Lögberg-Heimskringla


Lögberg-Heimskringla - 23.08.1962, Qupperneq 5

Lögberg-Heimskringla - 23.08.1962, Qupperneq 5
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 23. ÁGÚST 1962 5 V ^ ^ i^i- ÁHUeAMÁL rVENNA VALDHEIÐUR THORLAKSON: Æskuminningar Ég var all ung, er ég man fyrst eftir mér. Eitt af því fyrsta, er ég man, er frá því ég var á fjórða ári. Þann vetur dvaldi gömul frændkona föð- ur míns hjá foreldrum mín- um. Var hún frá Winnipeg, og heyrði ég fullorðna fólkið tala um, að „hún værl eim af heilags anda kerlingunum“. Var hún mér hörð og siða- vönd og er minning enn greypt skýrt í huga minn óaf- máanlegu letri. Ég hafði verið hortug við systur mína, er var eldri og uppáhald gömlu kon- unnar, enda bar hún móður- niafn henna-r. Sú gamla svipti af mér hverri spjör, hýddi mig rækilega og kastaði mér svo upp í rúmið fyrir ofan sig. Ég skreið upp að vegg, grúfði mig grenjandi ofan í sængina, sárgröm því ranglæti, er mér fannst fýlgja þessum „heilag- léik“. Næsta minning er bundin við stórflóð, er varð í Geysis- byggð. Frumbýlingarnir þar áttu sér einn hvimleiðan ná- búa, hið svomefnda Islend- ingafljót, er æddi vor hvert yfir merkur og skóga og er verst lét yfir híbýli manna. Urðu bændur, er bjuggu á vesturbökkum þess oft illa leiknir. Voru aðeins tvö heim- ili þeim megin, sem aldrei fóru í kaf. Var heimili' foreldra minna annað þeirra, en þetta vor lá vatnið við austurvegg hússins og þar var bátur föður míns bundinn. Ein nágranna fjölskylda, hvers hús lá undir vatni, flutti til foreldra minna meðan á þessum hamförum stóð. Okk- ur krökkunum, sem vorum þrjú, þótti ekkert að því. Þetta voru myndarhjón og hin beztu, með afbrigðum barn- góð, Með þeim voru tveir drengir, sá eldri fimmtán tiil sextán ára, en sá yngri á reki við systur mína. En atvikið er greypzt hefir á spjöld minninganna, er sunnudagur. Veðrið var hlýtt og bjart, ég var klædd í hrein- an kjól með nýja svuntu hvíta með fjólubláum rósum og var ég allhreykin af þessum klæðaburði og var systir mín eins til fara. Eldri' krakkarnir höfðu ver- ið að rella um að fá leyfi til að taka bát föður okkar, sem var flatbotna og venjulega kal'laður „Dallur". Var það seinast leyft með því skilyrði, að elzti drengurinn reri og var brýnt fyrir honum að passa okkur vel. Man ég, að hann lýfti mér upp, setti mig í miðjan bátinn, því ég var yngst og heimskust. Bróðir minn, er aldrei var annað en stillingin sat fram í stafni, en systir mín og hinn drengur- inn áttu að sitja aftan í. Þar vildi hún ekki vera, heldur krafðist að sitja hjá mér, en ég var þrá og neitaði. Þessu reilddist hún og skellti sér á miðja afturþóftu, svo drengn- um varð ofaukið. Geri ég ráð fyrir að hún hafi verið hrædd, samt man ég það ekki. Nú var henni skipað að færa si'g, en þá fauk alvarlega í stelpu, kastaði hún sér til, en missti jafnvægið og steyptist útbyrð- is. Mundi, en svo hét piltur- inn, lét sér hvergi bregða, kippti inn árinni, hallaði sér út yfir borðstokkinn og greip þá litlu um leið og henni skaut upp og voru það snör handtök. Svo reri hann rösk- lega að landi og færði mæðr- um okkar litlu dömuna, er grenjaði hástöfum, en móðir hans gaf honum snoppung fyrir að gæta ekki barnanna betur. En systir mín var færð í þurrt og lék á als oddi er frá leið og varð ekkert meint af dýfunni. Nú eru þau bæði1 komin á efri ár. Þau hafa hvort um sig skilað af sér miklu dagsverki og aldrei að æðrazt, þó oft hafi blásið á móti. Þau ganga enn teinrétt, rösk og létt í spori. Hann — þó hann héldi upp á sitt áttræðis afmæli nýverið. Vildi ég mega færa honum þakkir fyrir hans skörulegu framkomu á þessum iöngu liðna sunnudegi. ‘ Hann átti miklar þakkir skilið, en ekki snoppung. Hún var nýlega að halda sitt