Lögberg-Heimskringla - 05.01.1961, Side 5

Lögberg-Heimskringla - 05.01.1961, Side 5
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 5. JANÚAR 1961 5 DR. VALDIMAR J. EYLANDS: Ævintýri í átján löndum Vínarborg Vínarborg stendur á Dónár- bökkum. Borgin telur tvær milljónir íbúa, og er ein víð- frægasta stórborg á megin- landi Evrópu. En sú frægð er forn og farin. En þar ægir saman endurminningum um miklg, meistara á sviðum lista og lærdóms, mikla valdsmenn og örlagaríka stjórnmálasögu. Er hér því margt sem ferða- manninn fýsir að sjá. Okkur er sýndur læknaskóli, sem fyrir fyrra heimsstríðið naut heimsfrægðar. Þóttu þeir læknar mjög framaðir, sem þar höfðu verið að námi. Hér átti Jósef Hayden heima (1732-1809). Hann var alinn upp í fátækt og átti mjög erf- itt uppdráttar. Hann hóf listaferil sinn sem kórsöngv- ari við St. Stefáns kirkjuna og hlaut þar undirbúnings- menntun sína í sönglistinni. Um margra ára bil starfaði hann síðan sem einkakennari í söng, unz hann hlaut stöður hjá greifunum Morzin og Es- terhazy. Hlaut hann nú brátt viðurkenning, og fór víða um lönd, og var meðal annars gerður doktor í músík við Ox- ford háskólann. Hann varð mjög mikilvirkur tónlaga- smiður; er sagt að hann hafi samið yfir hundrað symfóní- ur, og fimmtíu konserta fyrir margvísleg hljóðfæri. Hér lifði og starfaði einnig sá maður, sem frægastur varð allra í tónlistarheiminum, og er af sumum talinn „faðir nútíma- menningarinnar í sönglist, Ludwig van Beethoven (1770- 1827). Hann var af þýzkum ®ttum, fæddur í Bonn, þar sem nú er höfuðborg Vestur- Þýzkalands, og alinn þar upp. Talið er, að ættin sé af hol- lenzkum uppruna, og sé kennd við bæ einn, sem Bethoven nefnist þar í landi. Faðir hans, sem Jóhann hét, var tenór- söngvari við leikhús kjör- furstans í Bonn; var hann að sögn laus í rásinni og drykk- felldur. Móðirin var tvígift; í síðara hjónabandi sínu átti hún stóran hóp barna, en að- eins þrír bræður komust til fullorðinsára. Hún þjáðist af tæringu og dó ung. Heimilis- ástæður voru því mjög erfiðar og framtíð hins unga manns virtist miður glæsileg. En óvenjulegir hæfileikar hans vöktu snemma eftirtekt og skilning góðra manna. Er þar fyrstur til nefndur Neefe nokkur, sem var organleikari við hirðina; tók hann unga manninn að sér, gekk honum um tíma í föðurstað og gaf honum kost á almennri menntun. Seinna komst hann undir verndarvæng ágætrar fjölskyldu að nafni Bruning, þar sem hann lærði háttu heldri manna og samkvæmis- siði þeirrar tíðar. Faðir hans sló því föstu, að Beethoven væri undrabarn, á móts við Mozart, og lét hann koma fram átta ára gamlan við hörpuslátt, bæði í Köln og Rotterdám. En ekkert mark- vert skeði. Er tímar liðu hlaut Beethoven þó maklega viður- kenningu fyrir frábæra tækni og leikni, og staðfestist hann þá í Vínarborg, sem ávallt síðan var heimili hans. Hann var að sögn glæsilegur í sjón og hinn mesti samkvæmis- maður. Bjó hann nú í mörg ár við mikla velgengni og aðdá- un fjöldans, sem tónlagasmið- ur og hörpuleikari. En um aldamótin 1800 tók að slá skugga á ævi þessa glæsi- mennis. Heyrnarsljóleiki tók að gera vart við sig og ágerð- ist sá kvilli með hverju ári. Um þetta leyti skrifaði hann vini sínum bréf, þar sem hann lét orð falla á þá leið, að hann mundi „taka í hnakkadramb- ið“ á þessum örlögum. Þóttu þau orð táknræn um fram- komu hans eftir þetta og hvernig hann brást við hinni hljóðlausu