitoba þingið. Það kom saman í ann- að sinn. Þetta er annað þingið, sem situr síðan að Norrisstjórnin kom til valda. Aldrei í sögu Canada hefir nokkurt þing afkastað eins miklu eins og þingið í fyrra. Aldrei hefir neitt fylki at'greitt eins mörg mál og þýðingarmikil mál.” í Vorökl segir ritstj.: “Þér er óhætt að trúa því, frændi, að kjósendur fylkisins yfir höfuð álíta, að fáar stjórnir hafi svikið fleiri atriði í stefnuskrá sinni, en Norrisstjórnin.” Sami maður segir um þá sömu stjórn í Lög- bergi 1. marz 1917> eftir að vera búinn að tala um hvað mejjin séu að segja og spá um fram- kvæmdir stjornarinnar: “Svo kom fvrsta þing eftir að stjórnarskiftin urðu, framkvæmdar- samasta þing í sögu Manitoba fylkis og jafnvel nllrar Canada. Hvert stórmálið og velferðar- rnálið var afgreitt eftir annað. Mestu velferð- armál, sem allir betri borgarar höfðu barist fyrir svo mörgum árum skifti voru afgreidd tafarlaust og krókalaust. Vínbannsmálið, kven- réttindamálið, bein löggjöf, verkamanna lög- gjöf o. s. frv.” — “Nú vinnur stjórnin að því að bæta hag fólksins; allar gerðir þingsins stefna að því að hrinda áfram einhverjum velferðarmálum. Það þykir nú orðið svo sjálfsagt, að því er tæplega nokkur gaumur gefinn.” Sjaldan höfum vér séð nokkurn mann fara svo gjörsamlega í gegn um sjálfan sig, eins og r itstjóri Voraldar hefir gjört í þessu máli. Og sjaldan höfum vér séð meiri ósamkvæmni og meiri heimsku, heldur en það, að þegar ritstjóri V'oraldar vill nú fara að telja fólki trú um að Norrisstjórnin hafi svikið þau loforð, sem þann sjálfur segir að hún hafi uppfylt, lokið og af- greitt sem lög, fyrir tveimur árum síðan. Og þegar vér hugsum um þessa kúvend- ingu ritstjórans og alt þetta óskaplega mold- veður, sem hann hefir látið út úr sér og er að iáta út úr sér í því sambandi, dettur oss í hug gömul vísa, er vér lærðum fyrir löngu, og hljóð- ar eitthvað á þessa leið: Hvort lýgur maður sá mjög, er 'skömmóttan segir þig, Siggi ? Skömmóttur ekki þú ert, en þú ert lifandi skömm. i!l!B!l!«l!in!!!l R!!IIBMBII!II iiimiiHnna The Royal Bank of Canada Höfuðstðll löggiltur *25.000.000 VarasjótSur. . $16,400,000 l-'orsetl ... HöfuSstðll greiddur $16,100,000 Total V.ssets over. .$460,000,000 Sir HEKBERT S. HOLT Vuru-forsetl .... K. L. ÍTASK Aðal-ráSsiiuiður - - C. E NEILIj Aiiskonar bankastiirf afgreldd. Vér byrjuin reikninga viB einatakllnga etia fálög og sanngjarnir dkiimálar veittir. Ávtsanir seidar tll hv*B* staBar sera er á íslandl. Sárstakur gaumur gefinn sparleJöSsinnlögum, »em byrja má meC i dollar. Rentur lagfiar viiS á hverjum 6 mánuBum. WINNIPEG (West End) BlíANCHES Cor. Wiiliam & Sherbroofc T. E. Thorsteinson, Manager Cor. Sargent & Beverley F. Thorciarson, Manager Cor. Portage & Sherbrook R. L. Paterson, Manager Cor. Main & Logan M. A. 0'Hara Manager. III!ÍHIIIÍHII!II iiiiiniiiBiiKiiamnmiii iiiiiniinniuii ipiiwwiiuriiiuuiuiiiinuiniiuuuiiiiuuuiuuuuiuMiuiuuuiwiiiuiiMuiuiiiuiiuiiiiniUiiuuuuuiiwiuuuuuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii I Membei-s Winnipeg Grain Exchange. Members Winnipeg Grain and Produee Clearing Association. NORTH-WEST C0MMISSI0N CO., LTD. Islenzkir Hveitikaupmeim Talsími Main 2874 - 216 Grain Exchange WINNIPEG, MANITOBA * Islenzkir bændur! Canadastjórnin hefir ákvarðað að $2.15 sé það, sem við megum borga sem fyrirfram borgun út, á hveiti í ár fyrir No. 1 Northern. Fyrir aðrar tegundir verður borgað sem ákvarðað er. Við viljum einnig minna menn á að við fáum frá stjórn- inni hluthafamiða (Participation ticket), sem við sjáum um að senda hverjum einum manni, sem sendir okkur hveiti sitt. íslendingar! Við viljum mælast til þess að þið sendið okkur sem mest af korni ykkar í ár. Við erum