Lögberg - 24.11.1932, Blaðsíða 5

Lögberg - 24.11.1932, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 24. NÓVEMBER 1932. Bls. 5 Kjosio WEBB fyrir Borgarstjóra Hann hefir þannig reynst, að allar stéttir bæj- arfélagsins þarfnast hans jafnt. Hann hefir einkum lagt sig fram um að bæta úr atvinnuskortinum. Hann er réttur maður á réttum tíma. Greiðið þannig atkvæði: WEBB, R. H. 1 “uppkastið” verið vandlega í-! hugað og gengið mann frá; manni, og frá einum presta-j fundi til annars, svo vonandi; er að vel rætist úr. Síðan séra; Friðrik J. Bergmann leið, hefij eg ekki orðið var við helgýsiða- sérfræðing hjá íslenzkri þjóð. Tryggingar er læsileg rit- gerð eftir séra Ingimar Jóns- son .skólastjóra. Er þar gerð grein fyrir nytsemi margskon- ar trygginga, — “insurance”, sem við köllum liér. Mætir Kristur gegn gleð- innif Svo heitir góð ritgerð eftir séra Gunnar Árnason frá Skútustöðum. Farið er yfir æfisögu Jesú og sýnt hver gleðimaður 'hann í rauninni var og að gleðin samrýmist kristi- legri lífsskoðun. Einar þrjár þýddar greinir, stuttar, eftir læknirinn H. I. Schou, eru í ritinu, góðar smá- greinir. Þar eru og fjórir sálmar: Sjómannasálmur, eftir Valdi- mar J. Snævarr, Sálmur eftir Jón Magnússon, Skírnarsálmur eftir 'Kjart. Ólafsson og Minn- ingarljóð (In Memoriam) um Einar Jónsson ])ióf. frá Hofi, eftir I. G. Allir eru sálmarnir laglegir, en ekki eru þar stór tilþrif. Verður, því miður, naumast sagt, að sálmakveð- skapuy íslendinga nái háum tónum um þessar mundir, og er það raunalegt um svo ljóðelska þjóð. 1 Prestafélagsritinu birtast fjögur ný sálmalög: “Sjá, vin- ur vor hinn blíði,” raddsett af Björgv. Gnðmundssyni; “Lof- ið Drottin”, eftir Friðrik Bjarnason; “Til þín, vor Guð”, eftir Halldór Jónsson, og “Upp, gleðjist allir”, eftir Helga Pálsson. Söngstjóri safnaðar míns, hr. Paul Bar- dal, hefir lauslega farið yfir lögin fyrir mig og fanst mér honum lítast fremur vel á þau, sum að minsta kosti. Mætti ef til vill taka }>au til söngs í kiikjum vorum. Auk alls þessa eru í Presta- félagsritinu margar skýrslur og fundagjörðir, svo og rit- dómar um margar erlendar bækur. Loks er umgetning um Nýja Húslestrabók, sem dr. theol. Jón Helgason hefir sam- ið. Nefnir biskup postillu sína: Kristur vort líf. Ekki er bók sú enn þá komin hingað vest- ur, enda nýkomin úr prent smiðjunni, er Prestafélagsrit- íð var afgreitt. Af því, sem nú hefir sagt verið, má merkja, hversu fjöl- breytt þetta ágæta tímarit er. Eg fyrír mitt leyti er einkar þakklátur fyrir ]>að. Vonandi verður það lesið af mörgum, einnig hér í Vesturheimi. B. B. J. Fréttir að vestan (Niðurl. frá 1. bls.) þjónusta í kirkju Konkordía safn- aðar, var þá og vigður skírnar- fontur og afhentur söfnuðinum sem minnisgjöf um Oddnýju sál. Bjarnason, er lézt hér í bygð síð- astliðið vor. Oddný stundaði hér ljósmóðurstörf um all-langa tíð, með frábærlega mikilli fórnfýsi. Var horfið að því ráði að prýða guðshús með minninlgargjöf, sem skyldi geyma minning hennar fyr- ir alda og óborna. Minning henn- ar geymist því á þeim stað, sem var hennar andlegt