Reykvíkingur - 14.09.1891, Blaðsíða 2

Reykvíkingur - 14.09.1891, Blaðsíða 2
34 þó þeir af kurteisi ekki láti á því bera, og eru þeir nú farnir að koma annarstað- ar að landinu og ferðast þaðan, og má það kenna bæarbúum sjálfum, sem skaða bæ- inn og mannorð landsbúa með þessari ok- urs- og ómannúðar aðferð sinni. Þá er nú eptir að minnast á embætt- lingaíiokkinn í bænum, hvernig bonum hef- ur vegnað þettað sumar. Það er nú eins og vant er fyrir þeim, að það gildir einu hvort vel árar eða illa, það er alltaf jafn- gott fiskiri í landssjóðnum, og þegar tíðin er þá blíð ofan á það, og sólskin á hverj- um degi, þá hefur maður þó þá ánægju, að sjá þá optar undir berum himni, og gleðjast í andstreyminu yfir að eiga þó aðra eins dýrðlinga, feita og fráa, flesta gullskreytta aptan og framan, og þá ekki síst um hið hágáfaða höfuð. — Það má því fullyrða að þeim líður ágætlega eptir þettað sumar, og ber það vott um góða meðferð bæarbúa á skepnum, að þessir ali- fuglar eru svo vel til fara, enda hafa all- margir þeirra fengið allgóða aukatuggu við að sitja á alþingi í sumar. En sjaldan launar lcálfur ofeldi, er sann - ur málsháttur, og megum vér vei af því segja, því lítið liggur epfcir þessa menn, og lítið ber á afreksverkum þeirra. Sú eina rögg sem þeir sýna af sór, svo á beri, er sú, að þeir láta þjóna sína ganga sem grenjandi ljón að krefja fólk, og það helst fátæklinga; en til sveitarþarfa gjaida þeir að sönnu drjúgum, en þó engan veg- inn of mikið í samanburði við aðra. Að hlutfalli við fólksfjölda og efni, mun eng- inn bær i heimi vera eins ríkur af embætt- ismönnum og eptirlaunafólki eins og Evík, en sá auður verkar því miður apturábak. Til þess að iteykjavík væri sómi lands- ins og gott eptirdæmi, er því afarmargt sem þarf að laga, og er óskandi og von- andi, að næsta sumar verði betur hagnýtt bænum til viðreisnar og sóma, en gjört hefur verið þettað sumar; en til þess þarf betur valin bæarstjórn, annars verður ekki um það að tala. Próf í hljóðfærasiætti. Fyrir skömmu var óg, ásamt nokkrum bæarbúum áheyr- andi, þar sem frú Anna Pótursson hólt próf yfir nokkrum unglingum, stúlkum og drengjum um 20 að tölu, sem notið höfðu tilsagnar hennar í að leika á „forte- piano“ hin siðari árin. Unglingar þessir reyndust að leika sér- lega vel, eptir aldri hvers um sig að dæma. Eðlilega eru hæfileikar ungling- anna mjög misjafnir, en sumir þeirra fóru svo vel með efni laganna, sem þeir léku að furðu gegndi, þegar litið er til aldurs þeirra og þroska. Svo lók og ein frú og nokkrar eldri námsmeyjar, sem höfðu not- ið sömu kennslu, og fengið mikla æfingu. Það sem einkendi þettað próf, var það, að unglingarnir reyndu kunnáttu sína svo blátt áfram og óþvingað, eins og þeir væru heima hjá sór, þótt margir ókunnir væru viðstaddir, sem eðlilega stafar af því stillta, einarðlega en þó móðurlega við- móti, sem unglingarnir eiga að venjast hjá kennaranum. Mór þykir vert að geta þessa prófs, þar sem frú Pó.tursson hefur unnið með hinni mestu ástundun um mörg ár við kennsluna, án þess að mann svo að segja hafi tekið eptir því, þótt árangurinn só auðsjáanlega mikill. Bj'órn Kristjánsson. Júbil-minníng var haldin í samsæti 40—50 kvenna hór í bænum 25. f. m. i heiðursskyni við fröken Maríu Thomsen á 25 ára-kennslu-starfa-afmæli hennar, og við systir hennar fröken Ohristiane Thom- sen, er sama hefur stundað, en um skemmri tíma. Yóru í samsætinu eingöngu þær, sem tilsögn höfðu fengið hjá þeim systr- um, frá ýmsum tímum, bæði fulltíða frúr og meyjar og ungar stúlkur. Færðu þær þeim fagurt kvæði, sem þær sjálfar sungu. Samþykkt dönsku brunamálastjórnar- innar um, að styttra megi vera á milli húsa, ,enn nú er, er sagt að sje komin, en ekki er kallað hátt með það. Það er annars aumt að vita, að leyfi tii slíks skuli þurfa að sækja i hendur Dönum. Það sýnist fyrir löngu tími til komin, að ábyrgð fyrir eldsvoða hór í bæ væri innlend, og hefði strax í byrjun verið svo tilhagað, þó ekki hefði verið ábyrgð veitt nema fyrir helming húsverða, þá hefði fljótt safnast sá sjóður, með því eldsvoða ber sjaldan að, sem fyrir löngu hefði verið fær um að taka ábyrgð á húsverðonum í heild. En allir þeir peningar eru látnir fara úr bæn- um, og þó menn nú vildu hætta því og setja ábyrgð á stofn hér, þá fengist ekk- ert af því aptur, enda er óhægra að byrja þetta nú, eins og hverjum gefur að skilja.

x

Reykvíkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykvíkingur
https://timarit.is/publication/139

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.