Lögberg - 16.03.1950, Blaðsíða 4

Lögberg - 16.03.1950, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 16. MARZ, 1950 Högbtrg MAN. GeflB út hvern flmtudag af THE COLUMBIA PRESS LIMITED 696 SARGENT AVENUE, WINNXPEG, MANITOBA Utanáskrift ritstj&rans: EDITOR LÖGBERG, 696 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, PHONE 21 804 Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Verð $5.00 um árið—Borgist fyrirfram The "Lögberg” is printed and publiehed by The Columbia Presg Ltd. 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada. Authorized as Second Class Mail, Post Office Department, Ottawa íslenzk menning stækkar landnám sitt Hún er ekkert smáræði þakkarskuldin, sem íslenzka þjóðin stendur í við þá menn, er eins og dr. Pilcher, biskup í Sydney, Ástralíu, hafa varið tíma sínum og kröftum til að útbreiða með glæsilegum þýðingum bók- .mentaperlur hennar, ýmist úr bundnu máli eða ó- bundnu, og stækkað með því andlegt landnám hennar vítt um jarðir; og það er heldur enginn smáræðis við- burður í bókmentasögu okkar, er felst í grein dr. Becks, sem hér fer á eftir, þar sem frá því er skýrt, að fjórir íslenzkir sálmar í þýðingu dr. Pilchers, hafi fengið var- anlegt aðsetur í nýrri og vandaðri útgáfu af sálmabók ensku kirkjunnar í Ástralíu. Hvern hefði órað fyrir því, að íslenzkir sálmar yrði sungnir „hinum megin hnattarins“ í samtíð okkar, eins og dr. Beck kallar það? Og eitthvað ættum við að geta af þessu lært okkur til menningarlegrar hjartastyrk- ingar, í stað þess að varpa öllum áhyggjum okkar upp á aðra og láta reka á reiðanum. Nei, það er ekki að ástæðulausu, að erlendir bók- mentafrömuðir hafa komið auga á gullkornin í bók- mentun okkar og lagt sig í líma um að kynna þau „eins vítt og vorgeislar ná“. Þetta er í sjálfu sér ærið mikils- verðara, en þó við sjálfir ausum okkur gengdarlausu lofi, og ætti að verða okkur hvöt til átaka hinum þjóðernis- legu helgidómum okkar til fullverndar. Lögberg kann dr. Beck hinar innilegustu þakkir fyr- ir áminstar upplýsingar; hann er ávalt á verði, og má í rauninni teljast hin vakandi samvizka okkar Vestur- íslendinga í þjóðræknismálunum. Þýðingar íslenzkra sálma í ástralskri sálmabók Fyrir atbeina íslandsvinarins dr. C. Venn Pilchers, biskups í Sydney, Ástralíu, barst mér nýlega frá hlut- aðeigendum eintak af hinni nýju útgáfu sálmabókar ensku kirkjunnar þar í álfu („The Book of Common Praise with Supplement“). Undirbúning umræddrar útgáfu hafa haft með hönd- um leiðtogar fyrrnefndrar kirkju, og var dr. Pilcher ritari útgáfunefndarinnar. í viðbæti við útgáfuna eru meðal annars bæði frum ortir sálmar eftir hann og fjórar af þýðingum hans af íslenzkum sálmum; en þeir eru þessir: Fyrsta erindið úr kvöldsálmi séra Páls Jónssonar, „Sólin hylst í hafsins djúpi“; kaflar úr tveim „Passíu sálmum“, séra Hallgríms Péturssonar; og sálmur séra Valdimars Briem, „Þinn andi, guð, til Jesú Krists mig kalli". Höfðu þýðingar þessar áður komið út í þýðingasafni dr. Pilchers af íslenzkum sálmum; en með upptöku þeirra í hina áströlsku sálmabók hefir hann enn átt hlut að því að færa út landnám andlegrar ljóðagerðar vorrar. Lætur hann þess einnig getið í bréfi til undir- ritaðs, sem skrifað var skömmu fyrir jólin, að honum sé það mikið fagnaðarefni, að „fólk sitt“ syngi nú sálma Hallgríms Péturssonar. Eigi mun hið ástsæla og áhrifa- mikla sálmaskáld vort hafa um það dreymt, að sálmar hans myndu öldum síðar sungnir í kirkjum hinum meg- in hnattarins. Eln það eitt öðlast slíkt langlífi í bók- mentum, sem listrænt er og talar til mannshjartans al- mennt. En dr. Pilscher lætur ekki þar við lenda. Heildar- safn þýðinga hans af íslenzkum sálmum og andlegum ljóðum, „Icelandic Christian Classics“ (úrval úr „Passíusálmunum“, ýmsir yngri sálmar, „Sólarljóð“ og ,,Lilja“) er nú í prentun eða komið út á vegum áströlsku deildar Oxford University Press, sem einnig gaf út ofan- nefnda sálmabók. Verður hér um merkilegt safn þýð- inga að ræða, sem vænta má, að víðtæka athygli veki. En heiður og þökk sé þýðandanum fyrir virka tryggð sína við íslenzkar menningarerfðir og bókmentir. Richard Beck Hinn fyrsti canadíski kenslustóll í íslenzku verður stofnaður við Manitobaháskólann Áhugasamur blaðamaður hér í borginni, Henry Provisor, hefir flutt tvö útvarpserindi varðandi stofnun kenslustóls í íslenzkri tungu og íslenzkri bókvísi við Manitobaháskólann; hið fyrra var flutt yfir canadíska útvarpskerfið á fimtudagskvöldið var, en hið síðara og fullkomhara, flutti útvarpskerfið brezka í London síð- astliðinn mánudag, er barst vítt um jarðir, þar á meðal vafalaust til íslands; hefir því þessi gagnmerka hug- mynd, sem nú er í þann veginn að breyast í staðreynd, fengið á öldum ljósvakans byr í segl svo að segja heims- skautanna á milli; fyrir þetta er íslenzka mannfélagið Mr. Provisor að makleikum þakklátt; hér fer á eftir lausleg þýðing af hinu síðara útvarpserindi hans: „Yfir $134,000 hafa nú safnast í sjóðinn, sem varið skal til stofnunar hins fyrsta canadíska kenslustóls í íslenzkri tungu og íslenzkri bókvísi við Manitobahá- skólann; þess er vænst, að um það bil er $200,000 mark- inu er náð, nægi vextir af þeirri upphæð til að tryggja frambúðarkenslu í íslenzku við háskólann. Um það bil er kensla hefst, verður sjóðurinn undir umsjón háskólans. Hin raunverulega fjársöfnun verð- ur samt sem áður í höndum nefndar, er hin ýmsu félög íslendinga í Winnipeg standa að. í Manitoba eiga búsetu um 15,000 íslendingar, og er það stærsti íslendingahópurinn utan vébanda ís- lands; þá munu og um 10,000 íslendingar vera dreifðir víðsvegar um Canada og Bandaríkin; það má því í raun- inni teljast til stórviðburða, að jafn fámennur hópur skyldi verða þess umkominn, að safna svo furðulega stórri upphæð; og eins og nú hagar til, streyma inn peningar úr öllum áttum í Canada og Bandaríkjunum, þó mest kveði að framlögum frá íslendingum í Man1- toba. Forseti Manitobaháskólans, Dr. Gillson, sem farið hefir lofsamlegum orðum um áminsta kenslustólshug- mynd, lét svo ummælt í fyrri viku: „Háskólastóllinn er óblandið menningartillag vegna þess að hann felur í sér sanna spegilmynd af íslendingum í þessu fylki; þeir eru allir góðir Canadaþegnar og þeir geta með námi og verndun tungu sinnar auðgað til muna canadískt þjóðlíf, íslenzkar bókmentir og íslenzka tungu, sem geymt hafa sögurnar öldum saman, má skoða sem þýðingarmikið tillag til enskra bókmenta“. Það, að íslendingar vilja vernda sína sérstæðu menningu, dregur að engu leyti úr gildi þeirra sem góðra Canadamanna; það er kunnugra, en frá þurfi að segja, hve fljótt þeir sömdu sig að háttum hérlends þjóð- lífs; þeir eiga fulltrúa í öllum stéttum þjóðfélagsins, svo sem bændur, fiskimenn, kaupmenn og bygginga- meistara, og það er athyglisvert hve tala þeirra manna er hlutfallslega há, sem rutt hafa sér braut á sviði æðri menta sem læknar, lögfræðingar, kennarar og dómar- ar. í augum íslendinga er lýðræðið engin nýjung, þar sem vitað er að alþingi þeirra var virk staðreynd fyrir meira en 1,000 árum; frelsiserfðir þeirra eru mikilvægt atriði, með hliðsjón af því, hve auðvelt þeim veittist að samræmast canadískum háttum. En því ætti íslenzkan að öðlast kenslustól við Manitobaháskólann? Blátt á- fram vegna þess að hún er sígild tunga hliðstæð við latínu og grísku, og vegna þess ennfremur, að hún er töluð enn þann dag í dag; og að lokum af þeirri ástæðu, að hinar blóðríku sögur og þjóðsögur, sem standa í góðu gildi, má þýða til lesturs óíslenzku