Lögberg


Lögberg - 16.04.1959, Qupperneq 1

Lögberg - 16.04.1959, Qupperneq 1
í davidAjWL SiudioAu PHOTOGRAPHERS Pihone GRover 5-4133 106 Osborne Street WINNIPEG Oavid&jytL. SiwdioA. PIIOTOGRAPHERS Phone GRover 5-4133 106 Osborne Street WINNIPEG 71. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 16. APRÍL 1959 NÚMER 16 Lögber g árnar lesendum sínum góðs og gæfr tríks sumars Frónsmóf Það kemur að skuldadögunum Það var skemmtikvöld hjá Fróni þ. 6. þ.m. með kvöld- vökulestri úr gömlu Njálu. Forseti Fróns, Heimir Þor- grímsson setti samkomuna og prófessor Haraldur Bessason innleiddi kvöldvökuna með skýrum formála. Lýsti hann efni sögunnar í heild. Hafði hann með sér 8 af þeim nem- endum, sem hann hafði þjálf- að í vetur í lestri, og lásu þeir allir kafla úr sögunni, hver um sig, eftir að hann hafði skýrt frá aðdraganda atburð- anna, sem sagan greinir frá. Þó fljótt yrði að fara yfir sögu var þannig gengið að verki að mest af efni sögunn- ar mun hafa orðið áheyrend- um ljóst. En áheyrendur voru of fáir, bara 20 manns, sem sýndu þessari nýjung tilhlýði- lega virðingu. Hafði þetta þó verið vel auglýst; en svo fækkar þeim, sem lesa blöðin og nú eru “TíVís” í hverju húsi til skemmtunar á kvöld- um og þá ekki þörf á fleiru. í því undratæki er svo margt fallegt að sjá og heyra að liggur við ofbirtu stundum og þetta ruglar mann eins og rammasti spíritus. Þörf er því naumast á að leita margar aldir aftur í tímann að efni til skemmtunar. Að hugsa sér kvöldvökulestur fornsagna vestur í Kanada á 20. öldinni, sem hefir skapað sjónvarp, atomsprengjur, geimför og svo ótal margt fleira til fróð- leiks og skemmtunar fyrir alla. Það er hú meiri þjóð- ræknin! Eðlilega munu m a r g i r hugsa þannig og þá fer nú lítið fyrri þjóðrækninni í þeirra hugarlundum. Hún gengur inn í sjálfa sig og hverfur að lokum inn í þoku nútímavísinda og vitsmuna, sem neita gildi hinna gömlu sagna í framsókn mannsand- ans. Þannig stöndum við á hverfanda hveli í hinni miklu hringferð, og takmarkið fram- undan virðist alltaf færast fjær, þrátt fyrir hinn síaukna hraða’ sem nú er á öllu. Samt er þess að gæta, að það sem við köllum þjóðrækni er ekki tómur hugarburður. Hún er virkileiki og skylda um leið. Virkilekii þess, sem viður- kennt er, að bókmenntir okk- ar séu sígildar, og þá skyldan við okkur sjálf, að læra að hagnýta okkur þær eins og vera ber. Og sú skylda viður- kennir og innifelur hugsjón, sem gagnlegcjst hefur reynzt í lífsbaráttu okkar sjálfra og þjóðrainnar í heild sinni. Vegna þess erum við á góðum vegi með að greina nokkuð af því, sem í okkur sjálfum býr og hagnýta það eftir föngum. Fyrir þá, sem lesa og skilja íslenzka tungu verður því kvöldvökulesturinn meir en augnabliksyndi. Hann er enn- fremur sígilt íhugunarefni og um leið uppbyggilegur sem fræðigrein í íslenzku og sögu. Því er ekki ráð að hafna hon- um. Hann ætti að endurtakast á hverju ári og ná til fleiri áheyrenda en í þetta sinn. Enn er „ástkæra, ylhýra mál- ið, og allri rödd fegra,“ hjá mörgum okkar sem regn á þá gróðurmold, sem við hlutum í vöggugjöf og hefir ávallt ver- ið okkur dýrmætast allra eigna þrátt fyrir allt, og sá ylur og birta frá þeirri sól, sem fyrst beið þess áð við opn- uðum augun í þessari undra veröld. Því að, „móðurmálið mitt góða, ’ið mjúka og ríka, orð áttu enn, eins og forðum, mér yndið að veita.“ S. E. Björnsson Ánægjuleg samkoma Árshátíð Skandinavafélags- ins, The Viking Club, sem haldin var á Marlborough Hotel hér í borg s.l. laugar- dagskvöld, var um allt hin ánægjulegasta. Hófst hún með sameiginlegu borðhaldi kl. 7.30. Forseti félagsins, Heimir Thorgrímsson, stjórnaði há- tíðinni af lipurð og röggsemi. Bauð hann gesti velkomna með nokkrum vel völdum orðum, en undir borðum fluttu stutt ávörp þeir H. A. Brodahl, ritari félagsins, S. R. Rodvick, fyrrv. forseti þess, og W. J. Lindal dómari. Var gerð- ur góður rómur að máli þeirra. Frú Dagný Simon lék á píanó þjóðsöngva Norður- landanna fimm — og fánar þeirra allra skreyttu sam- komusalinn. Að loknu borðhaldinu var dans stiginn af miklu fjöri til miðnættis. Thor Viking Hlýtur meiriháttar námsstyrk Richard Beck, Jr. Dagblaðið “Grand Forks Herald” flutti nýlega þá frétt, að vélfræðideild (School of Mechanical Engineering) Cor- nell University, Ithaca, New York, hafi veitt Richard Beck Jr., syni þeirra <}r. Richards og Berthu (heitinn- ar) Beck, Grand Forks, N. Dak., $3,050.00 námsstyrk til