Breiðablik - 01.07.1911, Blaðsíða 13

Breiðablik - 01.07.1911, Blaðsíða 13
BREIÐABLIK 29 konungsstaðfestingu á dómnum, og kaup- ir af konungi þann hluta fjárins, sem und- ir hann átti að falla—og skaðast, sem nærri má geta, ekki á þeim kaupum. Og þegar hann kemur heim, tekur hann, með tilstyrk tengdaföður síns, a 11 a r eignirn- ar undir sig, bæði þærsem konnngi höfðu verið dæmdar og þær sem erfingjarnir áitu að fá. Skömmu síðar var Rafn drepinn af einum þjóni sínum. Þá tók Jón biskup Arason undir sig allar þær eignir, sem Rafn hafði tekið frá Teiti og borgaði dómkirkjunni með nokkurum af þeim jörðum, því að áður hafði hann feng- ið börnum sínum og öðrum vinum mikið af jörðum dómkirkjunnar. Erfingjana lét hann ekkert hafa. Hann seldi jarðirnar og hafði skifti á þeim og öðrum jörðum á ýmsa vegu. Jarðirnar, sem hann fekk staðinn, féllu undir konung eftir andlát hans og sona hans, sem líflátnir voru með honum. Ut úr þessum eignum urðu síðar mikil málaferli. En erfingjarnir fengu ekki leiðrétting mála sinna, og sumir þeirra dóu úr hungri. Þetta er ofurlítil bending um, hvernig ástandið var, og hve mjög Jón Arason var barn sinnar yfirgangsmiklu og ranglátu aldar. Það er ekki fyrir réttlætið eða samvizkusemi í viðskiftum, að Jón Arason hefir orðið hálf- gerður dýrlingur með sinni þjóð. Það er af alt öðrum ástæðum, sem við skul- um reyna að gera okkur ljóst, fiður en við skiljum í kvöld. [Framhald]. BRÆÐURNIR. Eftir Selmu Lagerlöf. A Ð má vel vera að mér missýnist, X en mér finst einhvernvegin, að sé alveg óskiljanlegur sægur af fólki sem deyr í ár. Eg get naumast stigið fæti mínum á götuna án þess að mæta líkvagninum, Og það verður ekki hjá því komist, að hugsa um alt þetta fólk, sem fer út í kirkjugarðinn. Mér hefir alt af fundist eg kenna sárt í brjósti um þá, sem deyja og eru jarðaðir í bæjunum. Eg get heyrt þá kvarta, þar sem þeir liggja niðri í kistunum sínum. Sumir kvarta yfir því, að ekki hafi verið settur fjaðurskúfur á kistuna þeirra. Aðr- ir eru að telja blómsveigana og eru óá- nægðir. Og enn eru aðrir, sem einir 2—3 vagnar fylgja til grafar, og þeim finst sér gerð óvirðing með því. Þeir, sem dauðir eru, ættu nú að fá að vera lausir við annað eins og þetta. En borgarlýðurinn er nú einu sinni svona, að hann hefir ekkert vit á því, hvernig heiðra á þann, sem lagstur er til hinstu hvíldar. Þegar eg fer að hugsa mig betur um, þá man eg ekki eftir neinum stað, þar sem fólkið kann þetta betur en heima í Svarta- vatni. Ef þú deyrð í Svartavatns-sókn, þá máttu eiga það víst, að þú færð nákvæm- lega samskonar kistu, eins og allir aðrir fá, væna svarta kistu. Bæði hreppstjór- inn og oddvitinn voru í fyrra jarðaðir í samskonar kistum. Sami maðurinn smíð- ar allar kisturnar, og hann hefir altaf sam§ lagið á þeim. Engin þeirra verður vandaðri eða óvandaðri en allar hinar. Og það ættirðu að vera farinn að vita, —því að þú hefir séð það svo oft sjálfur— að þér verður ekið til kirkjunnar á vana- legri kerru, sem svörtum lit hefir verið strokið á fyrir þetta tækifæri. Fjaður- skúfa þarftu alls ekki að láta þér detta í hug. Og þú veist, að alt sóknarfólkið

x

Breiðablik

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.