Lögberg-Heimskringla - 09.07.1982, Síða 4

Lögberg-Heimskringla - 09.07.1982, Síða 4
4-WINNIPEG, FÖSTUDAGUR 9. JÚNÍ 1982 Ritstj órnargr ein Brot úr sögu Stephans G. Stephanssonar í byrjun ágústmánaðar verður hús Stephans G. Stephanssonar í Marke- ville formlega opnað sem safn. Þar sem stóra stundin nálgast óðum, er ekki úr vegi að rifja eitt og annað upp úr sögu skáldsins. Stephan G. Stephansson fæddist 15. apríl, 1853 að Kirkjubóli í Skagafirði. Hann var sonur hjón- anna Guðmundar Stefánssonar og Guðbjargar Hannesdóttur. Árið 1873 ákváðu þau að flytja vestur um haf ásamt börnum sínum tveimur, Stephani og Einöru Sigurlaugu. Kaflar úr ferðasögunni All stór hópur íslendinga lagði af stað frá Akureyri 5. ágúst og var stefnan tekin á Skotland, en þangað var komið fjórum dögum seinna. Hreppti hópurinn vont veður allan tímann og veiktust all flestir af sjóveiki. Eftir stutta dvöl í Aberdeen var siglt til Granton en þaðan fóru íslensku vesturfararnir með lest til Edinborgar. Þar gafst þeim tækifæri til að rölta um borgina og skoða sig um. Segir sagan að mörgum hafi orðið starsýnt á minnisvarða skoska skáldsins, Walter Scott, "sem er höggvinn út í marmara og stærri en nokkur maður, og situr þar á stóli í klafa uppi í háum turni. Orti þá Stephan G. þessa stöku: Bygður virðing Walters er Varði af höndum sterkum Jónas Skjaldbreið sjálfum sér Sett að verks-ummerkum (Andvökur, 11., 16) Frá Edinborg var síðan haldið til Glasgow og þar stigið um borð í skip sem hét því virðulega nafni Manitoban of Glasgow. Heldur þótti ferðalöngunum mikið ganga á í Inga Dóra Björnsdóttir, graduate student of University of Arizona, Tucson, is writing a book about the experiences of Icelandic women who married American soldiers dur- ing WW II. She would like to hear from Icelandic women who are will- þeirri borg og mjög undruðust þeir stærð hestanna, sem þar gengu fyrir vögnunum. Mældust þeir "sumir þrjár álnir á bóginn en allir skafla- járnaðir og fjórir skaflar á hverri skeifu." Frá Glasgow var siglt til Liverpool og þaðan loks yfir Atlantshafið. Ástæðulaust er að rekja frekar ferðina yfir hafið til Québec, hún var ósköp svipuð öðrum ferðum sem farnar voru á þessum tímum. Segir nú ekki af ferðafólki fyrr en komið er til Quebec. Þar var fyrir Páll Þorláksson, sem samþykkt hafði að leiðbeina löndum sínum þaðan til Milwaukee. En þegar til kom, höfðu 115 ákveðið að nema land í Muskoka héraði í Ontario svo einungis 50 fylgdu Páli suður til Milwaukee. Þar á meðal var Guðmundur Stefánsson og fjöldskylda. Þegar hér var komið sögu hafði fólkið verið tuttugu daga í ferðinni og þeir sem stigu á iestina til Milwaukee héldu eflaust að það versta væri að baki. En það var öðru nær. Að morgni 29. ágúst lenti hópurinn í járnbrautarslysi í Michigan ríki. Mun það vera fyrsta slys sinnar tegundar sem íslend- ingar lenda í vestan hafs. Allmargir slösuðust, þ.á m. Stephan G. sem brenndist illa á höndum og fótum af gufunni úr eimreiðinni. Til Milwaukee komst hópurinn að lokum en þar var Stephan undir læknishendi í eina viku. Landnám Heill heilsu hélt Stephan með foreldrum sínum og systur nærri 90 mílur vestur af Milwaukee, en þar ing to share their experiences, old photos and memorabilia with her while she is doing research for the book. Interested women can write to In- ga. D. Björnsdóttir, 1610 E. Silver Str. Tucson, Arizona 85719. hafði Páll Þorláksson komið þeim fyrir hjá norskum bónda. Það var skoðun hans að hollt yrði hverjum íslenskum bónda, sem nánast ekkert þekkti til akuryrkju, að skólast í faginu hjá frænda sínum norskum. En flestum íslensku bændanna þótti dapurt að þurfa að hlýða fyrir- skipunum útlendra og því var það vorið 1874, að íslendingar þeir sem vistaðir höfðu verið hjá norskum bændum komu að máli við Pál Þorláksson og báðu hann að aðstoða þá við leit að nýlendu. Brást Páll vel við og valdi hann svæði norður í Wisconsin í Shawano County, sem að mati hans mátti þýða á íslensku Ljósavatnssýsla. í þessu héraði bjó Stephan G. til 1880. Á veturna vann hann við skógarhögg, en vann oftast með föður sínum á sumrin við bústörf. Þarna úti í skóginum orti Stephan stökur og vísur. Sumar voru ástarvísur til Helgu, sem hann gekk að eiga árið 1878. Aðrar sýna skáldið í öðru skapi. Eftirfarandi staka gæti vel hafa orðið til í