veröld. Þrátt fyrir heyrnarsljóleikann er talið að hann hafi spilað opinberlega fram til ársins 1808 og stýrt hljómsveitum til 1814. Sköp- unarmáttur hans lamaðist ekki að mun við þetta mót- læti. Sagt er að mörg dásam- legustu tónlistaverk hans séu samin einmitt á þeim árum, er hann var næstum eða með öllu heyrnarlaus. Því hefir jafnvel verið haldið fram, að heyrnarleysið hafi orðið hon- um, eða öllu heldur tónlistar- heiminum til blessunar, því að við þennan líkamskvilla hafi heyrn sálarinnar orðið þeim mun næmari. Mörg síðustu ár ævinnar var hann mjög ein- mana. Hann dó eftir alllanga legu. Dauðann bar að í fár- viðri miklu, er þrumur og eldingar geisuðu um jörð. Gaf þá hinn sjúki maður þeim, er viðstaddir voru dánarbeðið, bendingu um að reisa sig upp við koddann. Reiddi hann þá steyttan hnefa út í gluggann og hné síðan niður örendur. Má því segja, að líf hans hafi verið drámatískt frá upphafi til enda. Franz Schubert (1797-1828) var einnig fæddur og upp al- inn í Vínarborg og ól þar all- an aldur sinn. Seytján ára gamall samdi hann hið heims- fræga lag: „Gretchen am Spinnenrade“ (Gréta við rokk- inn) og ári síðar það lag, sem víðfrægast er af öllum meist- araverkum hans: „Erlkönig“ (Álfakóngurinn). Eru þessi tvö lög talin ótrúleg meistara- verk frá hendi svo ungs manns, og túlkun hans á ljóð- um Goethes frábær. Hann var iðjusamur svo af bar og af- köstin eftir því. Sjálfur sagði hann um vinnubrögð sín: „Þegar ég hefi lokið við eitt lag, þá byrja ég strax á öðru.“ En einkennilegur var hann talinn í háttum sínum. Er sagt að hann hafi um langt skeið haldið til hjá vinum sínum til skiptis og jafnvel fengið föt þeirra að láni, enda munu efnin hafa verið smá. Lengi ævinnar átti hann ekki einu sinni píanó. Eins og oft vill verða, áttuðu menn sig ekki til fulls á því hvér hér var á ferð fyrr en eftir að hann var látinn. Hann lét eftir sig mörg huhdruð tónlög, en lítið mun hafa verið gefið út eftir hann í lifanda lífi. Frá sögu- legu sjónarmiði er hann tal- inn einhver helzti fulltrúi hinnar rómantísku sönglistar. Er hann fann dauðann nálg- ast, lagði hann svo fyrir að gröf sín skyldi gerð í nám- j unda við gröf Beethovens, en hann hafði verið aðdáandi hans um langt skeið. Margir fleiri snillingar á sviði söngs og hljómlistar hafa gert Vínarborg fræga. Hér starfaði einnig lengst ævi sinnar Jóhann Slrauss (1825- 1899), stórfrægur tónlagahöf- undur. Við fórum yfir Dóná og fram hjá húsinu, þar sem sagt er að hann hafi samið danslagið alkunna: „An der shönen blauen Donau,“ eða Danube valsinn. Ferðamönn- um er bent á minnismerki þessara manna, sem standa hér og þar við fjölförnustu stræti og á torgum þessarar fornfrægu borgar. En varan- legasti minnisvarði þeirra eru hin ódauðlegu og alþjóðlegu listaverk, sem þeir hafa látið eftir sig. Austurríki var um langt skeið voldugt heimsveldi og enn sjást margar minjar þess. Var okkur sýnd höll sú, sem Hapsborgarættin, sem var konungsætt Austurríkis fram til loka fyrri heimsstyrjaldar- innar, hafði til vetrarsetu. Var okkur sagt, að í höll þess- ari væri 2,600 stofur. 