Lögberg-Heimskringla - 07.04.1977, Blaðsíða 5

Lögberg-Heimskringla - 07.04.1977, Blaðsíða 5
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 7. APRIL 1977 5 JUijfiþt oq SkoJud STRAUMROF EFTIR HALLÖÓR LAXNESS. Leikfé- lag Reykjavíkur frumsýndi fyrir nokkru leikrit Hall- dórs Laxness, Straumrof. Skáldið skrifaði þetta leikrit veturinn 1933—1934, og sjálfur segir höfundurinn, að hann hafi samið þetta utanum hugmynd, sem hann hafi fengið, án þess þó, að hann væri að leita sérstaklega eftir henni. Það var um sama leyti og hann var að skrifa um Bjart í Sumarhúsum — Sjálfstætt fólk. Leik- ritið hefur fengið góða dóma gagnrýnenda. Það er nú einnig komið út í bókaformi hjá Helgafelli. SÖLUAUKNING A NAUTAKJÖTI. Fyrstu tvo mán- uði þessa árs jókst sala á íslensku nautákjöti um 42% miðað við söluna á sama tíma ársins á undan. VELTUAUKNING HJÁ ICELAND PRODUCTS INC. í fyrra varð mikil veltuaukning hjá Iceland Products Inc. í Bandaríkjunum, en þetta er dótturfyrirtæki Sam- bands íslenskra samvinnufélaga. Veltan varð 48,5 milljónir d'ollarar, en það er au'kning um 42,5% frá ár- inu áður. Alls voru seldar 8.548 lestir, 39% meira en 1975. Þar af voru þorskflök 6.052 lestir og jókst sala á þeim um 37% á árinu. Fyrirtækinu tókst ekki að anna eftirspurn í fyrra. VANTAR VINNU Tvær íslenskar stúlkur, sem verða í Winnipeg í sumar vilja gjarna ráða sig í vinnu í tvo mánuði, eða þar um bil. Þær eru 15 og 16 ára. Nánari upplýsingar gefnar á ritstjórnarskrifstofu Lögbergs-Heimskringlu, SÍMI 247-7798 Brunarúslir. Orsakir brunans í Bernböftsiorfunni eru ókunnar. Hvíta húsið, sem sést í efsl til vinstri er Gimli. GIMLI BJARGAÐ Bernhöftstofan í Reykjavík brann Húsin á horni Bankastrætis og Lækjargötu, Bankastræti 1, brunnu fyrir skömmu. — Þetta voru ein elstu hús Reykjavíkur, og síðustu ár hefur verið lagt kapp á að varðveita þau til minja. Við hlið húsaraðarinnar, sem stendur við Bankastræti, eða Bakarabrekkuna eins og hún vai* kölluð fyrr á tímum, stendur steypt hús, hvítt og virðulegt, Gimli. Því tókst að bjarga. Fyrlr nokkrum ár um hafði Ferðaskrifstofa Is- lands aðsetur í Gimli, en nú var þar skrifstofa Listahátíð- ar. Elstu húsin voru frá árinu 1834, Gimli var reist árið 1904. THE CANADA ICELAND FOUNDATION stofnað 1957 — endurskipulagt 1973 SJÓÐURINN TEKUR VIÐ FJÁRFRAMLÖGUM Canada Iceland Foundation tekur við fjárframlögum frá hópum, stofnunum og einstaklingum og verður fénu varið á eftirfarandi hátt: 1) Til eflingar hvers konar mennta- og menningarstarfsemi, sem síðar kann að verða til framdráttar fjölþættum menningararfleifð- um í Kanada. 2) Til þess að toæta og efla menningartengsl milli Kanada og Islands, og auka jafnframt skilning á mikilvægi erfða á sviði málvísinda, laga og stjórnvísinda. 3) Til þess að stuðla að söfnun og varðveislu listaverka og listmuna, bóka, handrita og skjala eftir fólk af íslenskum ættum, eða um fólk af íslenskum ættum. * 'ln; 4) Til þess að hvetja fólk af íslenskum ættum til frekari þátttöku í fræðilegum og menningarlegum athugunum og rannsóknum, í samræmi við stefnu sjóðsins, og auka þannig skilning og tengsl hinna ýmsu þjóðarbrota vestan hafs. Benda má á, að íslenska, saga íslands og íslenskar bókmenntir hafa verið meðal námsefnis við margar menntastofnanir í Bretlandi í meira en hundrað ár. Á ráðstefnu, sem CANADA ICELAND FOUNDATION efndi til í Winnipeg árið 1975, í tilefni af aldarafmælinu, voru þekktir vísindamenn frá Islandi, Bretlandi, Bandaríkjunum og Kanada meðal þátttakenda. Markmið sjóðstjórnarinnar er að auka fjármagn sjóðsins úr $60,000 í $250,000. Til þess að ná því takmarki þurfa að berast fjárframlög, — $500,00 — $1000,00 — eða hærri, frá sem flestum einstaklingum, fjölskyldum, stofnunum og sveitarfélögum, en að sjálfsögðu eru allar peningagjafir vel þegnar. öll önnur aðstoð einstaklinga og félaga er vel þegin og nauðsynleg til þess að takmarkinu verði náð. Vinsamlegast sendið ávísanir til CANADA ICELAND FOUNDATION, 708-294 Portage Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada R3C 0B9 og þar eru jafnframt veittar nánari upplýsingar. Framlög til sjóðsins eru til frádráttar skatti.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.