Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 13.08.1898, Blaðsíða 2

Dagskrá - 13.08.1898, Blaðsíða 2
l8 Nýbygging Reykjavikur. Barnaskólinn. Það er allreisulegt hús austanvert við tjörn- ina, rúmar 62 álnir á lengd, en tæpar 15 ábreidd, allt úr trje nema kjallari. Húsið er tvílypt og ógluggaráhvoru lyptiáhliðinni meÖ24rúðum. A«st- urúr sjálfu skólahúsinugengurarmur 23 álnalang- ur, er þar bústaður skólastjóra o. fl, áframhald at armi þessum í austur er leikfimishús rúmlega 25 álna langt. Húsið er því allt byggt í vinkil, þar sem önnur álman liggur í austur, en hin í suður, báðar álíka langar. Leikfimishúsið er nokkru lægra, en húsið sjálft. Uppi á húsinu verða járn- grindur á milli ofnpípanna, til skrauts. I kjallaranum verður að vestan leiksalur fyr- ir stúlkur, 21 alin á lengd og 10 á breidd, en í norðurenda leiksalur fyrir pilta jafnstór. Lopt- pípur eru undir gólfinu á nokkrum stöðum og hitaleiðsla um allt húsið. í kjallaranum undir austurarmi hússins er bústaður vinnumanna, geymsluhús fyrir muni skólans, eldiviðarhús o. fl, Sunnan á húsinu eru dyr og inn 'af þeim er gangur eptir því endilöngu; sem sumstaðar er þiljaður sundur og eru þar glerhurðir. Kennslu- stofur eru þar 6 til vinstri handar, rúmar 10 áln- ir á hvern veg. Austan á húsinu eru aðrar dyr nálægt miðju, enn eru dyr á suðurhlið austurarms- ins austárlega, þar er fyrst forstofa og inngangur í leikfimishúsið. Ur forstofu þessari er gengið inn í sal til vinstri, sem [nær eptir endilöngum austurarminum. Þá eru dyr austarlega á norðurhlið austur- armsins og þaðan gengið til hægri handar inn í stofu, sem ætluð er kennslukonum; þar innaf er stofa fyrir kennara og inn af því bókaherbergi. Uppi á lopti hagar líkt til og niðri, þar er gangur eptir endilöngu að austan og 6 kennslu- stofur að vestan, en í austurarminum ýms her- bergi, er skólastjóri hefur. Sumarnótt. Eptir Gudm. Guðmundsson. Nú ómar harpan þín yndisleg úti’ yfir svölum legi; á tónana hrærður hlusta jeg og hressandi kvöldloptiö að mjer dreg, sem andar úr Vesturvegi. Þar geislarnir dansa’ um votan veg og vaka’ vfir blundandi sumardegi, — nú leiðist mjer lífið eigi. Það leikur rauðbleikur roði sjer og rósletri íjöllin stafar. Og hafgúan syngur við sofandi sker, en söngurinn hljómar þó snjallar hjá þjer er sólin er gengin til grafar! Og lengra og hærra þú lyptir mjer, lengi-a og hærra en augað sjer, af hálsi mjer hrökkva klafar, í himinsins Ijósöldum sál mín kafar. Mig langar eitthvað svo eilíf-hátt út, út í Ijósvakans strauma: að leika mjer þar um ljóshaf blátt, að líða þar áfram um sumamátt og sofna við himneskan hörpuslátt, og hugsjóna minna þar njóta og drauma. Þar glitklæði framtíðar geislarnir sauma. Mig sárlangar hverja, að ráða rún, sem rituð var mjer í hjarta, á fjörusandana, á fjallabrún, á fljótin, blómin og iðgræn tún, á hafið hið volduga, bláa, bjarta, á blikfeldi dagsins og náttjaldið svarta. Að vísu bera mig hreimamir hátt frá hörpustrengjunum þínum, en þó er jeg enn þá svo lágt—svo lágt, og lífið er enn þá svo torskilið, smátt. — Hvort vakir í ljósinu’ í vesturátt vonin, með heitorðum sínum: að þokubönd hnigi af hvarmi mfnum, að ráðgátur lífsins ráðist brátt, en rúnaspjöld framtíðargeislamir skfna’ um, að allt verði ljóst fyrir æðri mátt og alheimur bjartari sýnum. — — — Sko, þokudílana dökkva’ eg lít við daggeisla lækkandi glímu þreyta og sumstaðar smáský silfurhvít í sífellu mynd sinni breyta. Að hverju eru skýin litlu að leita? — Þau