Breiðablik - 01.07.1911, Blaðsíða 2

Breiðablik - 01.07.1911, Blaðsíða 2
i8 BREIÐABLIK sannleikur?“, var einn, sem haföi hugrekki til að segja þessi orð: ,,Til þess er eg fæddur og til þess kom eg í heiminn, að eg skuli vitna um sannleikann Leitarmennirnir beita ekki allir sömu aðferð. Sumir beita skyn- seminni einni, og reyna með henni að sjá fyrir síðustu rök hlutanna, Það eru heimspekingarnir. Og þeir komast nálega að sinni niður- stöðunni hver. En allir eru þeir að leita sannleikans. Og þótt þeir fari sína leiðina hver, þá er þó takmarkið eitt, sem að er stefnt. En langflestir leita sannleikans í trúarbrögðunum. Mannsandinn stendur ráðalaus og höggdofa frammi fyrir ráðgátum tilverunn- ar. Hann finnur að þær eru svo djúpar og háar, að hann kemst engan veginn yfir þær af eigin kröftum. Og þá flýr hann til trú- arinnar, og hún lyftir honum yfir það, sem enginn kemst yfir nema fuglinn fljúgandi. Trúin gefur vængina, sem bera hann yfir örð- ugleikana. Ef spurt er: Hvað eru trúar- brögðin? þá er því fljótsvarað: Þau eru sannleiksleit. Þau trúar- brögð, sem ekki eru sannleiksleit, þau eiga ekki rétt til að bera það nafn. Enda munu þau naumast vera til. í trúarbrögðunum sjáum vér elzta vottinn til þessarar leitar ajtir sannleikanum, ófullkomið, ó- sjálfbjarga fálm í myrkrinu. En eftir því sem mönnum fer fram, því betur kunna þeir að haga sér sem bezt í þessari leit, því meir sýnist birta yfir. Langt er þó frá, að mönnum sé það ávalt ljóst, að trúarbrögðin eru sannleiksleit. Og ýmsir, sem þau aðhyllast, gera það engan- veginn í þeim tilgangi, að leita þar sannleikans. Þar kemur annað atriði til greina. Það er gagnið, hagurinn, sem menn þykjast sjá sér í því, að vera trúaðir. Og þetta er mjög algengt enn þann dag í dag innan kristninnar sjálfrar. Menn leita þar hvíldar og friðar fyrir sálina, en ekki sannleikans. Stuart Mill segir einhversstað- ar á þá leið, að flestir hafi nú á tímum betur opið augafyrir gagn- semi trúarbragðanna heldur en sannleiksgildi þeirra. Þetta eru sönn orð. Og þótt liðinn sé nokk- ur tími síðan þau voru töluð, þá eiga þau þó fullkomlega við enn í dag. Fjölda margir amast við sannleiksleitinni innan kristin- dómsins, af þeirri ástæðu, að hún rýri gagnsemi hans. Menn am- ast við rannsóknum ritningarinn- ar, þótt þær óefað leiði sannleik- ann í ljós í ýmsum atriðum. Og ástæðan sú, að gagnsemi ritning- arinnar minki við það. Menn amast við því, að hróflað sé við ýmsum gömlum kenningum kirkj- unnar, sem bersýnilegt er orðið, að eru ekki í samræmi við kenningu meistarans sjálfs. Og ástæðan sú, að svo margar þúsundir manna hafa fundið frið við þann lærdóm.

x

Breiðablik

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.