Lögberg - 19.02.1948, Blaðsíða 9

Lögberg - 19.02.1948, Blaðsíða 9
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 19. FEBRÚAR, 1948 9 Alyktarorð Eg vona að það verði ekki tal- ið ótímabært fyrir mig að leggja orð í belg af tilefni af átiatíu ára afmæli Dr. Sigurðar Jóhannes- sonar. Margt hefir verið sagt og sungið í því sambandi og allvel fram borið. Eg kyntist Dr. Sigurði og hinni mætu konu hans fyrir fjörutíu og fjórum árum í Chicago, og hefi fylgst með sögu þeirra alt til þessa. Á þeim árum votu nokkrir fleiri landar við nám í Chicago, mun hafa verið all-hart í búi fyr- ir þeim flestum. Heildarsaga þeirra, sem hafa brotist áfram til náms af litlum efnum verður víst seint rakin. — Það er nokkuð sagt um hin örð- ugu kjör frumbýlinganna, og það að verðugu, en fæstir vita um hinn óþrotlega fjölda örðugleika, sem félausi námsmaðurinn á við að stríða. Þau hjónin Dr. Sigurð- ur og kona hans Halldóra, til- heyrðu þeim flokki. Hann vann erfiðisvinnu um leið og hann leysti vandasamt og örðugt nám af hendi. Og konan hans stóð ekki uppi auðum höndum; takmarkið var þeim sameiginlegt. Þau höfðu til- trú til hvors annars; þau trúðu því fastlega að þeim ynnist að sigra alla örðugleika með at- orku og þolgæði. Halldóra leitaði sér atvinnu í bænum og fór stundum langar leiðir þangað sem hún vann. — Þeir sem þekkja til vita hve létt það er að vera á ferð í bænum í troðningi og misjöfnum veðrum, en hún setti það ekki fyrir sig; með því móti einu gat hún búist við að geta veitt manni sínum þá hjálp og aðstoð að settu marki. Þegar maður kom heim til þeirra hjóna var ávalt glaða sól- skin á heimili þeirra, eins og þau lifðu á allsnægtum. Bjarta og hlýja umhverfið minti á bjartan vormorgun á Is- landi. Reyndar veit ég ekki hve tíðir eru bjartir vormorgnar þar; því konungsdóttirin, eina ís- lenzka konungsdóttirin, sem eng inn ann er þar svo tíður gestur — íslenzka þokan. Maður getur samt gert sér í hugarlund bjarta sólskinsdaga hvar sem er. Mér finst í hvert sinn sem ég hugsa um þennan kafla Dr. Sig- urðar og konu hans, að það sé einhver glæsilegasti og þýðingar mesti hlutinn af samleið þeirra. Hefði þeim vaxið í augum þqir örðugleikar, sem þau horfðust í augu við á þeim árum og leit- að undanhalds, er mjög óvíst hvað þeirra hefði beðið á kom- andi árum. Tel ég hiklaust að sigur sá, sem þeim auðnaðist að vinna á þessum erfiðu árum sé grundvöllurinn fyrir framtíðar störfum þeirra. Það hefir verið lýst opinber- um störfum Dr. Sigurðar og og þátttaka hans í almennum mál- um. Hann bjó yfir skoðunum, sem hann taldi heilbrigðar og helgar; kaus fremur að verða af spaðbita eða spón, heldur en að reynast ótrúr hugsjón sinni, eða að þræða alfaraveg ef það var ekki í sam- ræmi við skoðanir hans. Þeir menn sem það gera eiga ætíð á hættu að verða fyrir hnot kasti, eins og B. Thorarinsen getur: ‘,‘Á lestaferð fjölmennri February 23rd, 24th, 25th, Monday - Tuesday Wednesday BARBARA STANWYCK VAN HEFLIN "Strange Love of Martha Ivers" LESLIE BROOKS JIMMY LLOYD 'Ií's Greal To Be Young" Rose Q'heatre Velkomnir á hið tuttugasta og níunda þjóðrœknisþing íslendinga í Vestur- heimi, til starjs og dáða í ykkar eigin veljerðar málum og vor allra. S A R G E N T F L O R I S T S ’ SIMI 26 575 739 Sargent Avenue Winnipeg 1Á ,-elkomnir Islendingar, til starfs og dáða á 29 þjóðræknis- þing yðar í Winnipeg Að vera Vita og Vilja hafa eink- unnarorð yðar verið í liðinni tíð. Látið vald þeirra aldrei dofna, eða dvína. Blue Ribbon Quality Products COFFEE A rich and flavory blend of freshly roasted, moder- ately priced coffee. TEA Always a favorite because it is always so delicious. BAKING POWDER Pure and Wholesome Ensures Baking Success að líkstaða tjaldstað, ferðamenn fjóna