langar húminu að veita. I kvöldroðans Ijómandi logahaf þau liðin og örmagna falla er dimmbrúnum fjallanna fjarlægu af þau feimin læðast og steypast á kaf í Ijósið, — þau sjá að þau sigra varla þann sama sem skóp þau og daginn gaf. Og nóttin húmtjaldar himininn og hjúpar allt skuggum til sveita. En Ijómandi vaggar sjer ljósboðinn, lengst út við hafsbrún og fjallstindinn, upp á við, upp vill hann leita. Með fingmnum Ijettu’ hann leikur sjer við Ijósbláa kögrið á húmfelldi nætur og brosandi hljóðlega’ í barm hennar fer, en blikandi daggtárum nóttin grætur og fallast í faðm hans lætur. Nú sefurðu, blessuð sumamótt, hjá sjafna þíns, daggeislans barmi; nú þagnar harpan þín, — þjer er rótt, og það er umhverfis beð ykkar hljótt. Senn glitrar þjer árroðans gull á armi. Senn glóir í austrinu bjarmi! Apturför Spánverja. (Eptir Kringsjá). Það er líklega ekkert land til í heiminum, þar sem jafnmikill munur sjest fortíðar og nútíð- ar, ef litið er yfir báðar, eins og Spánn. Spanska ríkið bar áður höfuð og herðar yfir öll önnur ríki í Evrópu, en nú er þar eymd og volæði á hæsta stígi þar, sem áður voru blómleg- ar borgir, eru nú Ijeleg smáþorp, og það eina, sem þau hafa til síns ágætis eru hrundar rústir, sem minna á auðlegð og vellíðan. Þegar maður gengur um rústirnar í Valladolid, Salamanca og Lids, þá er eins og vindurinn syngi grafljóð yfir þeim frægu herforingjum, höfðingjum, skáldum og rithöfundum, sem hófu spanska ríkið til frægð- ar og virðingar. Nítjánda öldin hefur verið óheillaöld fyrir Spán. Oeyrðir og borgarastríð hafa verið þar tlðari á henni, en nokkru sinni áður. Þjóðin er dauð úr öllum æðum af kúgun og harðstjórn, og sjálf stjórnin siðspillt fram úr hófi. Þar sem land- ið var áður frjótt og vel ræktað, er nú sumstað- ar auðn og hrjóstur; iðnaður er þar í mestu nið- urlægingu og menntamál ekki síður. Hið mikla fortíðarveldi Spánverja hefur hjaðnað eins og vindbóla. Aður átti ríkið margar nýlendurí Vest- urheimi, nú eru þær flestar tapaðar. Chili og Columbía brutust undan yfirráðum Spánverja, Florida var seld Bandamönnum og nokkru síðar braust einnig Peru og Mexiko undan þeim og nú hafa þeir þegar misst Kúba. A Spáni eru enn þá margir dugandi hershöfðingjar, en þeir njóta sín ekki vegna þröngsýni og ráðríki stjórnarinnar. Enn þá eru þar listamenn, en verk þeirra eru einskis virt og hafa þeir því að miklu leyti lagt árar í bát. Enn þá eru þar bændur, sem sjá glöggt hag þjóðarinnar, og vildu feignir láta sinn síðasta eyri henni til framfara; bændur sem hafa brennandi löngun innst í hjarta sjer, til þess að hefja ættjörðina upp úr dýki spillngar ogglöt- unar, til þess að endurfæða þjóðina, en þeir sjá að þeir geta engu komið til leiðar, þeir hafa því, nauðugir, viljugir gefið upp vörnina, hætt að starfa; þeir finna, að það er að eins að eyða kröptum sínum til einskis. Fjárglæframenn og miskunarlausir svíðingar draga allt i sinn eigin vasa, með öllu móti, bæði leyfilega og óleyfi- lega. Ástæðurnar til þessarar hnignunar Spánar- veldis eru margar, en ein hin helsta þeirra er fá- fræði þjóðarinnar. Allir íbúar landsins eru 18 miljónir og þar af eru 16 miljónir, sem enga bók- lega kcnslu hafa fengið, kunna hVorki að lesa nje skrifa; og þeir sem eiga að heita lærðir eru nauða fáfróðir ; bókleg þekking er þar yfir höfuð á mjög svo lágu stigi. Háskólamenntuninni t. d. afar ábótavant. Maður einn frakkneskur hefur lagt fyrir sig, að kynnast æðri menntun á Spáni og hann segir t. d., að