Lögberg-Heimskringla - 05.01.1961, Blaðsíða 6

Lögberg-Heimskringla - 05.01.1961, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 5. JANÚAR 1961 GUÐRÚN FRA LUNDI: Römm er sú taug Framhald skáldsögunnar Þar sem brimaldan brolnar „Ég fór vestur til Fríðu í gærkvöldi," sagði Dadda. „Hún er ekki vel ánægð með að hanga í þessari búð allan daginn. Ég hlakka til, þegar hún kemur í nágrennið aftur.“ „En hún fær peninga fyrir starf sitt og þá verður þú að minna hana á það, sem þú átt hjá henni,“ sagði Maríanna. „Ég held ég geti ekki verið að tala um það,“ sagði Dadda. „Við borðuðum svo lengi heima hjá henni og borguðum aldrei neitt fyrir okkur.“ Tveim dögum seinna fréttu þær mæðgur, að frú Málfríð- ur væri komin heim. Þá varð að leggja af stað í heimsókn til að vita, hvernig hún hefði það. Hún var ólíkt hraustlegri nú en síðustu dagana áður en hún fór á spítalann, en svip- urinn var jafn þreytulegur og þá. Maríanna faðmaði hana að sér og bauð hana velkomna heim. „Mikið held ég að þú sért ánægð yfir þessum fallegu stólum og skápum, sem kom- ið er heim á undan þér. Það má segja, að hann er ekki lengi að byggja heimilið upp aftur hann mágur minn,“ sagði Maríanna. „Og jafn fljótur að hrinda því um koll,“ sagði frúin í móðursýkistón. „Það er ósköp lítið varið í svona lagað. Allt keypt með mánaðarafborgun- um. Og ef ekki er hægt að standa í skilum, þá er þetta tekið samstundis, og það sem búið er að borga, fellur niður. Finnst þér þetta afar glæsi- legt?“ „Ó, það er nú víst engin hætta á því að hann Sigtrygg- ur hafi sig ekki fram úr því,“ sagði Maríanna brosandi. „Vertu nú bara ánægð yfir því að vera komin heim aftur í þitt eigið hús, hressari en þú varst." „Hvernig heldurðu að hann geti staðið í skilum, þar sem engar líkur eru til að hann fái nokkra atvinnu framvegis. Ekki svo mikið að þessir drykkjufélagar hans vilji láta hann fá atvinnu hjá þeim. Svo lendir þetta allt saman á Bróa. Hann verður dreginn út í sama skuldafenið og faðir hans með því að láta hann ganga í ábyrgðir. Svein mér, ef þetta ætlar ekki að gera alveg út af við mig. Hvernig held- urðu að þér liði, ef Tómas væri í svona kröggum. Heldurðu að þú gætir verið glöð og litið björtum augum á framtíðina.“ Frúin þurrkaði tárvot aug- un og saug upp í nefið hvað eftir annað. „Það er víst ólíku saman að jafna ástæðum þeirra frænd- anna,“ sagði Maríanna. „Brói er í góðri atvinnu, en Tómas minn virðist ekki vera eins happasæll. Karlinn tengda- faðir hans borgar honum víst smánarlega lágt kaup. Mér finnst nú bara engin meining í því fyrir hann að vera við svona léleg kjör, maður, sem alls staðar getur fengið at- vinnu,“ sagði Maríanna á- kveðin. „Ekki skaltu hvetja hann til þess að segja upp atvinn- unni áður en hann er búinn að fá sér aðra,“ sagði systir hennar. „Það getur verið óráð- legt.“ „Jæja, við skulum nú labba suður eftir til mín og hita okkur góðan kaffisopa,“ sagði Maríanna. „Mér finnst þú taka þetta allt of nærri þér. Einu sinni var ég hrifin af Sig- tryggi þínum, og er það kann- ske enn. Ef til vill væri það heillaráð að við hefðum skipti,“ spaugaði Maríanna á íeiðinni heim til sín. Frúin andvarpaði mæðu- lega. „Þú hefir haft heldur traust- ari samferðamann, býst ég við. Heldurðu að þú hefðir kannske ekki verið orðin dá- lítið þreytt, ef þú hefðir séð heimilið þitt tætt sundur þrisvar sinnum hvað eftir annað. Allt selt, hver einasti hlutur, nema rúmfötin og nauðsynlegustu flíkurnar, eft- ir að búið var að eyða hverj- um einasta eyri, sem hægt var að ná í. Hann var meira að segja búinn að eyða sparifé barnanna áður en ég vissi af. Hvernig ættir þú að geta skil- ið svona lagað?