Kirkjublaðið - 01.11.1893, Blaðsíða 7

Kirkjublaðið - 01.11.1893, Blaðsíða 7
199 um kristindómi; þvi að hann sje ekki annað en heimsaf- neitun í einveru og sjálfpíning. Þetta litla blað vort hefir á þessu ári töluvert rætt kær- leikskyldu kristindómsins, og hefir einmitt svo rækilega lagt aðaláherzluna á það, að oss beri að þjóna Guði með því að þjóna mönnunum, og jafnframt nefnt ýmsar þær tegundir þjónustunnar, sem hjer er sjerstaklega beinzt að, að þarfleysa er að eyða nokkrum orðum til að hrekja staðleysu hinnar þýddu greinar. Þó aldrei nema væri svo, að slíkur algjör misskiln- ingur á kristindóminum og sá, er birtist í þessari grein, ætti sjer stað, þá er mjer það samt ráðgáta, að nokkur mannúðarmaður vilji bægja kirkjunni frá, komi hún með liknarorð eða hjálparhönd. Annað gæti jeg betur skilið, og það er, að neitend- ur kristilegrar opinberunar ljetu stöðugt klingja fyrir eyr- um kirkjunnar, hve slælega hún vinnur sitt kærleiksverk og hve skammt hún nær. En komi þeir ekki með annað eins og það að segja, að kristindómurinn eigi ekkert skylt við mannkærleika. Barnasálmar, eptir sjera Valdimar Briem. Dómkirkjuprestur sjera Jóhann Þorkelsson hreyfði því hjer í blaðinu fyrir 2 árum, að gott væri að fá ódýrt sálmakver til afnota við bænir í barnaskólum, og skor- aði á hin andlegu skáld landsins að efna til slíkrar bók- ar. Fáeinir urðu til að senda sjera Jóhanni sálma og vers, — eitthvað af því hefir þegar birzt í Kbl. og kann síðar að sjást —, en hvergi nærri nægði það að vöxtuni 'eða gæðum til útgáfu slíks sálmakvers. En nú hefir sjera Valdimar Briem einn bætt úr þörfinni með barnasálmum sínum. Kbl. hefir þegar flutt sýnishorn af þeim, en ekki þurfti þess með til að vekja löngun manna til að lesa kverið, nafn höfundarins eitt saman er nóg til þess. í áskorun sinni taldi sjera Jóhann það pauðsynlega kosti

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.