Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 13.08.1898, Blaðsíða 1

Dagskrá - 13.08.1898, Blaðsíða 1
DAGSKRÁ. III. M 5. Reykjavík, laugardaginn 13. ágúst. 1 898. Útlendar frjettir Kaupmannahöfn 28. júlf. Frá ófriðnum. — Um allar hinar ýmsu orustur við Santiago í byrjun júlí mánaðar munu nú þegar hafaverið fluttargreini legar fregnir, en nokkrumtímasíðargafst Santi- agoupp á vald Ameríkumanna. Allir spænskir hermenn í þeim sveitum á Cuba er þar að liggja lögðu vopn sín niður, og lofuðu Ameríku- menn að þá skyldi flytja til Spánar, al)a vopnlausa. Uppreistarmenn voru gramir af því að þeir ekki fengu að ráða neinu um stjórn Santiagos því Shafter setti Ameríkumann til jarls þar. Tóku Ameríkumenn strax að búa her móti Puerto Rico, er sá her að lenda þar þessa dagana. Þykir nú Spánverjum nóg komið og eptir tilmælum spönsku stjórnar- innar bað sendiherra Frakka í Washington forseta Mac Kinley um frið. Mac Kinley hef- ur svarað blíðlega; segir samt að Spánverjar verði að koma með einhverjar uppástungur sem Ameríkumenn geti gengið að; þangað til þa? verði, muni stríðinu haldið áfram. Á Filipseyjum er allt við sama. Hers- höfðingi Ameríkumanna er kominn þang- að, en bíður átekta. Ameríkumenn hafa tek- ið Sandvíkureyjar upp í ríki sitt sem hjálendu. Á Spáni er allt í glundroða. Sumir ætla að Karlungar fari að gjöra uppreisn. Þó ætla hyggnir menn að slíkt sje ólíklegt, því þjóðin er orðin þreytt á styrjöldum og doði farinn að færast á allt smám saman. Camara aðmíráll átti að fara til Filipseyia að berja á Dewey; komst hann í Suezskurð- inn til Port Said. Vildi þá fá kol handa skipum sínum. En ameríski konsúllinn í bænum keypti upp öll kol er þar voru til. Var Camara þá að þjarka þar í nokkurn tíma við stjórn Egypta, en hún vildi enga kolasölu hafa. Svo kom flrcguin um ósigur Spánverja 5. júlí. Var þá Camara kallaður aptur til Spánar. Hafði hann nóg koltil þess að komast til Sikileyjar. Þar fékk hann kol eptir langa mæðu og sigldi svo heim. Átti hann að verja strendur Spánar ef Ameríku- menn sendu flota þangað. Víggirða Spán- verjar strendur sínar af kappi. Deilurnar í Austurálfu. Hjer teflaRúss- ar og Englendingar og er tvísýnt hverjir hlutskarpari verða. Englendingar hafa feng- ið „að láni« hjáKínverjum stóran landskika ná- lægtHonkong. ÍSuðurKínaernúskæðuppreisn og vegnar uppreisnarmönnum betur. Hafa þeir sagt keisara upp hlýðni og hollnustu og vilja reka Mandsjúaætt þá er nú situr á keisara- stóli burtu. Hafa Mandsjúar ráðið Kína í tvær aldir en verið illa þokkaðir af alþýðu. Er ijöldi leynifjelaga um allt ríkið er hvetur fólk til baráttu mót hinni útlendu keisaraætt. Bæði Rússar og Englendingar senda skip til Asíu og flotaráðherra Englendinga talar um að auka þurfi flotann stórum hið bráðasta. Frá Frakklandi er það að segja að Zola og Perreux hafa enn á ný verið dæmdir í 3000 franka sekt og eins árs fangelsi hvor um sig; en vegna formgalla, sem enn voru óutkljáðir verður málið enn tekið fyrir í októ- bermanuði. Hefur Zola flúið land og veit enginn livar hann