Lögberg - 23.04.1925, Blaðsíða 4

Lögberg - 23.04.1925, Blaðsíða 4
BJ*. 4 IxVÍBERG, BÍMTUDAGINN 23. APRÍL. 1925. 3£og berg Gefið út hvem Fimtudag af Tht CoS- umbia Prets, Ltd., (Cor. Sargent Ave. & Toronto Str.. Winnipeg, Man. T»latman >'-6327 oft N-6328 JÓN J. BILDFELL, Editor L>tanA*kri{t til blaðsins: THí COLUMBIA PRÍSS, Ltd., Box 3171, Wnnipag, M»1- Utanáskrift ritstjórans: íOlTOR LOCBERC, Box 3172 Winnipeg, M»n> The “Logberg” ls printed and published by The Columbia Press, Ltmited, in the Columbia Buílding, 696 Sargent Ave, Winnipeg, Manitoba. Sumar. í dag kveður þetta vængjaða orð við, á vörum allra manna á norðurhveli jarðar, eða þar sem vet- urinn langur og harður ihefir ríkt og læst alt sem hann hefir náð til, undir frosti og fönn. í dag eru allir glaðir, því sól sumarsins sendir enn á ný geisla sína yfir láð og lög til þess að þíða fönnina og hjarnið, græða frostsárin, lífga Iblómin og verma hjörtu mannanna. Allar þjóðir hafa ástæðu til að fagna sumrinu, en þó einkum hin íslenska þjóð, sem hýr í skamm- degislandinu norður við heimskaut, og til þess ber margt. Hinn langi vetur, sem sökum hnattstöðu landisins, er í flestum tilfellum erfiðari og ægilegri úti á íslandi en í mörgum öðrum lönd- um. Óttinn við hagleysi og fóðurskort fyrir bú- pening manna er mörgum ibóndanum áhyggjuefni á hinni löngu vetrartíð. Byljirnir — ofsaveðrin og hætturnar, sem þeim eru samfara á sjó og landi, fylla hjörtu ástvina þeirra, sem eiga sína úti á reginhafi eða upp til fjalla, skerandi kvíða og hið þunglamaléga skammdegi hins íslenska veturs er langt og lamandi, það er því sist að furða þó sum- ardagurinn fyrsti sé í sérstöku uppáhaldi hjá þeim því hann er þeim boðberi um lengri dag, stiltari veð- ur og nýjan gróður fyrir búpeninginn, sem oft er aðþrengdur. En það flytur þeim meira en þetta, þó það sé mikið, því sumardagurinn fyrsti á íslandi er ekki aðeins boðberi gróðurs, blíðveðurs og bættra kjara. Hann er líka boð'beri hinnar fegurstu nátt- úrudýrðar er mannlegt auga fær litið — náttúrufeg- urð, sem ómögulegt er að gleyma fyrir þá, sem ein- hvern tíma hafa notið hennar — náttúrufegurð, þar sem menn geta látið sig dreyma við nið fossanna í skuggablæ bláfjallanna eða vaggað sér á öldum Ránar umvafinn geislum miðnætursólarinnar. Það er engin furða þó fögnuður hreifi sig í hjörtum íslendinga við sumarkomuna og þeir óski hver öðrum gleðilegs sumars frá instu dalalbæjum fram á fremstu annes þeir hafa öðrum fremur ástæðu til þess og það er eins og vér heyrum þá alla, er við óblíðu vetrarins liðna áttu að stríðá lyfta huga sínum með Jónasi pallgrímssyni og segja: Vorblómin sem þú vaktir öll, von-fögur nú um dali og fjöll, og hafblá alda og himinskin hafa mig lengi átt að vin. Leyfðu nú drottinn! enn að una eitt sumar mér við náttúruna; kallirðu þá eg glaður get gengið til þín hið dimma fet. 