Lögberg-Heimskringla - 23.08.1962, Blaðsíða 7

Lögberg-Heimskringla - 23.08.1962, Blaðsíða 7
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 23. ÁGÚST 1962 7 Þankar fyrir og eftir . . . Frá bls. 1. var dávænn hópur saman kominn á hátíðarsvæðinu. Sumir voru langt að komnir, um 40-50 manns frá íslandi, fólk frá Bandaríkjunum og Saskátchewan. Sumir voru bara frá Winnipeg, Selkirk eða RiVerton. Eldri menn tóku í nefið á íslenzku. Þeir yngri voru með burstaklipp- ingu og töluðu mestmegnis ensku. Nokkrar konur voru í íslenzkum þjóðbúningi, aðrar í kjólum og fáeinar bara í sportbuxum, eins og tíðkan- legt er í sumarhitunum hér um slóðir. Jón Árnason forseti íslend- ingadagsins var stundvís og hóaði pallgestum saman á auglýstum tíma. Sól skein í suðvestri og mönnum varð tíðrætt um veðrið. „Dag skal að kveldi leyfa,“ segja Háva- mál. Þegar forsetinn hóf ávarp sitt, syrti í suðri og þrumur heyrðust, og elding- um sló niður einhvers staðar í grenndinni við Teulon. Bakkinn varð æ dekkri með hverri mínútunni, sem leið. Heimir Thorgrimson tók að ókyrrast við hlið mína, enda ekki annað sýnna en að skúr- in skylli á, þegar hann yrði í miðri ræðu. Grettir L. Jo- hannson ræðismaður varð íbygginn á svip, en séra Philip Péturssyni brá hvergi. En þá gerðust undrin. í einni svipan breyttist vindáttin frá vestri til austurs og hrakti skúrina frá hátíðarsvæðinu í áttina til Lundar. Flutti iþví fólk ræður sínar, ávörp og söngva í þurru veðri og góðu. Ský dró frá sólu, þegar Heim- ir Thorgrimson hóf ræðu sína og enn var sólskin, er ól- afur Hallson lauk sinni ræðu. Hér skál ekki nánar getið dagskráratriða, en væntanlega verða þau birt annars staðar hér í blaðinu. Það skal látið nægja að geta þess, að íslend- ingadagurinn í ár var öllum, sem að honum stóðu, til mik- ils sóma. Fólk fjölsótti há- tíðarhöldin, dagskráratriði voru hvert öðru betra. Veður var eins og bezt verður á kos- ið og forseti dagsins sýndi röggsemi og skörungsskap. Eftir að dagskráratriðum lauk klukkan rúmlega fjögur, ætlaði undirritaður að aka á fund meðnefndarmanna sinna, en tókst ekki, því að bíllinn vildi ekki fara í gang, enda ekki undarlegt, því að hann hafði þá gengið sæmilega 1 næstum því heila viku. Þau frú Elma Gíslason og Gústaf Kristjánson stjómuðu samsöng um kvöldið. Veður var kyrrt og barst söngurinn vél í allar áttir. Klukkan 10 hófst dansinn og var undirritaður við inn- ganginn með Jóni Árnasyni f o r s e t a íslendingadagsins. Hljómsveitin hóf að leika og við Jón og fleiri stimpluðu handarbök unga fólksins með tölunni átta. Ekki veit ég hvers vegna sú tala var valin, líklega þó af því, að hún er deilanleg með tveimur og fjórum og gengur afgangs- laust upp í sextán. Unga fólk- ið fór sér hægt að öllu. Meiri asi var á flugunum. Þæ þustu úr myrkrinu inn í ljósið. Fyrst komu venjulegar húsflugur, svo sandflugur, síðan moskító- flugur, sem bitu undirritaðan í ökklana, meðan sandflugurn- ar svo gott sem blinduðu hann. Ekki vildu flugumar líta við Jóni Árnasyni, enda er hann fæddur og upp alinn á Gimli og Eyfirðingur að ætt. Ung kona lét sér skiljast vandræði undirritaðs og mælti í með aumkvunartón: “They are go- ing to kill you” (þ. .e flugum- ar). Svo varð þó ekki. Við Friðfinnur O. Lyngdal litum inn á dansgólfið. Þar dansaði unga fólkið „twist“. Þann dans hafði hvorugur okkar séð áður. Virtist okkur lítið til slíkrar danslistar koma. Hefðum heldur viljað „ræl“ eða „polka“. Klukkan tvö ókum við Þor- kell Valdimarsson frá Minne- apolis á bifreiðum okkar til Winnipeg. Til allrar ham- ingju biluðu bílar okkar til skiptist á leiðinni, þannig að hvor okkar gat ýtt hinum í gang. Ef báðir bílarnir hefðu bilað samtímis, hefði meira syrt í álinn. En íslendinga- dagsnefndarmaður lét sér fátt um finnast, þótt bíll hans gengi ekki sem bezt á þessu