Dagskrá

Eksemplar

Dagskrá - 26.05.1897, Side 5

Dagskrá - 26.05.1897, Side 5
329 á sínum tíma, og bera góða ávexti, þótt enn sje vönnt- un á ýmsu. — Það er mín spá. Vjer eigum — sem betur fer — margt gott og efnilegt mannsefni í uppvexti — bæði karl og konu, sem gefa oss hinar bestu vonir um, að þeir muni í engu standa að baki þeirra manna sem uxu upp áður en sveitarkennararnir komu til sögunnar. — Jeg held að þing vort hafi stundum stigið óheppilegri spor í ýmsum greinum, en það gerði með þessari tilraun. Meðan hún var í bernsku, var hún barn; svo er um allflestar nýjar tilraunir í fyrstu, en jeg fæ ekki betur sjeð, en að hún þroskist þó smátt og smátt eptir eðlilegum hætti, þó hægt fari, líkt eg aðrar framfarir hjá oss og börnunum lærist betur og betur að neyta rjett krapta sinna. »Aðalskortur á alþýðumenntun á Isl.« segir höf. svo »er vankunnátta í reikningi, hagsýni og hugviti. I þessu þarf hún fyrst og fremst kunnáttu«. — Um reikn- inginn hefur áður verið talað; að áætlaður tími á hverjum sjerstökum stað, væri að jafnaði allt of stuttur til þess að börnin gætu tekið nægilegri framför í hon- um. Því verður heldur ekki neitað að sumum hverjum mun hafa hætt til, að fara yfir allt of mikið í honum með þau; þess hefur eigi nógu nákvæmlega verið gætt, að kenna þeim til hlýtar hverja einstaka grein hans; hvernig þau ættu að brúka hana sjerstaka, og hvernig í sambandi við hinar undanfarandi. I þessu þurfa börn- in nauðsynlega að verða leikin. ef allt á eigi að lenda í handaskolum og ruglingi fyrir þeim. Praktisku dæm- in eru jafnaðarlegast allt of fá; og börnin eru optast svo lengi að komast inn í það að lcera að brúka regl- urnar sjálf nema þá rjett í því allra einfaldasta; svo langa nú heimilin stundum til að þau geti komist eitt- hvað ákveðið — það er meira í munni, að þau komist reglunni lengra áfram, og það þykir víst sumstaðar vissasta einkennið á duglegum kennara sem hættir við að fara of fljótt yfir; — svo er tíminn útrunninn áður en varir, og er þá um tvennt að velja: — komast eigi þetta ákveðna, eða kenna aðeins snauða regluna. Það sem leggja verður aðal-áhersluna á hjer, er: að geta verið í bróðurlegri samvinnu við heimilin — og þau á sína síðu við oss. Það er lífsspursmál fyrir báða málsparta að taka saman höndum í þessu velferðarmáli, eigi tilætlaðir ávextir að sjást; en því miður hættir allt of mörgum heimilum við að leýfa börnum að leggja al- gerlega upp árarnar þegar vjer förum; þau gæta þess eigi nógu nákvæmlega að börn gleyma því aptur til- tölulega mjög fljótt sem nýlega er numið, og sem þau því hafa svo stutta stund haft um h'ónd, (einkum reikningi); gæta þess ekki, að með þessu er kostnaður þeirra gerður að engu, en starfi vor ónýttur, svo að næst er vjer komum, er eigi annar kostur en að höggva aptur ofan í sama farið. — Þetta þurfa heimilin að athuga. Hvað hagsýnina og hagvísina snertir, þá lít jeg svo á, að megin þeirra greina liggi fyrir utan starfsvið vort; vér leggjum aðeins undirstöðusteinana, sem þau eiga sjálf að byggja ofan á í framtíðinni, sýnum þeim hvern- ig steinarnir eiga að snúa svo þau geti síðar hlaðið upp vegginn, þ. e. a. s.: — vjer kennum aðeins fyrstu und- irstöðuatriðin, og gefum þær bendingar, er við eiga ept- ir þroska þeirra. — Stórvægin útfærsla þeirra greina er annað og meira en fárra vikna verk. Það er starfsvið heimilanna, starfsvið skólanna, og um fram allt starfsvið lífsins. Ekki vill »Z« þó láta hætta farandkennslunni; hann vill hrinda henni í lag. — Það er fallegamælt. En með hverjuf »Fyrst það, að kennararnir fáist hvorki við að kenna lestur njc kristindóm, heldur slcript, reikning og náttúrusögu eitthvað lítiði., Því þá ekki að afnema reikninginn líka, ef hann er virkilega almennt kenndur eins og hayin fullyrðir. — En ekki get jeg verið höf. samþykkur í þessu, nema að nokkru leyti. — Stöfunar- kennsla ætti algerlega að falla burt; hún stelur svo löngum tíma frá öðrum kennslugreinum. Að laga börn í lestri, er allt annað mál; kenna þeim að lesa sköru- lega, skipulega og með viðeigandi tilfinningu eptir efni — t. d. í bundinni ræðu. — Því miður höfum vjer enn enga hæfilega lesbók — fræðandi og menntandi efnis, handa hörnum. T. d. að efnisvali og stærð, áþekka »Kennslubók í dönsku« eptir J. Þ. skólastjóra. Á slíkri bók þyrfti að vera lipur og ljettur stýll og allur frá- gangur vandaður (pappír og prentun). Tel jeg heppi- legast að sú bók væri gefin út á almennan kostnað og seld við mjög vægu verði. Yrði nokkur bók keypt, mundi hún verða það. En það mætti ekki dragast fram úr þessu, Yfir höfuð held jeg það væri mjög heppilegt að hið opinbera gæfi út allar þær bækur, sem lúta að fræðslu unglinga; með því móti myndu þær verða vandaðri í allri gerð, en slíkar bækur hafa mjög opt verið allt til þessa. Það nægir í þessu efni að minna á síðustu út- gáfu af »Biflíusögunum«. Slíkar bækur ættu allar und- antekningarlaust að vera með sama rithœtti. Vjerþurf- um hvort sem er, að fara að gera eitthvað í því, að reyna til að lagfæra eitthvað aptur allan þann rugling, sem nú er kominn á hjá oss í allri stafsetning vorri. Erlendis hafa kennslumálastjórnir tekið þetta til bragðs, undir líkum kringumstæðum; en hjer hefir enn ekkert verið gert í þessa átt, --» «-- Kristindómsfræðslunni tel jeg sjálfsagt að halda áfram ef eigi vegna annars, þá barnanna vegna; þau munu sjaldnast vera fermd upp á of mikla þekking í kristi- legum fræðum; og þau eru þá enn einn aðalþráðurinn í lífi þjóðanna, eða eiga að vcra það að minnsta kosti.

x

Dagskrá

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.