'En það eru ekki aðeins íslendingar, sem sér- staka ástæðu hafa til þess að fagna sumarkomunni. það eru allir menn og konur um allan heim, því veturinn mæðir flesta í einhverri mynd, og það eru sumarsins hlýju geislar, sem einir geta létt farginu sem á þeim hvílir og vakið hjá þeim nýjar vonir með nýjum gróðri, nýtt líf með nýju sólsfcinsríku sumri. Vér, sem þessa heimsálfu byggjum þráum lffca sumarið. Sumarið, sem klæðir hinar víðáttumiklu sléttur Vesturheims, grænum grashjúpi, skógana ilmþrungnu laufskrúði, akrana iðandi kornstanga- móðu, leysir ísaþökin af vötnunum og vekur alla hina margbreytilegu náttúru til nýs lífs og nýrrar fegurðar. ó þú undursamlega sumar, sem vermir hinar drjúpandi og hálffrosnu vonir mannanna, vek- ur frækornið, sem falið lá undir fönn og frosti til nýs lífs — þú boðberi upprisunnar og lífsins af hjarta fögnum við þér og þráum eins og Jónas Hallgrímisson að drottinn leyfi enn að una eitt sumar mér við náttúruna,” og njóta gæða hennar og -blessunar. Og vér vildum ibæta við þessa hugsun Jónasar: Lát sumarið ná lengra en til náttúrunnar. Lát yl þess og undrakraft, ná til sálna mannanna sv-o þar verði líka sumar og sumargróður. Sumarið í náttúrunni er yndislegt og fagurt, en sumarið í sálum mannanna er fegurra því þá eru menn í fullu samræmi við hðfund lífsins og alt hið fagra, sem lifið hefir að bjóða, iþá stuttu stund er vér njótum þess, Látum þá sumarið verma sálir vorar eins og þáð vermir hina köldu náttúru, og þýða kuldann úr sáiunum eins og það þýðir snjóinn af jörðinni og ísinn af vötnunum. Þá verður sumar bæði úti og inni. Sumar í náttúrunni og sumar í sálum mannanna. — Sumar í orðsins fylsta skiln- ingi. Með það samræmi í huga óskum vér öllum gleðilegs sumars. Er enska kirkjan kristin? Þessi spurning, sem sett var fram í ensku út- gáfunni af ritinu alkunna Review of Reviews í skarp- lega ritaðri grein um þftð efni, vakti afar mikla eftirteict og umræður. út af henni tóku tjl máls opinlberlega biskupar prestar og leikmenn, til þess að verja hinar breytilegu skoðanir sínar á málinu, Höfundur þ^irra greina, því þær voru fleiri en ein, hélt því fram á svo ákveðinn og ótvíræðan hátt, að kirkjunnar menn, það er að segja þeir, sem tilheyrðu ensku kirkjunni væru með meiningarleysi sínu, ófast- heldni og sjálfsdýrkun, að afkristna ensku kirkjuna. 1 fynstu ritgjörð sinni um þetta efni segir M. A. (Oxon) á meðal annars: Það eru margar hugmyndir, trúarlegar hug- sjónir, sem menn gera sér um Guð, Krist og trúar- brögðin. En það er aðeins ein einasta þeirra, sem er kristin. Hvílir ;hún á þeim grundvelli, að Guð sé almáttugur skapari, að í hendi hans séu ekki að- eins mennirnir, heldur líka himin og jörð, að hann hafi opinlberað sjálfan sig mönnunum í Jesú Kristi er dvaldi mannlegu holdi klæddur á meðal mann- anna á ákyeðnum stað og tíma til þess að fram- kvæma ákveðið verk, með ákveðnu augnamiði. Og kristna trúin er alveg sérstök ákveðin kenning, sem bundin er við þann sögulega Krist, og sem fyrir- skipar ákveðnar lífsreglur, sem syndsamlegt sé að víkja frá. Krefst enska kirkjan þess, að kenni- menn hennar haldi fast við þær kristnu kenningar? Auðsjáanlega ekki. • Það þarf ekki annað en líta í gegnum september- heftið af “The Mödern Churchman”, þar sem erindi þau er flutt voru á ellefta þingi “Nútíðar kirkju- manna (Modern churc-h men) eru birt til þess að «já hve langt sumir þeirra er til/heyra kirkjunni ensku eru komnir í burtu frá kristindómnum. Þýð- ingarlaust er að fara út í sérstök atriði í þessu sambandi, því Canon Barnes, sem nú er biskup í Birmingham, og ótviræðlega ber höfuð og herðar yfir flokk þann að því er andlegt atgervi snertir, lýsti þessum margbreytilegu