Lögberg-Heimskringla - 31.10.1980, Blaðsíða 4

Lögberg-Heimskringla - 31.10.1980, Blaðsíða 4
4-WINNIPEG, FÖSTUDAGUR 31, OKTÓBER 1980 Ritstj órnargr ein Víkingarnir í Ameríku eru mjög á döfinni þessar vikurnar. Víkingasýn- ingin sem efnt var til í London fyrr á árinu er nú komin til New York og er væntanleg til Minneapolis í mars- mánuði. Þykir hún eitt mesta átak allra tíma til að draga athygli fólks í tveim heimsálfum að víkingamenningu, sögulegu hlutverki víkinga o.s.frv. Er sýningunni ætlað að sýna sem trúverðugasta mynd af víkingaöld, en svo hefur tímabil norrænnar sögu frá því um aldamótin áttahundruð til síðari hluta elleftu aldar verið nefnt. Fræðimenn hafa þegar lokið upp lofsorði um sýninguna, en norðuramerískir blaðamenn eru ekki á eitt sáttir um tign hennar og gildi og ekki örgrannt að sumir úr þeirra hópi hefðu kosið að hún væri meira í ætt við hryllingsmynd þá er kaþólskir annálaritarar miðalda drógu upp af' berserksgangi, herförum . og Víkingarmr strandhöggi norrænna manna utan eigin heimalanda. Þannig hefur orðið víkingur hlotið merkinguna "óður maður með horn,” "berserkur", "hálftröll" og því um líkt. Með öðrum orðum hefur sú mynd sem þjóðir utan Skandinavíuskagans gerðu sér um her- skátt fólk, sem hvorki þekkti Guð né Krist, lifað til þessa dags í þjóðsagnagerfum. í Norður Ameríku má til að mynda finna fjöldann allan af víkingamyndum og styttum sem einglægt sýna horn þeirra, sverð og skildi. Má af þeim hlutum ráða að þessir menn hafi bæði fæðst og dáið í fullum herklæðum og ekki skipt um föt þar í milli. Þjóðsagnagervi víkinga eiga sér sagn- fræðilegar rætur. Þeir komu sáu og sigruðu stór landsvæði byggð stærri þjóðum, en þar með var draumurinn búinn. Sigurvegararnir blönduðust þeim stofni sem þeir höfðu kúgað til undirgefni og hurfu. Heillegar frásagnir um þessa norrænu útflytjend- ur varðveittust aðeins þar sem þeir höfðu numið áður óbyggð lönd, eða í sagnaauði íslands þar sem væna kafla er einnig að finna um tímabundnar byggðir á-Grænlandi og í Vínlandi. Þær sagnir eru þó velflestar þess eðlis að um sannfræðilegan kjarna er undið löngum þræði frá heimi kynja og ævintýra. Engu að síður féll það í hlut íslendinga að varðveita víkingamenn- ihgu -ef svo má að orði kveða - og sníða hana að nýjum aðstæðum, leiða hana til móts við kirkjulærdóm miðalda án þess að hún týndist og er ávöxt þessa starfs að finna í fornum sagna - og bók- menntaritum, veigamesta þættinum sem norrænar þjóðir hafa lagt heimsmenningunni. Af framangreindu er skiljanlegt að Islendingar láti sig víkinga nokkru skipta. Þeir eru ekki einungis bíólógískir afkomendur þeirra, heldur eiga þeir beinni mállegar og menn- ingarlegar rætur til þeirra að rekja en nokkur.önnur þjóð. Fyrir einum áratug flutti Hermann Pálsson fyrirlestur um Landnámabók hér í Winnipeg og gerði eftirfarandi bókarhöfundar (eða höfunda) að umræðuefni sem getur þess að Land- námabók sé rituð fyrir þá sem bregði íslendingum um að þeir séu komnir af brælum og illmennum. Fylgdi Her- mann þeirri skoðun að bókin væri að nokkru leyti rituð til að leiðrétta berkserksmyndir þær sem útlendir menn hefðu skapað sér um forfeður elleftu og tólftu aldar Islendinga. Sú skoðun er skynsamleg, og má þá segja með sanni að Víkingasýniningin sem að ofan getur. sé ekki ómerkur Landnámuauki. H.B. Halldóra Bjarnason Aldarafmæli 1880-1980 "Hvað er langlífi? lífsnautining frjóva alefling andans og athöfn þörf.." Halldóra hefir verið vistkona á Betel, Gimli; síðastliðin sextán ár. Ævistarf sitt vann hún í Winnipeg, sem eigin- kona og átta barna móðir. En þótt lífskjör hennar væru um flest venjuleg, naut hún sérstöðu á meðal landa sinna og bar einkum tvennt til þess. Annars- vegar var annáluð gestrisni á heimili hennar og góðvild sem margir fengu að njóta, og óvenjuleg listhneigð hennar, nám og ástundun á því sviði. Og enn nýtur hún sérstöðu í vitund allra er til þekkja, æviár hennar eru orðin langt um fleiri en almennt gerist. Hún hefir verið lánsöm á þessari löngu vegferð. Hún átti góðan og umhyggjusaman mann, og hóp vel gefinna og efnilegra barna sem hafa sýnt henni kær- leiksríka umönnum allt fram á þennan dag. Má fara nærri um að dagsins önn hefir heimtað tíma hennar og krafta, en vegna skilnings fjölskyldunnar á þrá hennar til listrænnar iðju gáfust henni tómstundir til að yrkja með litum og pensli. Talið er að hún muni hafa látið yfir hundrað málverk frá sér fara. Hafa þau dreifst víðsvegar um álfuna og þykja hin besta híbýlaprýði. Síðustu