Lögberg - 01.01.1920, Blaðsíða 5

Lögberg - 01.01.1920, Blaðsíða 5
JLÖGBERG. FIMTUDAGINN 1. JANÚAR 1920 Bls. 5 MlXT# ^^ÖSON’S ^ CompaN^ Lang frœgasta TÓBÁK í CANADA hagsvonin gerir; né heldur getur það náð þeim mönnum, sem þá ful'lkomnun hafa öðlast, frá mönn- um þeim eða félögum, sem verzl- un ^eka upp á sínar eigin spýtur. Fylling ríkiseigna hugsjónar- innár, sameigna fyrirkomulagið (communism) byggist á yfir- burða mönnum, sem með völdin fara og yfirburða ríki, sem fáir stjórnendur sýna á yfirnáttúrleg- an hátt, sem séu fráskildir og fremri fólki, eins og iþað gerist á vorri tíð. peir sem halda þessari hug- mynd fram, verða að treysta á eitthvert utan að komandi afl, í staðinn fyrir hóflega sjálfselsku, til þess að ná í sína þjónustu hæf- urn starfsmönnum og nægan forða af “altruistum”, sem væru vilj- ugir að vinna í tólf klukkustund- ir á degi ihverjum, svo hópar af mönnum, sem ekki nenna að vinna, geti baðað sig í sóiskininu. En af slíkum mönnum mun fremur fátt vor á meðal. peir hafa ekki verið finnanleg- ir á Rússlandi. pað sýnist vera um mikið af sérplægni og hugar- fálmi að ræða í þessu máli. pegar að menn upp og ofan ganga að atkvæðaborðinu, þá gera þeir það án þess að gera sér ná- kvæma grein fyrir hvernig stjórn- in framkvæmi verk sín. Án þess að gera sér grein fyrir, hvernig á £ví stendur, að sú vél (stjórnar- kerfinu er stundum líkt við vél) tapar oft miklum og dýrmætum tíma og stansar stundum algjör- lega. peir halda, að stjórnin sé hrein eins og fannhvítt lín og ætla henni að framkvæma yfir- náttúrlega hluti. Bill Smith verður að sanna yf- irburði sína í daglega lífinu með hinum gamla mælikvarða, sem er hæfileikar og drengsikapur. Biill Jones I Washington og Bill Joneski á Rúselandi geta sagt hon- um, að þeir hafi öðlast nýja opin- berun, nýjan vísdóm, og hann trúir í blindni. Hin mikla alheims sjónhverf- ing, að stjórn, sem i eru ófull- komnir menn, kosnir af ófull- Þorbjörg Jónfdóttir. Fjórða febrúar síðastliðið ^r, andaðist að heimili Árna Hafliða- sonar í West Selkirk, merkiskon- an ponbjörg Jónsdóttir og var jarðsungin 6. s. m. af séra N. S. Thorlákssyni. porbjörg sál varð háöldruð kona nær hundrað ára. Húh var fædd á Kelduholti i Hornafirði, og var lengst af í þeirri sveit, þar til bún flutti vestur um haf 1904 þá 86 ára. Á áður nefndu heimili hér í Selkirk dvaldi hún full 12 ár. Hún var gift Jóni Magnússyni frá Kelduhólti og bjuggu þau saman um tuttugu ár, hann andaðist 1863 Foreldrar hennar voru þau hjónin Jón Eiríksson og Jórun Jónsdóttir er lengi bjuggu á Geirstöðum í Hornafirði. porbjörg sál var mjög vel kristin kona og hafði guðs orð iðuglega um hönd og kvaddi þenna heim með öruggri von um sálu- hjálp sína. Hún var mjög þakk- lát og bað góðan guð að launa öllum, bæði skyldum og vanda- lausum sem verið höfðu henni vel. peim hjónum varð engra barna auðið, en tóku börn af fátækum foreldruni fyrir lengri og skemri tíma, meðal þeirra er Jónbjörg Arngrímsdóttir er þau tóku að eins fárra vikna og áltaf fylgdist rneð fóstru sinpi til hennar síðustu stundar, hún blessar minningu Auðvelt að spara Það er ósköp auövelt að venja sig á að spara meS þvi aS leggja til síðu vissa upphæS á Banka reglulega. í spari- sjóSsdeild vorri er borgaS 3% rentur, sem er bætt víS höfuöstélinn tvisvar á ári. THE DOMINION BANK JN otre liame