Lögberg-Heimskringla - 09.07.1993, Blaðsíða 8

Lögberg-Heimskringla - 09.07.1993, Blaðsíða 8
8 • Lögberg-Heimskringla • Föstudagur 9. júlí 1993 **** ******* —•****** * "*-*****% PSlftÍtlll Myndir MorgunblaOiO / Photos courtesy MorgunblaO The pictures show the crowds in ReykjavJk, the President of lceland laying a wreath at the statue of Jón Sigurösson andJónína Jónsdóttir, the Maid ofthe Mountain at Húsavík, along with her princesses. jóðhátíðardagurinn var haldinn hátíðlegur á íslandi 17. júní s.l.. Dagurinn hófst með því að Forseti íslands lagði blómsveig að styttu Jóns Sigurðssonar og Fjallkonan flutti ávarp sitt af svölum Alþing- ishúsins. Mikill mannfjöldi tók þátt í hátíðarhöldunum í góðu veðri víðsvegar um landið, en mestur var fjöldinn í Reykjavík og er álitið að um 40.000 manns hafi safnast saman í miðborginni. Hátíðarhöldin fóru allstaðar vel fram og margt var til skemmtunar. Nœsta ár verður haldið upp á 50 ára afmœli Lýðveldisins og má búast við að margir þeir íslendin- gar sem búa erlendis og einnig margir þeirra sem eru af íslen- zkum uppruna muni sœkja ísland heim. Myndirnar sýna fólksfjöldann í Reykjavík, Forseta íslands leggja blómsveig aó styt- tu Jóns Sigurössonar og Jónsfnu Jónsdóttur Fjallkonuna á Húsavík ásamt hirömeyjum sínum. Iceland’s national day was celebrated June 17. The fes- tivities started with the wreath laying by President Vigdís at the statue of Jón Sigurðsson followed by the traditional Fjallkona speach from the bal- cony of the Alþingishús (Parliament Building). Great numbers of people took part in the festivities, greatest though in Reykjavík where it is estimated that around 40,000 people gathered at city centre. The festivities were a success everywhere and much entertainment offered. Next year the 50th anniversary of the Republic will be celebrat- ed. At that time it can be expect- ed that many Icelanders living abroad and people of Icelandic origin will visit the country. Morgunblaðið/Sverrir Viðgerðir í sumar ÞEKJAN hefur sigið svo mikið að hún er orðinn mun lægri en stafn- inn á bænum. Þórður Tómasson rifjar upp þá kenningu að Þorvarð- ur Þórarinsson, höfðingi á 13. öld, og tengdasonur Steinvarar Sig- hvatsdóttur og Hálfdanar Sæmundssonar, hafi skrifað Njálu og því sé mögulegt að hún hafi verið skrifuð að Keldum. Á neðri mynd- inni sést að veggirnir í skemmunni eru farnir að halla ískyggilega. Elsti bær á íslandi að hruni kominn KELDUR í Rangárvallasýslu, elsti heillegi bær á landinu, er að hruni kominn vegna vatnsleka af þaki niður í vegghleðslur. Vatn leiðir að auki að bænum og veldur skemmdum á útveggjum hans. Guðmund- ur Hafsteinsson, deildarstjóri húsverndar- deildar Þjóðminjasafns, segir að viðgerð húsanna sé afar brýnt verkefni og verði hafist handa við að bjarga bænum síðsum- ars. Hermt er að Jón Loftsson hafí reist kirkju og klaustur að Keidum á Rangárvöllum undir lok 12. aldar. Ekki er útilokað að elsti hluti bæjarins sé frá þeim tíma, að sögn Þórðar Tómassonar, safnvarðar í Skógum, en engu að síður segir hann að skálinn í bænum hafi sterk einkenni miðalda, en þá var búskapur á bænum. önnur fom íveruhús em and- dyri, búr, hlóðaeldhús og skálaloft, en búið var óslit- ið í húsunum til 1946. Hafði þá verið bætt við fjór- um útihúsum, skeramum, hjalli og viðbyggingu, uppúr miðri síðustu öld. Urkoma sökudólgur Allar þessar byggingar standa enn og hafa verið gestum og gangandi til sýnis í gegnum tíðina. Síð- ustu ár hefur hins vegar horft til verri vegar, því rigningarvatn hefur ekki fundið sér aðra leið af þekjunni en niður vegghleðslumar og nú er svo komið að annarri skemmunni og smiðjunni hefur verið lokað vegna hættu á hruni. Ástæðan fyrir þessum farvegi rigningarvatnsins er að sögn Guðmundar sú að burðarstoðir hafa geng- ið saman, fært þekjuna neðar og myndað leið fyrir regnvatn í gegnum veggina inn í húsið. Vatnið veld- ur síðan meiri fúa í stoðunum. Brýnt verkefni Guðmundur segir að hér sé um afar brýnt verk- efni að ræða og verði hafíst handa við að bjarga fyrstu húsunum á þessu sumri. Síðan verði haldið áfram af fullum krafti með hin húsin samkvæmt áætlun til 2-3 ára en framgangur fari að sjálfsögðu mikið eftir ijármagni til verksins. Innifalin í áætlun- inni er að sögn Guðmundar viðgerð á Guðnýjarbæ, gömlu íbúðarhúsi að Keldum, og á að nota það sem þjónustuhús fyrir ferðamenn, en þess má geta að 4-5.000 manns skoða gömlu húsin að Keldum á hverju ári. Eftir því sem Guðmundur segir mun Víglundur Kristjánsson, hleðslumaður, sjá um viðgerðirnar á skemmunum að Keldum og felast þær í því að þekja húsanna verður tekin niður og veggjrnir endurhlaðn- ir. Tréverk verður bætt eða endurnýjað eftir því sem þurfa þykir. Samkvæmt áætlun á svo að leiða vatn frá húsinu, en brýnt er að það verði sem fyrst.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.