“ „Náttúrlega hefir hann borgað börnunum aftur, þeg- ar betur gekk hjá honum,“ sagði Maríanna. „Nei, þau hafa aldrei séð krónu af því, aumingja börn- in,“ andvarpaði frúin. Dadda kom brosandi út á móti frænku sinni og bauð hana velkomna. „Finnst þér Dadda vera eins tilkomumikil síðan hún missti fallegu flétturnar sín- ar?“ spurði Maríanna til að leiða talið að öðru, því að náttúriega hafði frúin oft séð hana, síðan hún lét klippa sig. „Henni fer það miklu bet- ur, telpuanganum. Og svo er hún farin að grennast og er þar af leiðandi ekki eins kloss- uð og hún var,“ sagði frænk- an. „Nú skalt þú vera dugleg stúlka og drífa þig í kaupa- vinnu yfir sláttinn. Mamma þín hefir ekkert með þig að gera, meðan pabbi þinn er ekki kominn. Og þó að hann kæmi, er hún móðir þín sjálf- sagt ekkert óvön því að þjóna honum og elda matinn ofan í hann. Þetta verð ég að vera ein, þó að heilsan sé ekki upp á það bezta, nema hvað Fríða kemur heim á kvöldin, en ætli þú reynir þá ekki að koma til að hafa hana með þér í götu- rápið. Það er víst auðsótt. Varla hefirðu ráf$ð svo um heima í Látravík, ef einhver heimilisbragur hefir verið þar. Það þekktist ekki, þar sem ég var í sveitinni, að krakkarnir gengju iðjulausir.“ Þær þokuðust inn í eldhús- ið. Frúin virti allt fyrir sér með miklum merkissvip, en sá ekkert, sem hægt væri að fetta fingur út í. Svo opnaði Maríanna stofuna. „Þér finnst hún nú líklega heldur fátækleg, stofan mín, hjá fínheitunum heima hjá þér,“ sagði hún. „Þetta er nú eina stofan, sem ég hef, svo er svefnherbergi þar inn af og herbergi uppi á lofti. Ég er svo sem ekkert að barma mér, þó að ég hafi ekki betra húsnæði en þetta.“ „Þú ert víst ekki vön við svo mikið, torfbæinn í Látra- vík. Dálítill munur eða ég, sem alltaf hef haft svo stórt og myndarlegt heimili,“ sagði systirin. „Stólarnir þínir eru | alveg eins og stólarnir, sem! voru í stofunni minni. Þeir j eru prýðilegir. Þig vantar bara skáp, ef vel ætti að vera.“ „Já, mig vantar skáp, en ég hef engin ráð að kaupa hann fyrr en Hallur lætur sjá sig eða eitthvað til sín heyra. Það var farið að ganga töluvert á peningana mína, þegar ég var búin að borga stólana og borð- J ið,“ sagði Maríanna. „Gaztu borgað það út? Það kalla ég vel gert. Það er kann- ske dálítill munur eða eiga alltaf á hættu að það verði tekið af manni,“ sagði frúin. „Það var ekki alveg nýtt. Þess vegna fékk ég það ódýr- ara,“ sagði Maríanna. „Seztu nú, góða mín, svo látum við Döddu hita kaffið og koma með það inn til okkar.“ „Ég er bara orðin þreytt af að rölta þennan spörhingað,“ stundi frúin. Hún settist beint á móti systur sinni. „En þú ert sama letiklessan og þú varst í föðurgarði," bætti hún við. „Ekkert skil ég í því, hvernig Hallur hefir getað bú- ið með þér öll þessi ár.“ „Það fannst víst engum nein vandræði,“ sagði Marí- anna. „Ég þótti dugleg og út- sjónarsöm húsmóðir. Það þótti tengdapabba gamla og kallaði hann þó ekki allt ömmu sína.