Alþýðublaðið - 26.05.1962, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 26.05.1962, Blaðsíða 4
 hvern tíma bók" JON Engilberts opnar sýningu í Listamannaskálanum kl. 14 á morgun. í kvöld kl. 8,30 er sýn ingin opnuð fyrir boðsgesti. Sýning Jóns stendur fram til 3. júní og verður opin frá kl. 14—22 alla daga vikunnar. Alþýðublaðið fór að skoða sýninguna í gær, en þá var lista maðurinn að ljúka við undir- búninginn fyrir sýninguna. — Eru þetta nýjar myndir? — Bæði gamlar og nýjar, Ein er t. d. frá árinu 1935 og svo eru aðrar síðan í vetur. — Eruð þér komnir á ein- hverjar nýjar línur? — Það er erfitt fyrir manninn sjálfan að dæma um það. Sum- um finnst það kannski. Hva'ð mér viðkemur reyni ég aðeins að auka við mig víðsýni og þroska eftir beztu getu, og það kemur vonandi fram í myndun- um. Hvernig það svo er í augum utanaðkomandi veit ég ekki. — Það eru margar vatnsliía- •myndir á sýningunni. — Já, 30 af 60, með öðrum orðum helmingur myndanra, sem hér eru. Eins og þér sjáið eru hérna líka myndir, sem birtust með smásögum Baldurs Óskarssonar, hér eru olíumál- verk..... — Eru allar myndirnar til sölu? — Nei, fjórar eru í eign Lista safns ríkisins, ein er í einka- eign. Hinar 55 eru til .sölu. — Hvaða mynd er þetta? — Hún var sýnd í Louisiana í vetur. Líka þessi stóra — og þessi. .... Sumar hafa verið lengi í smíðum. Þessari byrjaði ég á í Kaupmannahöfn árið 1938 og lauk henni ekki fyrr en r 'O ‘ n:r fynr tveim arum. — Og er svo að koma ný bók? — Bók? — Já, kemur ekki önnur bók? — Eg bý ekki til bækur. — Þessi maður býr til bækur 'og hann bendir á Jóhannes Helga, sem gengur um gólf í salnumV — En þér áttuð þó einhvern hlut að máli að Húsi málarans var'það ekki? — Jú, - en .. ja, fyrst er að sýna og svo er að búa til bæk- ur. — Svo það kemur þá önnur bók? — Já, það kemur einhvern tíma bók. H. ttvmWMMWWtWMWWWMMWWMWWMMMWtWWW KRON 58 millj. í fyrra AÐALFUNDUR Kaupfélags Reykjavíkur og nágrennis var haldinn síðastliðinn sunnudag í Breiðfirðingabúð. Vörusala fé- lagsins á árinu varð kr. 58,512,- 191,11 og jókst um 12% frá ár- inu áður. Félagsmenn um áramót voru 5518. Ragnar Ólafsson, formaður fé- lagsins, flutti skýrslu félags- stjómar, og kaupfélagsstjórinn Kjartan Sæmundsson, las reikn- inga, og gerði grein fyrir rekstr- inum á síðasta ári. ' ‘Á ‘áHWú’ Vár 'þVéiri'biart'búðum félagsins breytt í kjörbúðir, en nú eftir áramót hefur félagið látið breyta enn tveim búðum, og rekur það nú alls 12 kjörbúð ir. Kéypt var verzlunarhús við Álfhólsveg og hafinn verzlunar rekstur þar. Sölubúðir félags- ins eru nú alls 21, þar af 3 í Kópavogi. Kron á 25 ára afmæli 6. ág- úst næstk. Þess verður minnst með útgáfu félagsrits er helg að verður afmælinu. Stjómin var að mestu end- urkosin, nema Sigurvin Einars- son, er flytur af félagssvæðinu og gekk úr stjórninni. í stað hans var kosinn Sveinn Gama- líelsson. xAxAxAxAxAxAxAxAxA 4 26. maí 1962 - ALÞÝÐU8LAÐIÐ BgmafijEðsla í Reykjavík hundrað ára í TILEFNl þess að nú eru lið- in 100 ár síðan samfelld barna- fræðsla hófst í Reykjavík, fara fram ýmis hátíðahöld í skólum bæjarins. Er nýlokið sýningu á vinnu barna í öllum