gullbrúðkaup, umkringd af sinni fjölmennu fjölskyldu, er kom úr ýmsum áttum til að gleðjast með henni á hennar heiðursdegi. Vildi ég mega hylla þau bæði á þessum tímamótum ævi þeirra. Litlu stúlkuna, er féll í fljótið og drenginn, sem bar gæfu til að bjarga lífi hennar. Þó oft hafi spor þeirra ver- ið þung, hvors í sínu lagi, hafa bæði borið sigur úr být- um í lífsbaráttunni. Því er mikið að þakka fyrir. Sit bæði heil að unnum sigri, því eins og Jak. Thorar- ensen segir: Hver ævivoð skal unnin úr ótal fjörva-þráðum af dygðum, syndum, dáðum og djúpri gleði og sorg; öll reist af spökum ráðum skal reynslu vonar borg. Ávarp Flutt aí Gretti L. Johannson í hóíi því, sem Þjóðræknisfélagið hélt gestum frá íslandi 5. ágúst síðast liðinn Herra samkvæmisstjóri: Góðir gestir frá íslandi og kæru heimamenn: Sem ræðismanni Islands er mér sérstakt ánægjuefni að vera viðstaddur þennan máls- verð og hafa átt dálítinn hlut að undirbúningnum að hon- um. Því miður er margt, sem hefir stuðlað að því, að fleira fólk hefir ekki getað verið hér i dag, en ein helzta ástæðan er sú, að þetta er orlofstími ársins, og margt fólk er fjar- verandi úr borginni; samt er hér saman komið margt manna, sem ber hlýjan hug til Islands og Íslendinga og notar hvert tækifæri að samgleðjast með ættbræðrum sínum. Nú eru senn liðin áttatíu og sjö ár frá þeim tíma, að var- anlegt landnám íslendinga átti sér stað hér í Manitoba, og níutíu ár frá því að fyrsti innflytjandinn frá Íslandi sté fæti á kanadíska grund. Á þessum langa tíma hafa sam- böndin við heimalandið hald- izt órofin. Heimsóknir beggja vegna hafa átt sér stað næst- um því á hverju ári, en oft hefir heldur hallazt Vestur- íslendingum í vil. I þessu sambandi vil ég sérstaklega minnast stóru hópferðanna til íslands Allþingishátíðarárið 1930; og svo seinni hópferða héðan frá Winnipeg, svo sem árið 1947, þegar Hekla, fyrsta flugskip Loftleiða, sótti stóran hóp 'hingað til Winnipeg og flaug með hann beint til Reykjavíkur; svo 1952, þegar próf. Finnbogi Guðmundssson skipulagði ferð héðan um New York; og svo síðustu hópferðarinnar héðan snemma í júní. Mér telst til úr skýrslum ræðismannsskrifstofu minnar, að á síðast liðnum sextán ár- um, eða á því tímabili, sem staðfestingaráritanir á vega- bréf þurfti með, hafi rúmlega 500 manns af íslenzkum stofni hér í Kanada ferðazt til ís- lands, og sumir þeirra allt að því fjórum sinnum á þessu stutta tímabili. Ekki er mér kunnugt um, hve margir frá Islandi hafa sótt okkur heim á þessu um rædda tímabili, en það mundi vera glæsilegur hópur, ef hægt væri að koma honum fyrir á einn stað, sérstaklega ef með væri talinn Karlakór Reykjavíkur á sínum tveimur ógleymanlegu sigurförum til okkar. 1 dag veitist okkur su ánægja að bjóða hjartanlega velkomin ti'l Kanada stærsta hópinn frá Islandi, sem kem- ur eingöngu í gistivináttu- skyni. Flest ferðafólk, og þá sérstaklega skyldfólk, vinnur að auknum tengslum og menningarskiptum íslendinga austan hafs og vestan, og vona ég að svo megi lengi verða, b á ð u m til giftudrjúgrar ánægju og gagns. Af ferða- áætluninni að sjá, munu gest- ir okkar ferðast um byggðir okkar hér í vestrinu, og von- ast ég til að þeim verði hvar- vetna vel tekið. Viðkoma þeirra er svo stutt, að maður verður næstum því að heilsast og kveðjast í sömu anclrá. Ég leyfi mér að tala fyrir munn Vestur-íslendinga, er ég varpa frá mér þeirri von til gestanna frá Islandi, að dvöl ykkar okkar á meðal, þó ekki verið nema stutt að þessu sinni, megi verða ykk- ur öllum ánægjuleg og að fagrar endurminningar fylgi ykkur heim á leið, og að þið hafið góða heimkomu, og.ber- ið þið landi og þjóð innilega kveðju okkar. Hafið þið öll þökk fyrir komuna. Verið þið öll í Guðs friði! Kærar þakkir. Hunang er gott og hefir lækningamátt Vér mennirnir höfum þann úr henni. Skerið hana svo sið að eta allt sem tönn á festir, hvort sem það er heilsu- samlegt eða ekki. öðru máli er að gegna um býflugurnar. Þær velja sér aðeins úrvals fæði. Þær finna það einhvern veginn á sér úr hvaða blóm- um er hægt að fá slíkt úrvals fæði. Ef þeim líkar ekki eitt- hvert blóm, yfirgefa þær það þegar og leita að öðru, sem er betra. 