félagsskap skógarhöggsmanna í Ljósavatns- hreppi, en hún varð til 1876: Mér þó hrolli í hjarta-þrá Hrefur olli kffsins: í fanta solli flýgst ég á í forarpollum lífsins (Andvökur, 1., 10-11) Nýlendan í Shawano var á margan hátt happasæl en samt fór svo að árið 1880 fluttu flestir íslending- arnir þaðan til Norður Dakota. Þar hafði Páll Þorláksson stofnað ný- lendu og varð hún ein farsælasta íslensk nýlenda í Vesturheimi þegar fram leið. En hvernig sem á því stóð var mikið rótleysi á íslenskum inn- flytjendum og færðu þeir sig gjarnan stað úr stað, í von um að næsti ákvörðunarstaður yrði paradís. Árið 1889 flutti Stephan sig enn um set og fór til Alberta þar sem hann reisti bæ sinn í Markeville. Bjó hann þar til æviloka. Stephan G. og Séra Páll Þorláksson Nafn Páls Þorlákssonar kemur talsvert við sögu Stephans fyrstu tíu ár hans í Vesturheimi. Á þessum árum var Páll einn af leiðtogum íslendinga í Norður Ameríku og þótt hann ætti ekki upp á pallborðið hjá þeim öllum fylgdi Stephan honum ávallt að málum. Páll nam guðfræði hjá þýskri kirkjudeild í St. Louis og þótti mörgum íslendingnum kenn- ingar hennar stinga verulega í stúf við þær, sem íslenskir prestar lögðu út af. Ekki verður með nokkru móti borið upp á Stephan að hann hafi haft sömu trúarskoðun og séra Páll. Síður en svo. Til marks um það má minna á stofnum kirkjufélags í Dakota, sem séra Páll annaðist. Kaus hann Stephan ritara félagsins. En þótt Stephan hafi gegnt því embætti um nokkurt skeið, skrifaði hann aldrei nafn sitt undir lög félagsins. Því verður að ætla að hann hafi fyrst og fremst hrifist af Páli sem leiðtoga í veraldlegum málum. Það er engin ástæða til að troða einhverjum trúarskoðunum eða trúleysi upp á Stephan. Ljóð hans og vísur segja meir um það en sam- skipti hans við íslenska presta í Vesturheimi. Hér hefur verið stiklað á stóru, reyndar vaðið úr einu í annað. Tæmandi greinargerð myndi fylla margar bækur og því var einungis farið nokkrum orðum um fyrstu ár skáldsins í Vesturheimi. Að endingu skal vitnað í orð Dr. Þorkels Jóhann- essonar en hann hafði m.a. þetta að segja um Stephan: "Það er trú mín, að í þessum algerlega sjálfmenntaða íslenska bónda hafi bestu mannkostir og gáfur kynstofns vors birst með þeim hætti, sem ógleymanlegur sé, og eigi að verða, öldnum og óbornum. Þegar öllu er til skila haldið, er það maðurinn, sem mestu varðar, maðurinn í hversdagslegu starfi og lífskjörum; í baráttu sinni til andlegs þroska og frelsis; ekki listin eða listamaðurinn, heldur maðurinn bak við listaverkið. Ágætasti maður hverrar þjóðar verður sá talinn, sem með starfi sínu, lífi sínu öllu, skapar þjóð sinni fyrirmynd. Slíkur maður var Jón Sigurðsson,stjórn málahöfðinginn og vísinda- maðurinn. Og slíkur maður var Stephan G. Stephansson, skáldið, landneminn og bóndinn. Verk og saga slíkra manna eru fyrirheit gefin íslenskri þjóð. Allt sem þá varðar er dýrmæt þjóðareign." J.Þ. Gimli Rotary Club Rotary Club of Gimli, Man. are raffling a 1965 Mustang Convertible car. Receipts are to be used to erect a glass enclosure for the Viking ship which was donated to the town of Gimli and has been in storage for many years. This building will be located near the dock area just north of the museum complex. Hopefully there will be flower beds and ben- ches added to make it more attrác- tive. Tickets are $10.00 each. If money order or check is sent the ticket will be mailed back to you. Rotary Club of Gimli Frank Cronshaw — President Box 430, Gimli, Manitoba R0C 1B0 Lögberg - Heimskringla Published every Friday by LÖGBERG - HEIMSKRINGLA INCORPORATED 1400 Union Tower Building, 191 Lombard Avenue, Winnipeg, Manitoba R3B 0X1 — Telephone 943-9945 OFFICE HOURS Monday through Friday 9:00 a.m. • 12:00 p.m. EDITOR: Jónas Þór ADVERTISING AND SUBSCRIPTIONS: Cecilia Ferguson REPRESENTATIVE IN ICELAND: Magnús Sigurjónsson Umboðsmaður blaðsins á íslandi Skólagerði 69 Kópavogi, Sími 40455 Pósthólf 135 Reykjavík Typesetting, Proofreading and Printing — Typart Ltd. Subscription $20.00 per year — PAYABLE IN ADVANCE $25.00 in Iceiand — Second class mailing registration number 1667 — AU donations to Logberg-Heimskringla Inc. are tax deductible under Canadian Laws. Icelandic Women in North America

x

Lögberg-Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.