spánverskir stúdentar kunni ekki eitt einasta orð í grísku, sjeu. afar illa að sjer í latínu og viti nauða lítið í sögu hinna nýrri tíma. I nýju málunum vita þeir svo lítið að furðu gegnir. Stjórnmálamenn, hagtræðingar, læknar, blaðamenn og jafnvel1) kaupmenn kunna ekkert útlent mál. Þegar Sagasta hafði ákveðið tilsjón við hraðskeytiþávarenganmannhægt að fá sem kynni þýsku. Allar þær 16 miljónir sem hvorki kunna að lesa nje skrifa og mikill hluti af hinum svo- kölluðu menntamönnum hugsar alls ekki um stjórnmál. Þeir óska þess einungis, að mega vinna í friði og bæta svo kjör sín og barna sinna, sem fremst er kostur á. Stríðið um yfirráðin á Kúba hefur aldrei dregið að sjer hugi þeirra, þeir skipta sjer ekkert af því. Þjóðin er af ýmsum uppruna og hefur hver flokkur sína siði og sínar sagnir; en sameiginleg trúarbrögð tengir þá sam- an og sömuleiðis ást til ættjarðarinnar. Þeir sem taka þátt í stjórnmálum eru ekki fleiri en 5—6 hundruð þúsundir og aðalmark þeirra flestra er það, að ná sjer í eitthvert em- 1) Höf. þykir það fremur tiltökumál, að kaup- menn skuli ekki kunna útlendar tungur, en t. d. Iæknar, stjótnmálamenn o. s. trv. hjer á íslandi þykir ekkert athugavert við það, þótt kaupmenn kunni einungis móðurmál sitt og illa það. Það vantar verslunarskóla á íslandi. Pýð. bætti. Þegar eitthvert embætti losnar, sem stjórn- in ræður yfir með 6—800 kr. launum, þá eru það optast 8—12 umsækjendur, sem mæna vonaraug- um upp til veitingarvaldsins og láta ekkert tæki- færi ónotað til þessað lýsa því yfir, aðþeirmuni fylgja þessari og þessari stefnu, ef til kæmi; rjett eptir því, sem þeir halda a.ð best muni við eiga það og það skiptið. (Ætli það sje líkt og hjerna!) Við kosningar ráða sjáldan hæfilegleikar manna, heldur svik og undirferli, slægð og hrekkvísi. Spánverskir rithöfundar, sem alvarlega hafa fund- ið að kosningunum, fullyrða, að það eigi sjer opt stað, að kosningarbærir menn sitji heima sökum þess, að þeir hafi reynsluna fyrir því, að einstak- ir menn ráði þeim með mútum og svikum (Jeg vænti að þess sjeu ekki dæmi á Islandi llka?). Fjöldi fólks er rekinn til kosningarstaðanna eins og fje og þá er sjálfsagt að kjósa stjórninni í vil. Það er algengt að nöfnum kosningarbærra manna er stolið og þeir þanng látnir greiða atkvæði með stj órn arsinnum. Ef svo vill til, að þeir koma þá sjálf- ir á kjörstaðinn og greiða atkvæði þvert á móti, er hafin rannsókn gegn þeim ; þeir eru ákærðir fyrir tilraun til þess, að greiða atkvæði tvisvar og varpað í fangelsi. Margopt koma fram atkvæði þeirra manna, sem dauðir eru fyrir löngu; er því þannig komið til leiðar, að einhver þorpari þyk- ist vera hinn dauði. Stjórnin kennir það einnig, að dauðir menn hafi hönd í bagga við kosningar og ýmislegt það, sem þjóðina varði nokkru verulegu, en einkenni- legt er það, að afskipti hinna dauðu eru jafnan stjórninni í hag. Þegar rnenn verða varir við slík brögð, kemur það stundum fyrir, að ýmsir rísa gegn þeim og fletta ofan af gjörðum stjórn- arinnar, en það er varið og barið niður með ýmsum flækjum og brögðum. Mælskumenn eru ágætir til á Spáni, sem tala í líkingarfullnm orðum, en tlðast er það meira orðaglamur en kjarnyrði- Emílo Castelar, sem er ákafur frelsisvinur og Senor Moret geta hald- ið ræður tímum saman út af engu efni svo að segja; en tala þó svo fagurlega, að alla fýsir á að heyra og dást að. Það er haft að orðtæki, að spánverskir stjórnmálamenn elski mælskuna eigi síður en Mídas konungur