Sunnanfari - 01.10.1892, Blaðsíða 6

Sunnanfari - 01.10.1892, Blaðsíða 6
42 þægilegra fyrir kvennfólkið að ríða klofvega í linakk en kvenvega í söðli. Ymislegt rak jungfrúin líka augun í, sem fæstir aðrir munu liafa tekið eptir, t. d. að Islendingar sjáist aldrei vetlingalausir (35. s.), að strætin á Akureyri séu brúuð þorskhatisum og dálkum (40), að egg séu aldrei étin álslandi, nema við hátíð- legustu tækifæri og séu þá aðflutt frá Frakklandi (41), að einginn köttur muni vera til á Islandi (49), að karl- menn á íslandi kyssist ávalt er þeir hittast og konur líka, en karlmenn og konur kyssist þar aldrei (69— 70), að Snorri goði hafi verið kristinn prestur áður en kristni var lögtekin á íslandi (110) og mart fleira af því tagi. En þetta má fremur telja til eptirtektaleysis en frumlegra athugana. það sem skást er í bókinni er smásaga um enskan kaupmann. Kaupmanni nokkrum í Glasgow hafði dottið í hug, að hvergi mundi vera betra tækifæri til að koma út rafurmagnsljósi en á Islandi. þar væri myrkrið nóg. Hann fermir nú heljarmikið gufuskip rafmagns- tólum og heldur til íslands í Augústmánuði snemma, viss um að hann muni gera góða ferð. En þegar hann hafði verið tvær nætur á Islandi og sá hvernig næturbirtunni var háttað lét hann kynda gufuvélina sem mest mátti hann og þaut skútan af stað eins og byssu- brend með kaupmanninn og öll hans rafmagnstól, og sást hvorugt síðan við ísland. þeir sem lesa bók þessa hljóta að taka eptir einu, sem hún hefir sér til afskræmis fremur flestum öðrum íerðabókum um ísland, en það eru nafnavillur þær sem eru í henni. það er leitun á að nokkurt nafn sé rétt. Krísuvík er kölluð Kekiaviati, Bjarni Herjólfsson Biono Herioljorm, Vestmanneyjar Westmannaggar, jöklar Toklar, Skagafjörður Skagaffiryr, Hrútafjörður Arreta Fjord, íngólfur (Arnarson) Tugolfi, Odáðahraun Odaxa- hraun, Oræfajökull Oræja Jökla og mart fleira þess- háttar. Sumt er nokkurs nýtt í kverinu, en það er alt eptir aðra menn en jungfrúna sjálfa, svo sem Kneeland, Geikie, Mackenzie og aðra menn. Flestar myndirnar eru í lakara lagi. Fyrsta myndin er skárst. þar sést júngfrúin á hestbaki og er lagleg að sjá, en líklega hefir hún séð svo um blessuð, að hún ljókkaði ekki á myndinni. Kortið er ónýtt. Ó. D. Noregskonungasögur eru farnar að koma út frá ísafoldarprentsmiðju. Er kominn út fyrri hluti Heims- kringlu Snorra (Ólafs saga Tryggvasonar o. fl.) og sér Eggert prestur Brím um útgáfuna, og virðist vera vel frá henni geingið. þar með fylgir æfisaga Snorra Sturlusonar, tímatal, nafnaskrá og miklar vísnaskýringar. Vísnaskýringanna er að sjálfsögðu ekki brýn nauðsyn við alþýðu útgáfur af sögum, en þær eru bókinni til bóta og ætti einginn að fælast frá að kaupa sögurnar vegna þeirra. Bókin er mjög ódýr, einar 2 kr. þessi útgáfa Noregskonungasagna og íslendinga- sagna útgáfa Sigurðar Kristjánssonar er lofsverðasta fyrirtæki, og væri það lítill sómi fyrir íslendinga, ef þau borguðu sig ekki. Myndin af Vilhjálmi Finsen. Af því að herra Bogi Melsteð finnur ástæðu til að drafla um það í ísa- fold, að mynd sú af Vilhjálmi Finsen, er, stóð í Sunnan- fara í fyrra, sé ekki góð, skulum vér, svo að þetta villi ekki ,seinni tíða menn, geta þess að myndin er einmitt ágætlega lík Vilhjálmi eins og vér þektum hann og líkari honum en sú mynd, er stendur í Illustreret Tidende 10. Júlí þ. á. þess má þar að auki geta, að Sunnanfaramyndin er einmitt gerð eptir þeirri mynd, er Vilhjálmur sjálfur tiltók og honum líkaði sjálfum bezt. Fjórir stúdentar nýir eru komnir hingað til há- skólans frá íslandi i ár: Magnús Sœbjörnsson, Pétur Guðjohnsen, Siyfús Blöndal og fiorsteinn Gíslason. standi eptirfylgjandi einkenni. Vottorð. Síðastliðið 3l/‘i ár Jiefi eg legið rúmfastur og þjáðst af veiklun taugakerfisins, svefnleysi, magaverk og illri meltingu; hef eg leitað mér hjálpar hjá ýmsum læknum, en allt varð það árángurslaust, þangað til eg í Decembermánuði f. á. fór að taka inn China-Lífs-Elixír frá hr. Waldemar Petersen. J>egar eg hafði tekið inn úr 1 flösku af honurn fékk eg matarlystina aptur og svaf vel á nóttunum og að þrem mánuðum liðnum fór eg að klæðast og hef eg smátt og smátt orðið svo styrkur, að eg get fylgt fötum og farið minna ferða. Nú hef eg tekið inn úr 12 flöskum og hef von um að verða nokkurn veginn heill heilsu ef eg held áfram að brúka elixírinn, og vil eg því ráðleggja öllum þeim, sem sjúkir eru á líkan hátt og eg var, að reyna bitter þenna hið allra fyrsta. Villingaholti 1. Júní 1892. Helgi Eiríksson. China-Livs-EIixírinn fæst í öllum verzl- unum á íslandi, sem njóta almenníngs álits. Hver sem vill vera viss um að hann fái hinn eina ósvikna China-Lívs-Elixírá nákvæm- lega að gefa því gætur, að á hverri flösku er vörumerki mitt það, er skrásett er, en það er: Kínverji með glas í hendi og verzlunarfélags nafnið Waldemar Petersen, Frederikshavn og í innsiglinu W'FP: í grænu lakki.

x

Sunnanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.