skoðunum og sundur- leitu stefnum, eins vel og unt er að lýsa þeim í við- tali við fréttaritara hlaðsins “Tim-es” eftir að þing- inu var slitið þar sem að hann sagði: “Það voru viðfangsefni, sem erfitt er að samrýma, en þau hvíla í hendi Guðs.” f þessari efnisríku setningu er Ijósi brugðið upp yfir fráhvarf Modernistanna frá hinni óbrotnu trú og hinum ábyggilegustu fræðum kristinnar trúar. Það eru margar heimspekilegar hugmyndir, sem menn hafa gjört sér um almátt- uga, eða alvolduga veru, og á veginum á milli henn- ar og mannanna eru margar tálmanir. En þær hug- myndir eru ekki kristnar. Það er ekki ómögulegt að hugsa sér alla hina mestu og bestu menn sögunnar í bókstaflegum skilningi, innblásna syni Guðs ^g til- biðja Krist sem mestan allra þeirra. En sá mögu- leiki er utan vébanda kristindómsins, sem kennir ákveðið að Kristur hafi verið annað og meira en maður. Það er mögulegt að hugsa sér trúarbrögð- in sem fullnæging á meðfæddri þrá mannanna eftir einhverju sem er æðra betra og varanlegra en þeir sjálfir eru; og fyrir)skipanir krifstindómsins þær fullkomnustu leiðlbeiningar er völ sé á hinu and- lega lífi þeirra til farsældar eins og nokkurs konar andlegt lagasafn sem mennirnir séu þráfalt að breyta og fullkomna sjálfum sér til leiðbeiningar. En slík afstaða er í beinni mótsögn við kristindóm- inn eins og feður okkar trúðu honum, börnum okk- ar er kendur hann og að hann er settur fram í öllum játningum hinnar kristnu kirkju. Það er ekki tilhneiging manna til þess að leika “gölf” á sunnudögum, ekki framþróunarkenningln og ekki heldur framþróun, eða aukin þekking manna á vísindum, sem heldur gáfaðra og mentaðra fólk- inu á Englandi frá því að ganga í kirkju og1 gjörir það prestastéttinni fráhverft, heldur sú róttæka skoðun, að um andlega trúmensku í sambandi við kirkjuboðsakpinn sé ekki lengur að ræða. Rök- fræði prestanna, meining sú, -sem þeir leggja í orð, setningar og virðing sú, er þeir opinberlega og í ein- rúmi bera fyrir helgisiðum, bera með sér að þeir kjósa, yfiriborðseiningu, í stað ákveðinna kenninga. Ef kirkjan enska er kristin þá látið okkur vita það, en gjörið það með ákveðnum orðum og á vitsmuna- legan hátt, en ekki með óákveðnu tilfinningamáli.” Sir Oliver Lodge og lífið eftir dauðann. í ræðu sem Sir Oliver Lodge hélt nýlega í kirk*u einni í Lundúnum fórust honum orð á þessa leið: “Eg álít það vísindalega sannað að andinn sé ekki óaðskiljanlega háður líkamanum. Við vitum eigi hvernig á því stendur að andinn er háður lík- amanum, en þannig er það nú samt. Er efnið — líkaminn, mönnum ómissandi? Getur minnið, karkak- terinn, lundarlagið og alt annað, sem einkennir líf einstaklingsins, lifað þó líkaminn deyi og heilinn eyðileggist? Eg svara þeirri spurningu játandi. H^ilinn er verkfæri, sem vér notum í hinu núveran/i ásigko-mulagi, er andinn hefir myndað sér og notar til þes« að opinbera sig öðrum. En hann er ekki skflyrði fyrir lífi andans; við getum -haldið áfram að lifa án hans. Hið lina ecfni, er við nefnum heila, er ekki lífé- vaki vor mannanna, né aflstöð lífs vors, hann er ekki einu sinni aðsetursstðð minnisins. Hann er aðeins verkfæri til þess að gjöra oss minnið nothæft eins og fiðla og orgel eru hljóðfæri til þess að fram- leiða músík; en músíkin er í