Lögberg-Heimskringla - 07.04.1977, Blaðsíða 7

Lögberg-Heimskringla - 07.04.1977, Blaðsíða 7
LÖGBERG-HEIMSKRTNGLA. FIMMTUDAGINN 7. APRÍL 1977 7 ÆTTINGJA LEITAÐ Árni Ketilbjarnar, Strandaseli 9, Reykjavík hefur farið fram á það við blaðið, að það kanni, hvort einhverjir ættingjar hans kunni að vera á lífi í Kanada eða Banda ríkjunum. Árni Ketilbjarnar er af Ormsætt, og segir hann í bréfi, að dr. Brandson muni hafa verið af þeirri ætt, en hann er nú látinn. Þá segir Árni, að hálfbróðir móður sinni hafi flust til Kanada, og hét hann Benja- mín Magnússon. Mun hann eiga dóttur á lifi, sem heitir Halla Magnúson. Faðir Árna hét Ketilbjörn Magnússon Jónssonar, 'hreppstjóra og fræðimanns ií Tjaldanesi við Gilsfjörð, en móðir hans var ættuð af Mýrum og úr Borgarfirði og hét Halldóra Snorradóttir frá Arnar- stapa á Mýrum. Kannist einihverjir við ætt Árna hér í Kanada ættu þeir að skrifa honum. Björn Þ. Þórðarson lækn- ir í Reykjavík hefur beðið blaðið að grennslast fyrir um ættingja hans, sem fluttust til Kanada fyrr á árum. Ömmubróðir hans, Þorsteinn Guðmundsson, fæddur 22. apríl 1860 flutt ist til Ameríku í kringum 1880. — Hann var giftur Hólmfríði Guðmundsdótt- ur frá Kirkju'hvammi í Vatnsnesi. Munu þau hafa búið í Brandon, Man. Vit- að er, að hann gekk í her- inn í fyrri heimsstyrjöld- inni, sem óbreyttur her- maður og vann í j'ám- brautadeild hersins. Þau hjónin áttu þrjá syni: — Valdemar Goodmanson f. lí Brandon 5. ágúst, 1890, Guðmundur fæddur 4. marz, 1894 og Sæmundur Kristinn fæddur 1899 í Brandon. Þessara manna er getið í bók um íslenzka hermenn, og er þar m.a. sagt, að Valdimar hafi verið kvæntur Minnie Hunt. Ekki er talað um eiginkonur hinna. Þeir, sem kynnu að geta veitt upplýsingar um þessa menn, eða ættingja þeirra eru beðnir að skrifa til Björns. Heimilisfang hans er Sörlaskjól 78, Reykja- MESSUBÓÐ FYRSTA LÚTERSKA . . I ,’T' KIRKJA vík, Iceland. Samband við þessa ættingja hans rofn- aði, er móðir hans Snjó- laug Guðmundsdóttir, systir Guðmundar, lézt um 1930. JOHN V. ARVIDSON. * PASTOR Sími: .772-7444 Sunday School 9.45 Services Sundays 9.45 and li.00 ajn. 4( DANARFREGNIR Arlo Vopni, andaðist í Seat- tle 30. janúar síðast liðinn 91 árs að aldri. Hann var fædd- ur í North Dakota. Foreldrar hans voru Hjálmar og Hólm fríður. Þau fluttust til Seat- tle fyrir aldamótin. Arlo var búinn að missa konu sína fyr ir mörgum árum. — Dóttir þeirra Sylvia er einnig dóin. Hún var doktor í ensku máli við University of Washing- ton. 1 minningu hennar var stofnaður sjóðurinn “Sylvia Vopni Scholarship Fund.” t t * Betty <Björg) Sammons lést á St. Boniface Hospital 8. febrúar síðast liðinn, 77 ára að aldri. Hún lætur eftir sig eiginmann, Bemard JOseph Sammons Sr. Betty var fædd í Pembina County, North Dakota, 10. janúar, 1900, en fluttist með fjölskyldu sinni til Winni- peg á unga aldri. Hún ólst upp í West-Winnipeg og gekk í Greenwood og John M. King skóla og tók virkan þátt í félagsmálum og lífi Is- lendinganna. Björg bjó lengi í Charleswood, og studdi að stofnun Chapman Home and School Association and As- sociatiön and Varsity View Community Club. Hún lætur eftir sig tvær systur, Freda Sigurdson og Aurora Bryans og