Dagskrá

Ataaseq assigiiaat ilaat

Dagskrá - 26.05.1897, Qupperneq 7

Dagskrá - 26.05.1897, Qupperneq 7
33* og geta allir sjeð, hvílíkt eymdarlíf það hlýtur að vera, þegar þess er gætt, að allt viðurværi er þar afardýrt; enda sjest það glöggt á því, að fjölmargir eru þar, sem hvergi hafa höfði sínu að að halla. Þannig sagði ræðu- maður að veturinn 1893—94 hefðu á hverju kveldi verið opnaðar allar kirkjur og öll fangelsi í Chicago til þess að hælislausir menn gætu flúið þangað inn á næturnar, og þó hefði mýmargir orðið að hafast við á strætum úti. Árið eptir hefði ef til vill nokkru færri verið hús- villtir, en þá hefði bjargarskorturinn verið enn þá tilfinn- anlegri. Reyndar kvað hann ýmsa landa vera allvel í efni komna, sem flutt hefðu vestur fyrir löngu þegar land fjekkst ókeypis og atvinna næg, en nú væri það hvorugt lengur. Landplágur nefndi hann þar margar og þær sumar mjög skaðlegar. Einkum væru það nætur- frostin, sem gætu komið á öllum tímum árs, nema í júlím.; þau kvað hann svo voðaleg, að þau eyðileggðu þar algjörlega uppskeru manna. Ennfremur nefndi hann veggjalýs °g »moskítur«. Sagði hann margar sögur og ljótar af því, hvernig þær hefði kvalið bæði sig og aðra. Auðmannavaldið kvað hann svo voðalegt þar vestra, að heita má að þeir hafi algjörlega töglin og hagldirnar. Mútur og atkvæðasölur fara þar fram úr hófi og em- bættismenn eru þar, sumir að minnsta kosti, samvisku- lausir níðingar, sem einungis hugsa um að fita sjálfa sig og auðga á sveita annara. Lítt kvað ræðumaður Islendinga gæta þjóðernis síns og tungu þegar vestur kæmi. Sagði hann þess mörg dæmi og allhlægileg. Þá er ekki trúarlífið betra þar en heima, eptir því sem hann sagði, þar sem aðalguð Vesturheimsmanna er »hinn almáttugi dollar«; á hann heita þeir til allra stór- ræða, og hann er tignaður og tilbeðinn að minnsta kosti 6 daga vikunnar. Þá minntist ræðumaður á hagskýrslurnar að vestan. Kvað hann þær mundu að mestu rjettar, en þess bæri þó að gæta, að þar sem menn teldu fram eignir sínar, þá væri þar með talið allt, sem þeir skulduðu, og það gæti verið miklu meira en þeir ætta í raun og veru; enda sæist það glöggt, að eitthvað væri bogið við reikn- ingana, þar sem sumir þeirra er taldir hefðu verið í skýrslunum vel efnaðir og jafnvel ríkir, hefðu einmitt farið á höfuðið einu ári síðar. Loksins gat ræðumaður þess að þótt sumir landar vorir vestan hafs vildu fegnir aldrei hafa flutt til Ame- ríku, þá fýsti þá samt ekki svo mjög heim sökum þess að þeir hefðu tvær hendur tómar þegar hingað kæmi, þótt þeir hefðu verið allvel efnaðir er þeir fóru. Aptur væru þeir margir, sem alls ekki hefðu ráð á að komast heim aptur þótt þeir fegnir vildu. Fyrirlesturinn var fjölsóttur og vel fluttur. Horfellir. (Að sent). Það hefur lengi- loðað við íslendinga að þeir eru óviðbúnir harðæri og það þótt þeir sjeu því allir vanir. Þegar slíkt kemur fyrir, láta menn sjer vanalega nægja að kvarta og kveina yfir óblíðu veðráttunnar og óham- ingju sjálfra sín en gleyma að búa sig betur út seinna. Með öðrum orðum: þeir verða fátækir af skaðanum, en ékki hyggnir. Það er Ijóst dæmi upp á óframsýni og óhagsýni bænda, að það ber varla við, að nokkur vetur líði svo til enda, að ekki frjettist heyleysi einhvers stað- ar að. Það er merkilegt að bændur skuli aldrei þekkja tíðarfar hjer, og læra að búa sig undir það. Jeg þyk- ist vita að óvarleg ásetning sje vanalega sprottin af gróðralöngun. Menn vona að þeim verði ekki hált á hirðuleysi sínu það og það árið, og það jafnvel þótt þeir sjái ófarir annara allt í kring um sig. Það mun engum geta blandast hugur um það, að það sje rangt og óleifilegt, frá siðferðislegu sjónarmiði, að kvelja og drepa skepnur með hor og hungri, en hitt hefur mönnum gengið _ver að sjá, að það er líka fjár- tjón. Ovarleg ásetning hlýtur að koma af því að menn álíti að það borgi sig betur að eiga margar skepnur magrar, en færri í góðu standir, því jeg álít, að ekki sje svo ódrenglyndur maður til, að hann hafi ánægju af að kvelja skepnur, ef hann ekki heldur sjálfur að hann hafi hag af því. Þessi hugsunarháttur er bæði rangur og hættulegur og þarf sem fyrst að útrýmast. Bænd- ur hafa ekki meira gagn af 3 kindum illa fóðruðum, en 2, sem vel er með farið, en þurfa meira að gjalda af þeim og er hættara við að þeir missi þær, þó bein- línis horfellir eigi sjer ekki stað. Orsökin til óvarlegrar ásetningar, er opt sú, að menn fjölga um of fje sínu á góðu árunum, — og setja þá að minnsta kosti svo margt fje á vetur, sem þeir treysta sjer til að fóðra vel, síðan er vondu árin koma þykir þeim súrt í broti að fækka mjög fje sínu, en gæta þess ekki að betri er einn fugl í hendi, en tveir í skógi, eða að það er betra að eiga fátt fje, og eiga víst að geta fóðrað það vel, heldur en margt, og eiga á hættu að það drepist úr hor. Nú á síðari árum hefur nokkur áhugi vaknað hjá mönnum fyrir kynbótum á sauðfje, sem í sjálfu sjer er mjög lofsverður, en hann er árangurslaus meðan bænd- ur kunna ekki að fóðra skepnur sínar, því undirstaðan, fyrir öllum kynbótum er góð hirðing og nægilegt fóður. Það er ekki einungis sauðfje, sem verður að líða fyrir heimsku og fákunnáttu eigendanna, ekki eiga hross- in betra. Þau verða að berja gaddinn, allan veturinn í hríðum og frosti og er þeim óvíða ætlað nokkurt hey og sumstaðar ekki einu sinni hús. Þetta er bæði ill meðferð á skepnum og skaði fyrir eigendurna, því aldr- ei þurfa menn að búast við, að hestar, sem við slíkt eiga að búa á veturna, verði duglegir til vinnu á sumr- in og betur mundi borga sig fyrir bændur, að eiga færri hesta en fara betur með þá.

x

Dagskrá

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.