Lögberg - 19.10.1944, Blaðsíða 1

Lögberg - 19.10.1944, Blaðsíða 1
PHONES 86 311 Seven Lines , prV ndercrs an For Better Cot- Dry Cleaning PHONES 86 311 Seven Lines Cot- o# A d ^ciraner8^ Service and Satisfaction ajv 57. ÁRGANGUR LÖGBERG, FIMTUDAGINN 19. OKTÓBER, 1944 NÚMER * . Notfoerið ykkur Laugardagsskólann Ekki hefir Þjóðræknisfélagið, né heldur deildir þess, þarfara verk með höndum heldur en fræðslu í íslenzkri tungu fyrir börn og unglinga, enda hefir sú viðleitni orðið vinsæl og verið metin að verðugu af mörgum foreldrum. Eins og þegar hefir verið skýrt frá í vikublöðum vorum, hóf Laugardagsskóli Þjóðræknisfél- agsins í íslenzku starf sitt á þessu hausti fyrir tveim vikum síðan; fer kennslan fram hvern laugar- dag í Sambandskirkjunni á Banning Street, og hefst kl. 10 f. h. Kennslan er, eins og fyrri, ó- keypis öllum þeim, er vilja færa sér hana í nyt. Þá hefir skólinn nú sem áður ágætum kennslu- kröftum á að skipa, og er það vitanlega aðalatriðið. Mrs. Ingibjörg Jónsson er skólastjórinn, en meðkennarar hennar eru: Mrs. Gyða Einars- son, Miss Vilborg Eyjólfsson, Miss Jóhanna Brynjólfsson og Miss 'Vordís Friðfinsson. Vinna kennararnir verk sitt endurgjalds laust, af einskærum áhuga fyrir viðhaldi íslenzkrar tungu og menningarerfða vorra í landi hér. Mætti dæmi þeirra verða öllum til fyrirmyndar og hvatningar um að sinna Laugardagsskólan- um og starfi hans. Kennarar og nemendur standa einnig stórum betur að vígi heldur en áður var hvað kennsluna snertir, því ^að góðar og nothæfar kennslubæk- ur eru nú fyrir hendi. Stuðlar því allt að því að gera þeim börnum og unglingum, er skól- ann sækja, fræðsluna sem nota- drýgsta. Sannarlega er hér um að ræða einstætt tækifæri fyrir íslenzka foreldra í Winnipeg til þess að láta börn sín njóta undirstöðu- fræðslu í hinni fögru og frægu feðratungu þeirra. Viljum vér því eindregið hvetja þá til þess að notfæra sér þetta ágæta tæki- færi börnum þeirra til handa, bæði með því að senda þau börn sín, er eigi hafa áður stundað nám á skólanum, og eins hin, til framhaldandi náms, sem áður hafa sótt skólann, en nemendur eru flokkaðir þar eftir aldri og kunnáttu. í þessu sambandi má vel á það benda, að háskólar vtósvegar um lönd hafa íslenzka tungu á kennsluskrá sinni, og sýnir það eitt sér, hversu mikils fræðsla í henni er metin af mennta- og fræðimönnum almennt. Ætti það að vera íslenzkum foreldrum sterk áminning um að láta börn sín njóta þeirrar fræðslu í ís- lenzku, sem þeim stendur til boða á Laugardagsskólanum. Stjórnatnefnd Þjóðrœknisfélagsins. AÞENA LEYST ÚR ÞRÆLAVIÐJUM Höfuðborg Grikklands, Aþena, hefir nú verið leyst úr þrælaviðj- um þýzkra Nazista, eftir að hafa verið í klóm þeirra í fulla fjöru- tíu og tvo mánuði; lausn borgar- innar komst í framkvæmd fyrir atbeina grískra uppreisnarher- sveita með tilstyrk innrásarhers frá Bretlandi. Frœðslustarfsemi í íslenzku, sögu íslands og bókmentum Eins og getið var um