Lögberg - 19.10.1944, Blaðsíða 3

Lögberg - 19.10.1944, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 19. OKTÓBER, 1944 3 Sögufrægir álaðir í Washington Höfuðborg Bandar íkj anna, Washington, D.C., er borg mjög auðug af sögulegum fróðleik og föigrum byggingum. Hún var reist samkvæmt skipulagðri á- setlun, þar sem opin svæði og breiðar trjágötur, voru megin þátturinn. Hinar voldugu bygg- ingar og áhrifamiklu minnis- varðar falla vel inn í þessa um- gjörð. Hér á eftir verður lýst sumum af þeim stöðum, sem gera Wash- ingtonborg eftirsóknarverða fyr- ir hundruð þúsunda amerískra ferðamanna, sem koma þar á ári hverju. Smithsonian stofnunin og alþjóðasafnið. Smithsonian stofnunin skipar virðulegan sess meðal safna heimsins. Smithsoniansafnið var stofnað árið 1846 af þingi Banda- ríkjanna, vegna örlætis James Smithson, sem var Englending- Ur og affleiddi Bandaríkin að öllum eignum sínum, í þessum tilgangi. Byggingin er úr rauðbrúnum sandsteini og eru á henni níu turnar. í Smithsonian safninu eru þúsundir fiska, fugla, skrið- dýra og allskonar lægri dýra- tegunda. Fornleifasafnið er einkum auðugt af amerískum fornleifum. Þar er hægt að finna sérstök söfn frá Mexico og Puerto Rico. Þar er eftirlíking af þorpi Zuni Indíánanna, heimili kletta- búa Norður-Ameríku, svissneskt þorp á vatnsbökkum og forsögu- leg veíkfæri hellisbúanna í Frakklandi. Alþjóðasafnið, sem er undir stjórn Smithsonian stofnunar- innar, innifelur í sér nokkrar miljónir sýnishorna. Alþjóða- safnið er geymslustaður allra listaverka af innlendum og er- lendum uppruna, náttúrusögu- legra gripa, allskonar jurta og landfræ ðilegra sýnishorna, sem tilheyra Bandaríkjunum. Fundarsalur öldungadeildarinnar Fundarsalur Öldungadeildar Bandaríkjaþings í Capitolbygg- ingunni í Washington, D.C. er stór og voldugur salur. Sætum hinna 96 senatora, — það eru tveir frá hverju ríki — er komið þannig fyrir, að þau mynda hringlaga raðir og ganga eins og geislar út frá hásæti forset- ans. Hringinn í kringum sal- inn eru áhorfendapallar, þar sem fólk getur fylgst með störf- um deildarinnar. Veggirnir eru ríkulega skreytt- ir með gyltum skrautmyndum, nieð yndislegum blæ. Á glerinu í lofti salsins, eru táknmyndir stríðs og friðar, einingar, fram- fara, lista, vísinda og iðnaðar. í veggskotum á áhorfendapöll- unum eru brjóstmyndir úr hiarmara af varaforsetum Banda- níkjanna, (sem jafnframt eru forsetar Öldungadeildarinpar). Einnig eru þessar styttur í öðr- um herbergjum byggingarinnar. í aðalanddyri byggingarmnar eru málverk af Washington, John Adam, Patrie Henry, Thomas Jefferson, Daniel Webster, Henry Clay, John C. Calhoun og öðrum stjórnmálamönnum. Klukkah í þingsalnum, sem er úr mahogny, hefir • verið í Capital-byggingunni síðan árið 1803. H-inar 17 stjörnur hennar eru tákn hinna 17 ríkja, sem þá voru í sambandinu. Seinasta stjarnan er fyrir Ohio og var bætt við árið 1802. Herbergin, sem liggja að þing- salnum eru nafntoguð fyrir feg- Urð og skraut. Það eru herbergi forsetans, varaforsetans, mót- tökuherbergi senatoranna, mót- tökuherbergi fyrir almenning og herbergi nefndar þeirrar, sem fer með málefni