Alþýðublaðið - 18.09.1960, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 18.09.1960, Blaðsíða 11
„Veiztu hvaða bát hún var á?“ „Nei, mér virtist það vera venjulegur fiskibátur. Hann valt mikið en virtist á- gætis bátur“. Moraine reykti þegjandi. Augnabhki seinna slökkti Bromley á véhnni. „Við vorum fljótir“, sagði hann, Moraine hneppti jakkanum að sér og dró hattmn niður á ennið. „Ég ætla að koma henni héðan áður en eitthvað skeð- ur“, sagði hann við Bromley“, „ Mundu að segja öllum að þeir megi ekki tala um þetta ef einhver spyr þá“. Moraine gekk niður í aðal- , káetuna, hjálpaði stúlkunni á fætur, vafði hana inn í kápu . og fór með hana upp á þilfar. Ljóskastara var beint í andlit þeirra og karlmanns- . rödd sagði: „Þið eruð tekinn • föst, bæði tvö. Hreyfið ykkur ekki. Upp með hendur!“ j 4. Natalie Rice opnaði dyrnar , inn á skrifstofu Sam Moraine. - Hún hélt á dagblöðum undir hendinni og bréfabúnka í - hendinn. Hún hrökk við þeg- ar hún sá Sam Moraine, sem ■ sat við skifborð sitt. „Ég vissi ekki að þér væruð kominn“, sagði hún. Hann kinkaði kolli og starði út í bláinn. „Hélduð þér að ég væi'i í fangelsi?“ spurði hann. j>Já“. • „Var eitthvað um þetta í blöðunum?“ „Já. Þér vorum ekki nefnd- ur með nafni. Þeir sögðu: „Forstjóri stórs auglýsinga- fyrirtækis hér í bæ“. „Fallega gert af þeim“, sagði Moraine hugsandi. „Þá vita þeir allir hver það er. Hún leit á gluggatjöldin, sem voru dregin fyrir, gekk að veggnum og slökkti Ijós- in. „Hve lengi hafið þér verið ' hér?“ spurði hún og dró gluggatjöldin frá. Hann lokaði augunum um stund þegar sólin skein í aug- un á honum. „Ég veit það ekki“, sagði hann svo. „Síðan klukkan þrjú eða fjögur“. „Komust þér vandræðalaust út?“ „Já. Phil Duncan bjargaði mér“. „’Var Barney Morden einn af þeim, sem handtóku yður?“ „Nei, það er allt í lagi með Barney nema hvað hann talar of mikið. Einhvers staðar að hefur lekinn komið og ég held að það hafi verið frá skrif- stofu ríkissaksóknarans“. „Ég treysti herra Morden ekki“, sagði hún. „Ég held að hann sé nokkurs konar já- maðúr og að hann reyni að vera kurteis og vingjarnlegur við yður af því að það borgar sig fyrir hann. Hann myndi áreiðanlega leggjast gegn vð- ur ef hann gæti það“. „Sennilega“, sagði Moraine utan við sig. „Það myndu flestir gera“. ERLE STANLEY GARDNER „Myndu flestir gera hvað?“ „Leggjast gegn manni ef það kæmi þeim sjálfum að haldi“. „En hvað þér eruð hæðinn!“ „Þetta er ekki hæðni, ég er aðeins að segja yður hvermg lífið er. Hvenær hefur það komið fyrir að maður í góðri stöðu héldi áfram að vera vinur manns sem gæti orsak- að það að hann missti sína góðu stöðu?“ „Við hvað eigið þér?“ ..Þér vitið vel við hvað ég á. Þér sjáið það ske á hverj- um degi“. Andlit hennar var náfölt. Hún lagði bréfin á borðið og studdi höndum á mjöðm. „Heyrið þér mig“. sagði hún, „áttuð þér við eitthvað persónulegt með þessum orð- um?“ Hann leit undrandi á hana. „.Auðvitað ekki“. „Gott“, sagði hún. Hann starði forvitnislega á hana. Þetta hafði áreiðanlega hitt hana illa. við það og farið að sofa. Ég ætla að leggjast á bekkinn hérna og dotta augnablik. Ef ég sofna getið þér rekið blaða- mennina og leynilögreglu- mennina út“. „Hvað á ég að segja þeim?