kvöldi. Öllu máli skipti það, að hann verðskuldaði ham- ingjuóskir frá sjálfum sér fyr- ir að hafa verið sá lukkunnar pamfíll að sitja í íslendinga- dagsnefnd árið 1962. Haraldur Bessason Liiið um öxl Frá bls. 3. sagði hann, hverfa landnem- arnir (við Islendingar) til jarðarinnar, en eigum mikinn þátt í menningar og mentunar framþróun komandi kynslóð- ar. Hann bar fram óskir manna um framtíð Canada í stórkostlegu kvæði, sem „Miss Canada“ mætti gjarnan vera upp með sér af. Kristján Jónsson mælti fyr- ir minnl Vestur-íslendinga. Hann gat þess í ræðu sinni, að fjöldi íslendinga kæmi til Ameríku með þá rammskökku skoðun, að hér í landi kæmi maturinn í magann og gullið í va9ann án nokkurrar minnstu fyrirhafnar. Christinn Christinsson mælti fyrir minni Alberta. Hann benti á framfarirnar þar, andlegu og veraldlegu, á innflutninginn, bætt sam- göngufæri frá því sem var fyrir tólf árum, þegar hann Jón ýtti á stað kuggnum til að koma á verzlunar-, fólks- og vöruflutningssambandi beina leið milli íslands og Canada. Tveir enskir menn héldu ræður, þingmaðurinn okkar og kaupmaður frá Innisfail, þar sem þeir eiga báðir heima. í ræðu sinni dáðist hinn síð- arnefndi að Islendingum sem góðum viðskiptamönnum og búíhöldum. Hann sagðist þekkja bændur, sem byrjað hefðu búskap hér fyrir tiltölu- lega fáum árum með einn nautgrip, en ættu nú frá 50 til 75 nautgripi og sumir jafnvel fleiri; auk þess væru komnar upp vandaðar byggingar og blómlegir akrar. G. E. Johnson kaupmaður hafði veitingar með höndum og hressti innri manninn með öllu hugsanlegu sælgæti svo maginn þurfti ekki að kvarta, það var þjóðhátíð fyrir hann og bezti ábætir við bjórkoll- urnar hjá Bjarna mínum Jónssyni í snaga kompunni við skólahúsið. Svo er minn fréttapistill á enda, og virðið öll á hægra veg, sem heyrið og hann snertir, þótt eitthvað kunni að vera of eða van. Þinn af alúð, Jóhann Björnson Ávarp séra Philips Frá bls. 2. komizt yrði til New York frá Seattle á þremur dögum, en það, sagði hann, gæti orðið dá- lítið vandamál, því eftir sínum útreikningi yrði farartækið að ferðast með ekki minni en 180 mílna hraða á klukku- tíma. En svo hélt hann, að „busiinu" sprytti kannske vængir og færi fljúgandi yfir fjöll og láglendi og skeytti ekkert um brautir eða vegi! Það sagði rrfér ein ferða- systir ykkar, sem ég hafði tal við í gærkvöldi, að á leiðinni frá New York hefðuð þið séð margt merkilegt og skemmti- legt. En ég held að þið eigið jafnvel hið merkilegasta og skemmtilegasta enn eftir — héðan og vestur. Fyrst eru t. d. slétturnar, hinar víðáttu- miklu og gróðrarríku. Þessi hluti þessa meginlands, þar sem þið eruð nú stödd, hefir verið kallaður „brauðkarfa" heimsins (the breadbasket of the world). Hér í Manitoba- fylki vex hveititegund, sem er lýst sem „No. 1 hard wheat" — hið bezta hveiti til mölun- ar og til brauðgerðar, sem þekkist. Og það á auðvitað við hveitið, sem vex í hinum sléttufylkjunum líka, Sask. og Alberta. En nú, einmitt um þetta leyti sumars, sjást akr- arnir í sínum fullkomnasta og fegursta blóma. Þeir eru auð- vitað enn þá grænir. Upp- skeran hefst ekki fyrr en seinni part þessa mánaðar og í september. En þetta er gróðr- artími ársins og aldrei er feg- urð hans meiri. Hér sjást akr- ar og smá skógarbelti hvert sem augað eygir, í þúsund mílna lengd — héðan og vest- ur til Klettafjallanna. En á miklu svæði í Albertafylki — áður en til Calgary er komið, sést ekki tré eða skógur af neinu tagi. Það er einkenni þess hluta sléttunnar, að eng- in tré vax'a. En þá kom fjöll- in, tignarleg og há, kuldaleg, þar sem snjór sést enn á efstu tindum, en með mikinn gróð- ur, þegar niður í dalina sækir, skógur mikill og gróður ann- ar af mörgu tagi. Þau eru hrikaleg en fögur. Og eins og alltaf í fjalllendi eru þau margbreytileg, svo að maður þreytist aldrei