er; gjörir hann það að ráð- um málafærslumanns síns, til þess að forð- ast að dómsákvæðið verði birt sjer persónu- lega, því annars mætti setja hann í varðhald. Hefur hann sent opið brjef til blaða sinna, að hann muni láta sjá sig aptur í haust og þá skuli skríða til skarar. Úr Danmörku er helst að frjetta að hinn alkunni foringi jafnaðarmanna, P. Holm, er sterkiega grunaður um að hafa átt þátt í að hafa stórfje af Kaupmannahafnarbæ. Hann flýðr til Þýskalands og var tekinn fastur í Hamborg og situr nú þar. Málið í nefnd. Allir telja víst að hann verði að leggja nið- ur urnboð sitt serrl þingmaður og bæjar- stjórnarmaður, þó hann ekki verði dæmdur sekur að lögum. Á málfræðingafundinn norræna í Kristj- aníu í miðjum ágústmánuði fara af Islend- ingum prófessor Finnur Jónsson Dr. Valtýr Guðmundsson og Bogi Th. Melsteð, cand. mag. Miklar kvartanir heyrast frá Genua út af íslenskum saltfisk. Þykir ítölum hann illa verkaður en einkum lasta þeir íslendinga fyrir að þeir sendi fiskinn þangað í vondum um- búðum á seglskipum, litlum kuggum. Þar fari svo illa um hann að hann sje opt skemmdur þegar suður komi enda sjeu þau skip opt líka svo lengi á leiðinni. Segja þeir að gufu- skip ættu að flytja fiskinnn beint frá ís- landi þangað. íslenskur fiskur var áður í metum þar á slóðum og mundi alþýða manna gjarna kaupa hann enn ef hann væri góður. Nú kemst norskur og franskur fiskur betur að. Lát Bismarcks gamla 30 júlí er hið söguleg- asta frá Þjóðverjum að segja. — Hann andaðist í Friedericksruhe 83 ára gamall, og eru nú pannig 0 látnir hinir tveir mestu stjómarmálagarpar álfu vorr- ar. — Hann hafði fyrir löngu sagt það fyrir, að hann ætlaði sjer að lifa til 1898. Fregnir þær sem bárust hingað um það að lokið væri ófriðnum milli Spánv. og Banda- manna stafa frá því sem sagt er frá hjer að framan um það að Spánv. ljetu sendiherra Frakka mælast til friðar fyrir sína hönd í Washington. — En þessi tilmæli Spánverja hafa ekki orðið til þess — að því er frjettst hefur enn — að vopnahlje kæmist á heldur aðeins til þess að samningar um friðinn byrjuðu. Að öllum líkindum mun nú hætt ófriðnum þegar fyrir nokkru, sem búast var við, úr því að öll vörn er úti af hendi Spánv. á sjó. — Byltingar eru ekki sagðar enn neinar telj- andi frá Spáni. Almennar frjettir. Apotek Reykjavíkur er selt dönskummanni cand. pharm. Martin Olesen fyrir 100 þúsund krónur. — Jón kaupmaður Vídalín hefur verið skipaður breskur konsúll með leyfi til þess að láta annan mann gegna störfum sínum hjer í sinn stað. — Til þessa hefur hann tekið cand. Jón Þorvaldsson. Með gufuskipinu »Gwent«, kvað Jón Ó- lafsson ætla að fara til Skotlands að kaupa sjer prentvjel í þarfir sínar — og eptir því sem sagt er — blaðsins Islands. — Nýja öldin kvað ekki eiga að ná lengur aptur í gömlu öldina heldur en til ársloka. Er þá fyrirhugað að steypa saman hin- um tveim málgögnum »Öldinni« og »Landinu«. Kaupfjelögunum kvað veraillavið þannkvitt að jafna eigi kostnaðinum við alla þessa starf- semd blaðaöldungsins niður á þau — enda munu fáir vilja