Lögberg-Heimskringla - 25.04.1980, Blaðsíða 6

Lögberg-Heimskringla - 25.04.1980, Blaðsíða 6
6 Lögberg-Heimskringla, föstudagur 25. aprll, 1980 HALLDÓR LAXNESS ♦ : : ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ BREKKUKOTS ANNÁLL HELGAFELL 1957 : ♦ ♦ ♦ ♦ ♦' ♦ ♦ : : ♦ ♦ En það skifti aungum togum aðþfinnig uppáfærðum var mér hrund- ið frammá pallinn og eftir stóð prófessorinn bakvið tjöldin á einni saman brókinni, með dúfuna og pípuhattinn. Og sú sjónhverfíng hafði gerst sem tók útyfir allar aðrar í kvöld: Lángaflónið úr Brekkukoti var kominn uppá pall sem stað- gaungumaður veraldarsaungvarans. Maddama Strúbenhols er sest við hljóðfærið. £g vona að menn ætlist ekki til að ég lýsi hér saung þeim sem nú var hafinn. Þó held ég að ég megi fullyrða að þar var sá saungur framinn sem ekki fordild stýrði; og að það hafi verið ofarlega í hug mér um Ieið og ég barst frammá pallinn, að ég færi ekki erinda mín sjálfs. Þó rödd mín væri varla fædd, né sjálfur ég heldur sem maður; og þó einginn viti hvern skapnað ormurinn fær ef honum tekst nokkru sinni að fljúga úr púpunni, þá var þó trúnaðurinn við Garðar Hólm eingin nýbóla fyrir mér, heldur leynilegt aðal umliðinnar bernsku minnar; ég saung óskifta þökk mína til handa þess- um veraldartenór sem reis fyrir guðs miskunn yfir bassann okkar í Brekkukoti; saung af því að ég vissi að saungurinn er vottur þess þakklætis sem við skuldum guði; — en ekki af því að ég kynni að sýngja. I þessu hlutverki var ég svo einarður þegar á fyrsta tóninum, að hæðnishlálramn ia gullu við snertu mig ekki heldur en goluþytur fyrir au ‘.i fjall; svo bjargföst var vissa mín um það, að úr því cg 1 rð hér, og ég hafði altaf vitað undirriiðri að cg mundi v< sá er stæði hér, þá stóð ég hér í krafti þeirra hluta scm ::, o eru hátt ofar mér að ég telst ekki. Ruhn in Frieden alle Seelen — Hvernig sem því veik nú við: þetta litla stóra fólk, I.iunyu stirðnað upp með beinserk af að vera holdtekja als sc:r -r rétt og satt í litlum stórum úthafskaupstað, bglaust íslc*' !-■■■ heldrafólk og lærdómsmenn á árunum áðurcn við kcnii: i t í mannatölu, þessi saunglausastur hópur manna ciuhver "u .nokkursstaðar hefur sainanstaðið á jörðu, — hann L" ; hlusta. Eftir fyrsta lagið litu að vísu flestir á Jandshöfðíngj- ann og síðan á biskupinn; en þó var einstöku maður ?'--m •ósjálfrátt gaf sig á vald einhverri frumstæðri samjátun þ .-ss sem h^fði gerst. Menn fóru að bera sig að lyfta upp hönd- •unum til þess að færa þær síðan saman í lófataki. Mér dcit- ur ekki í hug að þar hafi verið klappað fyrir mcr. Og san;t. menn viðurkendu saunginn; og það er altcnt upphafið. A -eftir öðru eða þriðja laginu klöppuðu báðir,- biskupinn ■"> Jandshöfðínginn — og það hafði samskonar áhrif og ai: ’lýsíng frá stjómarvöldunum: Vér getum ekki viðurkent no vér hlustum á vondan saung; úrþví einusinni er búið að hjóða Oss á skemtun og Vér erum komnir og scstir, þá cr -.u skemtun orðin góð sarnkvæmt skilgreiníngu. Síðan klapp iðl ■alt fólkið. Það héll á.Aam að klappa eftir að þcssi fáu ’óg sem ég kunni voru súngin upp. Eg stóð í leiðslu uppá p.dl- inum og horfði á fólkið klappa uns einhver gaf mér mcrki •um að hypja