Branch—W. H. HAMIjLTON, Manager. Sclklik Branch—K. J. MANNIXCí. Mannger ____________i Lækkaðu gasreikning- inn um helming. AS elíla við rafmagn er ódýrast og bezt. City Light & Power 54 King Street K. N. K. N. eys af brunni birgða, Brautir þeysir allra jarða, Þessi Greysir gamanyrða Gruði reiisir minnisvarða. Þegar K. N. kom til mín, Kærri en vissi nokkur, —, Bíldfells klára kampavín Kunnuga gerði okkur. Fyndna vísu fram bann bar, Féll mér vef sá lestur. Inni bjá mér aldrei var Ánægjulegri gestur. Er sá fcarl í engu veill, Ekkert hylja klæðin, Þar er merkur, mætur, heill Maðnr á bak við kvæðin. Meðal annars eitt eg fann, Enn það finn og slúti: Óverðugnr hýsti eg hann, Hann átti’ að liggja úti. Honum lítillætið í Hotfa eg því fremur. — Maður halda þarf á því, Þegar til himins kemur. Að eg nýjan veiddi vin Vafa ei er bundið, Nú hef eg Káinn nissisin Nístá loksin® fundið. Fengur, sem svo fagur er, Frá mér skal ei hremmast, Ein'kum hefi eg ætlað mér Aldrei að láta.’ hann sikemmast. Svo eg geti hlegið hress, Hvenær sem mig fýsir, G amla K. N. good and fresh Heymi eg inni í freezer. Gutt. J. Guttormsson. Jólamínning. Bftir Axel Thorsteinsson. Björn G. Kristjánsson M.M. pegar nú í haust að Játvarður konungsson og tilvonandi konung- ur Bretlands var að útbýta heið- urspeningum til hermanna, sem fram úr höfðu skarað í framkomu sinni á vígvellinum, þá var þar einn heiðurs hnappurinn, sem var. merktur íslendings nafni. íslend- ingur sá, sem heiðurspening þenn- an átti, er Bjöm Gestsson Christi- anson frá Langruth, Man. Við pening þessum átti fóstra Björns, ekkjan Bjarney Christianson, að taka frá hendi prinsins, en ýmsra orsaka vegna fórst það fyrir, og var það slæmt, því íslendingum öllum bar heiður af. Björn fer sonur Gests heitins Bjarnasonar, er fyrrum bjó að Narrows, við Manitoba-vatn, en druknaði þar, þegar Björn var enn ungbarn. Móðir Björns, en ekkja Gests heitins, er Jónína Bene- diktsdóttir. Hún býr á Islandi. Ólst Björn upp hjá fósturforeldr- um sínum, þeim Bjarna beitnum Christianssyni og Bjarney konu hans. Bjuggu þau lengst af að Narrows og síðar að Westboume, Mán. Birni gekk hálf illa að komast i herinn, þá ihann íagði af stað til þess að innrita-st. Hann varð að ganga undir uppskurð á eigin kostnað til þess að fá tækifæri að komast í herinn. \ Innritaðist hann síðan um vorið 1916 í 223. herdeildina, og varð hann þar Sargeant yfir maskínubyssudeild- inni. Varð hann sem aðrir undir- foringjar að láta stöðu sína til þess að komast til Frakklands. Hlaut Björn heiðurspening sinn fyrir þáð, að hann tók fanga sjö þýzka hermenn og imaskínubyssu, en sjálfur var hann einn síns liðs. K. J. A. Ísíandspósiur barst oss, rétt þegar blaðið var að fara í pressuna, og verða því flest- ar fréttir að heiman að bíða næsta biaðs, að undanskildum kosninga- fregnunum. Frá þeim skýrir ísafold frá 24. nóv. á þessa leið: Komnar eru nú fréttir um kosn- inga úrslitin í flestum kjördæm- um, og hafa þeir hlotið kosningu, sem hér segir: ^ Dalasýsla: par er kosinn Bjarni Jónsson frá Vogi með 252 atkvæðum. — Benedikt í Tjaldnesi fékk 138 at- kvæði. Eg man það svo vel: Yfir vesri osr skóg Reykjavík: par voru kosnir SVeinn Björns- son yfirdómslögmaður með 2,589 atkbæðum, og Jakob Möller ritstj. með 1,442 atkvæðum. — Næst fékk Jón Magnússon 1,437, Ólafur Frið- riksson 863 og porvarður por- varðarson 