óska sjer, hvorki kaupfjelög nje aðrir, að þeim reiknist ritverk Jóns og framkoma til ábyrgðar. — í brjefi frá Höfn er skrifað til Dagskrár um málþráðinn: »Sennilegt er það, að tilgáta »Dagskrár« um afdrif frjettaþráðarmálsins hjer hjá Dönum muni ætla að rætast. — Hjer hafa fáir málsmetandi menn nokkra von um að hið »stóra norræna« gjöri nokkuð annað en senda fróðleg og skemmti- leg »samtöl um málið í blöðin«. Jeg sje að norsk blöð hafa einnig tekið upp eina af greinum Dagskrár um þetta mál, og er þar tekið líklega í það, að svo muni fara sem blaðið hefur getið til. Með »Thyra« fara í kvöld margir farþegar innlendir og útlendir, þar á meðal mag. Eiríkur Magnússon alfarinn til Cambridge. — Þingvallahúsið er nú að mestu fullgert og verður samkvæmt því er segir í auglýsingu í þessu blaði vígt þann 20. þ. m. — Er þess að vænta að þessi bygging styðji öfluglega aðþví að teknar verði upp aptur stöðugar þjóð- samkomur á Þingvöllum, er sjeu allsherjar hátíð fyrir allt landið, og um leið veiti öllum sem þar koma saman tækifæri til þess, að gjöra fundará- lyktanir um áskoranir til alþingis í helstu lands- málum. Svo er sagt að Otto Wathne hafi rneðal annara sótt um hið breska konsúlat og hafi boðist til að flytja hingað suður ef honum yrði veitt það. — Að líkindum verður ekki úr því að Wathne komi hingað fyrst um sinn. I Kristjaníu heldur landi vor sjera Júlíus Þórðarsson enn þá fyrirlestra og prjedikanir á íslensku fyrir fjölda hámenntaðra Norðmanna. Er svo að sjá sem þessi ungi prestur hafi unnið landi sínu mikið gagn með því að styrkja vinarhug góðra Norðmanna þar í höfuðbænum til íslend- inga, og vekja almennt athygli að því hve skilt mál og annað er með þeim og oss. I samtali einu er danskur maður í Krist- janíu hafði f vor við einn af vinum sjera Júlíus- ar, barst það meðal annars í tal hversu fáir ís- lendingar færu utan — í önnur lönd álfú vorrar til þess að freista gæfu sinnar, sem rithöfundur, skáld, listamenn eða vísindaiðkarar o. s frv. — Norðmaðurinn — sem er velkunnur rithöfundar — sagðist ætla að það væri þýðingarmikið fyrir unga nemendur íslenska að taka sjer dæmi sjera Júlíusar til eptirbreytni — því í öllum hófuöborg- um og hásk'olabæjum hins sidaða heims væri víður verkahringur fyrir menntaðan íslending er gæti gjörst túlkur hins fornfræga máls vors og bók- mennta og beint aptur heim til ættjarðarinnar arði og frægð fyrir það sem hann ynni. — Því verður ekki neitað að það sýnist merkilegt að hvergi skuli svo að segja finnast menntaður ís- lendingur utan Norðurlanda að unaanteknum Vestur-íslendingum og tveim þrem mönnum er dvalið hafa á Englandi. &jóðmi3iningardag hjeldu Borgfirðingar og Mýramenn 7. ágúst, þar fylgdist hvorttveggja að veðurgæði, og góður undirbúningur hjá þeim, er fyrir hátíðinni stóðu, enda var hún hin skemmtilegasta. Staðurinn var hinn fegursti á syðri bökkum Hvítár skamt fyrir neðan Bakkakot; eru þar sljettir vellir og harðir og útsýni einkar fagurt. Staðurinn var fagurlega skreyttur; þar var danspallur allstór og vel gjörður, voru á honum