heimili siðustu ár æfinnar. Unni hún honum mjög. Þar hvíla líka hennar jarð- nesku leifar, við hlið manns Odd- nýjar, Eiríks Bjarnasonar, er lézt fyrir fáum árum. Hvíla þau hjón fyrir afturgafli kirkjunnar. Þeir, sem gáfu fé til skírnar- fontsins, voru konur kvenfélags Kokordia safnaðar og almenning- ur úr Þingvalla og Löbergs bygð- um; líka lagði fólk fram fé á fjar- liggjandi stöðum; er mér annars ókunnugt um þá, sem lögðu fram féð. Skírnarfonturinn er högginn úr gráum marmara, er nafn Odd- nýjar sál. drepið i steininn, getið um straf hennar og tilefni gjaf- arinnar. Skírnarfonturinn var formlega afhentur söfnuðinum af presti safnaðarins, fyrir hönd gefenda. Skrifari safnaðarins, Björn Hin- riksson, þakkaði Jgjöfina af hálfu safnáðarins, þeim öllum, fjær og nær, sem stutt höfðu fjármuna- lega fyrirtæki þetta. Forseti safnaðarins, Magnús Bjarnason, þakkaði öllum, fjær og nær, vel- vild í garð móður sinnar, aug- lýsta á þennan hátt. Talaði hann fyrir sig og nánustu ættingja og vini. Kvæði fluttu þeir, Björn Thorbergson og Kristján Jóns- son. Fylgja þau hér með, eins o'g höfundarnir gengu frá þeim; er það ósk manna, að þau birtist í blaðinu ásamt þesum linum. Að lokinni athöfn, bauð Mágn- ús Bjarnason og systkini hans og tengdafólk öllum til kaffidrykkju og súkkulaðs. Var það veizla rétt- nefnd og réttir óteljandi og á- gætir. Mæla börn sem vilja, segir máls- hátturinn. Sannast það á mér. Kirkja Konkordía safnaðar mun með allra myndarlegustu sveitar- kirkjum meðal íslendin'ga; þykir söfnuðinum vænt um guðshús sitt. Eins sakna eg þó í henni, og fleiri kirkjum meðal landa hér. Það er prédikunarstóll í líkingu við það, sem tíðkast í kirkjum á íslandi, og sem er alment notaður með ýmsum öðrum kirkjudeildum. Vafalaust mætti segja margt móti þessu og margt með. Þetta vaktist upp fyrir mér, þegar eg var hjá Betel söfnuði síðast liðið sumar. Prédikunarstóll í kirkj- Til íslenzkra kjósenda! Greiðið atkvœði með frambjóðendum hins óháða verkamannaflokks Bíejarráðsmemi: y ANDERSON J. SIMPKIN QUEEN I Skólaráð: ]». W. STOBARD Merkið seðilinn 1 og 2 í þeirri rö'ð er þér æskið. KOSNINGAR ÞANN 25. NÓVEMBER ÓTRÚLEGT — EN SATT. Á öldinni sem leið var talsvert mikið talað um hið undarlega fyr- irbrigði, að sjö ára gamall dreng- ur dó úr elli. Hann hét Charles Charlesworth og var fæddur 14. marz 1829 í Stoffordshire í Eng- landi. Foreldrar hans voru eins og fólk er flest. Þegar drengur- inn var 4 ára var hann fullþrska og hafði fengið skegg. — Hann lognaðist út af í elli, þegar hann var að eins sjö ára gamall. Lítið Ijóðabréf Til J. Briem, Gimli, Man. Frá Baldvin Halldórsson, Riverton P. O., Man. 1. Kæri Briem, eg þakka þér þíða bréfið góða. Altaf tel eg ylinn mér allra stærsta gróða. 