sál Beethovens og í sál þeirra, sem músíkina heyra og skilja. En ekki í dauðum verkfærunum, sem færa hana til eyrna vorra. Framundan er varanlegt líf, einstaklinga og kynþátta. Akvörðun, sem engin takmörk eru sett fyrir hvern einstakling. Hugsið um það eina mín- útu. Við erum hér í þessari tilveru, og við höldum áfram að vera til um alla eilífð. Líf, sem aldrei tek- ur enda, bíður okkar þegar við skiljum við líkam- ann. Hvað er það sem við tökum með okkur? Með vitundina og karkaterinn, hvort heldur það er oss Ijúft eða leitt, hvort heldur það er oss til blessunar, eða bölvunar, en það er líka alt sem við tðkum með okkur. Sumt fólk mundi fagna yfir því, að geta losn- að við sjálft sig, en slíkt er óhugsandi, það verður að sætta sig við það sem orðið er, sem best það get- ur. Það er þessvert fyrir fólk, að reyna að fara svo með líf sitt að það sé þess vert að því sé lifað, þegar það verður að lifa um alla eilífð. Það.er undursamleg tilhugsun, en eg sé engan veg fram hjá henni. Hvað það er sem bíður okkar, og hvað við verðum um hina takmarkalausu eilífð það vitum við ekki, við vitum hvað við erum, en ekki hvað við verðum. • Eg er þó ekki viss um að við vitum hvað vif* erum, en við eigum von, sem engin takmörk eru sett. Við gerum okkur grein fyrir hjálp þeirri er oss hefir verið veitt, fórnfærslu þeirri, sem hið æðra vald hefir fært okkur til aðstoðar og af því get- um vér skilið að hið jarðneska líf vort er óendan- lega þýðingarmikið og að framundan er eitthvað stór- kostlegt og mikið, sem vér fáum ekki enn séð, eða gert okkur grein fyrir. Hörmungarnar, sem við verðum að þola nú, eru ekki verðar þess, að vera bornar saman við dýrð þá, sem okkur verður opinberuð. P-áll postuli, þó und- arlegt megi virðast, lifði þau augnablik, að hann sá í gegnum tjald tímans hið dýrðlega líf ernstaklings- ins.” Hinn miskunnsami Samverji, Allir kannast við dæmi-söguna í tíunda kap. Lúkasar guðspjalls um manninn, sem var á ferð frá JeTúsalem til Jeríkó og ræningjarnir misbuðu og skildu svo eftir hjálparlausan og dauðvon^ Um mennina, sem fram hjá honum gengu og Samverj- ann, sem komst við út af ógæfu hans og líknaði honum. Þessi mynd, þó hún sé nærfelt 2000 ára gömul er samt sífelt ung, því hún er altaf að endur- taka sig á meðal vor mannanna. Það er alt af einlhver að falla í ræningjahendur — alt af einhver sjúkur — alt af einhver ósjálfbjarga, sem liggur við veginn. Þegar svo er ástatt fyrir hinum veikari hróður eða systur, þá tekur þessi dæmisaga frelsarans af öll tvímæli um það, hvað hann vill að gjört sé — tekur af öll tvímæli um það, hvað sé skylda kristinna manna í því efni. Það er því fagur vottur um mannúð og kristilega trúmensku þegar menn hef jast handa til þess, að líkna og hjúkra þeim^ sem líðandi liggja við veginn og dauðinn bíður ef þeim er ekki rétt hjálpar hönd. Gleðilegur vottur um vakandi áhuga fyrir þvl velferðarmáli kom fram á söngsamkomu þeirri, er hr. Davíð Jónasson og söngflokkur hans hélt í Fyrstu lút. kirkjunni á miðvikudagskveldið 15. þ. m. Prestur safnaðarins, séra B. B. Jónsson D. D. skýrði þar frá að innan safnaðarins hefði sjóður verið stofnaður, sem bæri nafnið “Samverjinn”. Eftirfylgjandi eru lög, eða reglurgjörð sjóðsins, sem skýrir sig -sjálf. “Samverjinn.” (Reglugjörð fyrir líknarsjóðinn “Samverjinn”). 