Columbiafylkis. Fulltrúadeildin Fundarsalur fulltrúadeildar- innar í Capitolbyggingunni í Washington, D.C. er eftirtektar- verður vegna stærðar sinnar. Það er meir en nóg rúm fyrir hina 435 meðlimi, sem eru full- trúar allra þeirra fylkja, sem lúta þingi Bandaríkjanna. Forsetaborðið’ er úr meitluð- um hvítum margara. Þar stend- ur á upphækkuðum palli fyrir miðri suðurhlið salsins. Sætun- um er komið fyrir í hálfhringi kringum forsetasætið. Fyrir framan borð forsétans eru borð og sæti skrifaranna, og opinberra fréttaritara. Til hægri er stað- ur “Sergeant-at-Arms” og tii vinstri staður aðstoðardyravarð- ar. Hamar forsetans liggur á fótstalli úr margara honum til hægri handar. Altaf þegar þing- ið situr er hamarinn á fótstall- inum, en annars liggur hann á gólfinu. Sitt til hvorrar handar við borð forsetans eru málverk í lík- amsstærð af Washington og La- Fayette. Við aðalinnganginn er hin fræga klukka. en vísirar hennar eru færðir aftur á bak seinasta daginn sem þingið sit- ur, svo að sá 'tími, sem hætta skal þingsetu komi ekki fyr en þingið hefir lokið störfum. Fyrir aftan borð forsetans liggja dyr inn í atkvæðaklef- ann, og þar eru einnig setustofur þingmannanna. Á veggjunum hanga málverk af þeim mönnum sem hafa gegnt störfum forseta. Undir áhorfendapöllunum eru fatageymslur. Til áhorfendapall- anna liggja frá austur- og vest- uranddyri skrautlegar tröppur úr marmara frá Tennesseefylki. Hæstiréttur Hæstaréttar byggingin í Bandaríkjunum er hin fastá- kveðni staður réttarins. Bygg- ingin snýr út að Capitol völl- unum og ásamt með öldunga- deildarbyggingunni, fulltrúa- deildarbyggingunni og þingbóka- safninu er hún einn hlekkur- inn í viðbót, sem myndar hinar skipulögðu byggingar kringum Capitolvellina. Hún samrýmist um leið þeirri skipulagningu, sem Washingtonborg er reist eftir. Að utan er hæstaréttarbygg- ingin í grískum stíl. Hún er al- sett hvítum marmara frá Ver- mont-fylki. Hin fjögur réttar- herbergi eru úr hvítum mar- mara frá Georgíufylki. Öll and- dyri og göng eru úr hvítum marmara frá Alabama-fylki. Það sem eftirtektaverðast er við bygginguna að utan, eru hin stóru súlnagöng, með breiðum grískum súlum og úthöggnri burst. Á burstinni yfir vestursúlna- röðinni er táknmynd af skyld- leikanum milli frelsisins, skipu- lagningarinnar og valdsins. Á burstinni yfir suðursúlnagöng- unum eru Moses, Confucius og Solon, sem mestu löggjafar fornaldarinnar, og kringum þá eru fléttaðar táknmyndir, sem sýna framkvæmd laganna, sam- ræming réttlætisins við mis- kunnsemina, menningin, hvern- ig jafnaðar eru deilur milli ríkjanna, og auk þess ýmis önn- um störf hæstaréttar. Inn í aðalsalinn er gengið um vesturanddyri og við austurenda aðalsalsins er herbergi hæsta- jéttar. Á veggjunum eru mál- verk, sem tákna tign laganna, vald stjórnarinnar, réttlætið, sannleikann, viskuna, rétt þjóð- anna og varnarbaráttu mann- legra réttinda. Arlington þj óðargrafreiturinn í Arlington þjóðargrafreitnum hvíla fallnir amerískir hermenn úr ýmsum styrjöldum þar með talinn óþekti hermaðurinn úr síðustu styrjöld. Það er vígð jörð. Árlega koma þar þúsundir manna í virðingar og þakklætis skyni við þá, sem