í síðasta blaði, hefst þessi fræðslustarf- semi á mánudagskvöldið 23. okt. í fundarsal Fyrstu lút. kirkju, kl. 8 e. h. Fyrirlestrar 'ó ensku verða sem hér segir: Oct. 23. A Geographical Sketch of Iceland. — Ingibjörg Jóns- son. Nov. 13. The discovery and Colonization of Iceland. — Rev. V. J. Eylands. Nov. 27. The Classical literature. — Dr. R. Beck. Des. 11. The Icelandic Republic, 930—1262. — Rev. H. E. John- son. Jan. 8. Intruduction of Christi- anity. — Rev. P. M. Petursson. Jan. 22. The Colonization of Greenland and discovery of America. — Salome Halldor- son. Feb. 12. Snorri Sturluson. — Rev. H. E. Johnson. Mar. 12. The Civil strife, 1200— 1264. — Steinunn Sommerville. Mar. 26. The Dark Ages 1264— 1750. — Hólmfríður Daniels- son. April 9. Hallgrímur Pétursson — Rev. V. J. Eylands. April 23. The period of awaken- ing and enlightenment. — Dr. R. Beck. May 14. Literature of the 19th Century. — Próf Skúli John- son. Fyrirlestrar byrja stundvís- lega kl. 8.15 e. h. en íslenzku kenslan kl. 9. íslenzkukennarar verða Miss Salome Halldorson og Hólmfríður Danielson. Skrásetningargjald verður $2.00 fyrir alt kenslutímabilið, en fyrirlestrar verða opnir fyrir almenning og aðgangur verður 25 cent fyrir þá sem ekki eru skrásettir. Mánudagskvöldið þ. 23. verð- ur ókeypis aðgangur og eru allir boðnir og velkomnir að koma og kynna sér þessa starfsemi. Það kveld flytur Ingibjörg Jónsson fyrirlestur sem fyr greinir og sýnir myndir, frá Islandi. Allar upplýsingar fást að 869 Garfield St. phone 38 528. Hólmfríður■ Danielson Ingibjörg Jónsson. RIGA FELLUR I HENDUR RÚSSA Samkvæmt tilkynhingu frá Joseph Stalin, s. 1. laugardag, höfðu rússneskar hersveitir kvöld ið áður náð fullu haldi á hafnar- borginni Riga, sem jafnframt er höfuðborgin í Latvín, en þar höfðu Þjóðverjar um hríð megin flotastöð sína í baltisku ríkjun- um; í baráttunni um borg þessa varð mannfall mikið á báðar hliðar, þó staðhæft sé,’ að það hafi orðið margfalt tilfinnanlegra á hlið Þjóðverja. BELGRAD í ÞANN VEGINN AÐ FALLA Uppreisnarher Jugoslava, með tilstyrk Rússa, er nú að sögn, rétt í þann veginn að nú fullu haldi á Belgrade, höfuðborginni í Jugoslavíu; er því nú aðeins um herzlumun að ræða, unz ríki þetta endurheimtir frelsi sitt. FYLKISSTJÓRN VÖLT í SESSI íhaldsstjórn sú, er Col. Drew veitir forustu í Ontario, er nú svo völt í sessi, að litlar líkur eru á að hún lifi af næsta þing. Að afstöðnum fylkiskosningum í fyrra sumar, fékk íhaldsflokkur- inn 38 þingsæti af 90, C.C.F. 34, Liberalar 16, en Labor Progres- sive 2. Col. Drew tókst þá þegar á hendur stjórnarmyndun, en Liberalar hétu því að bregða ekki fæti fyrir stjórnina fyrst um sinn. Stjórnin slampaðist af fyrsta þingið, en nú virðist vera komið annað hljóð í strokkinn. Col. Drew er ákafamaður hinn mesti og hefir undanfarið haldið einn reiðilesturinn eftir annan, þar sem hann úthúðar sambands- stjórninni fyrir löggjöfina um fjölskyldustyrkinn, sem