Reykvíkingur - 01.03.1896, Blaðsíða 4

Reykvíkingur - 01.03.1896, Blaðsíða 4
12 á þess konar sýning, og einkanlega taka einhvern þátt í Iienni, það er að vera svo langt á veg koœnir, að geta sent, þangað þótt ekki væri nema lítið sýnishorn af iðn- aði sínum, en til þess ætti einnig að styrkja af almannafje. Því er miður, að hluttaka íslendinga hef- ur verið sáralítil, enn sem komið er, í út- lendum sýningum, og er það illa farið, og svo þegar þar við bætist, að þeir geta ekki vegna efnaleysis sjeð þær, þá er auðskilið, að iðnaðarmenn vorir fara mikils á mis. Innanhandar ætti oss þó að vera, að hafa smásýningu á iðnaði vorum við og við hjer í Reykjavík, og væri Iðnaðarmannafjelagið sjálfkjörið að standa fyrir því; smásýning- ar gætu þó stutt að því, að menn hugsuðu meira um að vanda verknað sinn, og myndi hið opinbera að líkindum styrkja eitthvað þá sýningar viðleitni. Iðnaðarmannafjelaginu hjer í Reykjavík stæði það annars nær, að koma einhverri bragarbót á ýmsar iðnaðargreinir hjer, bæði hvað sjálfa iðnaðarvöndunina snertir, og að setja einhvorjar skorður, ef hægt væri, við verðlækkun þeirri á íslenzkum iðnaði, sem sýnist ætíð meir og meir fara í vöxt hjer, — heldur en að fást við málefni, er liggja fjær þess verkahring, og sem því er, ef til vill, um megn að framkvæma. Iðnaðarmannafje- iaginu væri nær að hreinsa til fyrir sínum eigin dyrum. „Maður líttur þjer nær, ligg- ur í götunni steinn“. a. Leikhús W. Ó. Breiðfjörðs. Dönsk blöð hafa optar en einu sinni minnst á leikhús W. Ó. Breiðfjörðs, og stóð meðal annars grein um það eptir útlendan ferðamann í blaðinu „Dannebrogu í fyrra, þar sem farið var velvildarorðum um það og tekið fram, að það kæmist fyllilega til jafns við hin smærri leikhús erlendis, og jafnframt lokið miklu lofsorði á kaupmann W. Ó. Breiðfjörð fyrir þann dugnað og fram- takssemi, sem hann hefur sýnt í því, að koma upp þessu snotra leikhúsi. Líkt er komist að orðum í „National- tíðindunumu dönsku í vetur, þar sem minst er á sjónleiki í Reykjavík. Þar segir svo: „Menn hafa ástæðu til að vera herra Breiðfjörð þakklátir fyrir hið snotra leikhús, sem hann hefur byggt með miklum kostnaði, og sem fullkomlega kemst til jafns við leik- hús í hinum minni borgum erlendis“. Þannig dæma útlend blöð um þetta fyr- irtæki kaupmanns Breiðfjörðs. Enn hjer í Reykjavík, þar sem hver vill troða skóinn ofan af öðrum, og smásálar- skapur og öfund ráða dómum manna, þykir annaðhvort ekki vert að minnast á, að prí- vat-maður hefur orðið til að byggja hjer snoturt og hæfilega stórt leikhús, eingöngu á sinn kostnað, sem þar á ofan er fyrsta leikhús á landinu, eða menn leitast með öllu móti við að niðra þessu fyrirtæki og svívirða höfund þess, eins og „Óþokkablað- ið“ alkunna gerir i hvert skipti sem það minnist á leiki og leikhús hjer í bænum. Útlendingar veita því opt eptirtekt, sem innlendir menn eru of nærsýnir til að sjá. Apturfarir í samgöngum. Bæjarstjórn Reykjavíkur hefur sem kunn- ugt er gengizt fyrir að fá gufubátsferðun- um á Faxaflóa haldið áfram, en af því með- limir úr ’EIínar'-klikkunni eru að sögn í bæj- arstjórninni, sem þótti náttúrlega ekki tiltök að leita samninga um þetta mál við aðra enn Fischer kaupmann eða umboðsmann hans, sem hefur áunnið sjer svo mikið álit fyrir Elínar-ráðsmennskuna, þá fáum vjer nú eng- ar gufubátaferðir um Faxaflóa næsta ár. Norðmenn hafa nú tvívegis boðið hent- uga báta til ferðanna á Faxaflóa, í hvort- tveggja sinn miklu hentugri og stærri en ’Elínu', sem var óhæf til þeirra ferða, enn þeim tilboðum hefir ekki verið sinnt. Nú í þetta sinn hafði kunnur maður, kapt. Nilsen frá Mandal, sent hingað til- boð um slíkan gufubát, sem munhafakom- izt í hendur einhvers af bæjarfulltrúunum, en þessu tilboði hefir á einhvern hátt verið stungið undir stól, líklega af því að dansk- ur lcaupmaður átti ékki hlut að máli. Það er meir en meðalskömm fyrir hér- uðin kringum Faxaflóa, sem hafa einna bezt skilyrði af öllum hjeruðum landsins til að nota gufúbátaferðir, að láta nú þessar ferðir hætta, og minnkun er það fyrirstór- kaupmennina, að enginn þeirra skuli hafa dáð í sjer að koma því máli áleiðis. En að taka nú „Elínu“ til ferðanna aptur, það væri að bíta höfuðið af skömm- inni. Hannevigs gigtáburður, sem um mörg ár er orðinn frægur erlendis og nú einnig orðinn góðkunnur hjer á landi sem hið langbezta gigtarmeðal, fæst enn hjá W. Ó. Breiðfjörð. Útgefandi: W. Ó. Breiðfjörð. Reykjavlk 1896. — FjelagsprentsmiSjan.

x

Reykvíkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykvíkingur
https://timarit.is/publication/139

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.