framhaldsnáms í fræðigrein hans. Richard Jr. lauk “Bachelor of Science” prófi í vélaverk- fræði á Ríkisháskólanum í Norður Dakota (University of N. Dakota) vorið 1955 með háum heiðri; hafði meðal ann- ars verið kosinn félagi í “Sigma XI,” heiðursfélagi vís- indamanna fyrir námsafrek sín. Undanfarið hefir hann starfað sem vélaverkfræðing- ur hjá verksmiðjufélagi í Minneapolis. Hann byrjar framhaldsnám sitt á Cornell University næstkomandi sept- ember og stefnir að því marki að ná meistaraprófi (“Master of Science”) í vélaverkfræði. TÍRÆÐ Frú Þórunn Davíðsson að Lundar, Man. átti hundrað ára afmæli á föstudaginn 8. apríl. Hún fluttist- til Canada um aldamótin og settist að í Lundarbyggð og hefir búið þar jafnan síðan. Síðustu fimm árin hefir hún átt heimili hjá. Mrs. Björnsson, er rekur heimili fyrir aldrað fólk að Lundar. Frú Þórunn er enn við góða heilsu; á sunnudag- inn heimsóttu hana nokkrir vinir hennar til að óska henni til hamingju með afmælið, og sendir Lögberg henni einnig hamingjuóskir í tilefni þess. Það er að vísu óþarfi að endurtaka þann sannleika, að það fé, sem hver opinber stjórn hefir með höndum, hvort sem það er lands-, fylkis- eða bæjarstjórn, er eign almennings en ekki stjórnarinnar, því að allt það fé hefir aflast með því að inn- heimta alls konar skatta af almenningi. Hins vegar krefst almenningur þess af fulltrú- um sínum og stjórnarmönn- um á þingum og í bæjar- og sveitarráðum, að þeir varð- veiti vel fjárhirzluna og verji peningunum á sem hagkvæm- astan hátt almenningi til heilla. Það ætti og hver ráð- vandur maður, sem býður sig fram á þing eða í bæjar- eða sveitarstjórn og lofar ýmiss- um umbótum sé hann kosinn, að skýra fólki frá, að þær umbætur komist aðeins í framkvæmd með fé úr þess eigin vösum — með auknum sköttum. Þegar Mr. Diefenbaker og fylgismenn hans sóttu um kosningu lofuðu þeir fólkinu alls konar umbótum og hlunn- indum, en sögðust samtímis myndu lækka skattana. Þetta var blekking og er ótrúlegt, að þeir hafi ekki vitað betur. Að vísu skyldi hin árvaka og gætna Liberal-stjórn við fjár- hirzluna í bezta lagi og tölu- vert fé aflögu. Landsskuldin hafði og verið lækkuð svo um munaði, og hin nýja stjórn naut þeirra góðu aðstöðu, en ekki leið á löngu þar til af- löguféð hvarf eins og dögg fyrir sólu og skuldaklafinn þyngdist með mánuði hverj- um. Og nú er komið að skulda dögum almennings. — Mr. Fleming, fjármálaráðherra, kunngerði fjármálaáætlun stjórnarinnar á fimmtudaginn og hafa skattar verið hækkað- ir allverulega í öllum grein- um fyrir þetta ár. Ekki skal hér með sagt, að stjórnin hafi varið þessu fé illa, en hitt er vítavert, að telja fólki trú um, að það geti fengið alls konar umbætur og hlunnindi fyrir ekkert, og jafnvel með lækkuðum skött- um. Það er og næsta furðu- legt, hve margir lögðu trúnað á þessa fjarstæðu. Kosningar í Manitoba Útnefningarfundir eru nú haldnri daglega í kjördæm- um Manitobafylkis fyrir kosn- ingarnar 14. maí. Social Credit flokkurinn útnefnir enga frambjóðendur í þetta skipti og getur munað allmiklu hvernig atkvæði þess flokks snúast, því margir þingmenn náðu örlitlum meirihluta at- kvæða í síðustu kosningum. Mr. Roblin hélt útvarps- ræðu á mánudaginn, er mark- aði stefnu Conservative flokks ins, ef hann nær því atkvæða magni að mynda stjórn. Hann lofaði miklu: 33 miljónir til vegagerða, 6 miljónum meira en áður til skólakerfisins, hækkun alls konar styrkja o. s. frv. — eitthvað fvrir hvert mannsbarn í fylkinu. Hann minntist hins vegar lítið á það, hvaðan fé fyrir allt þetta ætti að koma; það verð- ur ekki gripið úr lausu lofti. Fólk óskar vitanlega eftir alls konar framkvæmdum og hlunnindum ,en því ætti jafn- framt að skiljast, að það sjálft verður að borga brús- ann í auknum sköttum. Mr. Campbell hins vegar vill fara hægar í sakirnar, of- þyngja ekki fylkinu með skuldabyrði og sköttum. En nú orðið virðist það ekki vin- sælt að fylgja þeirri stefnu, að fara gætilega og sparsam- lega með fé almennings. Þriðji flokkurinn C. C. F. undir forustu Mr. Stinsons er í hálfgerðum vandræðum, því að Conservative flokkurinn hefir nú lofað að framkvæma mörg atriði úr stefnuskrá C. C. F., svo sem styrkjaveit- ingar og annað því líkt. Víkingsandinn Veit eg það Sveinki, að víst eru hér Víkingasynir og dætur. Og þær eru fagrar, en því er nú ver, eg þarf nú að hafa á mér gætur. Sveinn Björnsson

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.