fórnuðu lífi sínu til þess að land þeirra gæti lifað. Inni í grafreitinn liggja þrjú hlið, sem jafnframt eru minnis- merki. Um eitt þeirra liggur leiðin að húsinu, þar sem eitt únn bjó Robert E. Lse herhöfð- ingi. Súlurnar í anddyri húss- ins sjást greinilega frá höfuð-. borginni yfir Potomac ána. Húsið stendur á hæðarbrún, en hlíðar hennar liggja afiíðandi um hálfa mílu niður að Potomac. Grundirnar eru fagurlega og skipulega skreyttar. Þar eru blómabeð og grasvellir, stór tré og fagrir runnar, en auk þess aðdáunarverða, sem mannlegt hugvit hefir gert þar, getur mað- ur ekki annað en stanzað í undr- un og andakt yfir hinni konung- legu náttúrufegurð staðarins, með hlíðum og giljum og brekk- um þöktum eikartrjám. Á einfaldan en virðulegan hátt er reynt að gefa Arlington- garðinum hermenskulegt og þjóðlegt útlit. Á daginn blaktir þjóðfáninn fyrir framan húsið. Um sólsetur er skotið úr fall- byssunum við Fort Myer og fán- inn er dreginn niður. Á garðsvæðinu í suðurátt rís hof frægðarinnar, en það er opin sívöl súlnabygging með lágu hvelfdu þaki. Á múrbrún þess eru grafin nöfnin Washington, Lincoln, Grant Faragut. Á súl- unum standa nöfnin Thomas, Meade, McPherson, Sedgewick og nöfn annara mikilla hershöfð- ingja. Beðunum í blómagörðun um er komið þannig fyrir að þau mynda nöfn mikilhæfra leiðtoga og allskonar tákn og merki hers- ins. Bókasafn þingsins Ef gera ætti bókasafni þingsins full skil, mundi þurfa til þess heila bók. En það verður að dragast saman og segja í fáum orðum, að stærð þess, fegurð og þekkingarauðlegð er gífurleg. Bókasafnið og umhverfi þess er í National Capitol hverfinu. Byggingarstíllinn er frá endur- reisnartímabilinu ítalska, og tek- ur byggingin yfir næstum því fjórar ekrur lands. Bókasafnið samanstendur af einu stóru hringherbergi, sem er lestrarsalur og eru þar stórir staflar af bókum. Hringinn í kring eru svalir. Á sumum af svölunum eru hafðar til sýnis myndir og alls konar aðrir sjaldgæfir hlutir, þar á meðal fógetabækur, fyrsta út- gáfa af mörgum og málverk af forsetunum. Hvelfingin er úr svörtum eir með loftspjöldum skreyttum gyltum gullblöðum. Á gluggana eru skorin höfuð, sem eiga að tákna alla kynflokka mannkyns- ins. Uppspretta, táknar dómstól Neptunusar. 1 forsalnum eru 16 sívalar súlur með grískum súlu- höfðum. Fjórar voldugar súlur halda uppi burstinni og á þær eru höggnar myndir af amerísk- um örnum og barnamyndir. í öðrum gluggum eru brjóst- líkneski úr gránít af Emerson, Irving, Goethe, Franklin, Mac- auley, Hawthorne, Scott, Demos- thenes og Dante. Myndirnar fyrir ofan innganginn eiga að tákna bókmentir, vísindi og listir. Washington minnismerkið Minnismerki Washington gnæfir við himinn. Það sézt löngu áður en komið er til borg- arinnar frá öllum hliðum. í borginni sjálfri sézt það alls- staðar að, vegna hinnar geysi- legu hæðar. Það er sagt að minnismerkið hafi sérstákan blæ á hverri stundu sólarhringsins. Útlit þess breytist af hinni mismunandi birtu og af umskiftum í loftinu, eftir því hvort er heiður himinn eða skýjað loft. í stormi er það einna líkast einmana fjallstindi sem stendur óhreyfanlegur og óhagganlegur í ofviðrinu, sem