á að horfa á þau — að virða þau fyrir sér og dást að þeim! Og þá kemur sjórinn — og vesturströndin — og skógur- in mikli, sem þar vex. Útsýn- ið eitt (þó að það væri ekki annað eða meira) á þessum hluta ferðalags ykkar getur ekki annað en stórhrifið hvert mannsbarn, sem gerir sér þessa ferð. Það var þetta land, slétt- lendið mikla, skógarnir og fjöllin, sem vesturfararnri frá Islandi bæði fyrir og eftir aldamótin kusu sér að setjast að í — og stofna bú sín. Við sem mætum hér með ykkur í dag, búum í þessu fylki, sléttufylkinu Manitoba. Hér eru líka stór vötn og tignar- legar ár. Þið fáið að sjá suður- hluta Winnipegvatns á morg- un, er ferðazt verður til Gimli á hina árlegu Íslendingadags- hátíð. En það nær 300 mílur norður frá Gimli. Og hér í þessu fylki, auk akranna miklu, eru olíulindir og nám- ur miklar, bæði í suður- og norðurhluta fylkisins. Aðrir úr íslenzka þjóðar- brotinu, sem völdu sér þetta land til heimilis, búa í gróðr- arríkum og farsælum sveitum Saskatchewanfylkis og nokkr- ir í Alberta, en margir þeirra þar hafa nú setzt að í Calgary og Edmonton og öðrum borg- um. En í vesturfylkinu, B.C., búa flestir í stórborgunum þar, eins og Vancouver, Burnaby og víðar. Þetta er nú stutt yfirlit yfir það, sem þið munuð sjá eða verða vör við á ferðinni héð- an og vestur. En þó er það ekki nema hið allra minnsta af því, sem hér er til til að laða aðkomumanninn og tefja fyrir ferð hans, ef hann getur gefið sér tíma til að stanza og skoða og að kynnast því öllu betur. Þetta er landið okkar V.-íslendinga. Okkur þykir vænt um það og erum bundin því sterkum böndum. En á sama tíma eru böndin, sem binda okkur við ættjörð feðra okkar og mæðra, sterk og óslítandi og ættlandshug- urinn mikill. Þess vegna þykir okkur vænt um hvert tækifæri, sem gefst, til að taka á móti gest- um heiman frá ættjörðinni, með bezta bróðurhug — að bjóða þá velkomna og óska þeim heilla. Ég geri það hér í dag með heilum hug við komu þessa hóps, manna og kvenna, sem hér eru sem gestir Þjóðrækn- isfélags íslendinga í Vestur- heimi. Ég þakka þeim kom- una og tækifærið til að kynn- ast þeim. Ég vona, að þið haf- ið öll góða skemmtun á ís- lendingadeginum á Gimli á morgun — og líka í heimsókn ykkar til íslenzku byggðanna — sem tími og ferðaáætlun leyfir að heimsækja, og svo er farið er héðan aftur yfir hafið víða og breiða, óska ég ykkur fyrir hönd Þjóðræknisfélags- ins og allra Vestur-Islendinga góðrar ferðar, góðrar heim- komu — og vellíðanar í allri framtíð. VIÐ KVIÐSLITI Þjáir kviðslit yður? Fullkomin lækning og vellíðan. Nýjustu að- ferðir. Engin teygjubönd eða viðj- ar af neinu tagi. Skrifið SMITH MFG. Company Dept. 234. Preslon. Ont. ÆTLARÐU A.Ð FERÐAST? Hvert sem þú ferð, gpara ég þ é r peninga og létti af þér áhyggjum án auka kostnað- ar. Ég er um- boðsmaður Icelandic Airlines og allra aðal flug- og skipa- ferðafélaga; skipulegg ferðir innanlands og erlendis. Ég leiðbeini þér varðandi vega- bréf, visa og hótel, ókeypis. og með 30 ára reynslu get ég ábyrgzt ágæta fyrirgreiðslu. ARTHUR A. ANDERSON 315 Hargrave St., Winnipeg 2 Office Ph. WH 2-2535 - Res. GL 2-5446 FLJÚGIÐ TIL REYKJAVIKUR MEÐ EIGINKONUNA FYRIR $371 Fram og til baka frá New York Lægstu fai;gjöld allra áætl- unarfélaga til Evrópu. Njót- ið einnig hinna hagstæðu fjölskyldfargjalda fyrir böm 12-25 ára. VETRARFARGJÖLD: FRÁ NEW YORK 16. ÁGÚST TIL 30. APRÍL OG TIL BAKA 15. OKTÓBER TIL 30. JÚNÍ Upplýsingar hjá öllum ferðaskrifstofum eða ICELANDIC AIRLINES Skrifið eftir bæklingi XI 610 Fifth Avenue (Roekefeller Cenfre) New York 20 PL 7-8585 New York — Chicago — San Francisco FOR RESERVATIONS CALL OR TELEPHONE ARTHUR A. ANDERSON ALL-WAYS TRAVEL BUREAU 315 Hargrave St., Winnipeg 2 Office Ph. WH 2-2535 — Res. Ph. GL 2-5446

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.