Kirkjublaðið - 01.10.1891, Blaðsíða 4

Kirkjublaðið - 01.10.1891, Blaðsíða 4
§2 inn hávaði var að. Meðan guðspjallið var lesið á helg- um, hjeldu allir að sjer höndum. Víðast var það þá siður að reka út hunda áður en lestur byrjaði, og sýnir þetta allt virðingu, sem menn þá voru vanir að bera fyrir Guðs orði. Títt var a? spyrja börn og ungmenni úr lestrinum, og fjekk sá ávítur, sem ekkert mundi, en eigi mun þetta hafa verið eptirtektinni eða guðrækninni yfir höfuð til bóta, því meir var hugsað um að muna einstök orð, en efnið. Góð var kirkjurækni í uppvexti mínum. Þá tíðkað- ist að messa á miðvikudögum um langaföstu. Mun það sjaldan hafa komið fyrir, þá er gott var veður, og opt þó misjafnt væri, að eigi færi fleiri og færri, nálega af hverju heimili, þegar messa bar á sóknarkirkjunni. Þegar farið var aí stað til kirkjunnar, tóku karlmenn, að minnsta kosti þegar veður var eigi því lakara, ofan og lásu bæn og sjálfsagt Faðir vor, að minnsta kosti var börnum þá sagt að lesa það. Man jeg eptir að mjer fannst það há- tíðleg alvörustund, þegar fólk gekk eða reið þannig af stað, allir þegjandi og alvarlegir, karlmenn berhöfðaðir, og fannst mjer bæði jeg og aðrir þá nálægri G-uði en ella. Þegar tii kirkju var komið, og klukknahljóðið heyrðist, lyptu karlmenn höttum sínum eins og þeir væru að heilsa kirkjunni og klukkunum; man jeg eptir að mjer fannst einhver hátíðlegur, leyndardómsfullur og laðandi unaður við klukknahljóðið og slík áhrif þóttist jeg þá sjá á svip annara. Áður enn messa byrjaði og meðhjálparinn las bænina, kom fólkið flest venjulega inn í kirkjuna og gekk til sætis, og bændi sig þegar það var sezt niður. Kvenn- menn bændu sig og, þá er prestur las Faðir vor á stóln- um. Kæmu menn að kirkjudyrum meðan prestur tónaði pistil eða guðspjall, gengu þeir eigi inn fyr en því var lokið. Um guðspjall og pistil stóðu menn þá eins og nú, en sá var munur, að þegar prestur þá nefndi Jesú nafn í pistli eða guðspjalli, þá hneigði hver maður sig í kirkj- unni, karlmenn lutu höfði en kvennmenn beygðu knjen. Þegar menn komu inn í kórinn, lutu menn prestinum, og eins, ef menn gengu út úr kórnum um embættið, sem ekki var þá títt, því menn sátu vanalegast kyrrir meðan

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.