Sunnanfari - 01.10.1892, Blaðsíða 2

Sunnanfari - 01.10.1892, Blaðsíða 2
38 Ragnheiður dóttir Magnúsar á Espihóli, Björns- sonar, Pálssonar, Guðbrandssonar biskups. En Sigríður kona Olafs stiptamtmanns var og göf- ugra manna og gerði sá ráðahagur Olafi og kyni hans mestan bafa. P'aðir hennar var Magnús amtmaður (d. 1766) sonur Gísla í Máfahlíð (d. 1715), Jónssonar biskups á Hólum (Bauka-Jóns), Vigfússonar. jJaö er Langsætt. En kona Gísla í Máfahlíð var Margrét dóttir Magnúsar lög- manns, Jónssonar á Reykhólum, Magnússonar á Reykhólum, Arasonar hins stóra í Ogri, Magn- ússonar hins prúða, Jónssonar á Svalbarði, Magn- ússonar í Skriðu, J>orkelssonar prests í Laufási, Guðbjartssonar flóka. jþangað rekjum vér Magnúsar nafn í Stephensensætt. En jþórunn kona Magnúsar amtmanns var af Einarsnesskyni, góðri ætt. Móðir Oddgeirs var Sigríður dóttir Odds notarius Stephánssonar, bróður Olafs stipt- amtmanns, og voru því foreldrar hans systkina börn. Oddgeir mun hafa borið nafn Odds afa síns og Geirs biskups Vídalíns. Hann lærði í heimaskóla hjá Arna stiptprófasti Helgasyni í Görðum og útskrifaðist af honum 1831. Fór hann því næst tii Kaupmannahafnarháskóla og stundaði lög og tók þrisvar próf í þeim. í tvö fyrstu skiptin fékk hann reyndar góðan vitnis- burð og hefir margur látið sitja við slíkan. En Oddgeiri þótti það ekki nóg, og tók því próf í þriðja skipti 4. Maí 1842 og fékk þá bezta vitn- isburð. Með hörkunni hafa menn það. Eptir það komst hann í Rentukammerið og getiö er hans sem skrifara á alþíngi 1845. þ*egar hin íslenzka stjórnardeild var stofnuð 1848 varð Oddgeir þar skrifstofustjóri, en deildarstjóri varð Brynjólfur Pétursson. Brynjólfur dó 1851 og varð Oddgeir þá næsta ár formaður íslenzku stjórnardeildarinnar og var það síðan í 33 ár eða fullan mannsaldur, þangað til hann lézt 5. Marts 1885. Hann varð bráðkyaddur um nótt af hjartbilun. A stúdentaárum sínum í Höfn kölluðu kunn- ingjar Oddgeirs hann »aðalsmanninn« og mun það hafa komið til af því, að hann þótti ætt- stór. Varð hann og mestur metorðamaður í þann lið ættar sinnar. J>eir synir Stepháns amt- manns voru að vísu atgervismenn og þjóðkunnir höfðingjar, einkum þeir Hannes prófastur á Hólmi, er einna þjóðræknastur maður hefir verið um miðbik þessarar aldar, og Magnús sýslumaður í Vatnsdal. Prestar voru þeir Stephán og Pétur, en Olafur var fógeti í Eplatótt á Jótlandi. Hann var faöir Hilmars, er forstjóri var í íslenzku stjórnar- deildinni og góður dreingur. Sonur Magnúsar konferenzráðs var Olafur sekreteri í Viðey, höfð- ings maður á forna vísu. En eingir þeirra frænda urðu jafnmiklir valdamenn og Oddgeir. Að fara að rannsaka hverja þýðing Odd- geir hefir haft í hverju einstöku um málefni Is- lands er ókleyft hér, því að til þess yrði að fara í gegnum alt skjalasafn íslenzka ráðaneyt- isins um hans daga. En það má vera öllum auðsætt að einginn einn xnaður hefir þau 33 ár sem hannl var deildarstjóri, ráðið jafnt og þétt jafnmiklu um úrslit islenzkra mála, þar sem hvert einasta mál, sem kom fyrir íslenzka stjórn- arráðið, bar undir hans úrskurð og tillögur, svo að hann gat, mætti það nokkur, steypt því og stutt það, sem honum þótti hæfa. Einkum mun um fyrra hluta embættistíðar Oddgeirs mest hafa komið undir tillögum hans, því að þá urðu ráð- gjafaskipti allopt og þá var danskur stiptamt- maöur á íslandi og síðan um hríð settur í það embætti maður, sem öðru starfi hafði og að gegna. Um það leyti var og byr Oddgeirs svo mikill hjá frjálslynda flokknum á íslandi, sem kallaður var, að Jón Guðmundsson stakk upp á því í þ>jóðólfi, að Oddgeir væri gerður að kon- ungs fulltrúa, því að honum treystu þeir bezt um alt, að reynast þar þarfur og .þjóðhollur. Um daga Oddgeirs hefir og orðið meiri breyt- íng á stjórnarhögum íslands en nokkurn tíma áður og skulum vér nefna verzlunarfrelsið 1854, fjárhagsmál íslands og stjórnarskrá. þ>að verður að vísu ekki með vissu sagt, hvern þátt Odd- geir hefir átt í þessum málum, en þegar þeir eru nefndir, sem þeim hafi hrundið áfram, þá ætlum vér og að geta verði hans líka, og hyggj- um vér að hann muni hafa stutt það, er líkur væri til að feingist. Kann vera að sumum hafi þótt hann mega fara leingra í því að halda fram kröfum íslendinga, en hins má þó gæta, að eingu voru menn bættari með því, þótt sá maðurinn, sem mest reið á, heíði gerzt svo heimtufrekur, að hann hefði glatað trausti sínu hjá ráðgjafa og Danir hefðu talið hann öfgamann einn. J>á hefði verið slíðrað það sverðið, sem annars mátti

x

Sunnanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.