“ „Hvað sem er. Segið þeim, að ég hafi farið til Timbuktu; segið þeim að ég hafi strokið með konu annars manns; seg- ið þeim að ég hafi hlaupist á brott með peninga sem bank- inn hafi átt; segið þeim hvað sem yður dettur í hug. Það er ekki neinn glæpur að ljúga, þegar svona stendur á. Ég þarf að fá að vera í friði, sofa og hugsa“. „Ég vona“, sagði hún“, að ég sé ekki að skifta mér af því, sem mér kemur ekki við, en ég hélt að þér væruð hættur við þetta“. „Ég er það“, sagði hann dræmt“, og ég er það ekki. Það er eitthvað við þetta allt, sem ég verð að kryfja til mergjar". „Hvernig stóð á því að þér voruð teknir fastir?“ „Ég fór með peningana til mannræningjanna. Ríkislög- reglan hafði fengið að vita að eitthvað hefði skeð. Þeir biðu eftir okkur þegar við komum að landi. Ég held að þeir hafi ekki viljað tala neitt við mig, þeir vildu vist aðeins hræða mig og sýna öllum öðrum að það bogar sig ekki að borga lausnargjald án þess að ríkis- „Bíðið þér nú við“, sagði hann góðlega. Þessu ligg- ur ekki á. Við vorum að tala um annað“. „Ég var að skipta mér af því, sem mér kom ekki við“, sagði hún. „Þegar ég vil tala við yður um eitthvað annað en vinn- una“, sagði hann, eruð þér líkust vél“. „Viljið þér ekki hafa mig þannig?“ spurði hún. „Nei“, svaraði hann hrein- skilnislega. „Ég vil það ekki“. „Þannig ættuð þér að vilja að ég væri“. Hann hristi höfuðið. „Nei“, sagði hann. „Það er ekki rétt. Þér vitið allt um mig Ég veit svo til ekkert um yður. Þér vitið hvað mér finnst um Grantland. Þér vit- ið hvað ég geri við samning- inn við Johnson og þér getið áreiðanlega fundið jafn gott slagorð og það meira að segja mjög líkt því sem ég myndi gera sjálfur fyrir Pelton Pappírs félagið. En ég veit ekkert um yður. Þér komuð til mín meðmælalaust. Það sóttu tíu um stöðuna. Þér fenguð hæstu einkunnina í gáfna- prófinu, sem ég hélt. Þér vor- uð fljótasti hraðritarinn, bezta vélritunarstúlkan, en meðmæli gátuð þér ekki gefið. Ég vissi að þér vilduð ekki gera það, en mér hefur alltaf fundist lítið til meðmæla koma. Ég vil kynnast mannin- „Er það eina ástæðan? Ég skil ekki hversvegna“. „Ég hef áhuga fyrir minnl vinnu“, sagði hún. „Ef þér farið að hugsa um annað, get- ið þér ekki sinnt vinnunni mikið“. „Segið þér sannleikann“, sagði hann hlæjandi. „Þér leikið ekki svona á mig. „Ég er ekki að leika á neinn“, sagði hún og augu hennar leiftruðu. Þér hafið ekki leyfi til að bera það upp á mig“. „Ó jú“, sagði hann“. Þér verðið að muna það að ég þekki mannlegt eðli. Ég sá, hvernig yður leið, þegar ég sagði, að leynilögreglumenn myndu koma hingað. Vilduð þér ekki gera hreint fyrir yð- ar dyrum ungfrú Natalie Rice og segja mér hve mikið af á- stæðunum fyrir uppsögn yðar stafa af því að það er von á lögreglumönnum hingað?“ Hún var náföl og hjálpar- vana. Hún settist niður. „Ætlið þér að gráta ?“ spurði hann. „Nei“, svaraði hún. ,,Ég græt ekki“. „Góð stúlka. Meira Kon- jak?“ „Nei, ég er búin að fá nóg“. „Hve nálægt sannleikanum var ég?