Lögberg-Heimskringla - 28.07.1966, Blaðsíða 6

Lögberg-Heimskringla - 28.07.1966, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 28. JÚLÍ 1966 & __*!'■'" ■ ............. GUÐRÚN FRA LUNDI: Tengdadóttirin Skáldsaga . ........... ' „Það þykist ég vita,“ anz- aði Þorgeir. „Annars þekki ég það ekki — hef gert heldur lítið að því.“ Gunnhildur faldi tóbaks- glasið vandlega undir kodd- anum upp við þilið, þegar hún sá mann sinn fara að hátta, og færði sig til í rúm- inu, svo að hann hefði meira rúm. Hann kveið fyrir þrengslum og tóbakslykt í hjónasænginni, en sofnaði án þess að verða vart við hvor- ugt, og svaf í einum dúr til morguns. Gunnhildur var vöknuð og beið þess að hann færi fram, svo að hún gæti hresst sig á fáeinum tóbaks- komum úr glaskrílinu. „Hefurðu getað sofið eitt- hvað, Þorgeir minn?“ spurði hún. „Já, ég svaf víst þó nokkuð seinni part næturinnar," svar- aði hann. „Náttúrlega ertu óvanur þrengslunum,“ sagði hún. Hann jankaði því. Sigurfljóð var jafnglettnis- leg og kvöldið áður, þegar Þorgeir kom inn úr húsun- um, og spurði hann: „Hvern- ig fannst þér að sofa í hjóna- sænginni, tengdapabbi?“ „Það var ágætt. Rúmið er stórt og sængumar mjúkar. Gunnhildur býr einkennilega vel um rúm,“ svaraði hann. Henni skyldi nú ekki verða kápan úr því klæðinu að stríða honum — til þess var hann orðinn helzt til fullorð- inn, en illa féll honum þessi stelpulegi gáski hennar. „Þú hefðir átt að veita mér þessi þægindi fyrr,“ sagði hún. „Það hefði ekki getað orðið betri okkar sambúð, þó að við hefðum sofið saman. Aldrei nokkur misfella eða ó- friður. Slíkt þekkist nú ekki hér,“ sagði Þorgeir fjarska ánægður með sjálfan sig. „Svo hafði hún alltaf ein- hvern í rúminu hjá sér, sem hún þurfti að hlynna að — fyrst Hjálmar minn, þar næst móður sína eftir að hún varð einstæðingur og seinast mömmu mína öll þessi ár. Það er hennar líf og yndi að hlúa að mönnum og málleysingj- um. Hún hefði verið ágæt hjúkrunarkona með þessar litlu, mjúku hendur.“ Hann gerði samanburð á þeim og löngu, hnúaberu höndunum á Sigurfljóð. Það var mikill munur. „Ég hefði þurft að flytja fyrr til ykkar,“ sagði Sigur- fljóð. „Ég sé núna áðan tvennt, sem nauðsynlega þyrfti að koma á heimilið. Ég er meira að segja búin að sjá út, hvar það á að vera í bað- stofunni, því að annars stað- ar er ekki rúm fyrir það.“ „Nú, nú, hvað skyldi nú vera í kollinum á þér — sí- felldar breytingar á hverjum degi?“ sagði Þorgeir. „Það er vefstóll og prjóna- vél.“ „Ójá, það er auðséð og heyrt, að þú vilt láta verkin ganga, en ekki vinna nú þessi verkfæri sjálf, einhver þarf að kunna að fara með þau,“ sagði Þorgeir. „Það verða nú lítil vand- ræði með það, þar sem ég kann bæði að prjóna og vefa. Það er þó reglulega gaman að vefa allavega lita dúka í kjóla og svuntur,“ sagði Sigurfljóð. „Þú ættir nú bara að sjá sumt sem hann Hafstenin bróðir minn vefur. Friðarboga-pils- efnin frá honum eru falleg. Og þá prjónum við systurnar margt, sem þykir fallegt.