myndina málaði hún rúmlega níræð, og er sú mynd í eigu einnar af dætrum hennar. Oft er gamalt fólk spurt að því eftir hvaða forskrift sé best að fara til að verða langlífur. Ef sú spurning væri lögð fyrir Halldóru gæti Halldóra Bjarnason 100 ára hún svarað með orðum Jistaskáldsins góða Jónasar Hallgrímssonar: "Hvað er langlífi? / lífsnautnin frjóva / alefling andans / og athöfn þörf." Halldóru hefir oft verið minnst í Winnipeg blöðunum. Einna rækilegast hefir frú Hólmfríður Daníelson ritað um hana í Tímarit Þjóðræknisfélagsins (32. árg. bls. 112) þar sem hún talar um Vestur-íslenzka listamenn. Þar segir svo: "Halldóra Bjarnason hefir óefað verið fyrsta íslenzka stúlkan sem sótti námsskeið í málararlist. Einstaka manni þótti allundarlegt að hin unga stúlka skyldi eyða því litla sem hún hafði aflögu af lágu kaupi til að læra að mála, en Halldóru fannst starfið ekki vera óþarft, og aldrei hefir hún séð eftir þeim peningum sem í það fóru. I rúm tvö ár fór hún vikulega í skóla til Mr. & Mrs. Frank M. Armington, sem bæði kenndu æðri listir. Eggjuðu þau hana mjög til að halda áfram listanámi, en fátæktin aftraði því”. Foreldrar Halldóru voru Halldór Lögberg - Heimskringla Published every Friday by LÖGBERG- HEIMSKRINGLA INCORPORATED 1400 Union Tower Building, 191 Lombard Avenue, Winnipeg, Manitoba R3B 0X1 — Telephone 943-9945 EDITOR: Haraldur Bessason s ASSISTANT EDITOR: Margrét Björgvinsdóttir SECRETARY: Emily Benjaminson Typesetting, Proofreading and Printing — Typart Ltd. Subscription $15.00 per year - PAYABLE IN ADVANCE $20.00 in Iceland — Second class mailing registration number 1667 — Jónsson frá Litlabakka í Hróarstungu í Norður-Múlasýslu og Sigurbjörg Jóns- dóttir frá Berunesi í Fáskrúðsfirði, Suður Múlasýslu. Þau komu til Gimli með "stóra hópnum" 1876, en fluttust skömmu síðar suður til Grafton í Norður Dakota, og þar fæddist Halldóra 6. ágúst 1880. Níu árum síðar fluttist fjölskyldan norður til Win- nipeg, og þar ólst Halldóra upp, og átti þar heima ávallt síðan. Arið 1906 giftist hún Guðmundi Bjarnasyni vegg- fóðrarameistara í Winnipeg, miklum mannkostamanni. Var hann sonur Bjarna Jónssonar frá Hrísum í Helgafellssveit, og Ingibjargar Helgadóttur frá Breiðabólstað á Skógarströnd. A afmælisdegi Halldóru, 6. ágúst. s. 1. efndu börn hennar og barnabörn til samkomuhalda bæði á elliheimilinu á Gimli og einnig síðar á veitingahúsi einu í Winnipeg. Var fjöldi fólks við- staddur á báðum stöðunum, einkum hinum síðari þar sem hópar vensla- fólks og vina kom saman, auk fjöl- skyldunnar, sem nú er orðin mjög fjölmenn í þrjá liðu. Börn Halldóru eru: Ingibjörg Eylands, Steinunn Bjarnason, Lára Morris, Matthildtir Sallows, allar búsettar í Winnipeg, og Solveig McNeil til heimilis í Windsor, Ontario. Synir- nir eru Halldór og Jón í Winnipeg, og Thomas, víðkunnur listmálari í Toron- to, Ont. Afmælisbarninu bárust heillaóska- skeyti og kveðjur úr ýmsum áttum, meðal þeirra var eitt frá Fyrstu lúter- sku kirkju í Winnipeg sem hún hefir tilheyrt allt frá árinu 1889, og er hún elsti núlifandi meðlimur þess safn- aðar. Einnig komu kveðjur frá Elísabetu Englandsdrottningu, og frá forsætisráðherra Kanada. Nú um nokkurt skeið hefir þessi góða gamla kona verið mönnum lítt sinnandi, en aftanskinið ljómar í augum hennar, og hún brosir hlýlega við gestum sínum. Vinir hennar biðja henni blessunar þar sem hún situr við sólarlag, og bíður nýrrar dagrenningar. v.j.e: Bob Magnusson bassaleikari frá Los Angeles leikur Jazz á Islandi Bassaleikarinn Bob Magnusson er af íslensku bergi brotinn og býr í Los Angeles. Hann dvaldi nýlega í vikutíma á íslandi ásamt fjöl- skyldu sinni í boði "Jazzvakningar" sem hélt upp á fimm ára afmæli félagsskapar síns. Hélt hann þrenna tónleika á Is- landi og lék með helstu jazzleikurum Islands. Á efnisskrá voru m.a. lög eftir Bob, sem hefur lengi haft áhuga á að fara til Islands og skoða slóðir forfeðra sinna. Bob Magnusson hefur leikið í jazzhljómsveitum frá 21 árs aldri, en þá byrjaði hann í hljómsveit Buddy Rich. Síðan hefur hann leikið með Sara Vaughan, Art Pep- per og Joe Farrell svo nokkrir séu nefndir. Hann hefur gefið frá sér eina sólóplötu, sem kom nýlega út á Dis- covery-merkinu í Bandaríkjunum Bob Magnusson og heitir hún "Revelation". Auk hljómleikanna hljóðritaði Bob Magnusson fyrir hljóðvarp og sjónvarp auk þess sem hljóðrituð var plata sem gefin verður út af Jazzvakningu síðar á þessu ári.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.