2. Mér finst altaf benda á bug beizkju forlaganna, ef ég næ í hlýjan hu'g hjartagóðra manna. í Þýzkalandi var það siður á 19. öldinni, að prinzunum var fenginn “'Prugelknabe”, þ.e. dreng- ur, sem altaf var refsað fyrir yf- irsjónir prinzanna, því ekki mátti leggja hendur á þá. Giovanni Galanti, ítalskur pilt- ur, sér í myrkri, en er blindur á daginn. í aprílmánuði 1928 — þá var hann 16 ára — ætlaði hann að* flytjast til Ameríku, en er vestur kom var honum neitað um land- gönguleyfi vegna þess að hann hefði dagblindu (retinochoraidi- tis), eins og vísindin nefna það. Þýzkur maður, Otto Nodling, var árið 1927 dæmdur fyrir skattsvik í sambandi við bru'ggunarhús, sem hann átti. Var hann dæmdur til þess að greiða í sekt 82,000,000 marka. Hann gat ekkert borgað og var setttur í “steininn” til að sitja af sér sektina. Er það sama sem hann hafi verið dæmdur í 14,975 ára hegningarhússvist, því að fimtán mörk dragast frá sekt- inni á hverjum degi. Árið 15<62 dó maður, Francois de Civillle að nafni og var graf- inn. En sex stundum seinna lét bróðir hans grafa hann upp og kom þá í ljós að hann hafði verið kviksettur. Hann lifði sjötíu ár eftir þetta og dó þegar hann var 105 ára gamall af ofkælingu, sem hann hafði fengið af því, að spila og syngja heila nótt ástarljóð, fyrir utan glugga jungfrú nokk- urrar. unni þar, er eins og tíðkaðist á ís- landi. Fátt gerir kirkju kirkjule'gri irtnan veggja, en slíkir prédikun- arstþlar. Lika geta þeir, sem heyra illa, setið nálægt þeim, sem talar. Nálega er það ekkert, sem lætur prestinn finna meif til á- byrgðar, sem á honum hvílir, en þegar hann stendur þannig frammi fyrir söfnuðinum. Hann finnur til, hve ósjálfbjarga hann er án sérstakrar, náðarlegrar aðstoðar Guðs og frelsara síns, og án allrar verðskuldunar. Hugsunarháttur prestsins, hver annars sem hann er, hefir eðlilega áhrif á hugsunarhátt safnaðarins. Þannig getur prédikunarstóllinn orðið til blessunar söfnuðinum. Ekkert kysi eg frekar, en að eiga slíkan minnisvarða innan veggja •guðshúss. Væntanlega geymir skírnar- fonturinn minningu Oddnýjar sál. Bjarnason um ókomnar aldir. Hann er vottur um fórnfýsi henn- ar, sýnilegur í hinum fágaða steini. Fórnfýsin er einn sá eig- inleiki, sem er lífsnauðsyn fyrjr hvern söfnuð og safnaðarlim. Hjartanleg fórnfýsi skapar vax- andi trú, og daglegt, innilegt sam- líf með Guði. Það kallar frelsar- inn, að afneita sjálfum sér. 3. Ódauðlegan ávöxt ber alt, sem kærleik sýnir; eilíflega orna mér ylgeislarnir þínir. 4. Eg á engar spakar spár, spar á bleki og tíma; gáfna tregur, frétta fár, fjárans klaufi að ríma. 5. Fjarðar köldu kinnum á, kvakar öldu þytur, hélu földuð hníga strá, haust að völdum situr. 6. Hryllir mig við hroða sýn, hjálpar von er grafin, litlu blessuð blómin mín böndum Helju vafin. 7. Man ég þeirra björtu brá, brosið milda’ og þýða, þegar sólin sumri á sendi geisla blíða. 8. Undra má hve örlög grá ýmsa fá að pína. Fuglar smáir húsum hjá hismi þrá að tína. 9. Svella flóar, svignar eik, svangar tófur skoppa, fönnin gróf í feluleik, föng, við skógar toppa. 10. Þegar róla þar og hér, þeir, sem gá til morða, hérinn smái’ í felur fer, fátt hann á að borða. 111. Nú húðstrýkir nakið land norðan fellibylur, öldugellir út við sand eftir svellin skilur. 12. Þú sérð kannske þrimla hjá þessum svörtu línum. Góði, vertu vægur þá vanhöldunum minum. 13. Þú færð músík meira en nóg, mína veiku tóna, þetta er bara handahóf, hentu þvi í stóna. 