“ „Skárri eru það ósköpin, sem byltast í höfðinu á þér, kona, og margt kanntu,“ sagði Þorgeir. „En eiginlega skil ég ekkert í þessu með hann bróður þinn, sem allt í einu kemur í leitimar. Fyrst hélt ég, að þú værir einbirni. Svo kom það upp úr kafinu, að þú áttir eina systur og nú líka bróður. Hvað skylduð þið verða mörg á endanum, syst- kinin?“ „Við erum ekki fleiri en þetta. Hafsteinn býr svo langt vestur í sýslu, að þú hefur líklega aldrei heyrt hann nefndan.** „Já, einmitt það,“ sagði Þorgeir hugsandi. „Ég gef það vel eftir, að þessi verk- færi komi hingað, en mér finnst að það væri heppilegrk að byggja fyrst upp. Það yrði þröngt í baðstofunni, þega\ vefstóll væri kominn í hana En ég hef alltaf verið hrifinn af því að sjá það, sem á að komast í framkvæma, ganga eitthvað. En ég gæti hugsað mér, að Gunnhildi þættii ó- næði að því að heyra til vef- stóls. Hún er nú svoddan ró- legheitamanneskja og gefur lítið fyrir það, sem nýtt er.“ „En af þessum rólegheitunj verður fólk hugsandi og ó- mannblendið, skal eg segja þér, Þorgeir minn.“ „Já, þetta mun vera rétt hjá þér, Sigurfljóð, en svona ólst hún upp og svona hefur hún alið Hjálmar upp. Þess vegna er hann svona fáskipt- inn og hugsandi.“ „Já, ég skil það vel,“ sagði Sigurfljóð, „en það þarf ekki að láta vefstólinn vera í bað- stofunni. Ekki er annað að gera en að kaupa ofn í stof- una, þar er hægt að vefa.“ Þorgeir gekk snúðugt burtu frá öllum þessum ráðagerð- um. Allt átti að kaupa og allt átti að drífa upp, en ekki yrði arfahlutinn frá Hálsi nein ó- sköp, þegar allar skuldirnar væru goldnar. Bezt væri að láta hana kaupa vefstólinn og prjónavélina fyrir arfahlut- inn, gott ef hann yrði meiri, hugsaði hann og var ekki vel ánægður með tengdadótturina þann daginn. En Sigurfljóð var fljótlega orðin sú sama og áður í huga hans. Þarna sat hún við að sauma dagtreyju handa Gunn- hildi og prýddi hana með hnöppum. Hún mátti þó ekki vera síður til fara en tengda- móðir hennar. Svo sagði hún, að sjálfsagt væri að hún væri með skúfhúfu á hverjum degi, fyrst hún hefði þetta mikla og fallega hár. Þá fór Guð- björg gamla að næla á sig húfu líka, þó að hún ætti bágt með að láta hana tolla, því að hár hennar var svo gisið. Sig- urfljóð sagði, að það væri sjálfsagt fyrir þær að koma sér upp upphlutum, þeir þyrftu víst ekki að verða mjög dýrir, en það væri alltaf svo fallegur búningur. Gestirnir, sem á heimilið komu, sögðu frá þ’edrri miklu breytingu, orðin væri á Hraunhömrum, síðan þessi mikla tengdadótt- ir hefði komið þangað. Talsverðar breytingar — Heimþrá. Það var komið fram í mið- góu. Sex vikur voru liðnar, síðan tengdadóttirin kom að Hraunhömrum, en svo var hún nefnd um alla sveitina. Inga á Fellsenda hafði unnið kappsamlega að því á balli, sem haldið var á Stað, að hvísla því að fólki, að hrepp- stjórinn vildi ekki heyra hana kallaða öðru nafni, og það yrði þá líklega að