“ „Já, einmitt það. Annað heyrðist mér á vermönnunum, sem komu hin^að suður þarna norðan af nesinu þínu. Þeir álitu, að karlinum þætti held- ur lítið til þín koma,“ sagði frúin. „Ég gleymdi alveg að segja þér, að ég má ekki drekka kaffi, en ég þynni það aðeins út með vatni, eða læt mér nægja stútsopann. Kann- ske getur það hresst mig ofur- lítið samt.“ Maríanna gat ekki stillt sig um að spyrja, hvort hún væri búin að fá stóla í betristofuna líka. „Nei, hún tilheyrir mér ekki lengur,“ sagði frúin stuttlega. „Sigtrygugr leigði hana barn- lausum hjónum, sem vinna bæði úti. Og svo er líka búið að leigja herbergin uppi á loftinu, nema herbergið henn- ar Fríðu,“ bætti frúin við með kjökurhljóði. „Svo að þú sérð, að það er heldur farið að þrengja að mér á allan hátt.“ „Hvernig í ósköpunum stendur á þessu?“ spurði Maríanna hissa. „Já, hvernig skyldi standa á því. Þú hefir ekki mikinn skilning á því, hvað það er að vera allslaus,“ sagði frúin. „Það fást þó nokkrar, krónur í leigu eftir þetta á hverjum mánuði. Og það er betra að hafa það en ekki neitt.“ Maríanna hristi höfuðið. Hana langaði til að hæla Sig- tryggi fyrir dugnaðinn, en þorði ekki að nefna nafn hans, þegar systir hennar var í þessu skapi. Dadda kom inn og dúkaði borðið. Síðan setti hún brauðföt og bollapör á það. Frúin fylgdi henni með augunum. „Finnst þér ekki henni far- ast þetta nógu vel, þó að hún sé sveitabarn?" spurði Marí- anna laundrjúg. Frúin svaraði því játandi. Gott er að gera vel og hitta sjálfan sig fyrir. Grikkir állu einnig orð yfir þelta Það var Archimedes, sem sagði, „fáið mér nógu langa vogarstöng og nógu sterkan veltuás og þá get ég einn hreyft hnöttinn." Þetta er gott að vita, ef heimur versn- andi fer! Með tækjum eins og vogar- stönginni gat hinn frumstæði maður margfaldað afl sinna eigin vöðva. Nú á tímum fær- ir hann sér í nyt aðra orku- gjafa. Aðeins litlum hluta af vinn- unni í Kanada er afkastað með mannsafli — hitt er gert með vélum. Olía til þess að veita þessum vélum afl og uppfylla aðrar orkuþarfir er framleidd af félögum eins og Imperial f y r i r sanngjarnt verð, hvar sem hennar er þörf. Fyrir þessa ástæðu nota íbúar Kanada olíuna fyrir meir en helming orkuþarfa sinna — þeir nota sem svarar 1,000,000 gallon á klukku- stund. (€sso) IMPERIAL OIL LIMITED ...for 80yearsCanada's leading supplierof energy Þreföld óbyrgð íil að fyrirbyggja að Plan þiíi verði að leggjast niður vegna koslnaðar Stjórnar plan fyrir spítalaþjónustu, sem innifelur fullkomna þjónustu, er vitan- lega dýrara en einstaklinga plan, sem veita takmarkaða spítalaþjónustu. í auglýsingum undanfarið hefir verið skýrt frá hvers vegna var nauðsynlegt að hækka spítalaiðgjöldin. Þessi hefir þann tilgang að benda á hvernig megi forðast óþarfa kostnað. 1. Stjórnarráð spítala gæta sömu var- úðar nú við að takmarka kostnaðinn eins og þeim var nauðsynlegt að gera, þegar þau báru ábyrgð á að afla rekstursfjárins. 2. M.H.S.P. ætti stöðugt að rannsaka og finna ráð til að lækka stjórnar- og skrifstofukostnað sinn. 3. Sjúklingar ættu að taka til greina, að veruleg þörf er eina gilda ástæð- an til þess að sækja um rúm á spítala. í stuttu máli, allir, sem hlut eiga að máli, ættu að sameinast um að tryggja að spítalaþjónusta standi Manitoba- búum til boða með eins lágum kostnaði og mögulegt er. HON. ®. JOHNSON, M.D. Minister of -Health & Public Welfare G. L. PICKERING Commissioner of Hospitalization MANITOBA HOSPITAL SERVICES P L A N 60-11

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.