mig; og ránkaði ekki við mér fyren að tjalda ■haki, þegar prófessor doktor Fástúlús var byrjaður að færa mig úr buxunum sínurn. Kvöldið var enn ekki á enda. Sem ég stend þar dasaður utarvið vegg, veit ég ekki fyr til en einhver úr þjónustuliði Gúðmúnsensbúðar víkur sér að mér, með þeim skilaboðum að ég sé beðinn að koma við á skrifstofu Búðarinnar þegar ég fari heim. Gúðmúnsensbúð var upplýst hátt og lágt. Tveir undirbúð- armenn stóðu niðri og horfðu á mig með svip hofmarskálka um leið og þeir létu mig inní miðbúðina; þeir lyftu fyrir mér hleranum í disknum og fylgdu mér um náttauðar vistar- verur bókaranna að dyrum þar sem hið dularfulla orð comp- toir var letrað á hurðina. Kaupmaður Gúðmúnsen stóð í skrif- stofu sinni skrýddur lafafrakka, heilkagga, orðu og grjót- hörðum handstúkum frammá hnúa, og hafði lagt yfirfrakka sinn þvers á stólbak. Hann var að kveikja sér í vindli. Þetta var alt annað gervi en í veislunni í fyrrakvöld: hann dró niður munnvikin undir reykíngunum og setti í brúnirnar; í rjóðar kinnarnar var kominn þurkur einsog stundum verður í bústnum andlitum meykellínga. Góðan dag og gerið svo vel að fá yður sæti stúdent Han- sen, sagði hann á dönsku; hann nenti ekki að sýna lærdóm sinn í merkilegri túngum að þessu sinni. Sjálfur settist hann ekki. A dauða mínum átti ég von en ekki þessu, sagði hann þegar ég var sestur. Með leyfi hverjum voruð þér að bjarga? Aungum, sagði ég. Hún Litla kom til mín. Með leyfi að spyrja, haldið þér að ég sé eitthvert fífl, eða hvað? Haldið þér að ég hafi ekki vitað að Georg Hansson mundi skrópa? £g stumraði því upp að Garðar hefði hlotið að vera eitt- hvað meiren lítið vant við látinn úr því hann kom ékki. Vant við látinn? hafði kaupmaður Gúðmúnsen upp eftir mér. Að hverjum eruð þér að draga dár með leyfi. stúdent Hansen? Hvar eiga þessi látalæti við? Þér kaupmaður, sem þekkið Garðar Hólm svo vcl, sngöi ég, datt yður í hug að hann mundi nokkru sinni fara uppá pallinn í kvöld að sjálfum sér óviljuðum? Auðvitað ekki, sagði kaupmaður Gúðmúnsen. Aflnrímóti sagði ég honum að ég mundi láta höfuðsitja hann krfnoum allan Faxaflóa; og ef hann reyndi að komast í sk>p munrl; hann verða handtekinn íyrir svik. Þér hljótið að vita best sjálfur til hvers þér kölluðuð hann heim, sagði ég. Hversvegna við kvöddum hann heim? sagði kaupmaðm Gúðmúnsen og gekk fast uppað mér þar sem cg sat. Þa<’* skal ég segja yður hreinskilnislega herra stú-dent, úr Jtv í þéi hafið flækt yður í þetta mál. Við kölluðum hann licim af því það var ekki hægt að halda þessu leingur áfram. Við vorum orðnir þreyttir. Flann var hlaupinn frá dönsku ke!I- íngunni sem hefur haldið honum uppi síðasta áratuginn; og vasapeníngarnir sem hann fékk mánaðarlega um póslhúsið hér, frá honum'Jóni gamla sérvitrfngi af Skaga scm passai eyrarkamrana, þeir hrukku auðvilað ekki fyrir liísuppeld, handa honum. Til að bæta gráu oná svart þóttist dóttu inu. vera heitbundin honum. Með öðrum orðum, það varð að koma uppum hann. Og þessvegna sendum við eftii honurn. kæri landi. Eg leyfi mér að bera á móti því að ég hafi rcynt au flækja mér í þetta mál, sagði ég. Eg var honum reyndar lítilshállar til aðstoðar þessa daga