þeir einu landar sem rekum þá atvinnu að selja korn fyrir bændur gegn um- boðssölulaunum. Við höfum ábyrgðar og stjórnarleyfi og gjörum okkur far um að gjöra viðskiftamenn okkar ánægða. Ef vigtarútkoma á vagnhlössum, sem okkur eru send, ekki stendur heima við það, sem í þau hefir verið látið, gjörum við það sérstaklega að okkar skyldu að sjá um að slíkt sé lagfært. Einnig gæti það verið peningar í yðar vasa að við skoðum sjálfir kornið í hverju vagnhlassi sem okkur er sent, svo að rangindi við tegundaflokkun (grading) getur ekki átt sér stað. petta er nokkuð, sem mörg stærri félög ekki gjöra, því þau hafa mörgu að sinna og eiga flest sín eigin korngeymsluhús, svo það er þeirra hagnaður ef flokkunin er gjörð bóndanum í óhag. petta er ætíð gott að vita, þegar maður sendir korn, að einhver líti eftir ef óviljandi skyldi vera gjörð röng flokkun, og að einhver sjái um að slíkt sé strax lagfært. í sambandi við þær korntegundir, sem að samkepni er hægt að koma að, skulum vér gjöra eins vel, ef ekki betur, en aðrir. peir sem vildu geyma hafra, bygg eða flax um lengri eða skemri tíma, ættu að senda til okkar það sem þeir hafa. Við borgum ríflega fyrirframborgun og látum hvern vita um, þegar við álítum verð sanngjarnt. Við þökkum svo þeim, sem að undanförnu hafa skift við okkur, og vonum að þeir og allir Islendingar skrifi okkur, þeg- ar þá vantar upplýsingar um kornverzlun. öllum slíkum bréf- um er svarað um hæl. Skrifið á ensku eða íslenzku. Virðingarfylst. Hannes J. Lindal, Ráðsmaður. m 5% VEXTIR OG JAFNFRAMT O ÖRUGGASTA TRYGGING Leggið sparipeninga yðar í 5% Fyrsta Veðréttar Skuldabréf með arð- miða — Coupon Bonds — í Manitoba Farm Loans Association. — Höf- uðstóll og vaxtir ábyrgst af Manitoba stjórninni. — Skuldabréf gefin út fyrir eíns til tlu ára tlmabil, I upphœðum sniðnum eftir kröfum kaupenda. Vextir greiddlr við lok hverra sex mánaða. Skrifið eftir upplýsingum. Lán banda bændum Peningar lánaðir bændum til búnaðarframfara gegn mjög lágri rentu. Upplýsingar sendar tafarlaust þeim er æskja. The Manitoba Farm Loans Association WINNIPEG, - - MANIT0BA VEIDIMENN vtð Raw Furs til_____________ HOERNER, WILLIAIVISON & CO. 241 Princess St., Winnipeg VEL BORGAD fyrir RAW FURS Sanngjörn flokkun Peningar sendir um hæl Sendið eftir brúnu merkiseðlunum Skrifið eftir | Vér borgum Verðlista vorum ý Express kostnað SENDID UNDIREINS! VERDID ER FYRIRTAKj Ný ljóðmœli. pað ætti eigi að þykja nýmæl- um sæta, að út komi bók hér á meðal vor íslendinga — bók góð og eiguleg, se\n almenningur kept- keptist um að kaupa. Svo er á ist um að kaupa. Svo er álitið, að fullur fjórði hluti allrar þjóðar- innar sé nú búsettur hér vestra. Jafnmikil bókmentaþjóð og íslend- ingar eru, mætti það fremur fá- dæmum sæta, ef ekkert væri gef- ið út hér, er til sannra bókmenta mætti telja, og sá fjórði hluti, er hér býr hafa orðið ærið varskift- ur hugsjóna- og hngsanaauði, ef svo væri. Svo er og heldur eigi. Hér hafa verið gefnar út bækur, pó eigi séu margar, er fullkomið ígildi eru þess bezta, er út hefir komið á íslenzkri tungu á þessu tímabili, síðan íslenzkar bygðir hófust. Ein þessara góðu og eigulegu bóka er nú rétt komin út. pað er ljóðabók í átta blaða broti, hálft þriðja hundrað blaðsíður að stærð, í fagurgyltu skrautbandi, og heit- ir “Farfuglar.” Höfundur henn- ar er herra Gísli Jónsson, prent- smiðjustjóri, er flestir íslending- ar munu þekkja til. Hefir hann dvalið hér vestra síðan um alda- mót. Er hann að allra dómi einn beztur söngmaður allra íslend- inga hér, og lista prentari, svo að þar á hann engan jafningja. Ber bókin og vott um hvorttveggja, þvi það er ýkjalaust að segja, að.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.