Lögberg-Heimskringla - 28.07.1966, Blaðsíða 4

Lögberg-Heimskringla - 28.07.1966, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 28. JÚLÍ 1966 Lögberg-Heimskringla Published evety Thursday by NORTH AMERICAN PUBLISHING CO. LTD. Printed by WALLINGFORD PRESS LTD. 303 Kennedy Street, Winnipeg 2, Man. Edilor and Business Manager: INGIBJÖRG JÓNSSON Boord of Directors' Executive Committee President, Grettlr Eggertson; Vice-President, S. Aieck Thorarinson; Secretary, Dr. L. Sigurdson; Treasurer, K. Wilhelm Johannson, EDITORIAL BOARD Winnipeg: Prof. Haraldur Bessason, chairman; Dr. P. H. T. Thorlakson, Dr. Valdimar J. Eylands, Caroline Gunnarsson, Dr. Thorvaldur Johnson, Rev. Philip M. Petursson. Vancouver: Dr. S. E. Bjornsson, Gudlaua Johannesson, Bogi Bjarnason. Los Angeles: Skuli G. Bjarnoson. Minneopolis: Hon. Voldimar Bjorrv- son. Grand Forks: Dr. Richard Beck. Icelond: Birgir Thorlacius, Steindor Stein- dorsson, Rev. Robert Jack. London: Dr. Karl Strand. SubtcTiplion $6.00 per year—payable in advance. TELEPHONE WH. 3-9931 Authorized os second class moil by the Post Office Dep>artment, Ottowo, and for poyment of Postage in cash. Miklar og fjölbreyttar skemmfanir á íslendinga hatíðinni á Gimli Framhald írá bls. 1. Kvikmynd Osvalds Knudsens um Surtseyargosið sýnd a Gimli 1. ógust 1966 Hin íslenzka litmynd Osvalds Knudsens aí nýju eldíjallaeyjunni hefur farið sigurför um Evrópu og Bandaríkin s. 1. mánuði. — Myndin er falin framúrskarandi, sumir hluiar henn- ar slórkosllegir og að ekki muni lil jafn dramafískar og heillandi litmyndir af gosi. Fólk undrasi dirfsku myndaíökumannsins, hve hann fer nálægt sjóðandi og vellandi hrauninu. Myndirnar af baráttunni milli glóandi hraunflóðsins og hafsins, og af gosmekkinum og af fljúgandi grjóliniu þykja slórbrotnar og heillandi. Á fræðslu-kvikmyndaviku Evrópuráðsins í Edinborg síðaslliðið hausi fékk íslenzka kvik- myndin langflest atkvæði fulltrúa frá 13 löndum, og þótii gleðilegl, að minnsta þjóðin, sem litla þjálfun hefur eða reynslu í kvikmyndagerð, skyldi bera sigur úr býíum. DR. PAUL S. BAUER, prófessor í jarðíræði við Washingionháskálann, sem mikinn áhuga hefur fyrir Surtseyjarrannsóknum og ferðazt hefur mörgum sinnum til íslands, hefur ráð yfir eintaki af Knudsens-myndinni og hefur hann, vegna tilmæla Ambassadors Péturs Thorsteinssonar og Greliis L. Johannsons aðalræðismanns, lánað íslendinigadagsnefndinni kvikmyndina, en þó með því skilyrði, að hún verði sýnd aðeins einu sinni. Grípið tækifærið! Sjáið þessa frægu íslenzku liimynd. Ræðumenn á íslendingadeginum. Hápunktur íslendingadags- ins er vitaskuld hin form- lega skemmtiskrá, sem byrj- ar kl. 2 e. h. og þá sérstaklega Minni íslands. Þetta verður sjötugasta og sjöunda árið í röðinni, er Vestur-íslendingar safnast saman til að minnast uppruna síns — minnast feðra sinna, hinna íslenzku land- námsanna og minnast ættjarð- arinnar; það er aðaltilgangur dagsins. Hæfustu menn eða konur, sem völ er á, hafa ávallt verið valdir til að flytja minni íslands og þykir það skemmtilegast, ef þeir eru frá íslandi eða langt að komnir. í ár hefur nefndin verið sér- staklega heppin í vali sínu. Það er mikið ánægjuefni, að Hannes Kjarlansson, am- bassador íslands hjá Samein- uðu þjóðunum, hefur gefið kost á að koma hingað norð- ur til að flytja minni íslands á hátíðinni. Hann er fæddur í Reykjavík, lauk þar stúd- entsprófi, stundaði byggingar- verkfræði við háskóla á Þýzkalandi, fór til Bandaríkj- anna vorið 1940, stóð fyrir skrifstofu íslenzks fyrirtækis í New York, þar til hann stofnaði sitt eigið fyrirtæki ár- ið 1945, sem hann veitti for- stöðu til 10. maí 1965. Á þessu tímabili var hann aðalræðis- maður Islands í New York og skipar þá stöðu enn, sam- tímis ambassador-embættinu, er honum var veitt 17. maí 1965. Það er og fagnaðarefni, að frú Elín kemur með manni sínum. Hún er Vestur-íslend- ingur og á marga vini hér um slóðir. Foreldrar hennar, sem nú eru látnir, voru hinn vin- sæli kennimaður, séra Jónas A. Sigurðsson og seinni kona hans, frú Stefanía ólafsdótt- ir. Síðustu árin