afgreidd var á síðasta þingi; telur hann þá löggjöf fela í sér mútur til Quebecbúa á kostnað fólksins í Ontario; út af þessum staðhæf- ingum forstætisráðherrans, fauk svo alvarlega í foringja Liberala, Mr. Nixon, að hann héfir í pólitískum skilningi, sagt for- sætisráðherra stríð á hendur, og gefið honum ótvírætt til kynna, að flokkur sinn muni lýsa van- trausti á stjórninni jafnskjótt og næsta þing komi saman. Og nú er Hepburn hvítlauks- konungur í vissum skilningi geng inn aftur; nú vill hann fyrir hvern mun sættast við Liberala á ný, og það jafnvel við King forsætisráðherra líka; nú úthúð- ar Mr. Hepburn Col. Drew, og vill ekki heyra Mr. Bracken nefndan á nafn. Þess er getið til, að áður en langt um líður, muni Mr. Hep- burn takast á hendur forustu Liberalflokksins í Ontario í ann- að sinn. G. A. POLSON LÁTINN Síðastliðinn laugardag lézt á Almenna sjúkrahúsinu hér í borginni, G. A. Palson verzlunar- maður, 652 Gouldind St., 79 ára að aldri, ættaður úr Þingeyjar- sýslu hinni nyrðri. Gústi, eins og vinir hans almennt kölluðu hann kom á ungum aldri til þessa lands, og starfaði jafnan að verzl un; lengi framan af í Nýja ís- landi, en síðustu 19 árin hjá Marchall Wells félaginu í Winni- peg. Gústi var sérlega vinsæll maður og vinfastur, gleðimaður mikill og fyndinn í tilsvörum. Auk Elísabetar ekkju sinnar, hinnar mestu ágætiskonu, lætur Gústi eftir sig 10 mannvænleg börn. Systurnar eru Mrs F. Ward, Mrs. P. Goodman, Mrs. A. Goodman og Florence Polson, allar í Winnipeg; Mrs. B. Bjarna- son og Mrs. V. Bjarnason í Langruth; Mrs. B. M. Paulson í Árborg og Mrs. J. M. Jackson í Essondale, B.C. Tveir synir lifa og föður sinn, Arthur, að Lake Frances, Man., og Jóhann í Win- nipeg. Útför þessa mæta manns fór fram frá Fyrstu lútersku kirkju á miðvikudaginn að viðstöddum fjölmennum hópi ástvina og sam ferðamanna. Séra Valdimar J. Eylands jarðsöng. ÁRÁS Á FORMOSA Sprengjuflugvélar Bandaríkj- anna hafa gert eina árásina ann- ari meiri á eyna Formosa, og gert þar gífurlegan usla; í atlögu þessari mistu Japanir því nær 800 flugvélar og fjölda mikinn smáskipa. SAMBANDSSTJÓRN SKIPAR NEFND VIÐVÍKJANDI VIÐREISNARSTARFI AÐ LOKNU STRÍÐI Forsætisráðherrann, Mr. King hefir tilkynt, að hann hafi skip- að þriggja manna nefnd til þess að hafa yfirumsjón með við- reisnarstarfi í Canada að loknu stríði; í nefndinni eiga sæti Mi. Howe, birgða- og hergagnaráð- herra, Mr. Mackenzie, er hafa skal með höndum velferðarmál heimkominna hermanna og Mr. Claxton, er falin verður á hend- ur umsjón heilbrigðismála og félagslegs öryggis. UNGVERJAR GEFAST UPP Samkvæmt nýjustu fregnum frá Moskva, hafa Ungverjar farið fram á vopnahlé, og eru þess vegna auðsjáanlega orðnir full- saddir af bandalaginu við Hitler; ítrekaðar tilraunir af hálfu þýzkra Nazista í þá átt, að koma í veg fyrir þetta, hafa þar af leiðandi farið út um þúfur. 