Reykvíkingur - 01.03.1896, Blaðsíða 1

Reykvíkingur - 01.03.1896, Blaðsíða 1
Af grei Oslnstofa Reykvlkings er nú hjA ötgefanda, Aðal- strœti nr. 8, opin hvern virkan dag allan. Nýir kaup- endur gefl sig fram. Reykvíkingur. BlaOið kemur út einu sinnii hverjum rnánuOi og kostar 1 Rvik 1 kr. um áriO, út um land og er- lendis burðargj. a8 auki 25—50 a. Borg- ist fyrir lok júli. VI, 3. Raftysing og rafhitun í Reykjavík. Það eru víst fá nýjungamál, sem fengið hafa liðlegri undirtektir hjer í bænum en þetta mál, og þó voru þær ekki svo góðar, að nokkurt raíiýsingarfjelag vildi ganga að kostum þeim er bæjarmenn buðu, og lítur því helzt ót fyrir, að það mál verði að engu. Það er mjög leiðinlegt fyrir bæjarbúa, ef svo verður, þegar þess er gætt, hversu marg- ir vóru málinu hlyntir, og sumum var það mjög mikið áhugamál. Af því er auðsjeð, að það er talsvert komiðinn í meðvitund al- mennings, að raflýsing og rafhitun muni vera betri og ódýrri en sú hitun og lýsing sem við nú höfum. Svo ef því er slegið föstu, sem Frímann B. Anderson skrifar í Fjallkonunni, síðast þegar hann skrifar um málið, sem allar líkur eru til, að satt sje, „að Beykvíkingar sjeu svo efnum búnir, að þeir, ef þeir bara vildu, gætu myndað hlutaflelag, og fengið með því nóg fje til fyrirtækisins; þeir gætu kostað að öllu leyti raflýsing og rafhitun hjá sjer“, þá sýnist eins og málið sje komið svo langt, að það vanti að eins framtakssama og duglega for- gangsmenn til að safna fjöldanum saman og mynda hlutafjelagið. Mjög er líklegt, að fjöldi manna sje því fráhverfur (þó það væri hægt), að útlendingar sjeu fengnir til að setja hjer upp raflýsingarstöðvar, á sinn kostnað, því það dylst víst fáum, sem dálítið þekkja til, að það með tímanum verð- ur stór gróði, að selja Reykjavíkurbæ raf- hitun og lýsing, og líka ættu menn að sjá það, að við á undanfarandi áratugum höf- um látið útlent auðvald okra nóg á okkur, þó við reyndum í þetta eina skipti að ná í þann ágóða, sem kann að verða af þessu, og það er ekki efamál, — við getum það bara ef við viljum. X. Aths. ritstj.: Vjer skulum nú vona, að þetta mál fái meira gengi áður enn langt líður en nú áhorfist. Notkun rafaflsins er nú óðum að ryðja sjer til rúms í Noreg og Sví- þjóð, enn Danmörk er hjer á eptir, ogkem- ur það af því, að þar hagar öðruvísi til, þar sem þar vantar vatnsaflið, sem svo mikið er af í Noregi og Svíþjóð. Danir verða þvi Nöineriö kostar 10 a. að nota önnur öfl í staðinn til að framleiða rafmagnið, sem annaðhvort eru dýrari eða ekki jafnhentug, svo sem gufuafl eða vind- afl. Er þvi eðlilegt, að þeir sje skemmra komnir í þessari grein en Norðmenn og Svíar. Það er ekki raflýsingin og rafhitunin ein, sem hjer er um að ræða, þótt bæði þessi atriði, einkum hitunin, sje mjög þýðingar- mikil, heldur er ef til vill mest um það vert, að jafnframt fengist vinnuafl til að hreyfa verkvjelar, og má einnig beita því við ýmsa venjulega vinnu með litlum útbún- aði. Þar sem raflýsing er á komin á Norð- urlöndum með framleiðslu fossa, er þegar farið að nota aflið á þennan hátt, svo sem til að hreyfa vjelar við skurðgrepti og önn- ur stór mannvirki. Þannig er nú í vetur verið að grafa jarðgöng gegnum háls einn í Noregi, og er vinnuaflið leitt frá fossi sem er í 10 kíló- metra (D/s d. milu) fjarlægð. — Það er einnig lengsta leið, sem rafmagn hefur ver- ið leitt á þann hátt í Noregi, enn sem kom- ið er. Tillögu höfundarins um, að reynandi væri að stofna hlutafjelag til að koma máli þessu áleiðis hjer, erum vjer samdóma, og munum innanskamms ræða málið ítarlegar í þessu blaði. 3. bæjarstjórnarfundur, 6. febr. 1. Beiðni framborin frá kaupm. Birni Kristjánssyni, um leyfi til að mega byggja pakkhús, austur úr húsi hans, er nái hjer um bil 91/, al. austur fyrir lóð hans, við grófina. Bæjarstjórnin sá sjer ekki fært, að veita hið umbeðna leyfi. — 3. Beiðni frá G-uðm. Guðmundssyni og Friðriki Gíslasyni, um lán á leikfimishúsi barnaskólans ókeyp- is til leikfimisnáms, undir forustu J. Fergu- sons prentara, eitt kvöld í viku einn tíma í senn. Leyfið var veitt til loka barnaskóla- tímans í vor, og þannig, að skólastjóri á- kveði nánar hvenær húsið er notað. — 3. Eptir tillögu skólanefndarinnar var Þórði Guðmundssyni í Vesturgötu 10 veitt kaup- laus kennsla, yfirstandandi skólaár, fyrir son hans Guðmund. — 4. Meiri hluti skóla- Marz 1896.

x

Reykvíkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykvíkingur
https://timarit.is/publication/139

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.