14. Fátækt ól mig upp við þraut, að grjóthóla baki, aldrei sólar yls ég naut undir skóla þaki. 15. Köld þér óláns hverfi ský, hvar þú rólar veginn lifðu skjóli Alvalds í yls og sólar megin. * * * Ljóðabréf eru nú á tímum orð- in svo sjaldgæf, en þóttu einlægt góðir gestir og gaman að þeim, svo eg sendi þetta litla ljóðabréf í blaðið, ef það gæti fallið ein- hverjum góðum vini í geð. Höf- undurinn er góður drengur, og er eg viss um, að margir vinir hans lesa það með velþóknun. Gimli 18. nóv. 1932. J. Briem. Eg enda línur þessar með þeirri ósk endurtekinni, að sá fórnfýs- isandi, sem bjó í brjósti Mrs. Odd- nýjai Bjarnason, megi ætíð ein- kenna söfnuð þennan. Þá mun safnaðarstarfínu borgið. S. S. C. Nýr maður í gamla stöðu Nefnd sú, er kom Mr. Jenkins til þess að bjóða sig fram, er sannfærð um, að hann muni flytja með sér nýjar hugsjónir inn í bæjarstjórnina; hann hef- ir tekið drjúgan þátt í félags- lífi 2. kjördeildar í síðastliðin 23 ár, og aflað sér mikils trausts. Hann fylgir fram rétt- látri niðurjöfnun skatta; krefst þess að einungis lægstu tilboð- um um innkaup fyrir borgar- innar hönd, sé viðtaka veitt. Einnig krefst Mr. Jenkins þess, að tveir menn skuli starfa á öllum þeim strætisvögnum, þar sem umferð er mest. Merkið kjörseðilinn þannig : JENKINS, J. 1 Gleymið ekki að greiða hini*|m mönnunum 2., 3. og 4. atkvæði. Samvinnuútgerð á togara Merkileg nýjung á sviði útgerð arinnar. Þess hefir áður verið getið hér í blaðinu, að skipverjar á botn- vörpungnum “Nirði” hafi keypt skipið og ætli að gera það út í fé- lagi. Skipið hafa þeir nú eignast og skírt upp; heitir það “Hauka- nes”, en útgerðarfélag þeirra heit- ir Samvinnufélagið Haukanes. Er skipstjórinn Jón Högnason, áður skipstjórl á Karlsefni. Þar sem hér er um eftirtektar- verða nýjung að ræða á sviði togaraútgerðarinnar, þykir rétt að almenninlgur fái að kynnast nán- ar því fyrirkomulagi, sem þeir félagar hugsa sér að hafa á út- gerðinni. Samvinnufélag með takmarkaðri ábyrgð. Stofnendur félagsins eru allir skipverjar, 19 að tölu. Stofnend- ur eru skyldir að gegna skipverja- stöðu á skipinu (eða öðru skipi, sem félagið kynni að eignast) meðan þeir eru félagsmenn. Sama skylda hvílir á sérhverjum þeim, er síðar kann að vera tekinn í fé- laJgið. | Félagið er samvinnufélag með sameiginlegri en takmarkaðri á- byrgð. Án sérstakrar skuldbind- ingar fer ábyrgð hvers félags- manns eigi fram úr eign hans í fé- laginu og sjóðum þess, að við- bættum 2000 kr. Hver félagsmaður greiðir 10 kr. inrigöngueyri, sem rennur í fyrn- ingarsjóð. Fari félagsmaður úr skiprúmi fyrir fult og alt, er hann þar með genginn úr félaginu. Félagsfundir og stjórn. Lögmætir félagsfundir hafa æðsta vald á öllum málefnum fé- lagsins; til þess að félagsfundur sé lögmætur, þarf fullur helming- ur féla&smanna að sækja fund. Afl atkvæða ræður úrslitum á félagsfundum. Þó verður sam- þyktum félagsins ekki breytt nema með % atkvæða fundarmanna. Hver félagsmanna hefir eitt at- kvæði á fundi. Stjórn félagsins skipa 5 menn, kosnir á aðalfundi