843. Hátíðaguðsþjónustur Fyrstu lút. kirkju. Á aðfangadagskveldið var fjöl- menn jólatréssamkoma haldin fyr- ir börn sunnudagsskóla kirkj- unnar og þau önnur, er þá sam- komu sóttu. Kirkjan var prýdd með ’ljósum og sveigum úr sigræn- um viði; jólatréð var fagurlega skreytt og hlaðið gjöfum til barn- anna í miðjujn kór. Hátíðin hófst með því, að börnin gengu í skrúð- göngu um kirkjuna og sungu hinn fagra jólasálm: “Oss barn er fætt í Betlehem”. Á jóladaginn var hátíðar guðs- þjónusta kl. 11 f.h.; prestur safn- aðarins, séra B. B. Jónsson, pré- dikaði en sön^gflokkur safnaðar- ins söng hátíðasönga, sem hjálp- aði mjög til þess að gjöra guðs- þjónustuna hátíðlega. Sunnudagurinn milli jóla og nýárs hefir verið og er stór há- tíðardagur í Fyrsta lút. söfnuði, því að kveldi þess dags hafa börrf sunnudagsskólans baldið ársloka- hátíð sína, og hefir sú samkoma á- valt verið nytsöm og skemtileg. Að morgni þess dags, sunnu- dagsins milli jóla og nýárs, flutti séra Kjartan Helgason gullfallega prédikun um bölsýni og bjartsýni. En um kvöldið fór fram árs- lokahátíðin og var yfirleitt mjög gó§ og sumt af því, sem þar fór fram, afbragðsvel af hendi leyst. Eftir að hið vanalega guðsþjón- ustuform sunnudagsskólans hafði verið um hönd haft, undir umsjón presta safnaðarins, var byrjað á skemtiskránni, sem forstöðumaður sunnudagsskólans, J. J. Swanson, stýrði, og var hún sem hér segir: 1. Söngur, “Hósanna”: skólakór; 2. Framsögn, “Barn”; Haraldur Jóhannsson; 3. Einsöngur, “Star of the East”: Emily Stephensen; 4» Framsögn, Passíusálmsvers: 6 börn; 5. Söng., “Fuglinn á grein”: stúlknakór; 6. Lestur, Smásaga: Sigurveig Davíðsson; 7. Söngur, “Humble Praises”: skólákór; 8. The White Gift: Miss Polson og 6 börn; ð. söngur, “Lof sé þér um ár Gullbringu- og Kjósar-sýsla: par hlutu kosningu Einar por- gilsson kaupmaður með 846 atkv., og Björn Kristjánsson kaupmaður með 604 atkv. — pórður Thorodd- sen fékk 292 atkv., Bogi A. J. pórð- arson 252, Davíð Kristjánsson 190, Jóhann Eyjólfsson 180, og séra Friðrik Rafnar 20 atkv. Hinn síð- ástnefndi hafði tekið framboð sit1 aftur á síðustu stundu, en kjör- seðill hafði þó yerið prentaður með nafni hans á. ísafjörður: Par hlaut kosningu Jón A. Jóns- son bankastjóri r^ð 277 atkvæð- um. — Magnús Tqrfason fékk 261 atkvæði. 1 Akureyri: par var kosinn Magnús J. Krist- jánsson kaupmaður með 365 at- kvæðum. — Sigurður E. Hlíðar dýralæknir fékk 209. Árnessýsla: % par hlutu kosningu Eirkur Ein- arsson útbússtjóri með 1,032 atkv. og porleifur Guðmundsson útvegs- 0 óndití porlákshöfn með 614 atkv, —Sigurður Sigurðsson ráðunautur fékk 835 atkv. og porsteinn bóndi pórarinsson á Drumboddsstöðum 317 <atkv. f Húnavatnssýsla: Kosnir eru þar báðir gömlu þingmennirnir, Guðmundur Ólafs- son í Ási með 459 atkvæðum og porarinn Jónsson á Hjaltabakka með 405 atkvæðum. -— Jakob Lín- dal á Lækjamóti fékk 337 atkvæði og Eggert Leví 279. atkv. Skagaf jarðarsýsla: par eru lcos'nir Magnús Guð- mundsson skrifstófustjóri með 606 atkvæðum og Jón Sigurðsson hóndi á Reynistað með 511 atkv. —-Jósef Björnsson fékk 360 atkv. og séra Arnór Árnason 161 atkv. í Suður-Múlasýsla: par er kosinn Sveinn ölafssón í Firði með um 600 atkváeðum ojj Sigurður H. KvaVarf ilæknlr, mw 455 atkv.