0r borg og bygð Mr. Guðmundur Thorsteinsson frá Portland, Oregon, var nýlega staddur hér um slóðir; hann brá sér norður til Gimli í för með Mr. Soffaníasi Thorkelssyni verk smiðjueiganda, og sat jafnframt kveðjusamsæti á Marlborough hótelinu fyrir Dr. Steinþórsson og frú. • Undir umsjón stúknanna Heklu og Skuld, í samstarfi við Þjóðræknisdeildina Frón, verður sýnd í Goodtemplarahúsinu stór- merkileg kvikmynd á mánudags- kvöldið þann 6. nóvember n. k., til stuðnings við hið 7. sigurlán canadisku þjóðarinnar. • Mr. Jóhannes Einarsson frá Calder, Sask., hefir dvalið í borg- inni nokkra undanfarna daga. • Eldra kvenfélag Fyrsta lút. safnaðar, heldur sinn árlega Bazaar þann 16. nóvember n. k. Nánar auglýst síðar. • Deild 3 og 4 í Kvenfélagi Fyrsta lút. safnaðar, efnir til Home Cooking sölu í fundarsal kirkj- unnar á miðvikudaginn þann 1. nóvember n. k. • Frú Ástdís Johnson biður þess getið, að heimilisfang hennar sé nú að 965 Strathcona St. Til leigu fæst nú þegar ágætt svefnherbergi með aðgangi að eldhúsi; þetta er á úrvals stað í bænum, og er einkar hentugt fyrir aldraða konu. Upplýsingar á skrifstofu Lögbergs. • Á mánudagskvöldið þann 16. þ. m., voru gefin saman í hjóna- band í Royal Templar höllinni á Young Street hér í borginni, þau Miss Edna Marion Bjornson og Mr. Aðalsteinn Johnson. Séra V. J. Eylands gifti. Frú Alma Gísla- son skemti með einsöng, en Miss Agnes Sigurðson lék brúðgöngu- lagið. Brúðurin er yngsta dóttir þeirra Mr. og Mrs. Sigurður Björnson, 679 Beverley St., en brúðguminn er ættaður frá Lund ar; hann gefur sig við fésýslu og stórhýsa rekstri í Winnipeg. Svaramenn voru Mrs. G. R. Rummery, systir brúðarinnar, og Björn Johnson, bróðir brúðgum- ans. Að aflokinni vígsluathöfn var setin vegleg og fjölmenn veizla í áminstum salarkynnum, o.g stiginn dans. Brúðhjónin fóru í hálfsmánaðar skemmtiferð^ til Austur-Canada. Framtíðarheim- ili þeirra verður í Winnipeg. Heimilisfang séra Kristins K. Ólafssonar, er nú 106 S. Main St., Mount Carrol, 111., U.S.A. • Þeir bræður Páll og Sigul'jón Austman frá Calgary, voru stadd ir í borginni í vikunni sem leið, til þess að vitja móður sinnar, sem legið hefir á sjúkrahúsi; þeir lögðu af stað heimleiðis laust fyrir helgina. • Á laugardagskvöldið þann 7. þ. m., voru gefin saman í hjóna- band í St. Mark lútersku kirkj- unni í New York, þau Miss Beatrice Sigurbjörg Gíslason og Mr. Percy H. Boynton frá Chicago. Svaramenn voru Mr. D. Boynton og Mrs. Hannes Kjartanson. Dr. Paul Scherer gifti; við vígsluathöfnina söng frú María Markan Östlund- Brúðurin er dóttir Mr. G. F. Gíslason i Yancouver og nýlega látinnar konu hans, frú Ingi- bjargar Gíslason. • Látin ef nýlega í Flin Flon, Man., frú Guðný Thompson, kona Henrys Thompson, sem þar er búsettur. Guðrún heitin var fædd í Mikley, vinsæl kona og vel metin, rúmlega sextug að aldri; auk manns síns, lætur hún eftir sig þrjár dætur og einn son; meðal systkina hennar, sem lifa hana, eru frú Margrét Perry í Winnipeg, og Capt. Beggi Jones