förunauta búi þeir ekki bagga sína sjálfir þó þeir eigi svo sem aðrir”. Þetta hefir ávalt verið svo, og verður líklega svo hér eftir. Fæstir mun þó hafa talið til ó- vináttu gegn Dr. Sigurði út af sérskoðunum hans; mönnum skildist að ekki var barist af eig- ingjörnum tilgangi, heldur fyrir því sem stóð til almennra heilla. sem hafa kunnað að hafa horn í síðu hans munu hafa lokað aug- unum fyrir fullt og allt, eða hafa brugðið upp öðrum svip. Munu þau mál bezt gleymd. Hver kyn- slóð á sín glappaskot og skaða- bætur. Ekki efast ég um að frú Hall- dóra var verulegur hluthafi í þeim málum sem maðui: hennar barðist fýrir á þann hátt, sem konum er eiginlegt. Það er haft eftir merkum heim speking, að konan gjaldi lífinú skuld sína ekki með því sem hún starfar, heldur með því að líða. Eg geri mér í hugarlund að frú Halldóra hafi á þann hátt tekið all-mikinn þátt í starfi manns hennar. Árangurinn af starfi Dr. Sigurðar er því beggja sigur. — Það var eftir aldamótin að Dr. Sigurður var fenginn til að flytja erindi á samkomu í Argylebygð; var hann skemtinn og ræðinn að vanda. Ra^ðuna endaði hann með orðunum: “Upp með taflið, ég á leikinn”. öll var ræðan lögeggj- an til framfara. Þegar litið er yfir viðleitni Sig- urðar og ávinning, get ég ekki bet ur séð, að einmitt þessi orð lýsi vel áttatíu ára starfi hans og sigri. Eitt atvik langar mig til að minnast á. Eg leitaði læknisráða hjá Dr. Sigurði. Ekki vildi hann taka neitt fyrir hjálp sína og sagði: “Það eru nógir peningar”. Engan lækni annan hefi és heyrt tala þannig Mig langar til að tileimca þein hjónum orð eftir einn okkai góða hagyrðing: “Lof sé þeim, sem lætur bezt Ijós á vegu skína. Auðnuleysi er það mest, arfi þeim að tína. I?au hjón Dr. Sigurður og hans mæta kona hafa látið ljós sitt skína mörgum. Með hjartans þökkum og vel- vild. s s. c. í gistihúsinu Þjónustustúlkan: — Hvenær viljið þér láta vekja yður? — Klukkan 8, og með kossi, ljósið mitt. — Eg skal segja burðarkarlin- um frá því. •íAOUR/sr business Se a Sooátieto... m |ÍÉ m s o m •m co o m mm m % & € rri m m m 3 & 70 Toutúf&ttfihete/ Peningar, sem AmerisUir ferðamenn eyða i Manitoba, verða öllum beint og óbeint til góSs. Gerist nú þegar stuSningsmenn að auknum ferða- mannastraum til Manitobafylkis. Sendið nafn og heimilisfang vina yðar I Bandaríkjunum og annara til Travel and Publicity Bureau, við sendum þft undireins bækling um helztu skemti og sumarbúsaði. Sendið nöfnin strax áður en vinir yðar gera aðrar rftífstafanir. pá gerist þér jafnframt meðlimir í Tourist Business Booster Clúbbnum, og stuðlið að því að gera þetta ár mesta ferðamanna árið í Mani- tóba. Þér getið einnig skrifað vinum yðar Bandarík- junum og Canada og hvatt þá til að heimsækja Manitoba. Munið, að ferðamannastraumurinn til til Manitoba er yður í hag. Qð m m m m m Vegna þess að Canada liggur ft Bandarríkjadoll- urum, hefir ferðamanna- straumurinn sérstaka þýð- ingu í ftr. Með þvi leysið þér verzlunar vandamftl Canada. THE TRAVEL AND PUBLICITY BUREAU Dept. of Mines and Natural Resources 101 Legislative Building - Winnipeg, Man. Það sem heimurinn þarfnast Þjóðar metnaður getur verið oft til auðnu, og íslendingar hafa margt til síns ágætis. En ágæt Ensk kona ritaði fáum stundum áður en hún gekkút í píslar dauðann “Þjóðrœkni er ekki einhlít.” Samtökin eru siðfræðis aflið mesta sem heimurinn þekkir í dag. Það tengir mann við mann. Þau eru sterkasta aflið, til einingar þjóðanna, og til einingar fólki allra þjóða. CANADIAN COOPERATIVE WHEAT PRODUCERS LTD. WINNIPEG CANADA MANITOBA POOL ELEVATORS ALBERTA WHEAT POOL Winnipeg, Manitoba Calgary, Alberta SASKATCHEWAN COOPERATIVE PRODUCERS LTD. Regina, Saskatchewan /

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.