1 hunanginu, sem býflug- urnar safna, eru öll hin nauð- synlegustu fjörefni. Það er því ekkert undarlegt, að læknar ráðleggja sjúklingum sínum oft að neyta hunangs, til þess að fylla í þau skörð, sem eru í mataræði þeirra. Hitt er ekki jafn kunnugt, að hunang hefir mátt til þess að eyða sóttkveikjum. Læknir nokkur og sýklafræðingur vildi ekki trúa þessu. Og til þess að sýna fram á að hun- angið hefði alls ekki þennan eiginleika, gerði hann sjálfur tilraun. Hann setti margar tegundir sýkla í hunang. Nokkrir þeirra voru dauðir eftir fáar klukkustundir, og eftir fáa daga var enginn sýk- ill lifandi. Þá varð læknirinn undrandi. Annar læknir, dr. D. C. Jar- vis, hefir ritað grein um hun- ang og telur þar upp marga ágæta kosti þess sem fæðu. Að lokum segir hann: En frá mínu sjónarmiði er það lang- merkilegast vegna lækninga máttar síns. Hunangið hefir góð áhrif á meltinguna, það læknar vondan hósta, og það linar þjáningar liðagigtar. Ef þér þjáist af svefnleysi, vakn- ið um miðjar nætur og verð- ið andvaka, þá er ráðið að taka inn eina teskeið af hun- angi með kvöldverði. Ef þetta er gert reglulega, þá mun ekki líða langur tími þar til þér sofið rólega á hverri nótt. Ef þér fáið vondan hósta, þá er hægt að lækna hann með hunangi. Þetta hefir alþýða manna gert um margar aldir, og þetta ráð er óbrigðult enn í dag: Sjóðið eina límónu (sítrónu) við hæga suðu í tíu mínútur; það er gert til þess að mýkja hana, og að safinn renni betur sundur um miðju og kreistið safann úr henni á venjulegan hátt, og hellið honum í vatns- glas. Bætið þar í tveimur matskeiðum af hreinu glycer- ine og hrærið þetta vel saman. Fyllið því næst glasið af hunangi. Þetta hóstameðal er tekið eftir þörfum. Ef þér fáið hóstakast á daginn, skuluð þér taka inn eina teskeið af því, en hræra vel upp í glasinu áður. Ef hósti amar yður á nóttunni, skuluð þér taka inn eina teskeið um leið og þér farið að hátta, og ef þér vakn- ið við hósta skuluð þér líka taka inn eina teskeið. Ef hóst- inn er mjög vondur, þá er rétt að taka meðalið inn nokkrum sinnum á dag, eina teskeið í hvert sinn, t. d. eina um leið og þér farið á fætur, aðra nokkru seinna, þriðju á eftir miðdegisverði, fjórðu um mið- aftan, fimmtu á eftir kvöld- mat og sjöttu um leið og þér farið í rúmið. En þegar hóst- inn fer að skána, þá skuluð þér fækka inntökunum. Að minni reynslu er þetta bezta hóstameðal sem til er. Menn fá ekki velgju af því eins og af sumum öðrum hóstameðul- um. Börnum má gefa það ekki síður en fullorðnum. Þetta meðal læknar hósta þegar öll önnur meðul eru gagnslaus. Það kemur fyrir að menn hafa óþægindi af kiprum (fjörfiski) í aiugnalokum og við munnvikin. Þetta getur lagazt með því að taka inn tvær teskeiðar af hreinu hun- angi eftir hverja máltíð. Venjulega læknast þetta þá á vikutíma. Oft ber það við að menn fá sinadrátt, einkum í fætur. Það pr venjulega hægt að hafa hemil á þessu með því að taka inn tvapr teskeiðar af hreinu hunangi með hverri máltíð. Venjulega hverfa sina- drættirnir eftir viku, en þó er rétt að halda áfram með hun- angið til þess að þeir komi ekki aftur. Um langan aldur hefir al- þýða notað hunang með góð- um árangri við alls konar bruna. Ef það er borið á þeg- Frh. bls. 8.

x

Lögberg-Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.