hlýða því, sem æðsti maður sveitarinnar vildi. Hjálmar og Sigurfljóð voru þar og dönsuðu mikið. Það var ekki hægt að sjá ann- að en að þau væru mjög ham- ingjusöm. Inga hafði reynt að ná í Hjálmar, þegar dömufrí var, og í mörsunum hafði hún gripið í handlegg hans án þess að hann byði henni það. Það fór ekki fram hjá Sigur- fljóð, að Inga var með hvísl- ingar og fliss við ungu stúlk- urnar og benti á hana með augunum. Sigga hafði farið á ballið, Sigurfljóð hafði verið iað reyna að kenna henni „sporið“ fram í stofu, svo að hún gæti einu sinni gert sér glaðan dag. Hún sagði Sigur- fljóð daginn eftir, að Inga hefði alltaf verið vitlaus í Hjálmari síðan þau hefðu verið krakkar og talið víst, að hún næði í hann. Nokkru seinna kom svo Inga að Hraunhömrum og sat fram í búri langan tíma masandi og hlæjandi, en inn vildi hún ekki stíga sínum fæti. Hjálm- ar sat þar frammi og var ó- vanalega kátur. Sigurfljóð var á sífelldu rjátli út og inn göngin og bæjardyrnar og hlustaði eftir því, sem skraf- að var í búrinu. 1 hjarta henn- ar kviknaði neisti afbrýðinn- ar. Þarna var lagleg og kát ung stúlka, sem alizt hafði upp hér í nágrenninu. Ekki var ólíklegt, að Hjálmari hefði litizt vel á hana, þó að hann hefði ekki veitt henni neina verulega athygli á ball- inu. „Ég er svo hrifin af hend- inni á þér, Hjálmar, síðan þú settir upp hringinn. Er ekki dásamlega gaman að vera trú- lofaður?“ glumdi við, þegar Sigurfljóð gekk fyrir búr- dyrnar. „Jú, það má nú með sanni segja, að það er gaman,“ svar- aði hann. „En þú ert því nú svo kunnug, að það er óþarfi af þér að spyrja.“ „Nú finnst mér þú vera helzt til málgefinn,“ sagði hún. Þetta voru nokkuð tvíræð orð, fannst Sigurfljóð. Þegar Gunnhildur kom fram í búrið, gjallaði í Ingu: „Þarna kemur þá gamla frúin uppábúin. Það er svo sem ekki ofsagt, að stjórnarbylting hafi átt sér stað á þessu heimili.“ „Já, Inga litla, þetta átti ég eftir að eignast, þessa góðu og duglegu tengdadóttur, sem lætur mig sitja prúðbúna inni, en drífur flest verkin af sjálf,“ svaraði Gunnhildur. „Svona eiga náttúrlega all- ar tengdadætur að vera,“ sagði Inga. „Ég ætla að taka mér þetta til eftirbreytni.“ „Ég samgleðst Laugu í Gröf,“ sagði Hjálmar. „Og ég líka,“ sagði Sigga. „Skammarlega getið þið lát- ið,“ sagði Inga skellihlæjandi. „En ég er nú alveg hætt að hugsa um tengdir við Laugu í Gröf, reyni heldur að steypa undan þessari rauðhærðu gyðju ykkar og verða tengda- dóttir þín, Gunnhildur, eftir allt saman. Byrja á því að biðja Hjálmar að fylgja mér heim í kvöld, þegar farið er að bregða birtu.“ „Vertu ekki að þessu rugli, Inga mín,“ sagði Gunnhildur, „svona lagað dettur þér aldrei í hug.“ „Ég geng nú varla í egnda snöruí þegar búið er að vísa mér á hana,“ sagði Hjálmar og stóð upp. Sigurfljóð færði sig fram í bæjardyrnar. Hún bjóst við því, að Hjálmar kæmi þangað og ætlaði að sjá, hvernig hann liti út. En hann gekk þá til baðstofu. Hún heyrði gjall- andann í Siggu innan úr búr- inu: „Fyrst þú gazt ekki kló- fest hann, meðan hann var laus og liðugur, nærðu honum var]/& héðan af.