elskaði gullið. Emn af allra mestu nútíðar mönnum á Spáni er Weyler hershöfðingi; hvort hann verður mik- ill stjórnmálagarpur er enn ekki hægt að segja, en þar undir er mikið komið. Það þyrfti sannar- lega á einhverjum framúrskarandi manni að halda, sem bæði hefði vit og vilja til þess, að koma á einhverjum umbótum, því nú er landið á heljarþröminni, ef ekki leggst eitthvað til. Sumir mælskumenn á Spáni hafa þá skoðun, að öll sár þjóðarinnar læknist með stóryrðum ein- um og einn þeirra er Don Emilió Castelar hann hefur ritað fjölda bóka um allt, sem nöfnum verð- ur nefnt, t. d. sögu, skaldskap, guðfræði, listir og ví»indi. Einu sinni var hann utanríkisráðherra og miklar virðingar hafa honum hlotnast. Castel- ar vill ekkert annað stjórnarfyrirkomulag hafa en þjóðveldi; með því heldur hann, að öllu sje borg- ið. Þó vill hann ekki hafa öllu eins fyrirkomið eins og var í Spörtu eða er í Svíss. „Spánn er þeg ar þjóðveldi" sagði hann í fyrra við vin sinn af Frakklandi „og ef það ætti fyrir oss að liggja, að fá þjóðveldislegan stjórnarblæ, þá mundum vjer láta sitja við það, sem nú er að öðru leytiogláta aðeins forsetann hafa ýms rjettindi auk þeirra sem konungurinn hefur. Það sem drepur landið er stjórnleysi eða rjettara sagt óstjórn, mútur, fjár- dráttur og ýmsir pólitískir „sjúkdómar", ef svo mætti að orði komast, en allt þetta mundi hverfa s egir Castelar, ef stjórnin væn nefnd þjóðveldi í stað einveldis og stjórnandinn forseti. Arr.ar bdsti maður Spánar erPi y Margáll. H ann var einu sinni í ríkisráðinu þegar sem mestar óeyrðir áttu sjer stað. Einhverju sinni þegar hann kom inn á ráðstefnu kvaðst hann hafa mikilsvarðandi málefni að flytja fyrir ráða- neytið. Ráðherrarnir fylltust forvitni og óskuðu að heyra erindi hans. Hann hóf þá máls og kvaðst hafa komist að þeirri niðurstöðu, eptir nákvæma yfirvegun að bænahúsið í Cardova væri eign Mára og bæri því að láta það laust við þá. Þetta sá Margall að gat orðið til þess að ávinna stjórn- inni álit fyrir rjettlæti; en ráðherrarnir skeyttu því ekki og tóku þetta mál ut at dagskrá. Dýraverndunarfjelög. Snemma í sumar birtist grein í blaðinu „ísland" eptir Jón Jónasson um þetta efni. Var þar lielst lýst framkvæmdum dýravernd- unarfjelags Flensborgarpilta. Jeg hafði nokkrum sinnum heyrt þessa fjelags getið, en flestir höfðu gjört lítið úr því og talið það næstum einskisvirði. Grein- in, sem rituð er af sannorðum og áreiðan- legum manni, ber það glöggt með sjer, að þessir dómar hafa alls ekki verið sem rjett- látastir. Það er alveg rjett hjá höf., að þeir menn eru til, sem gjöra einungis gys að öll- um slíkum fjelögum, en lofum þeim aðhlæja í næði; dýraverndunarmennirnir skulu að eins gæta þess, að láta ekki hugfallast, nota hvert tækifæri til þess að sýna þeim það, að ó- sæmilegt er að beita hörku við skynlausar skepnur og misþyrma þeim. Sem betur fer eru þeir nú æði fáir, sem ekki vilja styðja að verndun dýranna, að minnsta kosti í orði. Jeg hefi talað við nokkra menn, sem kveða það óþarft, að tala um illa meðferð á skepn- um, en það er misskilningur. Það eru enn þá til menn, sem leggja of þunga bagga á máttlitla hesta; það eru enn þá til menn, sem berja hestana í framan með svipuskapt- inu; það eru enn þá til menn, sem ríða langar leiðir án þess að leyfa hestunum að drekka eða hvíla þá; það eru enn þá til menn, sem rífa ullina af ijenu, þótt hún sé svo föst, að þeir verði að neyta allra krapta til þess að ná henni; það eru enn þá til menn, sem