Kvennablaðið - 11.04.1912, Blaðsíða 4

Kvennablaðið - 11.04.1912, Blaðsíða 4
12 KVENNABLAÐIÐ. Er hör eða hampur ræktaður á nokkru heimili? Er sauðfénaður á bænum? Er spunnið sokkaband þar? Vefjargarn? Er á nokkru heimili ræktaður píll í körfur? Eru nokkrar vörur unnar til sölu á heimilun- um í sveitunum, og ef svo er, hverjar? Er þessi söluvinna nokkuð að mun ? Eru börnin á heimilunum nokkuð vanin við tekniska handavinnu, t. d. drengirnir við trésmíði, járnsmíði, að mála, renna tré o. s. frv. Telpurnar: að vefa, gera alm. heimilisstörf, og alm. handavinnu? Fá börnin í sveitinni nokkra verklega kennslu í skólanum? Drengirnir: í slöjd? Telpurnar: í skólaeldhúsi, saumum og prjóni? Fá börnin utan skóla nokkra kennslu í heimilis- iðnaði ? Eru nokkur námskeið í iðnaði? Þessum spurningum svara svo oddvitarnir, og sést á þeim hvernig ástandið er í hverri sveit. Hvernig efnahagur manna er, hvaða áhölfl eru búin til o. s. frv. Sömul. er sumstaðar getið um sveita- þyngsli, eða hvert útflutningur er þaðan til Ame- riku o. s. frv. Eftir þessum upplýsingum fara svo heimilisiðn- aðarfélögin. þau setja upp skóla, útvega fátæku fólki efni í vinnu, og borga því vinnulaun, útvega oft teikningar til að vinna eftir, koma á fót náms- skeiðum o. s. frv. Arangurinn er margvíslegur: bættur efnahagur margra. aukin siðferðistilfinning, minkaðir útflutn- ingar fólks og lækkuð sveitaþyngsli. Hvernig ber að fara með „barnatennurnar“? Eftir Brynjól/ Björnsson, tannlæltnir. (Nl.). Þegar gefa þari börnum meðul, þá vandast mjög málið, þvi að ýms þeirra liafa skaðleg áhrif á tennurnar — þau veikja glerunginn — og geta valdið þvi að sár (holur) detta á liann. Það eru þó einkum járnmeðul, sem eruviðsjár- verð i þessu tilliti. Mæðurnar ættu þvi, efekki verður hjá því komist að nota meðul, að gera sér far um að hella meðulunum í börnin þann- ig, að þau »komi hvorki við góm né jaxl« og þurka munninn og tennurnar og skola vel á eftir. Það mun nú ef til vill mörgum virðast þýðingarlítil fyrirhöfn að varðveita barnatenn- urnar frá skemdum, þar sem þær sitja aðeins í munninum nokkur ár og aðrar sterkbygðari eigi að koma i staðinn. En það er samt ekki alveg rétt álitið. í fyrsta lagi er nú það, að fæstum þykir skemtilegt að heyra börnin sín gráta, og engri móður líður vel þegar hún veit að börnin liennar líða kvalir, af hvaða orsök- um sem það er. En það leynir sér ekki þegar börnin hafa tannverk fremur en þegar fullorðnir eiga í hlut. Þau .hafa ekki eyrð í sér til að vera að leikjum sinum, og neyta hvorki svefns né matar, og allir vita hversu óheppilegt það er fyrir Hkama, sem er að vaxa og þroskast. í öðru lagi er það svo, að seinni tennurnar gcta sopið af því seyðið, ef barnatennurnar sýkjast og eyðileggjast, án þess að þeim sé neinn gaumur gefinn. Áreiðanlegt og víst er það, að fólk mundi ekki svo mjög missa tennurnar, þegar það er komið til vits og ára, sem nú á sér stað, ef foreldrarnir gæfu því meiri gaum, hvað tönnunum í börnum þeirra líður meðan þau eru að alast upp og þroskast. Ef að barnatennurnar »brenna« og eyðileggj- ast af einhverjum óviðráðanlegum ástæðum þá verða mæðurnar að gefa börnunum sérstaklega góðan gaum i þessu tilliti, þegar þau fara að skifta tönnum og nýjar koma í ljós. Það spillir mjög fullorðinstönnunum, ef í munninum sitja »brunnar« leifar af barnatönnunum innan um þær nýju. Þá ber að taka í burtu allar þess konar fúnar leyfar og hreinsa munninn ræki- lega, því fyrir utan það, að skemdar barna- tennur sýkja frá sjer, þá geta þær skekst og skjælt hinar nýju, ef þær detta ekki i burtu í tæka tíð, af sjálfsdáðum. Eg lief orðið þess áskynja hér á landi, að sumar mæður eru hálfsmeikar við að láta taka barnatennurnar með töngum, en sú hræðsla er ekki á rökum bygð, ef rétt er að farið og allrar varúðar er gælt. Auðvitað má aldrei taka barnstönn nema nauðsyn krefji og hún geri fremur skaða en gagn. Það er t. d. alveg nauð- synlegí að taka tönn, er rófin verður sjúk og grefur í tannholdinu. Ef barnatennurnar eru dregnar of snemma út, þá getur það haft áhrif á þroska kjálkanna, og fullorðins tennurnar orðið skakkar fyrir bragðið. Það ákjósanlegasta er að börnin haldi tönn- um sínum svo heilbrigðum sem kostur er, þang- að til þau skifta tönnum. Það er alsiða, að f^'ltar eru barnalennur, en það er æði erfitt og stundum ómögulegt, því að það heimtar meiri þolinmæði af óvita barni en hægt er að ætlast til að það hafi. Öruggasta meðalið og bezta ráðið til þess að varðveita tennurnar í börnunum er að þvo munninn á þeim eftir hverja máltið ogeinkum að láta þau aldrei sofa með óhreinan munn. Undir eins og börnin fá vit ber mæðrun- um að kenna þeim að bursta tenuurnar reglu- lega með góðum tannbursta og hreinsa munn-

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.