til eins árs í senn; þar skulu og kosnir 2 vara- menn í stjórn, 2 endurskoðendur og tveir til vara. Félagsstjórnin hefir æðsta vald í málefnum félagsins milli funda. Hún getur boðað til félagsfundar þegar henni sýnist, og skylt er henni áð boða til funder, ef 1-3. félagsmanna æskir þess. Sjóðir. Innan félagsins eru þrír sjóðir: 1. Stofnsjóður, sem er séreign hvers félagsmanns að sama hluta og innstæða hans. 2. Fyrningarsjóður, sem notað- ur skal til endurnýjungar skips- ins. 3. Varasjóður, sem er óskift eign félagsins. í stofnsjóð skal greiða: a) 5 kr. árlegt gjald frá hverjum félags- manni og b) upphæð, sem nemur árlega umsaminni afborgun af stofnfjárskuld félagsins. Stofn- sjóð skal nota til greiðslu á and- virði skipsins. í fyrningarsjóð skal greiða ár- lega 4<J0 af upphaflegu bókfærðu verði skipsins. Sjóður þessi skal notaður til að greiða með “klöss- unar”-kostnað skips og fleira. I varasjóð skal leggja; a) ár- lega \°/c af brúttóandvirði afla og b) þær upphæðir, sem aðalfundur kann að ákveða. — Varasjóður skal notaður til þess að mæta óhöppum í rekstri félagsins. Afrákstur félagsins. Afrakstrinum af starfsemi fé- lagsins skal varið þannig: 1. Af óskiftum afrakstri skal greiða allan beinan tilkostnað við útgerðina, svo sem: kol, olíu og aðrar nauðsynjar skips og vélar, matvæli, salt, veiðarfæri, hafnar- gjöld, reikningshald o. s. frv. 2. Viðhald skips og vélar, vá- tryggingarlgjöld, vextir af skips- verði, fyrningarsjóðsgjald, af- borgun af kaupverði skips o. fl. Það, sem eftir er af afrakstrin- um, þegar allur útgerðarkostnað- ur hefir verið greiddur, skiftist milli félagsmanna, þannig: 1. Skipstjóri ........ 3.50 hluti 2. Stýrimaður......... 2.00 — 3. 1. vélstjóri ...... 2.00 — 4. 2. vélstjórf....... 1.50 — 5. Bátsmaður ......... 1.25 — 6. Loftskeytamaður — 1.14 — 7. Matsveinn ......... 1.20 — 8. 2. stýrimaður ..... 1.15 — 9. 1. netgerðarmaður.... 1.10 — 10. Netgerðarmaður .... 1.08 — 1L Netgerðarmaður .... 1.08 — 12. Kyndari........... 1.00 — 13. Kyndari ......... 1.00. — 14. -—19. Hásetar 6, hver 1.00 — Þessum skiftum verður þannig hagað í framkvæmdinni: Eftir hverja veiðiför eða afla- sölu skal taka af andvirðinu sem næst það, sem félagsstjórnin eða umboðsmaður hennar telur nægja fyrir útgerðarkostnaði. Það, sem þá er eftir, skal farið þannig með: Tveir þriðju hlutar koma þegar í stað til skifta meðal skipshafnar- innar, þó aldrei meira en sem svarar 350 kr. á mánuði fyrir hvern heilan hlut. 1-3. hluti geym- ist til tryggingar framhalds- rekstri, þar til reikningar eru fullgerðir og endurskoðaðir. Jón Högnason olg skipshöfn hans eiga þakkir skilið fyrir, að hafa brotið nýja leiði á þessu sviði. Svo sem sést á framan- greindri lýsingu af félagsstarf- semi þeirra, láta þeir áhættu af útgerðinni fyrst og fremst ganga út yfir sitt eigið kaup. En gangi útgerðin vel, njóta þeir góðs af. Þetta fyrirkomulalg er heilbrigt; en sennilega samrýmist það illa við skoðanir þeirra manna, sem sifelt eru að heimta, en engu vilja fórna. — Mgbl.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.