fólki; framhjá hinu verður heldur ekki farið, að íslenzkan, sem er náskyld fornum engilsaxneskum málýzkum, er í rauninni hluti af hinni ensku tungu, og verður því að teljast stofn- tunga. Hið frumlega, íslenzka frásagnarform óbundins máls, þar sem viðað er úr miklu í eina söguna af annari, er meðal hinna sérstæðustu fyrirbrigða í sögunni; þetta stafar að nokkru leyti frá því, hve listin að segja sögur, var tíðasta skemtiformið á einangruðum, ís- lenzkum heimilum um það leyti, sem alþingi var stofn- að 930. Þessar sögur, sem í sjálfu sér eru með því bezta, sem skráð hefir verið í látlausu, óbundnu máli, skipa öndvegi í heimsbókmentunum; það er þess vegna ekki vandskilið, hversvegna beri að vernda þessa menningu, tunguna og bókmentirnar til nytsemdar öllum þjóðum heims“. Norðri gefur út tónverkasafn Björgvins Guðmundssonar Tvo lagasöjn nýlega komin á bókamarkaðinn —Björgvin vinnur að því að ganga frá hand- ritum sínum til prentunar og að skrifa œvisögu sína. Nú nýlega eru komin út á forlagi Norðra tvö lagasöfn eftir Björgvin Guðmundsson tónskáld. Eru það „Hljómblik“, 105 stærri og smærri lög fyrir píanó og orgel, og „88 kórlög í alþýðlegum búningi", 64 karlakórslög og 24 lög fyrir blandaða kóra. við Dagur hefir átt samtal Björgvin Guðmundsson í tilefni af útkomu þessara lagasafna. — Ekkert af þeim lögum, sem í þess um bókum eru, hafa áður verið prentuð, segir Björgvin Guð- mundsson. Þetta er hluti af hand ritasafni hans, sem er mikið að vöxtum, og hefir aðeins lítið brot af því verið prentað enn sem komið er. Þessi lagahefti bæði erví prentuð í Bretlandi og er frágangur og prentun eins og bezt verður á kosið. Áður hefir Norðri gfeið út þesi lagasöfn eft- ir Björvin: Friður á jörðu, óra- tóríó, 66 einsöngslög, 77 lög fyrir barna- og kvennakóra, eftir ýmsa höfunda, valin og raddsett af Björgvirt, og 55 lög fyrir bladaða kóra, eftir ýmsa höf- unda, einnig valin og raddsett af Björgvin. Hvað er að segja um framhald á útgáfu verka þinna ? —Um það get ég ekkert ákveð ið sagt, og vafalaust mun dragast lengi að allt mitt handritasafn verði prentað, segir Björgvin. En síðan ég fékk meiri tíma til umráða, eftir að ég lét af kenn- slu við skólana hér, hefi ég eink- um unnið að því að búa handrit mín til prentunar, auk þess sem ég hafi unnið að því að rita ævi- minningar mínar. Eg hefi þegar gengið frá handriti „örlagagát- unnar“ og Alþingishátíðarkan- töturnar, sem enn er óprentuð, og einnig frá stóru handriti, sem geymir kirkjuleg verk mín, lög fyrir kirkjukóra. En margt ann- að bíður síns tíma. • Ertu langt kominn að rita æviminningar þínar ? —Það er nokkuð langt síðan ég hóf það verk og geri ég mér von um að ljúka því fyrir sex- tugsafmæli mitt, árið 1951. Eg hefi þegar gengið frá handriti fyrri hluta verksins, sem nær fram til ársins 1930. Síðari hlut- inn er nú í smíðum. En ég vil engu lofa um það, hvenær verk- inu verði lokið, frá mörgu er að segja og víða komið við, en ég hefi hug á að ljúka því eins fljótt og auðið er. Hvað finnst þér um íslenzkt músíklíf um þessar mundir ? —Einhver spekingur, sem þó þorir ekki að láta nafns síns get- ið, segir í tímaritinu Musica, að ! íslenzk tónlist sé nú stödd í öldu- I dal. Engan röksstuðning er að f fmna fyrir þessari fullyrðingu í grein hans, en hins vegar telur hann sig þess umkominn að bera íslenzkum tónskáldum það á brýn, að þau stæli erlenda tón- list, í stað þess að láta íslenzk þjóðlög setja mark sitt á verkin. Mér þykir þessi kenning furðu- leg, en hún ber það með sér, að til eru menn, sem vilja láta lista- mennina sækja listina inn í fjós. Lítið muna þessir menn þau á- hrif, sem íslenzkur skáldskapur hefir orðið fyrir frá erlendum meisturum. Hver segir nú að« ljóð Jónasar Hallgrímssonar hafi