víðar dyr á eina hlið og ræðustóll í þeim miðjum, svo að tvennar dyr mynduðust inn á pallinn. Allur var ræðustóll- inn skreyttur ýmsum litum og yfir honum var hvelfing sömuleiðis litskreytt, neðan á hvelfing- unni hjengu digrir lyngsveigar á hverjum kanti en uppi á toppi hennar blómskúfur allstór og upp úr honum miðjum stöng með flaggi. Utan um danspallinn var skógur negldur utan á trjá- girðinguna. Var allur þessi útbúnaður einkarlag- legur og sýndi það hversu ant forstöðumenn hátíð- arinnar höfðu látið sjer um það að undirbúa allt sem best. Kl. á 10. tfma hófust kappreiðar. Fyrstu verðlaun fyrir skeið hlaut grár hestur, er Jóhannes Efiasson í Efranesi átti, 2. rauður er átti sjera Amór Þorlákson á Hesti og 3. brúnn hestur sem átti Vigfús Pjetursson á Gullberastöðum.. Fyrstu verðlaun fyrir stökk fjekk grár hestur Bjöms kaupm. Kristjánssonar sá sami er vann verðlaun bæði hjer og á hátíð Árnesinga og reið honum Björn Þorláksson á Alafossi, 2. verðlaun. rauðurhestur BjarnaValda- sonar i Skutulsey og 3. leirljós hestur Vilhjálms Jónssonar frá Ferjubakka. Fyrstu verðlaun fyrir skeið og stökk voru beisli, önnur hnakktaska og þriðju svipa. Að afloknum kappreiðum byrjaði aðalhátíð- in laust fyrir hádegi. Sýslumaður Sigurður Þórð- arson setti hátíðina, minntist hann konungs og var tekið undir það með húrrahrópi. Þá var sungið kvæði fyrir minnni íslands eptir Sig. Júl. Jóhannesson, en sjera Guðmundur í Reykholti talaði fyrir minni Islands. Hjelt hann alllanga ræðu og snjalla og einkarvel flutta, var svo sung- ið seldgamla Isafo)d«. Þá fóru fram glímur og hlaut þar 1 verðlaun, Þorsteinn Pjetursson frá Grund (gullfesti), 2. verðlaun Jón Guðlaugsson skósmið- ur úr Reykjavík (silfurfesti), og 3. verðlaun Jónas organleikari Pálsson frá Rauðsgili (hníf). Að því búnu talaði sjera Magnús Andrjesson á Gils- bakka fyrir minni hjeraðsins og mæltist honum mjögvel, var svo sungið kvæði eptir S. J. J. Þá hófust kapphlaup og hlutu þeir verðlaun: Vil- hjálmur Jónsson frá Ferjubakka 1. verðl. og 2. Ingimundur Eyjólfsson ljósmyndari úr Reykjavík. Þá talaði sjera Ólafur Ólafsson á Lundi fyrir minni Vestur-íslendinga og mæltist vel. Varþar næst sungið kvæði eptir S. J. J. Næst voru reynd stökk (hástökk) og hlutu þeir verðlaun: stúd. med. Andrjes Fjeldsteð á Hvftárvöllum og cand. med. Jón Blöndal frá Stafholtsey (jafnir) Næstur hjelt Jón söðlasmiður Sigurðsson frá Flaukagili fyrir minni bænda svo fagra ræðu oe snjalla, að allir dáðust að. Skal þess getið að hann talaði þar í fyrsta skipti á samkomu og hafði engan staf skrifaðan; eiga Borgfirðingar' þar mjög efnilegan ræðumann. Þá var sungið> kvæði eptir S. J. J. Síðasta ræðan á dagskrá. var fyrir minni kvenna; hana flutti Þorsteinn. Runólfur Jónsson af Akranesi og sagðist vel. var svo sungið kvæði eptir S. J. J. Utan dagskrár talaði Guðmundur frá Deild á Akranesi og: minntist sjómanna, þótti hann tala vel. Halldór alþingismaður Daníelsson fyrir minni embættis- manna hjeraðsins og að síðustu sjera Jóhann Þorsteinsson í Stafholti; hann lýsti