scm hann var hér, en það var eftir tilmælum frá Búðinni. Ekkert var fjær mér en skifta mér af þessari skemtun. Mér var ekki boðið. Eg keypti mig ckk; einusinni inn. Ég sat heima. En ég var sóttur. Ég var sár- beðinn — í yðar nafni. Fyrir guðs skuld. Eg var dreginn oní bæ; mér var ýtt uppá pallinn. Eg skil nú að ég hef látið hafa mig að fífli, orðið fólki mínu til mínkunar og yður til skap- raunar. Fyrir frumhlaup og axarskaft verður ekki bætt; og ég veit það er útí bláinn að biðjast velvirðíngar þegar mað- ur hefur ekkert sér til málsbóta. Nú er að hafa sig á brott og þegja. Og með það ætlaði ég að standa upp. En það var nú einusinni eðli kaupmanns Gúðmúnsens þeg- ar honum tókst ekki að selja vöru sína, og viðskiftavinurinn fór að setja upp luntasvip, þá kom upp í honum hinn góð- lyndi dani, léttur í máli og gamansamur, sem altof lítið er til af hér á Islandi. Jafnvel í þessu alvörumáli brá hann ekki vana sínum. Hann strauk mér uppeftir kinninni með handar- bakinu, einsog þegar verið er að kjassa krakka, og rak upp skellihlátur. Poeta cum agricola pugnavit, sagði hann og var altíeinu kominn heilli lexíu leingra í Latínubókinni en þegar ég hafði þeyrt hann ívitna síðast. Má ekki bjóða yður vindil? Eg sagði sem var að ég væri klaufi að reykja. Newsletfer from fhe lcelandic Society of Northern Californio The Icelandic Society of Northern California celebrated Thorri with a “blot” on March lst this year. It was a veritable feast: a great many delicacies were imported from Iceland, prepared in the best manner and served elegantly. About 200 people enjoyed an evening of feasting, of music and of dancing. On April 5th, the Society was visited and entertained by the trio which is touring many Icelandic communities on this continent: Gud- mundur Gudjonsson tenor, Sigfus Halldorsson, com- poser and accompanist, and Bill Holm, poet, pianist and humorist. The tour is managed by Jon Asgeirsson, former editor of Logberg- Heimskringla and sponsored by the Committee for Promotion of Relations between Iceland and People of Icelandic Descent in North America. Over a hundred people attended the concert. The well known and beloved tunes of Sigfus Halldorsson fell.on receptive ears and Gudmundur’s renditions were justly applauded. Bill Holm’s humorous anecdotes and poems dealing with what it means to grow up an Icelander in Minnesota, along with his skillful piano playing, gave the program the variety and hilarity that made it all the more a very enjoyable evening. After the program, refreshments were served and a most convivial time was had by all. It was generally felt, that such a visit did indeed contribute to the promotion of friendship and fraternal feelings between Iceland and its descendants on this hemisphere. Hilda Lorensen siim 10 Eögbrrg- ájrttnakringla SUMARVINNA ÖSKAST Óska eftir sumarvinnu í sveit hjá góðu, reglusömu fólki. Eg er 19 ára skólapiltur og vanur að vinna á sumrin. — Get unnið frá miðjum maí til 1. ágúst. Kaupið skiptir ekki miklu máli. Vinsamlega svar ið fljótlega. Sigurður Árni Kjartansson Nesbali 24, 170 Seltjarnames Ioeland

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.