“ spurði hann. Henni tókst að brosa. Ástæðurnar voru réttar“. Hann bauð henni sígarettu. Hún tók við henni, hallaði sér „Hvað er að?“ spurði hann. „Ekkert“. Hann starði hugsandi á hana. „Takið þér á móti viðskifta- vinum í dag?“ „Nei, ég vil helzt ekki sjá neinn. Það koma áreiðanlega margir blaðamenn og leyni- lögreglumenn“. ,,Koma leynilögreglumenn hingað?“ „Vitanlega11. Hún settist niður og sagði: „Afsakið herra Moraine, en mig svimar“. „Vatn?“ spurði hann og stökk á fætur. „Hann opnaði skrifborðs- skúffu. „Konjak?“ Hún hikaði augnablik og kinkaði svo kolli. „Ég held ég fái mér með yð- ur“, sagði hann, rétti henni glas og hellti í annað fyrir sig', „Ég get kannske róast ögn lögreglan sé látin vita“. „En þeir handtóku yður?“ „O, já, þeir fóru með mig þangað og Phil fékk þá til að sleppa mér“. „Hvað varð um konuna — konu tannlæknisins?“ „Eigið þér við frú Hart- well? Hún hefur það gott. Þeir eru að kenna henni að gráta fyrir blaðamennina11. „Mér virtist ekki beint gott að skilja hvað hafði skeð af því sem stóð í dagblöðunum“. „Manneskjan er móður- sjúk“. „Ætlar ríkislögreglan að reyna að fá hana til að segja sannleikann?“ spurði hún. Hann leit undrandi á hana. „Til hvers?“ spurði hann. Hún virtist ætla að segja eitthvað, en hún gerði það ekki. Moraine starði á hana og sagði uppörvandi: „Hvað var það, sem þér ætluðuð að segja?“ „Ekkert“, sagði hún. „Þetta kemur mér ekki við. Grant- land hringdi aftur. Og þér ættuð að athuga samninginn við Johnson. Pelton Pappírs Félagið vill að þér finnið gott slagorð fyrir það og ...“ urn sjálfum og því sagði ég að við skyldum sleppa meðmæl- unum“. Hún horfði beint í augu hans. „Svo að þér gætuð minnt mig á það seinna?“ spurði hún. „Nei“, sagði hann, „en fyrst þér viljið vita það, skal ég segja vður það. Þér hafið eitt- hvað á samvizkunni, þér urð- uð hædd við þetta allt, kann- ske hafið þér einhvern tíman lent í slagtogi við mannræn- ingjar. Kannske þér haldið, að þér þekkið þá, sem gerðu þetta“. Hún stóð virðulega á fæt- ur. „Ég kann vel við mig hérna“, tilkynnti hún. „Þetta er einmitt vinna við mitt hæfi. Það er að segja meðan þér er- uð í auglýsingarsnapi. En þégar þér farið að leika leyni- lögreglumann er kominn tími fyrir mig að segja upp“. „Eruð þér að segja upp?“ spurði hann. „Já“. „Aðeins vegna þess að ég lenti í mannránsmálinu?" „Sumpart vegna þess“. fram á við til að hann gæti kveikt í henni og hallaði séjr svo andvarpandi aftur á bak. „Hafið þér heyxt mirmst á Alton G. Rice?“ spurði húnj Hann hrukkaði ennið. „Já. En ég man ekki í sam- bandi við hvrað. Var hann ekki stjórnmálamaður eða var hann viðriðinn . ..“ „Fjárdrátt“, botnaði hún. „Rétt“, tilkynnti hann. „Var hann ekki bæjargjaldkeri?“ „Jú“. „Haldið áfram“, sagði hanri. „Hann er faðir minn“, sagði hún blátt áfram. „Er hann ekki... er hann?“ sagði Moraine með mikilll samúð. „Jú. Hann er í fangelsi“. Moraine kinkaði kolli. „Hann verður laus bráð- lega“, sagði hún. Hreingerningar Sírril 19407 Alþýðublaðið — 18. sept. 1960 H

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.