í Mikley. MERKUR LÆKNIR LÁTINN Dr. H. Chown Þann 12. þ. m., lézt snögglega að heimili sínu hér í borginni, brautryðjandi á sviði læknavís- indanna hér um slóðir, Dr. H. Chown, 85 ára að aldri, er getið hafði sér frægðarorð sem ágæt- ur læknir, og mannvinur, sem greitt hafði götu mannþúsunda. Dr. Chown tók snemma á ár- um ástfóstri við Islendinga, og á hinum érfiðu frumbyggja ár- um þeirra í þessari borg, reynd- ist hann þeim sem bezti bróðir, og taldi aldrei eftir sér nein þau spor, er verða mættu þeim til léttis og raunabóta. VINNA ALLSSTAÐAR Á Á öllum vígstöðvum Norður- álfunnar vinna sameinuðu þjóð- irnar jafnt og ‘þétt á. ítalíuleið- angrinum miðar sæmilega áfram, og eru nú sameinuðu herirnir innan við tíu mílur frá borginni Bologna, en eftir að þeir hafa náð henni, opnast greiður vegur inn í Pó-dalinn. Rússar hafa dregið saman mik- inn her á landamærum Czecho- slóvakiu, og eru í þann veginn að ráðast inn í landið; þá eru og rússneskar hersveitir komnar inn í Austur-Prússland, og sækja þar fram í miklum ákafa. NÝR SÖGUPRÓFESSOR OG NÝR LANDSBÓKAVÖRÐUR Dr. Þorkell Jóhannesson lands bókavörður hefir nú verið skip- aður prófessor í sögu við Háskóla Islands frá 1. sept. n. k. að telja. Frá sama tíma hefir Finnur Sig- mundsson magister, 1. bókavörð- ur við Landsbókasafnið, verið skipaður landsbókavörður. Dr. Þorkell Jóhannesson lauk stúdentsprófi árið 1922 og meist- araprófi í íslenzkum fræðum við háskóla íslands árið 1927. Dokt- orsritgerð hans, sem fjallaði um frjálst verkafólk á Islandi frá öndverðu og fram um miðja 16. öld, kom út á þýzku árið 1933. Dr. Þorkell hefir verið 1. bóka- vörður við Landsbókasafn ís- lands síðan 1932 og landsbóka- vörður síðan 1. júní 1943. Finnur Sigmundsson lauk magisterprófi í íslenzkum fræð- um við háskóla íslands árið 1928. Hann hefir verið starfsmaður við Landsbókasafnið síðan 1929, og 1. bókavörður síðan 1. júní 1943. Guðbrandur Jónsson prófessor hefir verið ráðinn aðstoðarmaður við Landsbókasafnið frá 1. júlí n. k. Alþbl. 20. júlí. Svefn kondórsins í hæðum ofar hlíðum Andesfjalla í hvítri þoku blakkir ernir sveima, og tindur rís við tind úr fangi mjalla, hin trylltu hraun í blökkum elfum streyma. Með vængi hnípna, flekki á fjöðrum rauða, hann, fyglið mikla, skyggnir landið víða, og sólargeislar kvikna í köldum augum. Nú kemur Nótt og hefst af sævarlaugum, og streymir yfir strendur firna víðar, um sléttur, borgir, skóga, í miðjar hlíðar hins mikla fjalls og færist nær og nær, en fuglinn blakar væng, svo rýkur snær, og flýgur upp með hásu, hrjúfu gargi, og hefst á næsta tind á svörtu bjargi. Þá slokkna að fullu vesturloftsins logar, hann lykja myrkur hafsins svörtu vogar, og langt frá dimmri jörðu og breiðum byggðum hann blundar undir himni af stjörnum skyggðum. Lausleg þýðing á kvæðinu Le sommeil du condor, eftir Leconte de Lisle. — Málfríður Einarsdóttii. Vísir.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.