1. gr. Sjóðurinn er stofnaður í Jesú nafni. 2. gr. Sjóðurinn heitir Samverjinn. 3. gr. Sjóðinn skal stofna og auka: a) Með minningargjöfum um látna menn, og skulu, íþegar þess er æskt„ minningarspjöld um slík- ar gjafir “Samverjanum” til handa lögð í stað blóm- sveiga á líkkistur við jarðarfarir. b) Með þakkarfórnum kristinna manna fyrir lán og hagsæld á sérstJökum gleðistundum lífsins, eða til minningár um sérstaka bænheyrslu Drottins. c) Með dánargjötfum þeirra manna, er með arf- leiðsluákvæði í erfðaskrám vilji láta áhrif sín til líknar -bágstöddum halda áfram eftir sinn dag. d) Með hverjum þeim gjöfum öðrum, sem gefnar eru í andá miskun-sama ISamverjans í dæmisögu Krists. 4. gr Sjóðnum skal verja einungis til líknar bág- stöddum, einkum til þess að hjúkra sjúkum, þegar þess gerist þörf, og gera mönnum og konum, sem þess eiga ekki kost annar-s, unt að leita sér heilsu- bótar, hvort sem nær er eða fjær, og til annars konar hjálpar þeim til handa, sem í raunir rata, 5. gr? iSjóðurinn er eign Fyrsta lúterska safn- aðar í Winnipeg. Meðferð sjóðsins og notkun, í anda þessarar reglugjörðar, skal ávalt vera á valdi þess mann-s,' sem er fastur og löglegur prestur Fyrsta lúterska safnaðar, og — í samráði við hann — þeirra manna og kvenna, sem skipa djákna-embætti í sö/fnuðinum. Um Iþessa sjóðstofnun þarf væntanlega ekki að skrifa langt mál. Hugmynd sú, sem fyrir stofnend- um hans vakir, er svo göfug, að hún hlýtur að finna -bergmál 1 sálu hvers þess manns og hverrar þeirrar konu, er óspilt mannúðarhjarta ber í brjósti sér, og enginn maður, sem opin hefir augun, efast um þörfina. Eins og tekið er fram í reglugjörðinni er sjóð- ur þessi einkum ætlaður til hjálpar sjúkum, svo þeir, sem sökum efnaskorts ekki eiga kost á að njóta þeirrar hjúkrunar, er þeim er bráðnauðsynleg, ekki þurfi að örmagnast undir sjúkdóms byrðinni án hjálpar, að svo miklu leyti, sem úr því kann að verða ibætt. Aldrei Ihefir göfugra máli en þessu verið hreift á meðal Vestur-lslendinga og illa þekkjum vér þá, ef þeir ekki láta sér ihugar haldið um það. Á annað atriði er bent í reglugjörðinni, sem oss finst orð í tíma talað, og það er að benda fólki á hið forgengilega gildi síðar þess er svo mjög tíðk- ast hjá oss Islendingum og öðrum, að offra blóm- um á kistur látinna vina og vandamanna, sem fölna eftir eina einustu frostnótt og deyja. Fjarri sé það oss að gera lítið úr, eða misbjóða ræktartilfinn- ingu þeirra eftir Iifandi í sambandi við minning látinna vina. En satt að segja höfum vér fund- ið til þess lengi, að blómafórnir við jarðarfarir væru tilfinnanlega ónógar til þéss, á nokkurn hátt að vernda minning þess látna og að hve óendanlega miklu þroskaðri að sú tilfinning væri að leggja það fé, er fyrir blóm er Iborgað, sem er mikið, í slíkan sjóð sem þennan, þar sem hið göfugasta er i sál mannanna býr, fær notið sín, blómgast og lifað. ÞFIR SEM ÞURFA LUMBER KAUPl HANN AF The Empire Sash & DoorCo. Limlted Office: 6th Floor Bank ofHamilton Chambers Yard: HENRY AVE. EAST. - - WINNIPEG, MAN. VERÐ og GŒÐl ALVEG FYRIRTAK Atvinnuskrifstoía Sask- atchewan stjórnarinnar Ein þýðingarmesta deild verka- málaskrifstofu Saskatchewan fylk- is, er sú, sem um vistráðningar fjallar. Undir stjórn hennar -standa nú níu atvinnuskrifstofur víðsvegar um fylkið. iSkrifstofur þessar hafa það aðalviðfangsefni, að útvega vinnu- veitendum starfsfólk, og þeim sem vinnu leita, ihagkvæman starfa. Áður en þessar stjórnarskrif- stofur voru settar á fót, starf- tæktu einstakir menn vistráðrí- ingastofur hér og .