-—Magnúá Gíslasöbn cand. juris fékk 190 atkv. og hiniífífram- bjóðendurnir miklu: minna, Mýrasýsla: par hlaut Pátur pórðarson í Hjörsey kosningu með 246 atkv. — Davíð porsteinsson fékk 163 atkvæði. Rangárvallasýsla: par hlaut kosningu Gunnar Sig- urðsson lögfræðingur með 455 at- kvæöum og Guðmundur Guðfinns- son læknir með 381 atkv. — Séra Eggert Pálsson á Breiðabólsstað fékk 252 atkv., Einar Jónsson á Geldingalæk 165, Skúli Thoraren- sen á Móéiðarhvoli 107 atkv. og Guðm. Erlendsson 69 atkv. Vestur-ísafjarðarsýsla: par var kosinn Olafur Proppé kaupmaður á pingeyri með 391 at- ’cvæði. — Kristinn Guðlaugsson á Núpi fékk 254 atkv. Á Hjggjáför ’þingi Hollendinga kom fram úþpástunga um að rik- ið tæki allar landeignir í sínar hendur, ,og var hún 'borin undir atkvæði, og feld með 64 atkvæðum gegn 3,. í ræðu sem að Troelstra leiðtogi Sósial Demokrata í sam- bandi við þetta mál sagði “að það væri hægðarleikur fyrir stjórn— ina að gjöra landeignir upptækar, en aðal spursmálið væri hvað svo ætti að gera við landið, eftir að það væri komið í hendur stjórnar- innar, þar væri ekki um vald að ræða heldur um fyrir komulag. Pað hefði verið ógæfa Rússa að gera land alt að þjóðeign áður en þeir vissu hvað þeir ættu að gera við það. Af þessum ástsfeðum sjái Sósial Demokrata flokkurinn 1 HolLandi sér ékki fært að stiðja þessa uppástungu ”. Manitobast jörnin og Alþýðumáladeild in Greinarkafli eftir Starfsmann Alþýðumáladeildarinn&r. Að kæla og höggva svínsskrokka. annað kjöt. Bragðið verður ein- Svínsskrokkarnir þurfa að vera vandlega kældir áður en þeir eru liðaðir í sundur, en þó miá kjötið eigi frjósa áður, því þá missir það nokkuð af krafti og einkum þó ljúffengi. Sé svíninu slátrað að morgni, þá ætti skrokkurinn að vera orðinn nægilega kaldur ý>eg- ar fram á kveld kemur, en sé veru- lega kalt í veðrinu, þá mun betra í flestum tllfellum að taka skrokk- inn inn áður en nokkur hætta getur verið á, að hann frjósi. Skal hann þá látinn liggja á svölum stað yfir nóttina, en svo limaður í sundur næsta morgun. pegar lima skal í sundur, er bezt að hafa skrokkinn á sæmilega briðu borði og láta hausinn standa út af rönd- inni. Síðan skal taka vel beittan slátarar hníf og sníða haus frá bolnum. pví næst skal reisa skrokkinn upp á afturendanum og heggur slátrari þá síðurnar frá og byrjar að fmman verðu upp við brjósthiolið. Eftir jþað m4 auð- veldlega Skera beggja megin hrygjarins tægjur þær, er ekki staklega ljúffengt, þegar búið er að verka og reykja það. Hinar ýmsu aðferðir í meðferð á verkun svínakjöts eru innifaldar i mat- reiðslunni, eða með því að byrgja það í snjó eðaikælihúsum, eða með því að salta það í réttu hlutfalli og í sumum tilfellum að reykja kjötið eftir að það hefir verið sáltað. Eftirfylgjandi þrjár að- ferðir eru 'hvað algéngastar: Plain Salt Pork—Nuddið hvert kjötstykki með finu salti og þjapp- ið því í hreina tunnu, og lát standa yfir nótt. Næsta dag ætti að vigta 10 pund af salti og tvær únzur af saltpétri fyrir hver 100 pund af kjöti, og leysa upp í fjórum gall- únum af sjóðandi vatni. Svo skal kæla löginn, og þegar hann er orð- inn kaldur hella honum yf- ir kjötið og pressa kjötið niður, svo lögurinn nái að fara yfir það. pegar kjötið er verkað þannig. þá ætti það að vera í lögnum þar til það verður brúkað, en síðan lagt 1 bleyti í hreinu vatni í 12 til 24 klukkutíma áður en það er brúkað, eða taka það úr saltpækl-

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.