1 nám- unda við höllina sáum við sundlaug undir þaki, en öldu- gangur var framleiddur í lauginni með rafmagni. Þá skoðuðum við Schloss Schoen- brun, sem var aðalbústaður konunga þessa lands um margra alda bil. Var okkur tjáð, að í þessari höll væri 1,141 herbergi, og að 147 væri eldhús og matreiðslustofur. Við gengum um 45 af þessum slofum, sumar þeirra voru að minnsta kosti þrjú hundruð fet á lengd. Þegar hér var komið, voru flestir í hópnum búnir að fá nóg að ganga og góna um loft og veggi, því að alls staðar var hinn mesti íburður af útflúri og mynda- skrauti. Þarna var Marie An- toinette fædd, sú er síðar varð drottning á Frakklandi og hálshöggvin þar í stjórnar- byltingunni miklu. Hér ríkti Marie Theresía, hún varð sextán barna móðir, og var sagt, að bóndi hennar stund- aði málaraiðn í hjáverkum. Við námum staðar í svefn- herberginu þar sem Frans Jósef, hinn síðasti Austurrík- iskeisari lézt árið 1916, og komum inn í stofu þar sem sagt var að Napóleon Bona- parte hafi sofið, þegar hann var að heimsækja keisara Austurríkis. Menn geta lesið um viðskipti þessara þjóðhöfð- ingja í Heljarslóðarorustu Benedikts Gröndal. Þó eitt- hvað kunni að vera blandað málum í þeirri frásögn, er hún þó skemmtileg aflestrar. Ýms- ir a ð r i r ferðamannahópar voru á ferð um þessa sali um leið og við, sem komum vest- an um haf. Við gátum heyrt túlkana mæla á ýmsum tung- um, er þeir voru að útmála alla þessa keisaralegu dýrð. Allt var þetta hnitmiðað hvað tímann snerti; hver hópur dvaldist aðeins fáeinar mín- útur í hverjum sal, og svo áfram inn í næsta. Margt fór að sjálfsögðu fyrir ofan garð og neðan hjá okkur í öllum þessum hraða og þys, en heildarmyndin festist. Á með- an hægt var að fá fólk til að trúa því að keisarar og kon- ungar væru æðri mannverur en almennt gerist og að kon- ungdómurinn væri þeginn fyrir Guðs náð, en ekki með pólitískum glímubrögðum og hernaði, þá var sannarlega hlaðið undir þetta fólk, og það lifði í ótrúlegu bruðli og vellystingum á kostnað hins örsnauða, kúgaða og fáfróða almúga. En öll þessi dýrð er nú horfin í Austurríki, og víð- ar. Hallir konunganna eru nú notaðar fyrir safnhús, þar sem forvitnir ferðamenn reka nef- ið inn í hverja smugu, og fara hversdagslegum almúgahönd- um um „helga“ dóma. Hvað Austurríki snertir var það hernumið á víxl í síðari heims- styrjöldinni, fyrst af Þjóð- verjum og síðan af Rússum. Rússar fóru úr landinu fyrir aðeins fimm árum síðan. Þeir reistu voldugt minnismerki á einu fjölfarnasta torgi borg- arinnar, um sigur sinn og sælu Sovétríkjanna. Leiðsögu- maður bendir á minnismerk- ið, sem var undir rússneskri hervernd, og segir: „Vínarbú- ar eru ekki mjög hrifnir af þessu minnismerki. Það verð- ur að gæta þess nótt og dag, annars mundi það sprengt í loft upp.“ Við, sem að vestan komum, vorum heldur ekki mjög hrifin. Við hverfum aft- ur til hinnar fornu frægðar. Við hvílum okkur um stund á hótelinu, og hreinskrifum „nótnabækur“ okkar svo að við getum fengið eitthvert vit og samhengi í allt þetta, sem við höfum heyrt og séð þenn- an dag. Um kvöldið hlustum við á symfóníuhljómsveit Vín- arborgar undir beru lofti. Það var dásamlega reynsla og and- leg nautn. Enda veitir okkur ekki af. Á morgun eigum við að leggja af stað til Tyrklands. Good Reading for the Whole Family •News • Facts • Famiiy Features Th« Chrhtlan Science Monitor On« Norwoy St., Boston 15, Mass. Sond your nowspaper for the tima checked. Enclosed find my check or money order. 1 year $20 □ 6 month* $10 Q 3 months $5 □ Nome Address ^ Clty 2one Stote GOOD CHEER Drewrys % L DRY GINGER ALE Another Qualily Product of The Carling Breweries (Man.) Ltd.

x

Lögberg-Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.