þar, er stund- um var misjafnlega stjórnað. Kostaði enda óþarflega mikið, að útvega atvinnu. -Slíkir vistráðn- ingastjórar hugsuðu alla jafna mest um sinn eigin hag, hrúguðu fólki í stórhópum á þennan eða hinn staðinn, án tillits til þess hvernig árstíðum var háttað 1 stað þess að dreifa þeim út um bygð- arlögin í samræmi við eðlilega eftirspurn. Varð slíkt -oft bæðl vinnuveitendum og vinnuleitend- um til hins mesta tjóns. Atvinnuskrifstofur stjórnarinnar hafá í þau fáu ár sem þær bafa starfræktar verið, orðið jafnt vinnuveitendum, sem vinnuþiggj- endum til stórkostlegra hagsmuna. Samvinna, sem áður var óþekt með öllu, befir náðst milli hinna ýmsu aðilja og orðið fylkisbúum til mikillar blessunar. Standa at- vinnuskrifstofur þessar sí og æ I beinum sannböndum við samskon- ar skrifstofur, er sambandsstjórn- in hefir umsjón með, sem og við skrifstofur hinna ýmsu fylkja. Að því er yiðv-íkur bændum fylkis- ins hafa atvinnuskrifstofur stjórn- arinnar reynst þeim næsta nytsam- ar. Haust og vor, þegar ibændum liggur mest á vinnufólki, eru skrif stofur þessar reiðubúnar, að greiða fyrir þeim, öldungis kostn- aðarlaust. Hver einasti bóndi getur ann- aðhvort munnlega eða skriflega snúið sér til næstu vistráðninga- skrifstofu og tilkynt henni hve marga menn hann þarfnast í það og það skiftið og tilkynt hvað hátt kaup hann sé fús á að borga. Út- vegar skrifstofan mennina þá jafn skjótrt. Sama hlutfall gildir um þann, er vinnu leitar. Hann getur nær sem vera vill sett sig í sam- band við skrifstofuna og tjáð ihenni kjör þau, er hann fer fram á. iSkrifstofur þessar láta launa- kjör og vinnuskilyrði afskiftalaus með öllu. Hlutverk þeirra er að- eins það, að greiða götu vinnu- veitenda og vinnuþiggjenda, me(ð því að koma þeim í sambend. Skrifstofan hlutast til um það, að verkafólk þyrpist ekki ófyrirsynju inni í fylkið á þeim tímum árs, er minst er um atvinnu, heldur hvet- ur aðeins til innflutnings verka- lýðs þegar annir eru sem mestar og sem mest þörf aukins manns- afla. Síðustu tvö árin hefir skrifstof- • art beitt sér fyrir það að útvega bændum er á þurftu að halda, vinnu hjá öðrum bændum um uppskerutímann og hefir það orð- ið mörgum að miklu liði. Á þenn- an hátt hefir mörgum efnalitlum mörínum reynst kleift að draga það mikið saman, að þeir hafi séð sér farborða yfir vetrarmánuð- ina. Það er því sýnt, að atvinnu- skrifstofur þessar hafa haft í för með sér mikla iblessun fyrir bænd- ur og búalýð. Þær hafa komið þvl til leiðar, að fjöldi manna, sem að öðrum kosti hefðu orðið að leita sér atvinnu utan fylkisins, hafa fengið hana innan vébanda þess. Þá hefir skrifstofan eða skrií stofurnar stuðlað mjög að því, að útvega bændum fast vinnufólk, fyrir alt árið, því margir kunna því hetur, en að fá fólk aðeins kafla og kafla úr árinu. Var slíkt að 'heita mátti óþefct, meðan ein- stakir menn starfræktu vistráðn- ingaökrifstofurnar í eigin hags- muna skyni. Þegar tekið er tillit til þess hve landþúnaðurinn