sonu, Bernard og Ruth konu hans, Gregg og Jean konu hans, Jonas og Susan konu hans, sem öll eru í Winnipeg og Clare og konu hans Gail í Nairobi, Kenya. Einnig lætur hún eftir sig níu barnaböm og eitt bamar bamabarn. VANUR SVEITAVINNU 17 ára íslenskur piltur vill ráða sig í vinnu í Kanada í sumar. Er vanur sveitastörfum. Upplýsingar í ritstjórnarskrifstofu Lögbergs-Heimskringlu, Sími 247-7798 Þýdingarmiklar upplýsingar um tekjuskatt Peningar ef þú vinnur fyrir þeim, jþarftu að gefa þá upp til skatts. Það táknar, að þú verður að. senda inn skattframtal þitt. einu sinni á ári til Revenue Canada, Taxation í Ottawa. Sérhvér íbúi Kanada, sem hefur haft tekjur árið 1976, sem fram fara úr leyfilegum frádrætti og persónu- legum undanþágum, verður að senda inn T1 Individual Income Tax "skýrslu ekki síðar en 30. apríl, 1977. Hafir þú ekki fengið skattskýrsluna þma, getr' ur þú féngið skýrslu hjá pósthúsinu eða hjá Skattstofunnl. Skattaskýrslan er aðallega notuð til þess að gefa upplýsingar um sjólf- an þig, skýra frá öllum tekjum, og hvaðan þær koma, til þess að draga frá allan leyfilegan frádrátt og afslátt og ,að lokum til þess að reikna út skatta þína. Þér til aðstoðar höfum við sent með. skýrslunni Tekjuskatts- leiðbeiningar, og þar getur þú fengið alla þá hjálp, sem þú þarfnast. Þýðingarmikið er, að þú fyllir út skaittskýrsluna af nákvæmni og vand- virkni. í fyrsta lagi skaltu gæta þess að skýrsla frá ÖLLUM tekjum, þln- um ,ekki einungis því, sem fram kem- ur á T4-miðanum frá vinnuyeitanda þínum, heldur lika öllum öðrum tekj- um, sem þú kannt að hafa fengið yf- ir árið. Til dæmis greiðslum, sem þú hefur fengið fyrir eitthvert verkefni, enda þóitt þú hafir ekki fengið um það T4-miða, þjórfé, eða viðurkenn- ingu, sem þú héfur hlotið í reiðu fé, fjárfestingartekjum, hvaðan svo sem þær koma, þar með töldum vöxtum af lánum til vina eða skyldmenna, -tekjum af leigu, og öllum fjölskyldu- bætum, sem-þú kannt að hafa þegið. Notaðu þér allan frádrátt og imd- anþágur, sem þú hefur löglegan rétt á. Til dæmis ef þú sérð fyrir, eða hjálpar til við að sjá fyrir einhverj- um, sem býr í Kanada (eða utan Kanada, sem gæti talizt áhangandi þinn, ef hann væri í þessu landi) þú kannt að eiga rétt á frádrætti vegna þessarar manneskju. Ef þessi áharig- andi þinn er ekki búsettur í Kanada verður þú að fylla ut eyðublað (TIEI-NR), sem þú getur fengið á Skattstofunni, og lóta það fylgja skatt skýrslu þinni með öllum nauðsynleg- um kvittunum. Nöfn, heimilisföng og aldur þessara áhangenda þinna skaltu skrá á þetta eyðublað. m ♦ Settu réttar upplýsingar i rétta línu, reiknaðu allt nákvæmlega út, farðu svo vandlega yfir allt ög berðu sáman við leiðbeiningarbæklinginn. Ef þú átt samt sem áður í einhverjum vandræðum hafðu þá samband við skattstofuna. Starfsfólkið mun veita þá aðstoð, sem þú þarft á að halda. Símanúmer og heimilisföng skrif- stofunnar eru skráð aftan á leiðbein- ingarbæklinginn. Gleymdu ekki — að skattskýrslan þín verður að vera kom in í póst ekki síðar en á miðnætti, 30. apríl, 1977. 1+ Revenue Canada Revenu Canada TaxaÉon tmpðt Hon. Monique Bégjn LTnn. Morique Bégr MHake

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.