Kirkjublaðið - 01.10.1891, Blaðsíða 5

Kirkjublaðið - 01.10.1891, Blaðsíða 5
63 á guðsþjónustunni stóð. Að lokínni guðsþjónustu gjörðu flestir ef ekki allir í kirkjunni bæn sína, og þegar prest- ur hafði sagt: »Guð gefl ykkur góðar stundir«, stóðuraenn upp í kórnum, og tóku til að þakka presti, sumir með kossi, en flestir með handabandi, og sögðu um leið; »þakka yður fyrir kenninguna«. Þegar prestur gekk fram úr kórnum, þurfti hann opt að standa við í fram- kirkjunni, því þá dreif að honum kvennfólk hvaðanæfa fram úr stólunum, til að þakka honum fyrir kenninguna. Eptir því man jeg, að undir eins og messan var úti, og áður en menn komust út úr kirkjunni fóru menn að tala um hversdagsleg efni, karlmenn venjulega á sumrin um heyskap, harðindi á vetrum og skepnuhöld á vorin, eða þá um hesta, en konur um börn sin og heimilishagi; þurftu þær að sýna grannkonum sínum og vinkonum krakkana sem þær voru með, en segja frá hinum sem heima sátu. Mikið gekk þá á að leiða menn til sætis einkum í kórnum, og margfalt meira en nú á dögum, þegar allt ágæti hinna heldri manna er óðum að láta bera minna á sjer, eigi síður í kirkjunni en annarsstaðar. Allan inn- göngusálminn og meira en það, hafði meðhjálparinn nóg að gjöra, þegar margt var utansóknar, að sækja menn fram í krókbekkinn og næstu bekkina þar fyrir innan, og leiða þá til kórs, og þurfti til þess fljótan greindar- krapt, að sjá i svip, hvar setja skyldi hvern um sig, svo samkvæmt væri sessi hans í mannfjelaginu, en fáum hlotnaðist sá heiður að vera leiddur í kór að altarishorn- inu, því þar áttu venjulega sæti sinn hvoru megin tveir hinir mestu virðingamenn sóknarinnar, hreppsstjórinn og meðhjálparinn, en ekki var trútt um, að stundum yrði stímabrak meðan á kórleiðslunni stóð, því ekki voru menn ávallt fúsir á að rýma það sæti, er þeim hafði hlotnast,— því þá átti venjulega hver bóndi það sæti í kórnum, sem samkvæmt þótti mannvirðingu hans,—en þessa þurfti þó opt við, eins og gefur að skilja, þegar annar verðugri var leiddur inn. Stöku konur utansóknar voru og leidd- ar til sætis, og gjörði það venjulegast prestskonan, eða þá einhver önnur hefðarkona í sókninni, sem eigi fann

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.