í Saskatéhewan er afar víðtæku[r, þá gefur það að skilja,. að starfsemi skrifstofunn- ar, hafi náð til hans að afarmiklu leyti. Hafa þúsundir bænda not- fært sér hana undanfairn ár, og fer þeim stórum fjölgandi, er slíkt gera. (—i—i------- Tengdapabbi Sjónleikur í fjórum þáttum eftir Gustaf af Gejerstam var leikinn af leikfélagi Sámibandssafnaðar í samkomusal kirkjunnar 16. og 17. þ. m. Leikrit þetta er léttmeti og hefir lítið að færa sem upplbyggl- legt er fyrir áheyrendurna — er grínleikur, og geta þeir verið nógu skemtilegir, ef vel er með þá farið. Tólf persónur taka þátt í leik þessum. Theodor Klint prófessor í dýra- fræði. Hann leikur Mr. Jakoþ Kristjánsson. Það er ekki vel gott fyrir mann að dæma um hlutverk fólks í þeim leikritum, sem maður hefir ekki lesið eða kynst, en frem- ur fanst oss að leikur Mr. Krist- jánssonar vera stirður og fremur ibera með sér, að hann væri utan að lærð þula, en lifandi mál, en maðurinn sjálfur er myndarleg- ur og laglegur og færir talsvert mikla persónu. Cecilíu konu hans leikur Miss G. Sigurðsson með meiru fjöri og tilfinningu en oss virtist koma fram í leik Jakobs, yfirleitt fanst oss að hún færi vel með sitt hlut- verk. Dætur þeirra hjóna þrjár leika þær Mrs. S. Jakobsson, Miss Rosa Olson og Þóra Olson og gera þær allar hlutverkum sínum fremur góð skil, en verkefni þeirra eru lítil að undanskilinni Elisabetu (Mrs. S. Jakobsson), þeirrar elstu^ er leikur ástarrulluna í leiknum, sem hefir heilmikið verkefni og gerir því eins góð skil og ástæða er til að vonast eftir af viðvaning- um. Henni veitist létt að sýna skapbrigði, er eðlileg á leiksviðl og talar eðlilega og skýrt. Lovísu Engström, móður Geci- liu gamla konu leikur Mrs. H. J. Lindal. Gerfi hennar er gott, þó hún sé nokkuð forneskjuleg. Hún talar skýrt. Málrómur'hennar var nökkuð skrækur til þess að vera ráttúrlegur en tilþrif sýndi hún við og við í leik sínum. Axel Fahrström lautinant leik- ur hr. Sigfús Halldórs frá Höfn- um.' Um leik hans getum vér ekkl vel dæmt. En furðulegur karak- ter var það, er hann sýndi og heldur erfitt að átta sig á að slík mannpersóna geti verið til. Reg- ingsleg rola svo loðmælt að ilt var að heyra það sem hún sagði og áhorfendunum ógeðsleg. Otto Norsted málara lék skóla- stjóri G. O. Thörsteinsson. Er hann með öllu óvanur leikmensku. á erfitt með íslenskt mál talar ot lágt, svo vantaði líf og tilfinning- ar í leik hans. Agapon Pumpendahl yfirdóm ara Iei|jur Páll S. Pálsson. Páll er skýrleiksmaður, skilur auðsjáan- lega hlutverk sitt, fer vel með málið og talar svo skýrt að hvert orð heyrist um salinn. Hann er dálítið þunglamalegur í hreiflng- TIL fcÐA FRÁ ÍSLANDI um Kanpmannalhöfn (hinn gullfagra höfuðstað Danmerkur) m©ð hinum ágætu, stóru og hrað- skreiðu skipum SKANDINAVIAN-A'MERIÖAN LINE, fyrir ægsta fargjald: $122.50 til eða frá REYKJAVIK. Mæsta ferð til Islands með Ss. “Hellig Olav”, er fer frá New York L4. Maí og kemur til Kaupmannahafnar um þann 24., kernst í lamband við “Gullfoss”, er fer frá Kaupmannahöfn 29. maí, og cemur til Reykjavkur 7. júní. Allar upplýsingar í þessu sambandi gefnar kauplaust: SCANDINAVIAN-AMERICAN LINE 161 Main St. (Confederation Life Bldg), Winnipeg. Fón: A-470Q'

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.