spillzt fyrir kynni hans af Heine? íslenzk tónlist, sem því nafni getur kallast, verður vita- skuld aldrei nema íslenzk, þótt tónskáldin þekki og meti verk erlendra meistara. — Áróður um hið gagnstæða er í senn heim skulegur og skaðlegur. Mun ég gera því máli betri skil annars staðar og svara þessari nýju kenningu um tónlist á við eig- andi hátt. Ekki staður né stund til þess að gera því fyllri skil að sinni, enda þótt ég vilji gjarn- an nú þegar vekja athygli al- mennings á þessum áróðri gegn íslenzkri tónlist, því að annað er þetta ekki. En ég vil að lokum taka fram, að ég er þakklátur Norðra fyrir að ráðast í það stór virki, að gefa út lagasöfn mín.— Mér er það ljóst, að útgáfa ís- lenzkra tónsmiða er ekki gróða- vegur nú á tímum. Enda tilgang urinn ekki sá, að safna verald- legum fjársjóðum með þessum hætti. Hitt er augljóst, að með útgáfunni eru íslenzkar tónbók- menntir auðgaðar og þannig lagður fram skerfur til aukinnar tónmenningar í landinu, þótt það sé ekki mitt hlutverk að dæma, hversu stór sá skerfur er. Degi hefir þótt sérstök ástæða til þegs að vekja athygli almenn- ings á hinum nýju lagasöfnum Björgvins, sem nú eru komin á bókamarkaðinn. Það má telja merkilegan tónlistarviðburð, er tvö stór, íslenzk lagasöfn koma út frá hendi sama höfundar. ís- lenzka þjóðin kann þegar mikið af lögum Björgvins. Þau hafa verið á vörum alþýðu manna um iangan aldur. En fjársjóðir Björg vins eru langt frá því að vera tæmdir. í þessum nýju söfnum eru margar gersemar, og marg- ar fleiri eru enn geymdar í hand- ritum og bíða síns tíma. — Norð- ir rækir merkilegt menningar- hlutverk með því að koma þeim fyrir almeningssjónir. —Dagur Kerling nokkur, sem bað sér beinginga, sagði við velbúinn höfðingja, er gekk fram hjá henni: —Það vildi ég, að blessun drottins fylgdi yður alla daga, —en næði yður aldrei, bætti hún við þegar hún sá, að engin fékkst gjöfin. 1950's THE YEAR FOR PIONEER Bred from Production CHICKS You can depend on good, strong, vigorous chicks that will develop into good pro- ducers of eggs and poultry meat, when you start with Pioneer Chicks—bred to pro- duce, from selected and proven stock. You’U get eggs to market, early and in quantity, and be sure of the best prices. Place your order now for early delivery. R.O.P. SIRED Unsexed Pullets 100 50 100 50 17.25 9.10 W. Leg. 35.00 18.00 18.25 9.60 B. Rocks 33.00 17.00 18.25 9.60 N. Hamp 33.00 17.00 APPROVED 19.75 10.40 Lt. Sussex 34.00 17.50 16.75 8.85 N. Hamp 30.00 15.50 100% Live Arr. GTd. PuUets 96% Acc. PIONEER HATCHERY 416 Corydon Ave., Winnipeg, Man. Producers of High Quality Chicks Since 1910. For All Your Light and Power Needs- You Can Depend on KOHLER ELECTRIC PLANTS Built for heavy duty service— require a minimum of upkeep and attention. Fully auto- matic. All sizes available, with dependable service, from Win- nipeg stock. Ask us for prices and particulars. MUMFORD MEDLAND LIMITED 576 WÁLL ST.f WINNIPEG Phone 37 187 STEELE-BRIGGS' FORAGE CROP SEEDS Carefully cleaned to grade on our own equipment BROME No. 1 SEED TIMOTHY No. 1 SEED FLAX DAKOTAH No. 1 SEED FLAX ROCKET CERTIFIED No. 1 SEED ALFALFA GRIMM No. 1 SEED PEAS DASHAWAY CERTIFIED No. 1 SEED SEED GRAIN — MOST VARIETIES AND GRADES ASK FOR PRICE LIST STEELE BRIGGS SEED CO„ LTD. WINNIPEG. MAN. TELEPHONE 928 551 Also at Regina and Edmonton HOUSEHOLDERS - ATTENTION! We can supply your fuel needs with all the standard brands of coal and coke such as Foothills, Drumheller, Black Nugget, Briquettes, Saskatchewan Lignite, Zenith and Winneco Coke. Sioker Coals in Various Mixtures Our Specialty MC fURDY CUPPLY fO., LTD. \y BUILDERS' J SUPPHES AND COAL Erin and Sargeni Phone 37 251

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.