“ Sigurfljóð heyrði ekki svar Ingu, en nokkru seinna var búrið opn- að af einhverjum og þá heyrði hún meira: „Það ómerkileg- asta við allt þetta breytinga- brölt finnst mér vera að reka aumingja kerlinguna fram úr húsinu. Ég skil ekkert í hjón- unum og honum Hjálmari að líða þetta,“ sagði Inga. Gunnhildur hlaut að vera farin inn, því að Sigga varð fyrir svörunum: „Hún var ekki rekin fram fyrir — það er eins og hver önnur lygi. Það fer víst ekkert verr um hana þar en inni í húsi. Næg- ur hiti síðan ofninn kom.“ „Mér heyrist hún ekki vera vel ánægð, aumingja stráið,“ sagði Inga. „Hvenær skyldi hún nú verða það?“ sagði Sigga. Nú voru þær komnar fram í göngin. „Var það ekki ein uppá- stungan hennar, að þú færir vestur að Hálsi?“ spurði Inga. „Ekki veit ég til þess,“ sagði Inga. Svo kvöddust þær í göng- unum og Inga kom út í dyrn- ar. Hún rétti Sigurfljóð blá- fingurgómana í kveðjuskyni og Sigurfljóð snerti þá varla. Skyldi hún hafa heyrt til mín, kerlingarbrenglan? hugs- aði Inga og gekk snúðugt úr hlaði. Sigurfljóð fylgdi henni með augunum þangað til hún hvarf. Skyldi hún hafa ætlazt til þess, að ég heyrði ill- kvittnisrausið úr henni? hugs- aði hún. Hvers vegna var þessari snotru stelpu illa við hana? Hafði þeim Hjálmari litizt vel hvoru á annað? Ekk- ert var líklegra en að tveim laglegum unglingum dytti slíkt í hug. Sigga hafði eitt- hvað verið að hlæja að því um daginn, að Þorgeiri væri ekkert sérlega mikið gefið um nágrannana á Fellsenda. Eða var þetta allt eintómur þvætt- ingur úr Guðbjörgu gömlu? Hún hafði farið tvisvar út eft- ir þessar vikur, sem liðnar voru síðan hún kom á þetta heimili. Henni kom það ekki á óvart, þó að hún legði ekki gott á bakið á sér. Það leyndi sér ekki, að henni var lítið um hana gefið. Nú hafði hún farið yfir í Gröf, kerlingin. Hún var líklega hálfgerð skrafskjóða. Það gekk maður í hlaðið og heilsaði. Hún þekkti hann síðan á ballinu. Það var Láki í Koti, góðkunningi Hjálmars og skólabróðir. Sigurfljóð bauð honum inn, en hann mátti ekkert vera að stanza, því að nú var hann að vitja læknis, bað hann aðeins fyrir bréf til Völku. „Það er frá Hildi í Hnausakoti,“ sagði hann og svo kvaddi hann og fór. Sigurfljóð afhenti Völku bréfið og gat þess um leið, hvaðan það væri. „Hvað svo sem skyldi hún vera að skrifa mér, aumingja stráið?“ andvarpaði Valka og stakk bréfinu í vasa sinn. SKRÍTLA Mamma og systir þvoðu upp í eldhúsinu, en pabbi og bróðir, sem er bara sjö ára, sitja inni í stofu og lesa Lög- berg-Heimskringlu. Allt í einu kveður við brothljóð úr eld- húsinu. Þær hljóta að hafa misst niður disk. Pabbi og bróðir hlusta spenntir. — Þetta var mamma, hvísl- ar bróðir að lokum. — Hvernig veiztu það? spyr pabbi. — Af því að hún sagði ekki neitt!

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.