Alþýðublaðið - 17.07.1962, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 17.07.1962, Blaðsíða 11
Auðveldur sigur , :1 gegn ÍBÁ Það eru stundum margir, sem berjast um bolfann! VALUR SIGRAÐIÍSFIRÐ- INGA OG FRAM AKRANES VALIJR gjörsigraði ísfirðinga á ísafirði á laugardag með 4 mörkum gegn engu. — Valsmenn voru í sókn mestallan leikin, í fyrri hálfleik tókst þeim þó ekki að skora Nýliði í Valsliðinu, Bergur Guðnason skoraði fyrsta markið, síðan bættu Björgvin og Matthías tveim við og fjórða markið skoraði Bergur. Lið ísfirðinga er nú nærri von- laust um að halda sæti sínu í I. deild. I Framarar voru heppnir á Akra- nesi á sunnudaginn, er þeir sigr- uðu Skagamenn með 1 marki gegn engu. Jafntefli hefði verið sanngjarnt eftir gangi leiksins. Akurnesingar hófu leikinn með hörkusókn og áttu hvert upphl. af öðru og t. d. varði Geir þrjú góð skot frá Þórði Jónssyni með prýði. Fram riær nú smám saman tökum á leiknum og eftir 25 mín. skorar Guðmundur Óskarsson eftir fyrirsendingu Hallgríms Schevings og nokkur mistök í vörn Akurnesinga. Framhald á 13. síðu. ÚRSLIT I. deild KR — Akureyri 4:1 Fram — Akranes 1:0 Valur — ísafj. 4:0 Staðan í I. deild: L U J T M St. 7 3 3 1 13:5 9 6 3 2 2 13:6 8 7 3 2 2 9:4 8 5 2 2 1 12:6 6 6303 12:12 6 7 0 1 6 1:27 1 Ingvar og Guðjón í einvígi. Frarn KR Valur ÍA ÍBA ÍBÍ II. deild Reynir — Víkingur 3:0 Keflav. — Hafnarfj. 3:1 L U J T M St. ÍBK 7 6 0 1 32:6 12 Þróftur 6 5 0 1 24:10 10 Breiðabl. 6 3 0 3 19:18 6 ÍBH 7 3 0 4 15:19 6 Reynir 7 2 0 5 14:21 6 Víkingur 7 1 0 6 6:36 2 KR-INGAR bættu næsta auðveld lega við sig báðum stigunum í fyrri leik þeirra og Akureyringa, í íslandsmótinu á sunnudaginn var. Almennt mun hafa verið við því búizt að þarna yrði um mjög tví- sýnan leik að ræða. Ekki verður annað - sagt^en-að leikurinn í heild hafi verið í slat- ara lagi, og þá ckki sízt af Akur- eyringa hálfu, sem oft hafa sýnt ibæði dugnað og keppnishörku, en i brást hvorttveggja í þetta sinn. — Marktækifæri þeirra voru lítil, sem engin og samleikurinn mjög í molum. Áberandi var hvað send- ingar voru yfirleitt ónákvæmar og fumkenndar. Flestar þeirra höfn- j uðu hjá mótherjunum. Sókn KR, hverju sinni var mikl- um mun sneggri og marktækifæri þeirra oft allgóð, þó þeim mistæk- ist að nýta þau sem skyidi. En helminginn af mörkum sínum, sem urðu fjögur samtals, gerðu þeir eft ir regin-mistök varnar mótnerj- anna og fengu þau þar af leiðandi | án mikillar fyrirhafnar, en hin tvö síðari mörkin voru bæði skoruð, eftir ágætan samleik og með góð- um skotum. Framan af fyrri hálfleiknum var sókn KR nær allsráðandi, en leik- urinn jafnaðist nokkuð er á leið, | og í síðari hálfleiknum var sókn Akureyringa mun meiri, án þess þó að mark KR kæmist í neina teljandi hættu, að undanskyldu því, er Akureyringum tókst eitt sinn að skora, þó meira fyrir mis- tök miðframvarðarins, en eigin snilli. Að vísu var skotið, sem mark ið kom úr gott og fast. Miðað við það að þarna áttust við, úr báðum liðum, meginuppi- staða landsliðsins, verður leikurinn í heild að teljast síður en svo já- kvæður fyrir knattleikni vora. En þarna voru sjö landsliðsmenn að verki. KR skoraði fyrsta mark sitt þeg- ar í byrjun leiks. Ellert sendi bolt- ann í netið, eftir að miðverðinum hafði mistekist fráspyrnan, en knötturinn hrökk til Ellerts, sem var í stuttu færi við markið. — Nokkru síðar skoraði svo Ellert aft- ur. Einar hugðist taka knöttinn eft- ir laust skot, en Ellert var íljótari og náði að slæma til boltans og sendi hann inn, fram