Kirkjublaðið - 01.02.1894, Síða 12

Kirkjublaðið - 01.02.1894, Síða 12
aðurinnereinmitt þáað festa fót í kristninni. Meðanheimsaf- neitunin var hið almenna og sjálfsagða á ofsóknartimum kristninnar, var engin ástæða til sjerstaklegs munklifls, en þegar kirkjan gjörðist veraldlegri, sem sigri hrósandi rikiskirkja, og fór aðbúa sem bezt um sig, rjett sem hefði hún varanlegan samastað, þá leituðu einmitt margar hinar sannkristnustu sálir til munklífsins. Einsetumenn voru þá hjer og hvar um kristin lönd, en þó flestir á Egvpta- landi og Sýrlandi. Þeirra vildi nú Basilius vera fremst- ur og mestur, er hann hvarf frá heimslífinu. Hann tók það mjög rækilega. Hann ferðaðist til hinna nefndu landa og víðar og heimsótti alla hina frægustu einsetu- menn og kynnti sjer háttu þeirra. Við þá kynning þró- aðist sú hugsun hjá honum, að einsetan væri eigi holl, heldur ættu fleiri að lifa saman i föstum fjelagsböndum með sameiginíegri guðsþjónustu og innbvrðis kærieiks- þjónustu, samfaraiikamlegri vinnu við landyrkju,—að »biðja og iðja«. Það er munkalifnaðurinn í klaustrum, sem vakir fyrir honum. Hann er og tiðum talinn faðir munklífsins i grísku kirkjunni, og munkar hennar kenna sig og reglu sína við hann þann dag í dag. Vitaniega var munklífí byrjað heilli öld á undan Basilíusi, en meira var það þó þannig, að margir einsetumenn settust að í námunda hver við annan, hver í sínum kofa, án sjerlegra fjelags- banda. Þegar Basilíus kom heim úr þessari för um 361, gaf hann alla fjármuni sina til fátækra, og leitaði einverunn- ar austur i Pontus, i þröngum, skógi vöxnum fjalladal, við ána Iris, þar sem hún steypist niður af Armeníufjöll- um. Þar voru fyrir móðir hans og systir, og eitthvað fleira af systkinum hans og vinum hændist þar að. Hann lýsir staðnum i nafnfrægu brjefi til Gregors vinar sins svo fagurlega og svo hlýlega, að Alexander v. Humboldt talar um slíka tilfinning fvrir fegurð náttúrunnar sem al- veg einstaklega í fornum ritum (Kosmos. IT,1). Basilíus saknaði þess eins, að fá eigi Gregor vin sinn í sambúðina; hann vantaði mann sjer jafnsnjallan til samræðu og uppbyggingar, og þá skrifar hann honum annað brjef, sem upphafið er sett af hjer á eptir. Þetta

x

Kirkjublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.