geysar fram hjá. Minnismerkið er geysihá súla (obeliska) og frá jörðu og upp í topp er hæð þess 556 fet. Sverleiki súlunnar við jörðu er 55 fet en efst 34 fet. í hinum upplýsta innri hluta þess eru minnissteinar. Á þá aru höggin þakklætis- og virð- ingarorð til Washingtons. Þau komu víðsvegar að og voru send úr öllum áttum heims. Washington valdi sjálfur stað- inn þar sem súlan stendur, en byggingin á henni hófst ekki fyr en árið 1848. Árið 1855 var bú- ið að byggja 152 fet af henni, en þá voru peningarnir þrotnir, svo verkið lagðist niður til ársins 1878, en þá kom þingið á fót sjóði til að fullkomna verkið. Minnismerkið var afhjúpað 21. febrúar árið 1885. Vígsluræðuna hélt Robert C. Wintrop, sem 32 árum áður hafði haldið ræðu er hornsteinninn að minnismerkinu var lagður. Mount Vernon Mount Vernon var heimili Georgs Washington, fyrsta for- seta Bandaríkjanna. Það snýr að Potomac-ánni og stendur í skógi- vaxinni hlíð um 20 mílur frá Washington. íbúðarhúsið er í sjálfu sér ekki mikilfenglegt, en umhverf- ið, aldingarðar og grundir gefa ljóslega til kynna að hér hafi eitt sinn hámentuð fjölskylda lifað hamingjusömu lífi. Húsið er tvær hæðir, og á þak- inu eru kvistgluggar svefnher- bergjanna. Húsið er úr timbri, en það er málað þannig og bygt, að það virðist vera úr steini. Uppi á þakinu er lítill turn og á toppi hans forn vindhani. Stærsti og aðalsalur hússins nær yfir endilangt húsið, frá framhlið og að bakhlið. Sitt hvoru megin eru 3 herbergi, sex alls á neðstu hæð. Það eru veislu- salur, söngstofa, dagstofa, borð- stofa fjölskyldunnar, setustofa frú Washington og bókaherbergi. Uppi eru svefnherbergi, þar sem bæði Washington og kona hans dóu. Eitt af svefnherbergjunum er kallað LaFayette herbergið, en í því svaf markgreifinn La- Fayette, sem barðist með Wash- ington í stjórnarbyltingarstríð- inu. Öll herbergin eru búin sömu húsgögnum og þegar Washing- ton-fjölskyldan bjó þar. Grafhvelfing sú, sem Wash- ington hvílir í stendur á völlun- um skamt frá. Það er einföld bygging úr múrsteini, með boga- hvelfdu hliði fyrir framan, en þar fyrir ofan er höggvið í mar- mara: “Hér hvíla jarðneskar leifar hershöfðingjans George Washington.” í herberginu fyr- ir innan standa hinar tvær mar- marakistur. Sú til hægri ber nafn Washingtons og á hana er höggv- in mynd af hertygjum Banda- ríkjahermannsins og fána. Á hina kistuna er skrifað: “Martha eiginkona Washingtons. Dáin 21. maí 1801, 71 árs að aldri.” Þó einkennilegt megi virðast, þá er ártalið rangt. Þar hefði átt að standa 1802, því að það ár dó hún. Minnismerki Lincolns Minnismerki Abrahams Lin- coln er geysifögur bygging, sem sézt frá mörgum stöðum í Wash- ington. Þetta minnismerki er eitt stórkostlegasta verkið, inn- an um hinar skrautlegu bygging- ar höfuðborgarinnar. Byggingarmeistarinn Henry Bacon, sem gerði teikningu af minnismerkinu, skrifar í endur- minningum sínum: “Frá því eg fyrst hófst handa um verkið, var það skoðun mín að þetta minnis- merki um Abraham Lincoln, ætti að standa saman af fjórum höfuð- þáttum — stytta af manninum sjálfum, minnisvarði um ræðu hans í Gettysburg, minnisvarði um aðra veizluræðu