hjá mark- verði. Er skammt var liðið á síðari hálfleikinn náðu Akureyringar all- góðri sókn. Kári fékk boltann, sendi til Steingríms, er síðan af- greiddi hann vel til Páls, sem var fyrir opnu marki og í góðu skot- færi, en Heimir bjargaði með út- hlaupi á réttri stundu. Knötturinn kom í hann. Hornspyrna, en mark- inu var bjargað. Er 10 mínútur voru af leik, sendi KR knöttinn inn í þriðja sinn. Markið kom eft- ir samfellda sókn, sem átti upptök sín hjá Sveini Jónssyni með send- ingu hans til Sigurþórs, v. útherja. en hann lék laglega á bakvörðinn og sendi svo vel fyrir markið, þar var Jón Sigurðsson vel staðsettur í góðu færi og bætti því við, sem dugði, með hörkuskoti. Aðdrag- andi og endalok þessarar sóknar var eitt hið bezta í leijcnum. Fjór- um mínútum síðar tekst svo Akur- eyringum að gera þetta eina mark sitt, Skúli h. innh. sendi knöttinri inn eftir að Herði Felixsyni hafði mistekist fráspyrna og knötturinn hrokkið til Skúla. Skot Skúla var . ágætt, fast og snöggt. Loks skor- aði svo Jón Sigurðsson aftur á síð- ustu mínútum leiksins, úr sendingu Gunnars Guðmannssonar, eftir að hann hafði fengið knöttinn frá t Sigurþór. ] ‘í liði KR voru þeir Jón og Sig- ' urþór í framlínunni, sem bezt jbörðust, en Sveinn Jónsson fram- ] vörður sýndi mestan dugnað og vinnuherkju í KR-liðinu, í heild. Framlína Akureyringa, sem ann ars er betri hluti liðsins, var ó- iveiju snerpulítir og ósamtaka — i Steingrími tókst illa til í viðureign inni við Hörð og tókst aldrei að skapa sér nein skotskilyrði. Kári var heldur ekki í essinu sínu. — Skorti mjög á að þessir „topp- leikmenn" stæðu sig eins og stund- um áður. Jón Stefánsson miðvörð- ur lék nú aftur, eftir meiðslin, sem hann hlaut í sumar. Var hann traustur að vanda, og bezti maður varriarinnar. Karl Bergmann dæmdi og hefði jvissulega mátt vera, bæði ákveðn- ari og röggsamari. Völlurinn var háll eftir rign- inguna, og því allerfitt að fóta sig á honum, á stundum, en það eitt afsakar ekki- með öllu, ýmiskonar mistök í sendingum, skotum úr upplögðum færum og fleira slíkt. EB Lofgrein um is- lenzkar iþrötfir ÍDRÆTSLIV heitir snoturt mál- gagn Danska íþróttasambands- ins. Það kemur út reglulega einu sinni í mánuði — 12 til 16 síður hverju sinni. Ritstjóri er Evald Andersen, þekktur íþróttaleiðtogi og íþróttafréttamaður, sem skrif- ar auk þess fyrir ýmis blöð önnur á Norðurlöndunum, einkum í Sví- þjóð. Hann var hér í júnímánuöi þátttakandi í VIII. móti norrænna íþróttafréttamanna, og setti mjög svip á mótið, stjórnaði þar fund- um, ásamt Sven Ekström frá Gautaborg og fór þeim báðum mjög vel úr hendi fundarstjórnin. Evald Andersen hefur nú e.ytt 1 og Vá úr síðu í 7. tölublaði hins víðlesna blaðs síns, til að segja frá mótinu í Reykjavík. Aðalfyrirsögn- in er með stóru letri: „Á ÍSLANDI LÆRA ALLIR AÐ SYNDA“. Und- irfyrirsögn, með smærra letri: „En hnefaleikar eru bannaðir og knatt- spyrnan er ein um að draga að á- horfendur svo um munar. ,— Nor- rænir íþróttafréttamenn hélda fund í Reykjavík“. Síðan hefst greinin: „VIII. mót Norrænna íþrótta- fréttamanna var haldið á íslaftdi í síðasta mánuði. Á eyju, sem hef- ur aðeins 170 þúsund íbúa getuft maður ekki vonast til að hitta fjölda íþróttafréttamanna, og þetta var í fyrsta skipti, sem íslenzkir íþróttafréttamenn sáu um slikt Framhald á 13. Eíðn. < -íí Hér varð Einar aðeins á undan Gunnari Felixsyni. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 17. júíí 1962 H I

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.