ánægju sinni yfir því, hversu vel og skemtilega, hátfðin hefði farið og von sinni um það að hún yrði til þess að glæða áhuga og vekja menn til andlegra og líkamlegra framkvæmda. Hann Þakkaði öllum. sem stutt hefðu að hátíðinni og einkum forstöðu- nefndinni. Ennfremur flutti Ingiinundur Gisiason 3 kvæði eftir sjálfan sig; voru tvö þeirra mjög: lagleg. Eyjólfur bóndi í Hvammi í Hvítársíðu sendi kveðju sína á hátíðina; voru það vísur. vel gjörðar eins og vant er hjá Eyjólfi. Það er víst að hátíð þessi hefur orðið Borg- firðingum til sóma og leitt það í ljós að þeir eiga ekki allfáa ræðuskörunga og það suma í flokki alþýðumanna. Sig. Júl. Jóhannesson. Frímerkjabreyting. I peningaleysinu og ráðaleysinu undir öllum þessum háskalegu veðurmerkjum getur manni einstöku sinnum dottið í hug eitt og annað sem mætti gjöra, og œtti að gjöra til þess að- bæta — þó ekki væri nema að litlu einu — úr hinni kveljandi, drepandi málmþurð og og snauðleik, sem lamar allar höndur í þessu landi. Það eru nú t. a. m. frímerkin. Það er margsannað og sýnt að landið mundi grœða stórfje Á því að breyta þeim. Og því er þeim þá ekki breytt? Er það leyfilegt nókkrum opinberum starfsmanni eða þjóni þjóðarinnar að leggja á móti því að landið græði fje — síóifje á sama hátt sein önnur auðugri, fjölbyggðari lönd láta sjer vel sæma? Er það ekki furðu djarft meira að segja að ríða svo í bága við opinbera hagsmuni þjóðarinnar að segja eitt orð á móti breyt- ing frímerkjanna? — Jeg fyrir mitt leyti alít að þessi blessuð pappírsstjórn okkar ætti að hugsa um eitthvað annað fremur heldur en að standa eins og illur veftur í vaðmáli fyrir slíkum lögum sem gætu unnið landinu stór- vægilegan peningahagnað. Mjer er óhætt að fullyrða að jeg þekki ekki eitt einasta lagaboð hafa komið frá Danastjórn í háa tíð sem væri eins gagnlegt eins og lögbreyt- ing íslenskra frímerkja. Hvað getur landið grætt á frímerkjun- um einurn? Svo milljónum króna skiptir. Og samt sem áður pnrir stjórnin að bregða fæti fyrir almennan vilja þingmanna í þá átt að vinna landinu þennan arð. Og hversvegna? Það er ekki mikill vandi að skilja það. — Auðvitað af því að breytingin ríður í bága við hagsmuni danskra frímerkjasala af ástæðum sem öllum „frí- merkjavinum" eru vel skiljanlegar en sem jeg skal ekki fara frekar út í hjer. Þetta er aðalástæðan — og hana styrk- Ir enn og styður aulaleg, óþroskuð misskiln- ing nokkurra manna innanlands, sem halda að það sje minnkun fyrir ísland að græða á frímerkjum. Það er undri næst að slíkt skuli heyrast af nokkrum manni. — „Minnkun að græða á frímerkjum« — fyrir þetta líka stórveldið og gullbyrgðalandið sem Island er. . . . Nei. Heiðruðu frímerkjasalar hjer á landi. — Tökum allir höndum saman tilþess að reyna að koma fram áskorun til næsta þings um það að koma ákvæði inn í 1jár- lögin er geri ráð fyrir frímerkjabreytingu. Annað þarf ekki —- \Agetur stjórnin ekki hindr- að okkur frá þessu. Flugsum um það hvernig þessu verði komið til leiðar. Philatelist.

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.