binda hestinn sinn úti og láta hann skjálfa af kulda og kveljast af hungri á meðan þeir sjálfir eru inn í hlýjum húsum við mat og drykk; það cru enn þá til menn sem „setja á guð og gaddinn", sem láta hrossin berja klaka allan veturinn og vera úti hverju sem viðrar, þótt þeir eigi næghey og hús; það eru enn þá til menn sem kvelja svo hundana, að þeir skríða grindhoraðir og eru svo illa leiknir, að þeir þora ekki að líta upp á nokkurn mann; þeir þora varla að hreyfa sig, halda þá að þeir verði barðir, (hundarnir hafa tilfinning ekki síður en önn- ur dýr, það ættu menn að vita; að minnsta kosti ekki síður en þeir andlegu steingjörf- ingar, sem kvelja þá hálfdauða ár eptir ár); það eru enn þá til menn, sem ferðast með hesta, sem hafa gengið hófana upp í kvilm og járna þó ekki; það eru enn þá til menn. sem hafa gaman af því því, að limlesta fugla og særa þá; það eru enn þá til menn, sem geta fengið það af sjer, að vera 6—10 mín- útur að smámurka lífið úr sauðkindinni, skera af henni höfuðið smátt og smátt ósk- sköp rólega, eptir að þeir hafa kvalið hana með kulda, sulti og illri hirðingu í nokkur ár; það eru enn þá til menn, (hjer í Reykja- vík, jeg get nefnt þá ef vill), sem draga hest- ana aptur á bak á töglunum, þegar verið er að skipa þeim út; þegar þeir eru að yfir- gefa landið nauðaugir í síðasta skipti; það er dálagleg kveðja! Það eru enn þá til menn, sem drepa fjölda fjár úr hor á hverju vori og má nærri geta hvílíkar kvalir það hljóta að vera; að deyja úr hor og hungri! A meðan allt þetta á sjer stað og ótal margt ljótara og verra, þá held jeg að ekki verði sagt að dýraverndunarfljeög sjeu óþörf. En þau gjöra svo lítið gagn, segja menn. Getur verið; en eitt er víst og það er það, að þar sem menn vita af dýraverndunarfje- lagi, veigra þeir sjer fremur við, að beita mjög miskunarlausri meðferð og þá er þó nokkuð unnið. Það er ekki hægðarleikur fyrir dýravini, að koma ábyrgð á hendur mönnum fyrir illa meðferð á skepnum, þar sem lögin eru svo óákveðin, að þau verða teygð í allar áttir eins og hrátt skinn. Það er því eitt af aðaltilgangi dýra- verndunarfjelagsins í Reykjavík núna fyrst um sinn, að semja frumvarp til laga um meðferð á skepnum, þar sem ákveðið sje svo greinilega sem hægt er, hvað telja skuli illa meðferð og hver refsing skuli viðlögð, og koma því inn á næsta þing. A meðan eng- in fullkomin lög eru til í þá átt, er ekki mikilla verklegra framkvæmda að vænta. Það sem fjelagið getur gjört, eða hver einstakur meðlimur þess, er að láta aldrei nokkurt tækifæri hjálíða, svo að þeir ekki brýni fyr- ir mönnum hversu viðurstyggilegt það sje, að fara illa með skepnur og hversu langt það sje frá því, að drottna rjettilega yfir dýr- um jarðarinnar, að kvelja þau og særa. Sjer- hver fjelagsmaður skuldbindur sig tíl þess, að greiða allháa sekt, ef hann verði uppvís að þvl að misþyrma skepnu, en kosin 5 manna nefnd skal úr því skera, hvað teljast eigi ill meðferð. Þetta er að minnsta kosti töluverð trygging fyrir því, að fjelagsmenn sjálfir gjöri sig ekki seka í slíkri óhæfu og eptir því fjölgar þeim, sem líkindi eru til að fari vel með skepnur. Hlægi þeir að dýra- verndunarfjelögunum sem vilja; jeg vonast til, að það hafi engin áhrif á nokkurn sann- an dýravin. Allt á erfitt uppdráttar í byrj- un; allur sannleikur hefur mætt mótstöðu; það er sannleikur, að dýrin þurfa enn vernd- ar við; það er sannleikur, að enn eru til

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.