hans og táknmynd af einingu Bandaríkj anna — sem samkvæmt hans eig in fullyrðingu var höfuðverkefni hans að varðveita og sem hann og varðveitti. Súlnaröðin hringinn í kring um salinn tákna ríkjasambandið. Það eru 36 súlur alls, ein fyrir hvert ríki í Bandaríkjunum um það leyti sem Lincoln dó. Á vegginn fyrir ofan súlnaröðina eru rituð nöfn hinna 48 ríkja, sem nú mynda ríkjasambandið. Hinir einstöku hlutar minnis- mprkinu eru geysistórir. Súlna- röðin er 188 feta löng og 118 fet að vídd. Súlurnar eru 7 fet og 4 þumlungar í þvermál neðst og 44 fet á hæð. — Fálkinn. 6-EWVC 100 SC| Business and Professional Cards Phone 49 469 Radio Service Specialists ELECTRONIG LABS. H. THORKELSON, Prop. The most up-to-date Sound Equipment System. 130 OSBORNE ST., WINNIPEG MANITOBA FISHERIES WINNIPEG, MAN. T. Bercovitch, framkv.sti. Verzla I heildsölu meC nýjan og frosinn fisk. 303 OWENA ST. Skrifstofusími 25 355 Heimasími 55 463 Blóm slundvíslega afgreidd " ROSERY ltd. StofnaO 1905 427 Portage Ave. Winnipeg. G. F. Jonasson, Pres. & Man. Dir. S. M. Backman, Sec. Keystone Fisheries Limited 404 Scott Block Wholesale Distributors of FRESH AND FROZEN FISH EYOLFSON’S DRUG PAKK RIVER, N.D. tslenzkur lyfsali Fólk getur pantaO meOul o( annaO meO pðsti. Fljót afgreiOsla. J. J. SWANSON & CO. LIMITED 308 AVENUE BLDG., WPG. • Fasteignasalar. Deigja hús. Ot- vega peningalún og eldsúbyrgC. bifreiOaAbyrgO, o. s. frv. Phone 26 821 TELEPHONE 96 010 H. J. PALMASON & CO. Chartered Accountants 1103 McARTHUR BUILDING WINNIPEG, CANADA Legsteinar sem skara framúr Úrvals blágrýti og Manitoba marmari SkrlfiO eftir verOskrd GILLIS QUARRIES. LTD. 1400 SPRUCE ST. Winnipeg, Man. DR. A. BLONDAL Physician & Surpeon 602 MEDICAL ARTS BLDG. Slmi 22 296 Heimili: 108 Chataway Slmi 61 023 Frá vini >tujdios éHONE 96 647 CANADIAN FISH PRODUO^R^. LTD. H Parre. Mannoino Diroetor Wtiolcsale Distrihutors of Fresh. and Frozen Fish 311 Chambers St. Office Phone 86 6&1. Res Phone 73 917. Off’ce Phone 88 033 Res. Phone 72 409 Dr. L. A. Sigurdson 166 MEDICAL ARTS BLDG. Office Hours 4 p.m.—6 p rn. and by appointment ANDREWS, ANDREWS THORVALDSON AND EGGERTSON LögfrœOingar 209 Bank of Nova Scotia Bldg. Portage og Garry St. Slmi 98 291 DR. A. V. JOHNSON Dentist 6 06 SOMERSET BLDG. Telephone 88 124 Home Telephone 202 398 DRS. H. R. and H. W. TWEED Tannlœknar • 406 TORONTO GEN. TRCSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smlth St. PHONE 26 545 WINNIPÉð A. S. BARDAL 848 SHERBROOK ST. Selur Ilkkistur og annast um út- íarir. Allur útbtinaCur bezti. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarOa og legsteina. Skrifstofu talsimi 86 607 Heimilis talsími 26 444 DR. ROBERT BLACK Sérfræðingur 1 Augna, Eyrna, nef og hálssjúkdómum 4Í6 Medical Arts Building, Graham and Kennedy St. Skrifstofusími 22 251 Heimasimi 42 154 Dr. S. J. Johannesson 215 RUBT STREET (Beirft suCur af Banningj Talsimi 30 877 ViOtalstlmi 3—5 e. h. GUNDRY & PYMORE LTD. Britlsh Quality — Fish Nettlng 60 VICTORIA STREET Phone 98 211 Wlnnipeg Manager, T. R. THORVALDBON íour patronage wlU be appreciated

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.