þjónaði séra Jónas lúterska söfnuðinum í Selkirk. Hann var skáld og mælskumaður með afbrigð- um. Við bjóðum hin mætu am- bassadorhjón hjartanlega vel- komin. — William R. Appleby, lög- fræðingur frá Winnipeg, mæl- ir fyrir minni Canada. Hann lauk prófi í lögum við Mani- toba háskólann og tók mikinn þátt í félagslífi skólans; var forseti stúdentafélags háskól- ans og vann McGowan bikar- inn í mælskusamkeppni í vesturfylkjum Canada. Hann hefur áhuga fyrir stjómmál- um; hefur verið formaður Manitoba Young Liberal As- sociation; Young Liberal Fe- deration of Canada og for- maður Manitoba Liberal As- sociaton. Hann var bæjarráðs- maður í St. Boniface í fimm ár og hefur verið málafærslu- maður þess bæjar s. 1. fjögur ár. Hann hafði lögmannsskrif- stofu með S. Alec Thorarin- son, en nú er hann formaður í félaginu Appleby and Gar- son. Mr. Appleby er kvæntur Constance, dóttur flugfor- stjórans Konráðs Johannesson og konu hans, Hólmfríðar, söngkonu. Enginn vafi er á því, að Mr. Appleby mun gera hlut- verki sínu á hátíðinni góð skil. Við fögnum því að Karlakór Skandinava undir stjórn Art- hur A. Anderson og Aadne Hoines hefur enn einu sinni sýnt okkur þá vinsemd og virðingu að syngja fyrir okk- ur á þessum degi. — Þótt í kórnum séu nokkrir Vestur- Islendingar, verða margir af þeim félögum að leggja nokk- uð að sér við að læra íslenzku textana við lögin, og er það vel gert. Gunnar Erlendsson leikur undir eins og að venju. Ánægjulegt er að Reginald Frederickson syngur nokkra einsöngva. Hann hefur mikla og fagra rödd. Miss Sandra Sigurdson annast undirleik. Forseti dagsins er Eric Stef- ánsson, þingmaður á sam- bandsþinginu í Ottawa fyrir Selkirk kjördæmi og fer skemmtiskráin fram undir ör- uggri stjórn hans. Undir lok skemmtiskrár tek- ur ungviðið við um stund. — Flokkur ungra stúlkna, sem dansaði svo vel í útvarpsliðn- u.m Canadians All, dansar ís- lenzka þjóðdansa undir stjórn Mrs. Meros Lecko og Mrs. Harold Westdal. — Þar á eftir sýnir drengjaflokkur glímu undir stjórn Steina Eyjólfs- sonar og Ingólfs Bjarnasonar. Þessi tvö skemmtiatriði fara fram á upphækkuðum palli, þannig að allir geta séð unga fólkið vel, þegar það leikur listir sínar. Kaffi og allskonar góðgæti verður á boðstólum allan dag- inn í skála lystigarðsins. Kvöldskemmtun. Almennur söngur hefst kl. 7 um kveldið undir stjórn nokkurra félaga úr kór Skandinava. Miss Sandra Sig- urdson leikur á hljóðfærið. — Allir, sem nokkur hljóð hafa, taka lagið þetta kvöld. Fegurðarsamkeppni fer því næst fram undir stjórn Mrs. Elizabeth Zimmerman. Þessi dagskrárliður var fyrst inn- leiddur á hátíðinni í fyrra og reyndist ákaflega vinsæll. — í’ólk þyrptist inn í garðinn til að horfa á fegurðardísirinar. Allir vilja fá að njóta slíks augnayndis! Þriggja manna nefnd óviðkomandi fólks dæm ir um, hver skuli bera sigur úr býtum. Keith Sigurdson hefur undirbúið þennan lið. Surtsey j armynd Osvaldar Knudsen. í rökkrinu þetta kveld verð- ur sýnd þessi heimsfræga mynd. Þótt ekki væri um ann- að að ræða á þessari íslend- ingahátíð en þessi kvikmynd, þætti mörgum gestunum ferð sín til Gimli margsamlega endurgreidd (sjá frásögn á þessari síðu). Eins og að venju verður fjörugur dans stiginn í skála lystigarðsins fram eftir kveld- inu. Að lokum má ekki minna vera en að nöfn þeirra manna séu nefnd, sem sýnt hafa mikla fómfýsi og lagt á sig mikil störf til þess að undir- búa þessa stórhátíð okkar V.- íslendinga, en þeir eru: Eric Stefánsson, M. P., forseti. Jakob I. Kristjánsson, varaforseti. S. Alec Thorarinson, ritari. John J. Árnason, vararitari. Helgi' Johnson, féhirðir. B. Valdimar Árnason, varaféhirðir. Theodór K. Árnason, Jochum Ásgeirson. Barney Baldwinson. Haraldur Bessason. Ingólfur N. Bjarnason. Kjartan V. Geirhólm. Paul Hallson. Brian Jakobson. Harold J. Johnson. Herman Johnson. Kristján Kristjánsson. Wilhelm Kristjánson. H. Keith Sigmundson. Baldur H. Sigurdson. Heimir Thorgrímson. (Heiðursmeðlimur: Mrs. Ingibjörg Jónsson). Hillumst heil á íslendinga- hálíðinni á Gimlil

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.