barnaskólun- um, og var hún mjög fjölsótt. I byrjun júní verður sýning í Mið- bæjarskólanum varðandi fræðslu og kennslumál. En sem einn aðili þessara hátíðahalda hefur fræðslu ráð ákveðið að fram fari sameig- inleg skólaslit allra barna og unglingaskóla í Reykjavík í Laug- ardalnum hinn 31. maí n. k. Skólaslitin fara fram með þeim hætti, að nemendur skólanna, skólastjórar og kennarar ganga fylktu liði inn á leikvanginn og mun merkisberi, sem ber spjald með nafni skólans, ganga fyrir hverjum skóia. Flokkarnir raða sér síðan eftir ákveðnum reglum á völlinn. Fer síðan fram dagskrá, sem stendur yfir í rúman hálf- tíma. Samkoman hefst kl. 2,45 með því að lúðrasveitir leika. Þá verð • ur leikfimissýning, piltar úr Laug arnesskólanum sýna. Síðan ganga skólarnir inn á leikvanginn. Verð ur fylkingin .allt. að. 2 km. að lengd og verður þó gengið i fjór- um röðum. Búist er við að þátt- takendur verði 7—8 þúsund. Þó verða 7, 8 og 9 ára börn ekki með í göngunni, vegna þess að of mik- il áhætta er að láta þau ganga fylgdarlaus. Hins vegar er það ósk fræðsluyfirvaldanna að sem flestir foreldrar barna á þessum aldri komi með börn sín, svo að þau geti einnig verið viðstödd skólaslitin. Það er tekið fram að 10 og 11 ára börn úr þeim skólum, sem fjafri eru Láugardal, verða sótt að viðkomandi skólum og skiiað þangað aftur að hátíðinni lokina’. Eldri nemendur verða að sjá um sig sjálfir, og verða þeir að vera komnir inneftir í síðasta lagi kl. 2,30. Öll athöfnin verður kvik- mynduð. Lokaþáttur þéssarar aldarminn ingar hefst svo hinn 8. júní n. k. ' Þá verður opnuð sýning í Mið- bæjarskólanum varðandi fræðslu- og kennslumál. Spannar hún yfir. nær því 200 ára tímabil Megin- þáttur þeirrar sýningar verður um hina sögulegu þróun þessara mála í Reykjavík frá 1862. Auk þess verða sýnd flest þau kennslu tæki, sem notuð er við kennslu í öllum námsgreinum nú í dag. Verður sýningin all umfangs- mikil og verður í 14 stofum skól- ans og auk þess í leikfimissal og á göngum. Sýningarinnar verður nápar getið síðar í blöðum og útvarpi. Jafnaðarmenn komið heim! KÆRU jafnaðarmenn, karlar og konur! Látum nú á sunnu ,4agjpp.,ls$p^,<j^]|q,(jjke það sama og skeði í borgarstjórnar- kosningunum 1958, er stór hópur jafnaðarmanna yfirgaf flokk slnn og kaus með öðrum. Sem betur fór var það aðeins stundarfyrirbæri. Verum þess ávalt minnugt, að það er Alþýðuflokkurinn, sem rutt hefur brautina í íslenzkri kjarabaráttu — svo að nokkuð sé nefnt: Var það ekki Alþýðuflokkurinn, sem barðist fyrir vökulög- um togarasjómanna? Jú, það var Alþýðuflokkurinn. Og var það ekki Alþýðuflokk urinn, sem barðist fyrir lögunum um verkamannabústaði? Jú, það var Alþýðuflokkurinn. Og fyrir það eitt á hann óskiptan heiður og þakklæti allrar þjóðarinnar. Við skulum öll sameinast og koma heim í flokkinn okkar, gamla og góða Alþýðuflokkinn, og gera sigur hann sem stærst an á sunnudaginn kemur, svo að hann þurfi ekki að sæta póli tískum sjávarföllum, hér eftir eins og hann hefur stundum ueyðzt til að gera hingað til — til að koma málum sínum í örugga liöfn. JAFNAÐARMAÐUR.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.