Reykvíkingur - 14.09.1891, Blaðsíða 1

Reykvíkingur - 14.09.1891, Blaðsíða 1
Afgreiöslustofa Reykvíkings er nú í Grjótagötu Nr. 4. og er opin hvern virkan dag, að for- fallal. kl. 4—6 e. m. Árgang. 13 númer 1 krónu. Reykvíkingur. Borg-ist fyrir júlímánaðarlok. Blaðiö fæst einnig i bðkaverzlun hr. Sigf. Eymundsson- ar, héreptir. Aug- lýsingar kosta ein- úngis helming mðts við í öðrnm blöðum. Uppl. er þegarútselt. Nr. 9. Mánudaginn 14. Septemlber 1891. Númerið kostar 10 a. Munið eptir: Landsbánkinn opinn hvern yirkan dag, kl. 12—2 Söfnunarsjóðurinn opinn i. mánudag' í hyerjnm mán- uði, kl. 5—6 e. m. (i barnaskólanum). Landsbókasafnið opið hvern rúmhelgan dag, kl. 12—2 og útlán bóka mánud. miðvikud. og laugard. Forngripasafnið opið hvern miðvikud. og laugard. kl. 1—2. Málþráðarstöðvar opnar í Rvík og Hafnarf. hvern rúmhelgan dag, kl. 8—9, 10—2 og 3—5 e. m. Yfirdómurinn haldinn hvern virkan mánudag kl 10 f. m. Bœjarstjórnarfundir 1. og 3. hvern fimtud. í mánuði. Bœarþíng haldið hvern virkan fimtudag kl. 10 f. m. Fundir fátœkranefndarinnar 2. og 4. hvern fimtu- dag i mánuði. Sáttanefndin sinnir málum hvern virkan þriðjudag Klukkustund ótiltekin. Ködd í Reykjarsvælunni. Nú eru fáir dagar eptir af þessu sumri, og haustið fer í hönd, enda eru nætur farnar að lengjast en dagar að styttast að því skapi, og er nú vert að líta ögn til baka og minnast ef nokkuð hefur skéð á þessu einmuna hagstæða sumri sem er í sögur færandi í höfuðstaðnum. Það væri unun að geta sagt frá framförum bæarins, vellíðan bæ- arbúa og öðru slíku, sem maður líka gæti búist við, þegar tíðin hefur leikið sér eins við mann eins og á þessu sumri, en því miður verður annað ofan á, eins og nú skal greina. Það er í stuttu máli að segja, að hér hefur ekkert verið gjört i sumar, hvorki af hálfu einstaklingsins né bæarstjórnar- innar, nema hvað tvö ný hús hafa verið bygð, annað tvíloftað í Aðalstræti og hitt einloftað í Austurstræti, einstaka fjöl hef- ur verið sett ný í hitt og þetta hús og einstaka hús endurmálað. Útidyrnar og gluggana á alþingishúsinu hefur hið opin- bera látið mála og yfirsmuit fálkaómyndina yfir dyrum þess. G-ötur, stræti og garð- ar bæarins hafa fyrnst, enn engin viðreisn nokkurstaðar. Kirkjugarðurinn allur fall- inn og grindverkið fyrir framan hann brot- ið, fúið, skakkt og skælt, og er hann bæn- um til forsmánar. — Bæarbryggjan lækk- ar altaf, og trésmíðið fremst orðið ónýtt og ormsmogið. Túnræktin, sem fyrirfar- andi ár hefur verið stunduð af alefli af mörgum, hefur eins og annað, legið í dái þettað sumar; mönnum hefur í þettað sinn nægt að skafa af því litla sem sléttað hefur verið, og hefur eptirtekjan því mið- ur víðast verið sárlítil, hjá þessum ný- græðingum, jafnvel þó grasár hafi verið hér hið besta; er hætt við, að ekki verði arður sýnilegur að mun af þeim framför- um, fyr enn í tíð barnabarna þeirra, en það er nú gott, ef stofnendurnir geta þol- að kostnaðinn á meðan. Lítil sem engin atvinna hefur því verið hér í sumar fyrir daglaunamennina, nema talsverð kolavinna, en við fisk og aðra vöru, grjót eða mold- arverk hartnær engin, og flýðu því flest- ir af þeim upp í sveit eða til Austfjarða. Alstaðar var betra enn hér. Svona er nú útlitið í bænum til landsins, og þó það sé bágt, er þó enn hörmulegra ástand þeirra bæarmanna sem stunda sjóinn. Állt þettað sumar má kalla, að ekki hafi fengist bein úr sjó, og opt og einatt hefur soðning ekki fengist, þó peningar hafi verið í boði. Þeir einir af bæarbú- um, sem hafa verið á þilskipum, hafa haft ailviðunanlega atvinnu af sjónum enn því miður eru þilskipin of fá, því ef að dugnaðarmaðurinn kaupmaður G. Zoega ekki hefði annan eins flota af þeim, eins og haun hefur, þá hefði einnig þessi lífs- vegur verið lokaður fyrir mörgum. Þannig er óhætt að segja, að þettað sumar, þrátt fyrir sína einstöku blíðu, hafi verið eitt hið lakasta fyrir verkmenn þessa bæar; því atvinnuskorturinn í landi og aflaleysið á sjónum, hefur verið með lang mesta móti. Þá hafa ferðamenn einnig komið mjög dræmt, og ekki hafa nema einstakir menn haft atvinnu af þvi. Sýnist svo að þeir séu fyrir alvöru farnir að leggjast hór frá, og má það sjálfsagt kenna móttökum þeim sem þeir fá hér. Þeim er í engu sinnt, en allt sem þeir þarfnast af hendi bæarbúa er gjört þeim svo dýrt sem fram- ast er unnt, og er sú aðferð mjög ómann- úðleg, um leið og hún er svo gagnstæð hinni innlendu og innrættu gestrisni sem hvívetna annarstaðar á sér stað í landinu; enda finna útlendingar þettað mjög vel,

x

Reykvíkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykvíkingur
https://timarit.is/publication/139

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.